Morgunblaðið - 04.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ þjarkið stóð sem hæst milli verð- lagsnefndar og stjórnar Mjólkur- félagsins, höíðu að gefnu tilefni nokkrir mjólkurframleiðendur hér í bæ, og þar á meðal maður einn í stjórn Mjólkurfélagsins, sem pró- fessor Jón Kristjánsson mun kann- ast við, ekki dregið dul á, að þeir gæti selt mjólkina sér að skaðiausu fyrir 29 aura líterinn. En stjórn vor nefir hér sem á öðrum sviðum met- ið meira að lifa í friði við guð og menn, en standa í stríði fyrir hags- munurn almennings. Hr. J. Kr. skýrskotar til þess að maismjöl, sem mjólkurframleiðendur noti, kosti nii 27 kr. 50 aura pr. <53 kg. og auk þess hafi vinnulaun hækkað um 25%. En hinu hefir honum láðst að gera grein fyrir, hve mikið mjólkurframleiðendur kaupi af þessu maísmjöli og hvenær þeir hafi keypt það, sem og hvort þeir noti ekki fremur ýmsan annan fóð- urbæti, svo sem síld eða tros, sem er miklu ódýrari, en þó góður til mjólkur. í kauptúni einu nálægt Reykjavík býr kunningja kona min, sem er búforkur mikill. Hún gefur kúm sinurn að eins töðu og eina sild i hvert mál. Segir hún að þær mjólki ágætlega af þessari gjöf og kveðst selja mjólkina sér að skað- lausu á 28 aura líterinn. Það væri gaman að vita, hvort þessi 25% hækkun á vinnulaunum, er hr. J. Kr, talar um, nær til mjaltakvenna og fjósamanna hjer í kaupstaðnum. Eg hefi verið að spyrjast fyrir um það og spurt 2 menn, er hirða kýr, hvort þeir fengi nú hærri borgun fyrir hirðinguna en i fyrra, en þeir kváðu borgunina vera hina sömu. Eg er hálfhræddur um að ýmsar ástæður þær, er hr. J. Kr. og aðrir kýreigendur hafa á takteinum til þess að afsaka hina gengdarlausu bækk- un á mjólkurverðinu reynist léttur á metunum, þegar þær eru brotnar ti.l 'mergjar. Það er t. a. m. ofur- hægt að kasta því fram, að framleið- endur, sem geti >ekki framleitt fyrir þetta verð*, verði að slátra kúm sín- um og séu »þegar teknir til þess«(H) — en sú íslenska ! — en nauðakunn- ugir menn vita ekki til þess að kúm hjer í bæ hafi verið fargað af þeirri ástæðu. Vera mætti og að próf. J. Kr. gæti frætt sauðsvartan almúgan um það, hvort það er hið báa verð á fóðurbæti og hækkun vinnulauna og þar af leiðandi alt of lágt mjólkur- verð, sem veldur því, að ónefndur maður er að kaupa eða hefir þegar keypt jarðir tvær í Mosfellssveit, og áhöfn, sem þeim fylgir, fyrir mörg þúsund krónur. Rausi prófessorsins og fullyrðing- um um dósamjóikina hefir þegar verið svarað af öðrum í blaði þessu og get eg því verið fáorður um það atriði. En leiða má rök að því, að margar húsmæður hér í bæ, og það engan veginn þær sem minstar eru búkonurnar, hafa sparað sér á ytír- standandi vetri mikil mjólkurkaup til matar með því að nota dósamjólk, vg mundu þær trauðla gera það, ef hafa á iager: Dálítið af álnavöru, Manchetskyrtur, Nærfatnað, karla og kvenna, Sokka, Húfur, Vasaklúta, Gúmmíhæla — Handtöskur, Skósvertu. Tlý-upptekið: Jiartmannafatnaðir fallegir og sterkir, frá kr. 22—65. Itngdngaföf frá kr. 18—55. % Jfvergi betra né meira úrvat í bænttm. % % Gertð kaup fyrir páskanat dlsg. Sunnlaugsson & 80. Austurstræti 1. þær væru sannfærðar um, að reikn- ingur prófessorsins væri réttur, og þær þar af leiðandi stórsköðuðust við að kaupa dósamjólk i stað nýmjólkur. Ummælin um að margar dósamjólk- urtegundir* séu »sviknar< stappa nær því að vera atvinnurógur, og munu réttir hlutaðeigendur kunna að meta þau að maklegleikuin. lqnotus. Göturnar í Reykjavík. —r— • Herra Þórður Erlendsson minnist í Vísi í dag á grein mína hér í blaðinu 25. marz, þar sem stungið er upp á, að reyna að bera gjall í verstu forarpollana á götunum. Það er rétt hjá Þórði að nú séu ekki fyrirliggjandi gjall hjá gasstöð- inni. En hitt má hann vita, að dag- lega kemur gjall þar og liklegt að bærinn geti fengið forkaupsrétt að því. Sömuleiðis er það rétt, að þessi aðgerð sé ætluð fyrir gangandi fólk. Því það skal fúslega játað, að eg sé engin ráð til þess að gera göturnar svo úr garði alt í einu, að þær verði góðar til aksturs í leysingum; eg mundi verða Þórði þakklátur, ef hann sæi ráð til þess. En eg býst ekki við að það ráð komi í bráð, Hann talar að vísu um að púkka görurnar. Hvar á að taka peninga til þess ? Þórður veit að bæjarsjóður er ekki ótæmandi og að bæjarstjórin vinnur að þvf eftir á- kveðnu skipulagi að koma götunum í viðunandi horf. Og hvað mikið sem við Þórður ræðum um göturn- ar, þá eykur það ekki gjaldþol bæjar- ins, né gerir það kleyft að púkka götur um hávetur. Og vonandi skilur hann það lika, að eg stakk upp á þessari kostnaðarlitlu tilraun til bráðabirqða, en ætlaði mér ekki að fara að gefa bæjarstjórninni ráð um nýtt götubyggingalag, eins og Þórður gerir. Það eitt dugir ekki, að æpa og heimta það gert, sem ekki er hægt að gera. GreÍDarhöfundur minnist á þau vandræði, sem stafa af forinni, fyrir akstur um göturnar. Eg er viss um að eg vorkenni klárunum, sem streyt- ast áfram fyrir kerrum um göturnar engu minna en Þórður sjálfur. Því sannarlega eru þeir ekki öfundsverðir í höndum manna, sem margir hverj- ir leggja jafnvel þyngsta hlass á vagnana, hvort sem vegirnir eru vondir eða góðir. En það er skiljan- legur hlntur, að svo má ekki vera. Þegar blautt er um, verður að hafa létt á, en við það verður keyrslan auðvitað dýrari. Ef gr-einarhöfundur gerði sér Ijóst hve mikið það kostar að framkvæma það, sem hann fer fram á í grein sinni og bera það saman við gjald- þol bæjarsjóðs, myndi hann senni-- lega verða dálítið Iítilþægari en hann nú er. E. «5» it A 9 tí O F| 1 W. CSV Afmæli f tfag: Jón Eyvindsson, rerzlunarfulltrúi. Lúðvík Jakobsson, bókb. Sóiaruppráa kl. 6.41 Sólarlag kl. 8.23 H á f 1 ó 15 í dag kl. 4.45 og í nótt kl. 5.2 Lækningar Háskólans: Augnlækning ókeypis kl 2—3 f Lækjargötu 6. Bólusetning. Börn þau, sem eiga aS fermast í vor, eiga að koma til bólusetningar í Barnaskólanum kl. 11 f. h. á laugardag fyrir páska. Messur. í dómkirkjunni: Skírdag kl. 12 sr. Bjarni Jónsson (altarisganga). Engin síðdegismessa. Föstudaginn langa kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson. Kl. 5 sr. Bjarni Jónsson. Páskamessur í Fríkirlíjunni. Skírdagu r: Messað í Fríkirkj- unni í Rvík kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. Föstudagurinn langi: Messað í Fríkirkjunni í Rvík kl. 2 síðdegis sír ÓI. Ól., og í Fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 6 síðd., sr. Ól. Ól. Páskadagur: Messað í Fríkirkjunni í Rvík kl. 12 á hádegi Br. Ól. Ól- Kl. 5 síðd. sr. Har, Nielsson og * Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 6 síðd< sr. Ól. Ól. Annar í Páskum: Messað í Fríkirkj unni í Rvík kl. 5 síðd. sr. Ól. Ól. Messur í Garðaprestakahi. ^ iag (altarisganga) í Hafnarfirði, ös dag langa í Hafnarfirði. Guðsþjónus kl. 9 að morgni á Vífilsstöðuna. ^ Páskadag kl. 12 á hádegi í ^ ^ firði, en kl. 4 e. m. á Bessastoðu Annan Páskadag í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.