Morgunblaðið - 21.01.1917, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1917, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Erí. stmfregnir Opiaber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London, ódagsett. "Vikuskýrsla frá herstoðv- um Breta. Bretar hafa aftur gert sigursælar utrásir á vestur-vfgstöðvunum og varð hin siðasta til þess, að þeir sóttu fram á einum stað og hefir það nokkra hernaðarþýðingu. Fyrfr norðan Beaucourt voru stöðvar óvinanna teknar á nokkru svæði og þeim haldið, þrátt fyrir áhlaup óvinanna. Varð mann- tjón vort Iftið, en stöðvarnar voru styrkt- ar. Annars staðar höfum vér og ráðist inn á stöðvar óvinanna, gert þeim mikið tjón og handtekið margt manna. Útrás, sem Kanadamenn gerðu að degi, hepnaðist mjög vel. Var áhlaupið gert á 700 metra löngu svæði og voru vígstöðvar óvinanna rofnar og sóttu Kanadamenn fram um 300 metra og að annari víglínu Þjóðverja. Varð mikið mannfall f liði Þjóðverja, vfg- grafir þeirra voru ónýttar og hundrað menn teknir höndum. En Kanadamenn biðu Iftið manntjón. Og yfirleitt hefir manntjón Breta verið miklu minna heldur en mann- tjón óvinanna. Sézt það bezt á því, að mannfallið f liði voru var jafnt þvl, sem vér tókum af föngum. Hefir nú að siðustu nokkuð ræzt úr þvf, hvernig Bretar standa að vigi. Er það aðallega að þakka hálendi i nokkrum stöðum, þar sem frost er nú f jðrðu. í Flæmingjalandi hafa ekki verfð nægileg frost til þess að jörðin sé hæfileg yfirferðar. Blöð óvinanna hafa þráfaldlega haldið þvi fram, að bandamenn væru ekki sam- mila. En þessi fréttaburður er algerlega rangur. Sézt það bezt á gerðum þeirrar ráðstefnu, er nú hefir verið haldin i Lon- don, að bandamenn eru algerlega sammála. Þeir hafa aldrei verið ákveðnari i því held- ur en nú, að ná þeirri málamiðlun, er tryggi fullkominn frið i eftir. Skeyti frá Smuts hershöfðingja um við- ureignina frá 21. marz til 17. október 1916 sýnir það, að miklum sigurvinningum hefir verið náð þrátt fyrir erfiðleika, sem land og veðrátta hefir lagt i veg fyrir herinn. Það er auðséð, að herförinni hefir verið stjómað af mestu snild og verður Smuts hershöfðingja og öllum hans mönnum til mikillar sæmdar. Óvinirnir hafa hvað eftir annað látið leika á sig, hafa verið hraktir burtu frá sterkum stöðvum og þar sem þeir ætluðu sér að verjast, hafa þeir eigi fengist staðið hinar grimmilegu árásir, sem á þá voru gerðar. Ósigur þeirra hfnn 9. mai, þegar Van Deventer hrakti þá frá sóknarstöðvum sinum, er talsverða hern- aðarþýðingu höfðu, gerði algera breytingu á hernaðinum. Óvinirnir höfðu dregið sam- an fjórar þúsundir manna og voru her- mennirnir reknir með harðri hendi fram til áhlaupanna. En með sigri sinum þarna hafði her vor kollvarpað síðustu von óvin- anna um það, að fá veitt nokkra verulega vörn. Og afleiðingin af þessum sigri var sú, að óvinirnir voru hraktir frá hverjum vigstöðvunum á eftir öðrum. Og að lokum var svo komið í lok októbermánaðar, að óvinirnir höfðu mist öll þau héruð i þess- ari nýlendu, sem nokkurs eru virði og þar sem er heilnæmt loftslag, nema stöðvarnar umhverfis Mahenge-fljótið. Hér þrýtur skýrsluna, en þess má geta, að síðan hafa Bretar farið þar fram sigri hrósandi. Símnefni »Garðar« Reykjavtk. Pósthólf nr. 447. Talsímar: Skrifstofan nr. 281 Heildsalan — 481 Heildverzlun Garðar Gíslasoa* Reykjavík hefir birgðir af neðantöldum verum, er seljast að eins kaupmonnum og kaupfélögum; Hveiti 3 teg., Rúgmjöl danskt, »Linsurf (hvítar baunir), Fuglafræ, Maismjöl, Heili Mais, Kaffi 2 teg., — brent í pk. & dósum. Export kaffi-»Kannan«, Kaffibætir »Franck Chicory«, Kartöflumjöl, Hálfbaunir, Sagó, Hænsnabygg, Maltöl. Cacao í tunnum, Sukkulade 6 teg., Sveskjur, Döðlur, Þurkuð Epli, Avaxtasulta »Jelly«, Ananas í dósum, Perur í — Epli í — Aprikosur í — Raspberry í syróp, Sardinur í dósum 3 teg. Reykt sild í dósum, Mysuostur, Heilagfiski í dósum, Macaroni í 25 lbs. ks. Skraa »B. B.c, Rjól »B. B.«. Dósamjólk »Ideal« og »Van Campsc, Þurmjólk, Eldspýtur, Kerti, Vindlar, Vindlingar »Three Cast- lés«, »Capstan« o.m.fl. Reyktóbak margar teg., Barnaspil, Handsápur mjög stórt úrval, Þvottasápa »Balmoral Cleanser*, Þvottasódi, Baðsápa, Skeggsápa, tunnum »Bald\vins« & »York«, Appelsínur, Vinber, Laukur, Gólfpappi, Fernis, Zinkhvíta í 36 lbs. dk. Þaksaumur, galv., Hverfisteinar 15” & 18”, Ljábrýni, Rúðugler, 300 ferfet pr. ks. »Asfalt«, Síldarnet. Smurningsolía. Ullarballar 6 & 7 lbs., »/i Pokar tómir, Strigaumbúðir »Hessians«, Pappirspokar, flestar stærðir, Tviritunarbækur. Netagarn 3 þætt & 4 þætt, Taumagarn nr. 712, Síldarkörfur, Olíufatnaður, Önglar (lóðarönglar), Fiskilínur 1—1*/2—i3/4—2—2l/2~ s—s1/*—6 lbs- Manilla-Kaðlar, Linubelgir nr. o, • Barkalitur. Skófatnaður karla og kYenna. Ymiskonar vefnaðarvara: Léreft Fataefni Fððnrtau Höfuðföt Regnkápur Molskinn VcfjúrQOrtt Flauel Baktöskur Seglastrigi Peysur Handklæði Nær- fatnaður og margt fleira. 2—3 herbergi og eldhús óska barnlaus hjón 14. maí. Borgun fyrirfram. R. v. á. Ensk vaðmál Og Lasting svartur, Léreft margar teg., Kvensokkar o. fl., nýkomið Yerzlun 6. Zoega. Barnlaushjónsemhafa góðar ástæður, gætu fengið gefins fallegt stúlkubarn tveggja ára. R. v. á. Mjólk fæst allan daginn á Hverfisgötu 56, bakaríinu. Þórður Helgason, sem róið hdlir í Grindavík, er beðinn um að finna Ag. Guðmundsson, Laugav. 47. Þær konur Thorvaldsensfélagsins,semhafa bækur < félagsins að láni, eru beðnar að skila þeim í síðasta lagi á morgun. Nokkrar tunnur af góðri m a t a r- s í 1 d fást hjá Páli Hafliðasyni Páls- húsi. Ungur maður vanur skrifstofustörfum og afgreiðslu í búð, óskar eftir atvinnu nú þegar. Meðmæli fyrir hendi. Tilboð merkt 25, leggist á afgreiðslu Morgun- blaðsins, Herbergi með húsgögnum hefi eg verið beðinn að útvega einhleypum manni sem til bæjarins kemur fyrst í febrúar. Herbergið þarf helzt að vera í eða nærri Mið- bæuum. Vilh. Finsen. Vandað hús tvílypt, í Austurbænum, til sölu. R. v. á« Vélamaður á mótorbát óskast til VestmanBa' eyja. Hátt kaup í boði. Ritstj. visar á. Nlðursoðlð kjöt irá Beauvais þykir bezt á ferðalagi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.