Morgunblaðið - 13.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ Nýja Fordbifreiöm R. E. 27 fæst ávalt til leigu í lengri og sbemmri ferðir, fyrir sanngjarna borgnn. Bifreið- arstöðin er Kaffihnsið Fjallkonan, simi 322. Karl Mopitz, bifreiðarstj jri. er sagt að opinber stpfnun sem land- síminn geti látið sér sæma slíka að- ferð. Væri ekki nær, að reyna að koma á annan hátt á betra fyrirkomulagi á notkun landsímanna, en tíðfeast hefir um hríð? Mætti t. d. ekki tak- marka að nokkrum mun þau yfir- organgs-hraðsamtöl, sem tíðkast Víðs- vegar í bygðarlögum þessa lands milli þjónustufólks á stöðvum land- símanna. Varla hefir síminn tilfinn- anlegt tjón af að þau væru skert að einhverjum mun. Lítill vafi leikur á þvi, að sú ráðstöfun mæltist bet- ur fyrir, en þessi, sem birt var síð- ast. —Finst ekki landsímastjóranum sjálf- um að það sé örþrifaráð að hækka taxtana til þess að gera mönnum hægra fyrir að ná í símasamband? Finnur hann ekki til óréttmætis þeirr- ar ráðstöfunar, gagnvart þeim, sem ekki hafa efni að fleyja út pening- um, til að fullnægja >yfir-hraðfor- gangi« landsímastjórans. Og finst ekki landsstjórninni tima- bært orðið að stemma stigu fyrir »humbuginu«. Þessi ráðstöfun ætti að vera sú sem kemur í allra »sið- asta sinn« — eftir almennri áskorun. Hr.ritstjóri Jakob Möller Það virðist svo, sem yður sé það mjög áríðandi að fá mig inn í blaða- stælu við yður og virðist mér að yður sé þar atað fratn til að skrifa fyrir aðra, þar eð svo margir þakka yður, en því skrifa þá ekki heldur þeir menn, sem hafa einhverja hug- mynd um hvað þeir eru að fara með, t. d. hinir 2 valinkunnu skip- stjórar? Þér segið að eg hafi ekki fylgst með í prófunum; eg gerði það svo vel, að eg vildi ekki birta þau i »Ægi«. Framburður skipstjóra er þar svo, að yður hefði verið bezt að minnast ekkert á þau próf fram- ar, mótssagnir eru þar svo, að furða má þykja að það hefir ekki verið gert að blaðamáli fyrir löngu, en eg hefi engar sögur borið um Júlíus, ekkert um hann skrifað annað en það sem stóð í Ægi, og það hafið þér alt misskilið. Nú er resultat af okkar skriftum orðið það, að þér ætlið að koma sannleikanum í ljós um Goðafoss-strandið. Það held eg sé að gera^ skipstjóranum og fleirum bjarnargreiða, en þér um það. Nú hafið þér fengið yður aðstoðarmenn, og væri nú æskilegt að þér til að byrja treð vilduð skýra fyrir almenn- ingi það, sem er svo torskilið, þeg- ar prófin eru lesin. Það sem við ekki skiljum, er það, hvernig hann (Július) fer að ákveða vagalengd fiá Rit, tneð því að at- huga fjöllin báðumegin (Rit og Straumnes) k!. 2 á skamdegisnóttu, þegar útvörður sver að hann hafi ekki séð land á þeim tíma. Eru nokkrar skýringar tiJ, er segi sð slík mæiing sé fullnægjandi? Svar Júlí- usar viðvíkjandi logginu er þess eðl- is, að þér ættuð að reyna að koma einhverjum plástri á það. Siglingar með skipum, þar sem logg er van- rækt og eimpipuna má ekki nota nema með leyfi skipstjórans, eru ekki hættulausar; en við skulum hvorugur fara að gagnrýna sjóprófin, því að þar erum við komnir út á braut, sem okkur kemur ekki við; látum hvern lesa þau sem vill, og þér skuluð sjálfur athuga þau, áður en þér reynið að fá nokkkurn til að skrifa um þau. Þér skuluð fá !án aðan »Den islandske Lods« hjá þeim »valinkunnu«, og fletfa upp bls. 98 og lesa hvað þar er sagt um sigl- ingar fyrir Rit og Straumnes. Eg ætla að svara hér fáeinum orð- um þvi, sem þér beinist helzt að i síðasta biaði yðar, og það er um stefnubreytingu. Það var nú lítíð hálmstrá til að geta haldið þessu áfram. Hafið þér séð annarsstaðar en í þessari setningu, að eg beri fram að stýrimenn hafi ekki mátt breyta stefnunni; en i þessu falli gat Ólafur búist við því, sem eg bar fram, og svo farið þér i þessu sam- bandi að tala um að eg hafi ekki kynt mér prófin; þér eruð iðinn við að minnast á þann vandræðafram- burð. Nú skulum við tala litið eitt um Ólaf stýrimann, og þekki yðar ráðunautar nokkuð til siða á veizl- unarskipum, þá munu þeir útskýra fyrir yður það sem þér e\ki skiljið. Goðafoss var skip, þar sem agi átti að vera í góðu lagi og öll vinna á skipinu, hvort heldur við sigling- ar eða á höfnum, átti að fara fram eins og ■ á öðrum verzlunarskip- um heimsins. Þó að skipstjóri og stýrimaður séu jafnir að þvi leyti, að báðir hafa tekið samskonar próf, þá er bilið milli þeirra þó of mikið til þess að Ólafur hefði t. d. getað sagt: »Ætlið þér eða á eg að taka fyrsta vörð?« — þeir eru báðir uppi, þegar faiið er fyrir Rit, og þar er sannað, að Júlíus navigeraði skipinu; hann gaf stefnuna og hina síðustu með, og Ólafur var að eins á stjórn- palli sem yfirútvörður. Þeir ákveða báðir staðirm við Rit, en hvernig þeir fara að því, sanna þeir mér vitanlega hvergi; aðalvit- leysuna gerir JtSIíus þegar hann gef- ur stefnuna sem á að stefna 1 km. af Straumnesi. Bar Ólafi að breyta þeirri stefnu, sem skipstjórinn gaf síðast, það er spurning sem lengi má þvæla um, en svo kemur það merkilega atriði, skipið fer að hreyf- ast minna. Útvörður Eyjólfur Ed- waldsson ber það, að 15 mínútum áður en skipstjórinn kom á dekkið, tók hann eftir að sjó lægði, en það finna ekki yfirmennirnir, sem hafa ábyrgð á siglingunni, þeir finna ekkert. Þetta atriði var ekkett at- hugað við prófin, en hér er um mikilsvarðandi atriði að ræða. Hvað haíði Olafur vakað lenqi pe%ar hér var Jiomið, var bann svo úrvinda, að hann gætti einskis? Skipsjóra bar að vita það og sjá um, að sá væri ekki á verði, sem hefði unnið það lengi að nokkur hætta stafaði af. Eg veit ekkert um þetta, spurði Ólaf aldrei að því, en mér dettur það i hug, þegar eg minuist hvernig skip- stjóri Sigurður Pétursson var stund- um útleikinn af þreytu meðan hann var stýrimaður á »Austra« undir stjórn þessa sama manns. Eg var þá verkstjóri í Viðey og hafði um tima afgreiðslu »Austra« og »Vestra«. Eg fór ekki eftir neinum sögusögn- um, þepar eg í Ægi sagði að það væri ekki til að herða á neinum þegar skipstjórar béldu lifandi mynda- sýningar á dekkinu frammi fyrir verkalýð og farþegum. Það sá eg Júlíus gera og gekk sá leikur yfir stýrimenn og véiamenn. Austri var það einasta skip, sem sýndi slíkt i Viðey. Þar sá eg Sigurð svo hlaðinn önnum á þessu litla skipi, að hann varð að halda skrifara úr Reykjavík til þess að koma einhverja áleiðis, því að ávalt var hann kallaður frá verki sínu — þess vegna datt mér í hug, hvort Olafur hefði ekki þessa óbarn- ingjusömu nótt verið það örmagna, að hann gætti einskis nema að hin gefna stefna væri stýrð. Eg skrifaði í Ægi, að Ólafur hefði verið svo ógæfusamur, að lenda hjá manni, sem misskildi stöðu sína. Prófin sanna að svo hefir verið hvað siglingar áhrærir, en harka sú hin aiþekta um land ait, sem hann sýndi undirmönnum sínum kom þvi til leiðar, að enginn, sem einu sinni var laus úr þeirri vist vildi koma tii hans aftur, og þó var hér ekkert að vera stór af. Hann átti að vera þakklátur fyrir velgengni sína í líf- inu og reyna til að afla sér vina þar sem yfirmenn skipsins voru, það trygði hans framtíð og einnig þeirra, sem með honum voru og öil sjómannastétt landsins vænti þess að skip Eimskipaíélagsins yrðu þau fyrirmyndarskip, sem stjórnin hefði gert sitt til, með stökum dugnaði, að þau væru og að þeim væri siglt þannig að aðrar þjóðir sæu að ís- lendingum væri trúandi fyrir sigl- iogu slíkra skipa. Stjórn Eimskipafélagsins hefir gert alt sitt, til þess að alt færi sem bezt úr hendi, og getur ekki gert að, þó að þeir sem húu trúir bregðist henni. Af þeirri ástæðu skrifaði eg að miklu leyti Ægis-greinina, til þess að benda landsmönnum á, að góð samvinna meðal yfirmanna skipanna er nauð- synleg og þar sem hún er í ólagi, verður að taka í strenginn, því að góð samvinna verður máttarstólpi út- gerðarinnar það mun það, sem þér kölluðuð kjaftaþvaður í hinni kurt- eisu fyrstu grein yðar. Það mátti ekki minnast á hroka sveitunga yðar,- Þá féruð þér á stað, en mánuð vor- uð þér að sækja í yður veðrið. Þér segið í grein yðar siðustu að menn séu að koma og þakka yður fyrir skrifin. Út á hvað ganga þau, hvað eruð þér að sanna? Bendið ; þeim mönnum á að lesa prófin yfir eins og mér, þá fá þeir sönnun fyr- ir að ómögulegt var að öðru vísi færi fyr eða síðar, en farið er nú eftir framburðinum að dæma. Hvert stefna orð yðar að vinna bak við tjöidin? Er það eg eða þér eða aðrir sem það gera? Þér takið á móti áeggjunum og leiðbeiningum til þess að koma þessari ógætni á loft enn þá einu sinni,-en eg hefi bæði neitað greinum og» neitað að skrifa annað en það sem stendur í Ægi, — eftir að þér komuð til sögunnar og í stað þakkarávarpn til yðar að halda þessu gangandi, hefi eg komist í stælur við menn, sem út af greiti yðar ætl- uðu að fara- í blöðin með greinar um strandið, en sem eg fékk þá til að hætta við, því að mér finnst það eng- inn greiði og sízt fyrir Eimskipafé- lagið, að verið sé að birta í blöðum greinar um þann mann, sem brást þeim vonum, sem það gerði sér um hann — og launar álit þess á sér með því að sigla skipi þess upp í klettana, og enginn heiður fyrir sjó- mannastétt landsins að klaufaskap þessum og kæruleysi sé dreyft út víðar en þarf. Haldtð þér með hroka og stói- mensku eins og yður lízt, það fyrir- !ít eg og einkum þegar sjómenn sýna það, þ>í þeir geta svo snögglega orð- ið iitlir aftur, en stórbokkaskapur skipstjóra gagnvart stýrimönnunum verkar illa á alla skipshöfn. Framtíð Óiafs var hér í veði og hann varð að láta ktiga sig til að hlýða skipstjóranum blint. Hann þorði ekki að nota eimp’puna nema með leyfi og þá eflaust ekki annað, sem trygt gat siglingar og fram- kvæmdir. En hvers vegna mátti hann nú ekki nota eimpipuna? Ja, nú kernur það sem lýsir Júlíusi bezt: pað átti að láta hann vita pað, svo að ej hann vœri niðri, að pað pá gœti álitist, að hann gætti eigi skyldu sinn- ar, ej stjrimenn gæfu merki upp á eigin spýtur, en eflaust hefir hann álitið sjálfan sig gera skyldu sina með banninu. Þeir áttu að skreyta skip- stjórann með niðuriægingu sinni. —* Góður agi það. (Samkv. sjóprófinu). Komið þér nú með sannleikann í ljós, þér munið bezt vita hver sá sannleikur er, sem þér meinið, því að hvert þér stefnið með skriíum yðaf er eg ekki farinn að skilja enn pi- Þér hafið nú fengið aðstoð þar sem þeir valinkunnu yðar eru, máske þ^r með þeirra hjálp getið sannað lands- mönnum að strand þetta sé landinu og sjómannastéttinni til upphefð>ir og vildi eg óska að yður tækist þfð Komið að eins sannleikanum í ljð*> eti yður er þýðingarlaust að sen mér tóuinn lengur, því að frekar þessu svara eg yður ekki, vil e biðja blöð um að leyfa mér r*1. fyrir andsvör til yðar út af því e 0 ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.