Morgunblaðið - 08.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1917, Blaðsíða 3
3 8. apríl 154 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 19.000,000 stangjr af Sunlight sápsa ona seldar i hverri viku, og er það hin Besía sönnun fyrir því, að Suníight sápa hefir aiia þá kosti til að bera, serrs henni eru eignaðir, og að hán svarar til þeirra eptir- væntinga, scrn rnenn hafa gjört sjer um ágæti hennar Verzlun Rússa.. Nokkru áður en stríðið hófst voru augu manna farin að opn- aet fyrir hinum mikla markaði í Rússlandi, en aðallega er það þó síðan að þjóðirnar eru farnir að hugsa sér til hreyfings með það að eiga viðskifti við Rússa. A Norðurlöndum hafa t. d. mörg fé- lög verið stofnuð í því skyni og bandtimenn hafa eig-i síðuríhyggju að auka viðskifti sín við Rússa, sérstaklega ef þeir ætla að gera alvöru úr því að halda uppi við- skiftastyrjöld við Miðríkin að ófriðnum loknum. Þegar áður en ófriðurinn hófst var verzlun Rússa orðin mikil. Árið 1913 fluttu Rússar inn yfir landamæri sín í Evrópu vörur sem voru 1220.474.000 rúbla virði og var það 17,7% meira heldur en árið áður Helmingurinn af þessu voru hrávörui en einn þriðji vefnaðarvörur og iðnaðarvörur. Og enginn efi er á því, að jafn framt því sem þjóðin vex, þarfir hennar aukast og henni lærist að hagnýta sér hinar ótæmandi auðs- uppsprettur, sem eru í landinu, þá munu viðskifti hennar við aðr- ar þjóðir margfaldast. Árið 1897 voru 129.209.297 íbú- ar í Rússlanai, en áríð 1913 hafði þeim fjölgað svo, að þeir voru orðnir 174.099.600. En þarfir þeirra voru miklu minni heldur en annara þjóða. Sézt það bezt á þvi, að síðasta friðarárið var allur vöruinnflutningur til Rúss- lands eigi meiri en það, að tæp- lega 20 króna virði kom á hvern íbúa. Á sama tíma nam innflutn- ingur Breta rúmlega 260 krónum á hvern íbúa og innflutningur Bandaríkjanna um 70 krónum á íbúa. Og þótt Rússar geti ef til vill aldrei náð Bretum, þá er full ástæða til að ætla það, að innan fárra ára flytji þeir tiltölulega jafn ttikið inn eins og Bandarikin og yrði þá innflutningur þeirra um 8190 miljón króna virði, án þess láð sé fyrir því gert að þjóðin muni stækka. Síbería er aðalauðsuppspretta Rússa. Síðan árið 1905 hafa þrjár miljónir manna flutt sig búferlum þangað og á árunum 1909—1913 var tveimur miljónum nýbyggja úthlutað þar 48 milj. ekra af landi. Á sama tíma voru lagðar 9500 versta (1 verst = % míla dönsk) langir vegir. Er þetta eigi nema ’ lítið ' sýnishorn þeirra frámfara, sem þar hafa orðið síðustu árin. Áður en stríðið skall á skiftu Rússar aðallega við Þjóðverja og rúmur helmingur af öllum inn- fluttum vörum kom frá Þýzka- landi. Fóru þau viðskifti stöðugt vaxandi. Frá Bretlandi fengu Rússar þá urn 14°/0 af vörum þeim, er þeir keyptu erlendis og voru þau viðskifti óðum að minka og eins viðskiftin við Bandaríkin. Af innfluttu járngrýti, málmum og málmiðnaði fengu Rússar 67% frá Þýzkalandi, en 14% ffá Bret- landi. Líkt var um vefnaðarvöru; af henni fengu Rússar 42% frá Þýzkalandi, en 13% fi'á Bretlandi. Þjóðverjar stóðu auðvitað lang- bezt að vígi með það að ná í verzlun við Rússa, enda létu þeir ekkert tækifæri ónotað til þess að koma vörum sínum á mark- að þeirra. Sendu þeir ótölulegan fjölda verzlunarerindreka til Rúss- lands á hverju ári, eins og til allra annara landa. Og þeir hög- uðu framleiðslu sinni og iðnaði eftir því sem Rússum hentaði bezt. Og það varð ef til vill aðal- lega til þess að ryðja þýzlcum vörum braut á rússneska mark- aðinum. Auk þessa sendu Þjóð- verjar eigi aðra verzlunarerind- reka til Rússlands, heldur en þá, sem kunnu rússnesku, rituðu öll verzlunarbréf sin á rússnesku, sendu út auglýsingar og vöru- skrár prentaðar á rússnesku og vöruverð reiknað eftir rússneskri mynt En Bretar sendu þangað fáa verzlunarerindreka; fæstir þeirra kunnu rússnesku, öll verzl- unarbréf voru rituð á ensku eða þýzku og vöruverð reiknað eftir enskri mynt. En mestur hnekkir varð það viðskiftum Rússa og Breta, þegar Þjóðverjar tóku upp á því að veita rússneskum kaupmönnum langan gjaldfrest. En Bretar kröfðust jafnan gjalds fyrir fram. Á þennan hátt tókst Þjóðverjum oft að selja Rússum brezkar vörur og gaæða á þeim alt að 20%. Og þá er brezkir kaupmenn þurftu að fá upplýs- ingar um hag rússneskra verzl- unarhúsa, þá urðu þeir venju- lega að snúa sér til þýzkra kaup- manna. Enn ber þess að geta, að marg- ir þýzkir erindrekar settust að í Rússlandi og gerðust rússneskir borgar. Þeir stofnuðu þar ótal verzlunarfélög til þess að efla við- skifti Þjóðverja og Rússa og gáfu jafnaðarlega verzlunarskýrslur til aðalskrifstofu í Berlín. Þessu starfi halda þeir enn áfram, þrátt fyr- ir ófriðinn, til þess að vera reiðu- búnir að reyna að ná viðskift- unum aftur undir Þjóðverja að ófriðnum loknum. Enn höfðu ÞjóðverjaT fyrir ó- friðinn sett á fót óteljandi pen- ingastofnanir í Rússlandi, til þess að greiða fyrir viðskiftunum og ná sem föstustu tangarhaldi á rússneska markaðinum. Gengu þessar stofnanir undir þýzkum, frönskum og brezkum nöfnum. Þegar ófriðurinn hófst | voru þrí fjórðu hlutar af vefnaðar- og málmiðnaðar-verksmiðjum í Rúss- landi eign Þjóðverja, allur »kem- iskur« iðnaður, 85 % af rafmagns- stöðvum og 70% af gasstöðvum. Ennfremur var námurekstur aðal- lega í höudum Þjóðverja, svo og skipasmíðástöðvar. Þjóðverjar höfðu eiunig lagt 64 milj. sterl- ingspujuia fram til rússneskra járnbrauta og 3 milj. sterlings- punda til banka þar. Árið 1904, þegar Rússar áttu í höggi við Japana, gerðu þeir verzluno rsamning við Þjóðverja og átti hann að standa í tólf ár, eða fram að þessu ári. Frægur rússneskur íjármálamaður M. Or- ganovsky hefir sagt það, að sá samningur hafi kostað rússneska bændur rúmlega þúsund miljónir rúbla. Til dæmis um það er tal- ið að á,ður en sá samningur var gerður, fluttu Þjóðverjar 106.000 vættir af rúg til Rússlands, en árið 1911 fluttu þeir þangað 2.106.000 vættir af þeirri sömu vöru. Berklayeiki i Frakklandi. »Times« hermir frá því, að berkla- veiki hafa magnast mjög í Frakk- landi síðan stríðið hófst. 100.000 hermenn hafa tekið veikina, og 80 þús. þeirra hefir orðið að senda heim. Segir blaðið enn fremur, að búast megi við þvi, að af þeim frönskum hermönnum, sem Þjóð- ar hafi hertekið, muni önnur hundr- að þúsund vera með berklaveiki. Þessi mikla útbreiðsla veikinnar hefir aukið mjög á vandræði Frakka, sem voru ærin (yrir. Þeir voru nauðbeygðir til þess að koma upp heilsuhælum fyrir 80 þús. sjúklinga, en til þess þurfti ákaflegá mikið fé. Stjórnin hafði í svo mörg horn að líta, að hún gat eigi lagt fé þetta fram, og því var eigi um annað að gera, heldur en leita til þjóðarinnar um samskot. í októbermánuði árið 1915 átti M. André Honnorat frumkvæði að því, að stjórnin veitti nokkurt fje til þess, að sjá berklaveikum her- mönnum fyrir nokkurri hjúkrun meðan strlðið stæði. En það fé hrekkur skamt, þegar veikin er svona mögnuð. Hefir því verið ákeðið sð hver berklaveikur hermaður skuli fá þriggja mánaða hjúkrun, áður en þeir séu teknir úr hernum. En sú hjúkrun er ekki fullnægjandi, og þess vegna er leitað til þjóðarinnar um það að hún leggi fram fé til þess að koma upp heilsuhælum handa hermönnunum. Aður en ófiiðurinn hófst, dó tí- undi hver maður í Frakklandi úr berklaveiki, en af þeim sem létust á aldrinum milli 20 og 40 ára dó helmingurinn úr berldaveiki. En sem sagt, veikin hefir magnast af- skaplega síðant ófriðurinn hófst, sér- staklega í hernum, því að þar gefst henni gott tækifæri til þass að breiðast út. IJn þótt Frökkum takist nú að koma upp heilsuhælum handa þeim, sem berklaveiki hafa nú tekið í 1 hindinu sjálfu, þá verða þau hæli alt of lítil, þegar herfangarnir koma frá Þýskalandi. Til marks um það hvað margir þeirra muni hafa tekið veikina, er það, að af 230 örkumla hermönnum, sem Frakkar heimtu frá Þýzkalandi í júní s. 1. hafa milli ij og 20 dáið úr berklaveiki. Egyptaland. Það var búist við því að Tyrkir og Þjóðverjar mundu leggja kapp á það ná Egyptalandi, eða að minsta kosti Suez-skurðinum á sitt vald, en þeir hafa haft í svo mörg horn að líta, að engin regluleg herför hefir verið farin þangað, enda ilt að kom- ast að Egyptalandi að austan. Er þar yfir eyðimerkur að fara. Sir Arckibald Murray hefir nú hrakið Tyrki svo langt austur á bóg- inn, að engar líkur eru til þess, að þeir hefji sókn þeim megin. Hafa Bretar lagt s°° mílna langa járn- braut frá Eyptalandi til Sýrlands og þannig trygt sér alla flutninga þar í milli. Meiri hætta var Egyptalandi búin af fjandskap Senussi Araba, að vestan- verðu. Foringi þeirra Sidi Hamed vildi að Bretar viðurkendu yfirráð Senussi þjóflokksins á tilteknu Iands- svæði. En er Bretar vildu ekki verða við þvi sagði hann þeim stríð á hendur í árslok 1915 og hélt inn i Egyptaland með 30 þúsundir her- manna. Voru i þeim her bæði þýzkir og tyrkneskir liðsforingjar. Herlið Breta í Egyptalandi var mjög sundurleitt. í því voru brezk- ir sjálfboðaliðsriddarar, létt vopnaðir riddarar frá Ástralíu, fótgönguliðs- menn frá Nýja Sjálandi, Búar, Sikhar, Gurkhar, úlfaldariddarar frá Bikanir, Egyptar, Sudannegrar, brezkt sjólið og stórskotalið. Senussi liðið komst nokkuð inn í Egyptaland en var hrakið aftur. Á jóladaginn 1915 beið það rækilegan ósigur fyrir Sikhum og Nýja-Sjá- landsliðinu hjá Messa Matruh og sið- an fóru þeir hverja hrakförina af annari unz þeir voru hraktir út i eyðimörk og urðu að hafast þar við f hinum strjálbygðu »oasis«. En i febrúarmánuði síðastliðnum voru þeir /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.