Morgunblaðið - 26.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1917, Blaðsíða 2
3 MORGUNBLAÐIÐ tnundi gefa góðan arð: framleiðslu smjörlíkis. Þegar tillit er tekið til þess, hve mikið er flutt út af lýsi héðan úr landi, verður það öllum augljóst, að landið er vel sett með feitmeti og gerir miklu meira en að fæða sjálft sig. Engum mundi þó þykja ráð- legt, að hætta við að flytja út lýsi til þess að komast hjá að flytja inn smjörlíki. Þá er það heldur ekki viðlit, að hefta útflutning smjörs af sömu ástæðu, þegar samgöngur við útlönd eru í lagi. Mismunur verðs á smjörlíki og smjöri er orðinn svo mikill, að alþýðu finst það óhóf að borða smjör. Undanfarin ár mun hafa verið flutt hingað til landsins 300—400 þús. kílógr. af smjðrlíki og plöntu- feiti. Er mest af því frá Danmörku, Bretlandi og Hollandi. Andvirði þess var fyrir striðið 300—400 þús. kr. árlega og siðan miklu meira. Nú viljum vér skjóta þeirri spurn- ingu til fólks, hvort ekki sé tími til kominn, að landsbúar sjálfir taki að sér tilbúning smjörlíkisins. Danir sjálfir sækja mest af efninu sem með þarf (Copra) til Indlands og annara suðrænna landa, en naumast er það oss búhnykkur, að það fari til Dan- merkur fyrst og síðan til okkar. Smjörlíkisframleiðsla hér ætti að geta verið öruggur gróðavegur bæði þjóðinni í heild sinni og eins þeim, sem að fyrirtækinu stæðu. Væri það þarft og fýsilegt verkefni ein- hverjum ungum og dugandi manni, að fara til Danmerkur eða Hollands til að læra smjörlíkisgerð. Teljum vér víst, að stjórnin mundi styðja mann til þessa, ef þörf gerðist. Enginn vafi er á þvl, að margt feitmeti, sem nú er í litlum metum haft hér á landi, væri vel nothæft til smjörlíkisgerðar. Þó skyldi eng- inn trúa þvi, að til smjörlíkisgerðar sé notaður ýmiskonar óþverri, eins og reifarasögur þær hermdu, sem gengu, þegar fyrst var farið að flytja smjörlíkið hingað til lands. Aðal- efnið í smjörlíkinu er plöntufeiti. Til að breyta henni í smjörlíki þarf mikið af mjólk, og verður verksmiðj- an því að vera vel sett í því tilliti. Vonandi verður þess ekki iangt að bíða, að íslendingar verki sjálfir alt það smjörliki, sem þeir þarfnast. Fjallagrösin. Það munu margir lesendur Morg- unblaðsins vera því þakklátir fyrir hina ágætu grein H. Th. um notk- un fjallagrasa og sæþörunga til mann- eldis. Og vonandi er það að sú hugvekja verði til þess að mennfari að gefa því meiri gaum, en áður, hvers er hægt að afla hér í land- inu sjálfu, til þess að drýgja i búi hjá sér. í Nðregi hefir mikið verið um það rætt, nú að síðustu, að taka upp aftur grasaferðir og nota fjallagrös ýms, en þó aðallega cetraiia is’landica, til manneldis. Og til þess að gefa mönnum sýnishorn af því, hvað þar er ritað um málið, skal eg hér birta kafla úr ritgerð eftir dr. B. Han- steen-Cranner, prófessor við land- búnaðarháskóla Norðmanna. Hann segir svo: — Siðan á öndverðii nitjándu öld, og jafnvel fyr, hafa verið gerðar margar og ýmislegar tilraunir, bæði í Svíþjóð og Noregi — jafnvel af stjórnarinnar hálfu — til þess að fjallagrösiu (den islandske lav) væru alment notuð til manneldis. Arið 1868 var að undirlagi »Det kgl. patriotiske salskapet« í Svíþjóð, gefin úr bók, sem nefndvar: »Váfa básta Matláfvar*, og var henni út- býtt ókeypis meðal almennings. Þar var skýrt frá þvi, hvernig ætti að matreiða fjallagrösin: Hrein grös eru skorin sundur í smábita og látin liggja r daufum pottöskulegi (4—6 lóð af pottösku í móti 1 pundi af grösum) í einn sólarhring. Þá er leginum helt af þeim og þau síðan látin liggja í bleyti í köldu vatni í 2 X 24 stundir. Síðan eru grösin soðin í hæfilega miklu vatni og hrært vel í þeim, þangað til þau ern orðin að þykkum graut. Eigi að gera úr þeim brauð, er grauturinn blandaður að x/4 meira með rúg- mjöli eða byggmjöii, látið í hann dálítið af salti og súrdeigi (brauðgeri) og nokkuð af mjólk, alt eftir því hvort menn vilja hafa deigið lint eða hart. Hér í Noregi lét stjórnin gefa út tvo bæklínga til þess að hvetja menn til notkunar fjallagrasa, annan 1818 »Om födemidler til almuens oplysn- ing efter regeringens foranstalt- ning* og hinn 1860, »Nödhjælp for bröd i korntrange aar«, efter Schú- beler. Var 3000 eintökum af þeim bæklingi útbýtt ókeypis meðal alþýðu víðsvegar um land. En mikið hefir verið gert í mál- inu á annan bátt. Arið 1785 gaf hinn nafnkunni prestur'Hans Ström út rit, sem nefnt var: »Underret- ning om den islandske mos. Paa det kgl. danske landhusholdningssel- skaps bekostning trykt og utdelt i Norge*. Og jafn framt mælir Fab- ricius eindregið með því að fjalla- grös séu notuð I staðinn fyrir korn- mat. í hverju stifti í Noregi var árið 1788 gefin þrenn verðlaun þeim er söfnuðu mestu af fjallagrösum til manneldis. A árunum 1787 og 1809 gaf »Det agershusiske patriotiske sel- skabc einnig verðlaun fyrir grasatöku og matreiðslu fjallagrasa og 1811 gaf einn maður, Preuss adjunkt i Kristi- anssand, einnig 10 dala verðlaun í sama skyni. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir hefir þó eigi tekist að gera fjalla- grösin að almennri fæðutegund, og mun orsökin vafalaust vera sú, að mönnum hefir eigi tekist að mat- reiða grösin svo, að eigi væri að þeim hið vonda remmubragð. Það verður að ná því úr grösunum. Og árið 1905—06 fann eg upp aðferð til þess að ná remmubragðinu úr grösunum og jafnframt hreinsa þau í stórum stíl með vélum. Tók eg þá einkaleyfi á þeirri aðferð, og með því að nota hana tekst manni eigi einungis að gera ljúffengt mjöl úr grösunum, heldur má einnig gera úr þeim. grænmetisrétt, sem er í engu síðri heldur en »Snitte«-baunir. Réttir þeir, sem gerðir voru úrfjalla- grösum eftir aðferð minni — þar á meðal »Knækkebröd« og flatbrauð — voru framreiddir handa ýmsum boðs- gestum, vísindamönnum og blaða- mönnum, á Grand Hotél og nægir að vísa til blaðanna frá þeim tíma um það hvað réttirnir þóttu ágætir. Matreiðsluaðferðin kostar svo lítið, að 300 gröm af grænmetisrétti, sem væri nógur aukamatur handa 3 — 5 mönnum, kostar í meðalári, með grasatínslu-kostnaði, hreinsun, flutn- ingsgjaldi o. s. frv. að eins 7—10 aura. Arið 1906 skýrði prófessor Paul- son frá rannsóknum, sem hann hafði gert á »FarmakoIogiski institut« há- skólans, og getur þess þar, að um helming af kolvetni þvi, sem sé í grasabrauði, geti menn melt. Eins og sjá má af þessu er málið þegar fjllilega undirbúið »tekniskt« — en það strandar líklega á því, að ekki sé hægt að fá vora hleypi dómafullu þjóð til þess að hafa fjallagrösin til matar sér. — — Þannig kemst nú þessi maður að orði og væri það meira en leitt ef niðurlagsorð hans sönnuðust á okk- ur líka. Er íslendingum það til há- borinnar skammar, ef þeir vilja ekkert sinna fjallagrösunum, þar sem forfeður þeirra hafa þó í margar ald- ir lifað á þeim. Það sem við þurf- um að læra, er það að matreiða fjallagrösin og ætti það að vera vinn- andi vegur, eigi sízt þegar aðrir hafa brotið isinn. Má sjá það á ummæl- dr. Hansteen-Cranners að við get- um fengið góðar upplýsingar hjá Norðmönnum um það að matreiða grösin á ýmsan hátt. í grauta og slátur hafa grösin verið notuð í sumum sveitum hér á landi fram á þennan dag, og þykir herramanns- matur. Ljúfengari grautar eru ekki til, heldur en þeir, sem soðnir eru úr fjallagrösum og mjólk. Og upp til sveita, þar sem nóg er af mjólkinni, ætti hver einasti bóndi að sækja grös í sumar, því að á þann hátt sparar hann mikið með lit’um tilkostnaði. Og væri hægt að berja það inn í meðvitund manna, að það yrði ef til vill til þess að- forða hungurári, að safnað yrði sem mestu af grösum og sö'um til mat- ar, þá trúi eg ekki öðru en hver maður teldi það sjálfsagða skyldu sína að afla eins mikils af þeim fæðu- tegundum og hann getur. Reykvíkingar standa ef til vill manna verst að vígi með það að afla grasa, en þó geta þeir það ef vilji er með. Fjöldi fólks fer héðan úr bænum upp til sveita á hverju sumri og eyðir þar fritírna tínum í iðju- leysi. Hvað segir nú þetta fólk um það að fara heldur á grasafjall? Það yrði því til engu minni hressingar og heilsubótar heldur en að flatmaga einhversstaðar í iðjuleysi. Og skemti- legra er það en flestir munu ætla að liggja á grasafjalli. Vildu menn nú eyða sumarfríi síau þannig, þá væri tvent unnið — þeir bættu mat í landsbúið og færu þó eigi á mis við neitt af þeirri ánægju, hressingu og heilsubót, sem sumarfriið á að veita. Vik. ----—----■ .■ ------------ ZZZZS BMBOE(IR - 15£=r Afmæli i dag: Guðrún Daníelsdóttir, jungfrú. Vigdís Erlendsdóttlr, húsfrú. Sigríður Jónsdóttir, húsfrú. Kjartan Thors, stud. jur. Ólafur Runólfssou, verzlm. Pótur Halldórsson, bóksali. Þorleifur Jónsson, póstafgrm. Sólaruppráa kl. 5.24 S ó 1 a r 1 a g kl. 9.30 H * f 1 ó 8 í dag kl. 9.32 f. h. og kl. 9.53 e. h. Fyrirlestrar Háskólans: B. M. Olseu: Edddukvæði kl. 5—6. Leiðbeiningar í ýmsum efnum fyrir þá, sem kynnu að vilja taka meistara- próf kl. 6—7. Jón Aðils: Verzlunarsaga ísl. kl. 7—8. Álexander Jóhannesson: Þýzkuæfingar ki. 7—8. Aflafréttir. Mokafli hefir verið á Akranesi síðustu dagana. Hefir þorsk- ur gengið mjög nærri landi, ekki nema um hálfrar stundar róður út á miðin. Héðan úr bænum róru menn einnig vestur á Svið og fengu ágætan afla. Gnllfoss var á Skagaströnd í gær og er væntanlegur á Akureyri í dag. Hefir ferðin gengið ágætlega það sem af er. í. R. í kvöld ætlar íþróttafólag Reykjavíkur að halda kvöldskemtun. Skemtiskráin hefir verið auglýst f dagblöðunum, en vór viidum að eins benda á síðasta atriði hennar, skraut- sýninguna, þannig sýning heflr aldreí verið sýnd hér og mun eflaust vera skemtileg. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem í. R. skemtir R.víkingum og hafa skemtanir þess þótt skara fram úr t, d. afmælisfagnaöur þess. Menn skyldu gæta að að reikna ekki út frá fslenzku óstundvísinni, þegar þeir fara í Iðnaðarmannahúsið í kvöld, því kvöldskemtunin byrjar eins stundvíslega og víðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta. — Húsið verður opnað kl. 8,30. »AIliance«, danska seglskipið, sem strandaði hér fyrir austan Battaríis- garðinn í vetur er nú komið að hafn- argarðinum. Hefir verið gert við það í Slippnum og er ákveðið að það fari til Spánar innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.