Morgunblaðið - 11.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Eins og nú standa sakir, er á einum útsölustaðnum seld mjólk sem er góð og ósvikin, en á öðr- um léleg mjólk. Verðið er það sama. Þetta er rangt gagnvart þeim sem góðu mjólkina selja. Framleiðendur eiga að fá borg- un fyrir mjólkina eftir þvi hvern- íg hún er. En því er ekki hægt að koma við nema með tíðri skoð- un á efnasamsetningu mjólkur- innar. Og kostnaðurinn við alt þetta verður áreiðanlega ekki meiri en við útsöluna ný, ef dæma má eftir erlendri reynslu. Þessvegna er sjálfsagt að gera það. Símasamband við Reykjanesvita. —o--- Nú er svo langt komið, að sima- samband er komið á við Hafnir og Grindavík, en enn þá er Reykjanes- viti án síma og þó er það si stað- ur, sem margra hlnta vegna heíði átt að hafa hann, og þaó fyrir löngu. Símasamband við Reykjanes er málefni, sem varðar marga, og ætti að vinda bráðan bug að því að það kæmis á sem fyrst. Til tals mun hafa komið að setja merkjastöð ann- aðhvort á Reykjanesi eða á Garð- skaga, en eins og stendar og hér hagar til, virðist slíkt ekki beint nauðsynlegt, þegar símasamband er komið á við þessa staði. — Merkja- stöðin mundi helst notuð til að til- kynna hingað komu nokkura fiski- skipa og vöruflutningaskipa. Slík tilkynning nokkrum tímum áður en vænta má skips á höfnina, hlýtur að flýta fyrir allri afgreiðslu, þar eð byrja má að unairbúa affermingu, útvega verkafólk, rýma til við bryggj- ur, flytja skip á höfninni, sem fyrir mundu verða m. fl., en hið sama má gera án þess að leggja út í kostnað þann, sem merkjastöð mundi kosta. Setjum svo að það væri almenn ósk útgerðarmanna bæði í Reykja- vík og Hafnarflrði, að skip þeirra tilkyntu komu sína nokkrum tíma áður en þau komu í höfn, t. d. við Reykjanes, og að þeir legðu svo undir við skipstjóra sína, að gera svo, þá mundi félagseinkennið (Com- pagni-flaggið) nægja; hvert skipið af flota hvets félags það væri, sem sýndi merkið, kæmi þá ekki málinu við, það væri að eins skip, sem félag, sem hefði þetta ákveðna merki, þyjfti að taka á móti og afreiða. T. d. »Fiskveiðafélagið ísland< væri að afferma botnvörpuskipið »Maí«, máske að byrja verkið, þá kæmi skeyti, að skip með féiagseinkenni þeirra, væri að fara fyrir Reykjanes, það mundi þýða fyrir verkstjór2nn, að hann þyrfti að hafa fleiri menn í vinnu innan fárra tima, sæi hann fyrir að hann yrði ekki búinn með það skipið, sem fjrir var, en hvort heldur það var »Apríl< eða annað skip, sem félagið ætti, mundi að nokkru standa á sama, það er að eins skip, sem það félag á að taka á móti og sfgreiða. Félagseinkennið er hér helzt sýnt á tvllidögum og er því stdssflagg, og tnundi brátt fara að sjást á þvi, væri það oft notað sem merkifligg. Þcss vegna væri heppilegast, kæm- ist þessi hugmynd nokkurntíma i vetk, að hvert það skip, sem gefa vildi eða gefa ætti merki, hefði ann- að stærra flagg með félagsmerkiru, aðeins ætlað til þess. Póstskipin eru auðþekkt og vöruflutningaskip gætu gefið og mundu gefa alþjóða- merki (einkennismerki sitt) og það mætti einnig sima og gæti komið að gagni, bæði fyrir hafnarumsjón- armann og þann, er von ætti á skip- ínu1. Nokkrum sinnum hefir það borið við, að bátar hafa hrakist suður fyrir land og leit að þeim gerð, hefir þá mótorinn verið bilaður og segl i ólagi, og menn þannig í nauðurn staddir. Það fer ávalt langur tími í að biða eftir þvi, að bátur, sem ekki lendir i sinni veiðistöð á ákveðnum tima, komi einhversstaðar fram, og sú bið og dráttur á að bregða fljótt við þegar bát vantar, getur haft hinar verstu afleiðingar. Bátar í nauðum staddir, ættu á- valt að sýna neyðarmerki, og stæði svo á að þeir rækju suðurfyrir land, þá gæti þó farið svo, að vitavörður sæi neyðarmerki þeirra og tilkynti það, og einnig í hvaða átt þeir væru frá vitanum, vindstöðu með fleiru, sem mundi góð leiðbeining þeitr, sem leita ættu. Alt þetta mundi kosta góðan kíki, signalbók handa vitanum og ómakslaun handa vita- verði. Þar, sem að eins væri um það að ræða, að taka á móti merkjum, en ekki halda uppi samræðum eða svörum, virðist merkjastöð óþöif, enda ekki langt að bíða þangað til ioftskeytastöðin tekur til starfa, og þl breytist ýmislegt, en þar sem eins örðugt er að útvega verkafólk og hér á sér stað á ýmsum títnuta ársins, mundi fyrirvari koma að noturo og kosta lítið með þessari einfcldu aðferð, en til þess*. þarf þangað síma. Rvík. 19. marz 1917. Svbj. Egilson (í Ægi). J) Þegar dimt er mætti í stað flagga sýna einkenni með Ijósum. Það vandalaust fyrir hvert félag að eiga Ijósmerki og Hjið kostar þá að h'.fa skrá yfir þau merki i vitan- um, jafnhliða skrá yfir félagaflöggin. Ritstj. Kona verður úfi. Síðaatliðinn laugardag varð kona nokkur frá Valbjarnarvöll- um í Borgarhreppi, Sesselja Jóns- dóttir, kona bóndans þar, Jóns Guðmundssonar, úti skamt frá bænum. Hafði hún gengið að næsta bæ um daginn í bezta veðri, en var á heimleið þá er hríðin skall skyndilega á. Kom hún ekki heim og voru menn sendir að leita, hennar, en hún fanst ekki fyr en næsta dag, og var þá örend, rétt við túngarðinn. Afskaplegt veður hefir verið norðanlands þessa daga, og má því búast við þvi, að einhver fleiri slys hafi orðið, þó eigi séu fregnir komnar um það enn. Frá Rússlandi. Undiröldur. Eftir fréttaritara »T i m e s *. Petrograd, 22. marz. Síðustu tvo dagana hefi eg orð- ið þess var í viðræðum við hina mörgu vini mína hér í Rússlandi, að nokkuð er á reiki skoðun þeirra um það, hvernig stjórnar- fyrirkomulagið eigi að verða hér framvegis. Það hefir verið ausið nægri olíu á þær glæður, sem stjórnar- byltingin kveikti í hugum manna. Eitt eða tvö blöð hafa gripið tækifærið til þess að æsa hatur og grimdaræði fjöldans. Dálkar og heilar síður eru fullar af upp- ljóstunum, oft og tíðum mjög orð- um auknum, um afglöp gömlu stjórnarinnar og sérstaklega eru það þó hneikslissögur um dóms- málaráðuneytið. En flest blöðin herma að eins þannig frá, að ábyrgðin dreifist, og draga held- ur úr. Því miður verða þessar ein- hliða æsingar til þess að trylla fjöldann gegn Romanoff-ættinni og menn vilja eigi hlýða á neitt, sem nálgast sanngirni eða hlífð við gömlu stjórnina. öll dóm- greind fjöldans hefir ’ ruglast af atburðum þeim, sem nú hafa grrst. Alt hugsunarjafnvægi hefir rask- ast. Mentaðir menn, sem vita vel, hve örskamt er öfganna í milli og að afturkippur verður jafnan af hófleysi, eru jafnvel tregir á það, að viðurkenna með- alhófið. Þetta verða menn að hafa í huga til þess að geta skilið það, hvers vegna nýja stjórnin hefir orðið að taka svo hörðum hönd- um á keisaraættinni. Rússneskur maður og vinur minn sagði við mig: »Það væri bezt að láta keisarann fara til Englands ásamt öllu skylduliði sínu. Þá mundi hin nýja stjórn frjálsari ferða sinna, og ef það yrði að samþykki, að einhver úr keisaraættinni tæki við völdum hér, þá yrði enginn hængur á því, að hann gæti komið hingað aftur«. Kerensky dómsrnálaráðherra hélt ræðu í Moskva nýlega og sagði þá, að hann vildi ekki eiga sæti í hinni nýju stjórn framveg- is, ef Nikulás stórhertogi væri yfirhershöfðingi. Fáum dögum áður sagði þessi sami ráðherra í ræðu til Mikaels stórhertoga, þá er hann hafði ákveðið að taka eigi við ríki: »Sa.gan mun lengi hafa ákvörðun yðar í hávegum. Hjá yður hefir ráðið sönn og ein- læg ættjarðarást<. Öll framkoma stórhertoganna hefir sýnt það> að þeir eru frjáls- lyridir og unna landi sínu heitt. Mun það verða viðurkent, þá er mestu æBingarnar eru um garð gengnar. Samt sem áður er það vafasamt, hvort Dmitri Pavlo- viteh stórhertogi, sem drap Ras- putÍD, mun komast hjá því, að vera rekinn i útlegð. Hinn alkunni blaðamaður, M. Tann, ritar svo í dag: »Versti óvinur Rússa, nú sem stendur, er Vilhjálmur Hohen- zollern. Hermenn, neytið vopn- anna! Verkamenn, gangið að vinnu! Minnist þess, að stjórn- frelsið er lítils virði, ef vér sigr- um eigi óvinina, sem komnir eru að garði. Hvers virði væri hið nýja stjórnfrelsi, ef vér biðum ósigur á vígvöllunum?« Einkunnarorðinu »ófriðnum alt< var dyggilega haldið fram í gær á fundi heriðnaðar-nefndarinnar, þar sem þeir Gutchkoff, Konova- loff og Terestchenko skoruðu á kaupmenn og framleiðendur i Rússlandi, að leggja fram alla kiafta sína til þess að efla skot- færa- og hergagnaframleiðslu. Flermennirnir í Rússlandi vinna nú nýja hollustueiða, heita hinni öýju stjórn fylgi og í stað þess að áður var beðið fyrir keisaran- um og ætt hans í kirkjunum, biðja prestarnir nú fyrir hinum nýju stjórnendum Rússlands. í dag leikur það orð á, að hin nýja stjórn hafi ákveðið í eitt skifti fyrir öll að leggja niður hinar miklu hegningar. Rússar eru í eðli sinu mjög miskunsamir og þetta er gleðilegur boðskapur um það, að fraravegis linni öllum ofsóknum, gegn lægri sern æðri mönnum. Og þannig mun Rúss- land komast hjá hinum ljótustu blettum, sem markað hafa veg stjórnarbyltinga í öðrum. löndum- Eg vildi að eg gæti sagt hið sama um andann hjá verkamanna- samkundunni og fulltrúum her- mannanna. Verstu öfgarnar, setn siglt hafa i kjölfar þeirra, og öfl sú truflun, sem varð í her °% flota., er sennilega að kenna dóni' greindarskorti og samheldnislej sl' En hér er eitt dæmi uffl Þ3^’ hvernig þessi flokkur maD11^ traðkar oft frelsiahugsjónunutaj1 yfirlögðu ráði. Blaðið Retcb se° í dag: »Yfirgangur gömlu stjórna1111 ar og hinar yfirlögðu ofsóknir hennar liafa lengi hn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.