Morgunblaðið - 03.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ f hverrl viku, og er hin hesta sönnun íyriri því, að Sunlight sápaí hefir alia þá kosti tiP að bera, sem henni eru { eignaðir, og aö hún \ svarar til þeirra eptir- væntinga, sem menn særst liafa ber þess að geta, að sömu mennirnir eru ef til vill taldir oft. En ef leggja má trúnað á það, sem Þjóðverjar segja sjálflr, að aðeins tíundi hver maður af þeim er særast fatlist svo að hann verði óvígur, þá hafa 265.500 hermenn í liði þeirra hlotið þau örkuml, er þeir fá engar bætur á. Eru það ef til vill einhverjar sorglegustu afleiðingar stríðsins hvað mikið er af örkumla mönn- um í heiminum, Langflestir þessara aumingja hafa mist sjónina, en eru heilir heilsu að öðru leyti. Það verður eitt af aðaláhuga- málum ófriðarþjóðanna þegar frið- ur hefir komist á, að sjá örkumla- mönnunum farborða. Það heflr þegar verið gert mikið til þess að bæta úr raunum þeirra, og marg- víslegar uppgötvanir verið gerðar til þess að þeir geti unnið og orðið bæði sjálfum sér og öðrum að liði, enda þótt lítið sje eftir af þeim annað en höfuðið og sundui'tættur búkur. Dósa-„mjólkinu í grein minni í Morgunblaðinu 29. marz nefndi eg »Hebe« dósa- »mjólkina« að eins sem dæmi. Hebe er ekki verri en önnur dósa- »mjólk«. Að eg nefndi Hebe til dæmis kernur til af því að einka- sali þeirrar »mjólkur« tegundar hér í bæ, hefir í auglýsingum sínum stundum verið að bera hana saman við nýmjólk okkar mjólkur-framleið- enda. Fór hann svo langt í þessu efni núna um jólin, að hann hélt því fram í auglýsingum í blöð- Unum, eða menn skildu auglýsingu hans að minsta kosti svo, að Hebe ^æri bæði detri og ódýrari en mjólk, °g átaldi mjólkur-framleiðendur fyr- lr að selja mjólk »uppskrúfuðu< Verði. Þetta vildum við ýmsir mjólkur- hamleiðendur ekki láta sitja á okkur ^ótmælalaust og fórum þess vegna fram á, að borgarstjóri léti efna- rannsóknarstofuna rannsaka alla dósa- »mjólk«, sem se!d er hér i bænum, til samanburðar við okkar mjólk. Vegna annrlkis efnarannsóknarstof- unnar hefir orðið nokkur dráttur á þessu verki, en nú er því lokið. Niðurstaða rannsóknanna er, að sú dósa »mjólk«, sem er ósvikin kúa- mjók, kostar neytandan /2 aurapr. lítra. Hinsvegar hefir það komið í ljós að margar dósa-»mjókur«-tíg- undir eru alls ekki mjólk fremur en smjörlíki er smjör. Þannig er um Hebe (og margar fleiri). Þetta eru vitaskuld ekki svik í lagalegri merk- ingu, þegar þess er getið á dósinni, svo sem gert er á Hebe-dós- unum. En í daglegu máli er sagt, að sú vara sé svikin, sem seld er undir nafni annarar vöru. Og þessar dósa-»mjólkur«-tegundir eru alls ekki mjólk, heldur »mjólkurlíki«, eins og smjörlíki er ekki smjör, heldur að eins eftirlíking af smjöri. Þetta sagði eg í grein minni 29. marz. Það sem hér er haft efiir rannsókn- arstofunni, er rétt haft eftir. Skýrsla sú sem verzluniu »Liver- pool«, gefur í gær um efnagrein- ingu nýmjólkur og Hebe er alqer- lega villandí. Eg þykist sjá, að ný- mjólkur efnagreiningin sé miðuð við einn lítra og þá líklega Hebe-efna- greiningin. En hvað kostar einn lítri af óblandaðri Hebe-»mjólk« mörg- um sinnum meira en nýmjólkur- lítrinn ? Það þyrfti helzt að fylgja með. Verzlunin »Liverpool« réðist á mig og mína yöru að fyrrabragði, ranglega og að þarflausu, og gaf með því tilefni til þessarar rannsókn- ar og þess, að Hebe var nefnd sér- staklega sem dæmi dósa-»mjólkur«. Hebe kemst á engan hátt til jafns við nýmjólk. En sem mjókurlíki er hún vafalaust fyrsta flokks vara. 2. april 1918. Jón Kristjánsson. SSSS3 •£> ,40 60 £? i N. Bisp. Símskeyti barst hingað í gær- morgun frá New York, að Bisp væri kominn úr þurkví og að nú væri ver- ið að ferma skipið olíu. Viðgerðin á skipinu hefir því gengið betur en bú- ist var við — og er það gleðileg. Ný brauðgerð. Bakari einn hér í bænum hefir fundið upp nýja brauð- gerð, er ætla má að verði að miklu gagni. Eru hiú n/ju brauð svipuð venjulegum hveitibrauðum, en bæði betri og miklu ódýrari. Ef þau kæmu t. d. í stað hinna svonefndu sigti- brauða, þá mundi bæjarmönnum spar- ast um 40 krónur á dag í verðmis- mun eingöngu. En líklegt er, að undir- eins og hin nýju brauð koma á mark- aðinn, þá ryðji þau sór svo til rúms, að sparnaðurinn verði miklu meiri. Trúlofnð eru jungfrú Svanborg Sigurðardóttir frá Hafnarfirði og vél- stjóri Olaf Olsen frá Noregi. Aívinna. 10—15 duglegar stúlkur, vanar síldarvinnu, geta fengið atvinnu á síldarstöð á Vestfjörðum næstkomandi sumar. Sömuleiðis einn beikir og nokkrir verkamenn, yfir lengri tíma. Agæt kjör. Upplýsingar gefnar á Lækjartorgi 1, á skrifstofu P. Stefánssonar, til miðvikudagskvölds, frá kl. 6—7^/2 siðdegis. Vélaverkstæði Reykjavikur hefir enn nokkuð af maskinutvisti til sölu. Útgerðarmenn, flýtið yður að festa kaup á honum áður en hann þrýtur. Bezta tegund sem komið hefir hingaö. Hljómleiknr verður í Nýja Bíó annað kvöld. Þar leika þeir á fiðlur Bernburg og Theodór Árnason og auk þess sjö menn aðrir á allskonar hljóð- færi. Er flokkurinn mjög vel æfður og má því búast við góðri skemtun. Ef til vill verður þetta í síðasta sinni að Reykvíkingum gefst kostur á því að heyra fiðluleik Bernburgs. Morgunblaðið 22.; og 31. október 1916 er keypt háu verði á skrifstofu Isafoldar. Gamla Bio sýnir Champlins-mynd sem sýnd var fyrir nokkru — en margir hafa óskað að sjá aftur. Iðnnn, fjórða hefti annars árgangs, er komið út. Þar ritar Ágúst H. Bjarna- son um heimsmyndina nýju og Step- han G. Stephansson. Er það fyrirlest- ur sá er hann flutti Stephanskvöldið. Fylgdi mynd af skáldinu og nafn hans ritað eigin heudi undir. Þrjú ástar- kvæði þýðir A. H. B. eftir Goethe. Sigurður Nordal þýðir Atlantis, kvæði eftir G. Fröding. Þorl. H. Bjarnason aitar um Lloyd George forsætisráðherra Breta. Einar H. Kvaran þýðir sögu er nefnist Sjálfsmorðingjarnir í Dimmu- götu. Arnrún frá Felli ritar stutta skáldsögu og kvæði eru þ&r eftir Jakob Blý og Sink kaupir hæzta verði Friðberg, Norðurstíg 3. *$finna S t, ó 1 k a, vön matreiðslo óskar eftir ráðskonnstöða 1. eða 14. rnai. R. v. á. Thorarensen og Arna óreiðu. Þá er þar enn upphaf ljóðleiks, sem gerður er út af sögunni unr Fiðlu-Björn. Lætur höf. eigi nafns síns getið. Heftið er skemtilegt og yfirleitt er Iðunn bezta tímaritið okkar Islendinga Leyndarmál hertogans. — Nei, hertogi, eg er með fullu viti. Eg segi yður það satt að kon- an yðar er hér í húsinu núna. — Ó, nú fer eg að skilja, mælti hertoginn. Þér hafið komið með hana hingað. Eg hélt fyrst að þér ættuð við það að hún hefði verið hér áður en þér komuð. — Eg átti líka við það. Hún er hér gestur yðar. Getur það átt sér stað að þér rennið eigi grun í það hver hún muni vera? — Eg hefi enga hugmynd um það. mælti hertoginn stuttur í spuna. — Þá skal eg segja yður það, að þér hafið mörgum sinnum hitt kon- una yðar. Þér hahð setið að veizl- um með henni og danzað við hana. — Nei, nei, hrópaði hertoginn. Það getur alls eigi átt sér stað. Eg endurtek það Droski, að þér eruð eigi með öllum mjalla ef þér haldið — 465 — því fram að kona mín sé gestur okkar. En alt í einu flaug það sem leift- ur um huga hans, að hann hafði einu sinni séð konu, sem liktist Naomi. Hann greip um handlegg- inn á Droski og mælti með anköf- um. — Nafn hennar — undir hvaða nafni gengur hún? — Miss Glinton, ameríkska mil- jónamærin, er konan yðar, mælti Droski stillilega. 26. k a p í t u 1 i. Hertoginn var nokkra stund al- veg utan við sig — svo hafði hon- um brugðið. Hann reyndi að hugsa, en gat það ekki. Hann starði á Droski og var svo aumingjalegur á . — 466 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.