Morgunblaðið - 16.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ tiltekið hve mikið hann á að hafa lært til þess, að honum sé leyft að ganga undir það próf, og alls ekki til of mikils ætlast af þeim, sem samþykkja að taka að sér og fara með skip, sem kosta tugi þúsunda, taka á sig ábyrgð á skipi og manns- lifum og fá fyrir verk sín laun, er jafna má við laun embættismanna, þótt þeir verji einum vetri til að undirbúa sig undir þetta atriði skip- stjórastarfsins, sem lögboðið er. Með lögum mun hvergi vera fyrir- skipuð sundurliðun á verklegri þekk- ingu þeirra, er frá Stýrimannaskól- anum hafa útskrifast, og þó munu flestir skilja það, að hún er engu síður nauðsynleg en hin bóklega þekking, því þar verður hvað að vera með öðru til þess, að prófaðir menn geti tekið að- sér skipstjórn. Hér virðist það eiga að sitja í fyrirrúmi, sem hvervetna meðal sigl- ingaþjóða er hið síðasta. Hér eru fyrst tekin próf í stýrimannafræði, svo á að gerast stýrimaður og æfa sig í því verklega, einmitt þegar maðurinn er orðinn verkstjóri og á að kunna alt, sem hann á löglegan hátt getur skipað skipverjum að vinna, og verið dómari þess, hvort verk eru unnin ábyggilega og á þann hátt, sem tíðkast á skipum. Annars staðar læra menn alt hið verklega fyrst, sanna þeim, sem skýr- teini afhenda, að þeir séu fullvinna hásetar (með sjóferðabókum sínum, hafi þeir ekki verklegt próf eins og t. d. í Englandi) og þá fyrst eru þeim afhent þau skjöl, sem gefa þeim rétt til að leita sér atvinnu sem yfirmenn á skipum, ekki fyr. Sá sem gengur undir fiskiskip- stjórapróf i Englandi, er yfirheyrður í bóklegri og verklegri siglingafræði. Standist hann ekki hið bóklega próf, þá er honum vísað frá að eins mán- aðartíma, þá fær hann að reyna aftur, en kunní hann ekki það, sem hann er yfirheyrður í, verklegum störfum á skipum áhrærandi, þá er honum vísað frá Oj; fær ekki að ganga upp, fyr en að ári liðnu. Þá áherzlu leggja Englendingar á að yfirmenn á fiskiskipum kunni til verka. Til þessa hafa hin einu vottorð, sem nemendur í stýrimannafræði hér hafa lagt fram til inntöku og prófa verið smálappar, hvar á hefir verið ritað, að þessi eða hinn hafi verið á þessu og þessu skipi, einhvern til- tekinn tíma á fiskiveíðum eða öðrum ferðum; ekkert getið um verklega þekkingu mannsins og yfirhöfuð sunduriaus skilriki. Annað hafa nem- endur eigi átt kost á að fá. Nú er þeim afhent sjóferðabók, og ætti hún að verða til bóta, jafnt hér og ann- arsstaðar og á henni ætti að mega byggja. Við stöndum nú svo, að þrátt fyrir fjölda prófaðra stýrimanna, þá eru það að eins fáir menn, sem réttindi hafa til að taka að sér skip- stjórn á millilanda vöruflutningaskip- um þeim, sem landið hefir eignast og kann að eignast, og það á þeim timum, sem menn alment óska eftir að fáninn verði siglingafáni, sem sýna má á öllum höfum. Er nú ekki tími kominn til að athuga þetta lítið eitt nákvæmar. Hvað vantar á að íslenzkir yfirmenn geti siglt á þeim millilanda vöruflutningaskipum sem þann fána hafa við húnr Sé það vankunnátta i því verklega eða æfingaleysi, sem veldur því, þá er nú kominn tími til að laga það. Sé það vegna þess, að menn læri ekki nóg til hins almenna stýrimanna- prófs, þá verður að geri fyrirspurnir til vátryggingafélaganna, fá að vita hvað þau heimta og bæta því við ptófin vanti eitthvað, svo að þeir, sem vilja stunda millilandasiglingar, eigi kost á að útskrifast þannig að atvinnan veiði þeim greið, en eng- inn má þó gera sér von um slíkt, sé hann ekki fulikominn háseti, því það er aðálmergur málsins og ekki eins lélt að verða það og alment virðist álitið hér. A Isafirði eru svo margir dugn- aðarmenn, sem kunna ýmsar veiði- aðferðir og geta þess vegna kent ungum mönnum, sem taka vilja eftir og það mætti fá menn til að gefa nieiri gaum að aðferðum. Kæmist skóli á, sem auk stýrimannafræðinn- ar heimtaði, að menn þeir, er próf tækju, svöruðu við þau próf ýmsum spurningum í verklegri sjómensku og fiskiveiða-aðferðum og að tekið væri jafnhart á vankunnáttu þar, eins og i stýrimannafræðinni sjálfri — þá kæmist hér á stofn fiskiskipstjóra- skóli, sem allir mundu ánægðir með, eða fyrirmyndarskóli í þeirri grein. Það er hart fyrir eiganda að dýru skipi með dýrum útbúnaði, að vita engin önnur deili á manni þeim, sem hann ræður til skipstjóra á því, en að hann hafi staðist skipstjóra- próf, að eins í öðru atriðinu, sem skipstjóra ber að kunna, þ. e. í því bóklega; það getur hann sýnt, en ekkert því til sönnunar, að hann kunni aðalatriðið: alt hið verklega, er staðan útheimtir. Vonandi kemst þessi skóli á stofn á ísafirði og vonandi verður verk- leg þekking á öllu því, er atvinn- unni viðkemur látin vera ein af greinum þeim, sem prófað er í, og verði nokkur kensla í tungnmálum, þá sé að eins kent og lesið í þeim, það sem snertir siglingar; séu stýl- ar gerðir, þá séu þeir um siglingar, nógur tími til annars lesturs og skrifta að afloknu prófi. Sé tími það ríflegur að ástæða sé til að kendar séu aukanáms- greinar þá verður að velja þær svo, að þær eigi við það, sem nemand- inn er að gera að lifstarfi sínu. Eg er nú svo gerður, að eg álít skip- stjóra eða stýrimann miklu meiri menn, ef þeir geta nokkurnveginn óbjagað beðið um i búð, væru þeir staddir i útlöndum, tógverk, sópa, málningu, blakkír eða matvæli, held- nr enn þótt þeir gætu skrifað ensk- an eða danskan stýl upp á 7, um hitt og annað efni, þar sem varast væri að koma nærri þvi að minn- ast á skip, eða þá að skip væri statt í útlendri höfn og öll skips- höfn stryki og aðrir kæmu i stað- inn, svo að t. d. enska yrði þáferð sameiginlegt mál á skipinu, en þann sem stýra ætti öllnm frámkvæmd- um á því vantaði öll orðin, sem skipa ætti með, en kynni máske talsvert í málinu að öðru leyti, lag- leg frammistaða væri slikt. Það kemur svo margt fyrir nú á dögum, sem sýnir oss, að við för- um að verða talsvert á eftir timan- um, sem siglingaþjóð, og hart er það fyrir sjómannastéttina islenzku, sem nýlega kom fyrir hér á Reykja- víkurhöfn: Danska skonnortu vant- aði stýrimann, og meiraprófsmann héðan langaði til að ná i stöðuna. Maðurinn er ungur og efnilegur og greindur maður, en hann treysti sér ekki vissi, að hann kunni ekki að segja til verka, en vinir hans réðu honum til að segja skipstjóranum satt, að hann kynni litið nema að reikna. Af því skipstjórinn var í vandræðum og vantaði stýrimann, þá tók hann manninn, en á skipinu er bæði bátsmaður og fullkomnir hásetar, miklu færari til alls en verk stjórinn sjálfur, stýrimaðuiinn. Hvernig verður svo staða þessa manns á skipinu og hvernig bera svo hinir dönsku menn okkur sög- una, sem ^iglingamönnum, þegar íslenzkir stýrimenn ráða sig hér á skip þeirra sem verða að segja skip- stjóranum að þeir kunni ekki annað en halda á blýant og reikna. Reykjavík 14. júlí 1917. Sveinbjörn Eqilson. -------------------- r Frá alþingi. Nýungar. Frv. um málskostnað einka- mála flytur Einar Arnórsson í neðri deild og með honum Magnús Guðmundsson og Gísli Sveinsson. Aðalatriði frv. er það, að þeim,' er fær dómkröfur sínar í öllum verulegum atriðum teknar til greina, skuli goldin málskostnað- ur, og metur dómari málskostn- að svo, samkvæmt sundurliðuð- um reikningi, er aðili gerir, að telja megi þann, er málskostnað fær, skaðlausan af málinu. Þó skal sá jafnan gjalda málskostn- að, hvort sem kröfur hans eru teknar til greina eða ekki, sem hefir 1. höfðað mál ófyrirsynju, 2. eigi sótt eða sækja látið sátta- fund, 3. visvitandi og að þarflausu dregið mál óþarflega lengi, haft uppi vísvitandi rangar kröfur eða skýrt visvitandi rangt frá atvikum, er máli skifta. Málsaðiljum er heimilað að semja um greiðslu málskostnað- ar. Kostnað, sem áfellur eftir að mál er tekið undir dóm og þar til dómi er fullnægt, getur aðili lagt undir úrskurð fógeta. I greinargerð frv. taka flutn- ingsmenn fram: »Ákvæði löggjafar vorrar um málskostnað eru bæði óljós 0g að sumu ósamkvæm hver öðrum. Dómvenjan hefir myndað reglur um þetta efni að miklu leyti. En sú er venjan, að málskostn- aður er nær ávalt dæmdur stór- um lægri en hann er í raun og veru, enda þótt sá vinni málið,. sem fær hann, og málstaður hans sé glöggur og góður, og að málskostnaður er látinn niður falla, enda þótt annar hafi unnið að öllu verulegu, en vafi þykir á leika um málsatriði, hvort sem sá vafi kemur af því, að tví- mælisvert þykir, til hverrar nið- urstöðu réttarákvæðin leiði, eða hvort full sönnun sé leidd að málsatvikum. Af þessu leiðir annars vegar það, að margar_réttarkröfur verða látnar niður falla, af því að eigi svarar kostnaði að bera þær und- ir dómstólana, 0g hins vegar það, að þrætugjarnir menn kynoka sér eigi við að bera rangar kröf- ur undir þá, af því að þeir treysta því, að andstæðingur þeirra fái þar af tjón, er þeir sjálfir verði eigi dæmdir til að greiða honum málskostnað eða að eins litinn hluta hans.< Tilgangurinn með þessu frv. er að ráða bót á þessu og jafn- framt að koma í eina hefid regl- um um þetta efni. 2. Sigurður Sigurðsson og Pétur Ottesen flytja í N. d. frv. um viðauka við samþyktarlög um kynbætur hesta. Vilja þeir að bannað sé, að viðlögðum alt að 100 kr. sektum,. að láta graðfola eldri en iys árs ganga lausa á afréttum eða í heimahögum, og ef slíkur hestur hittist gæzlulaus annarsstaðar en í heimalandi eiganda eða geym- anda, þá skuli farið með hann sem ðskilafé. Aðalástæða flutningsmanna fyr- ir frv. er sú, að flakk graðhesta geri alla viðleitni til hrossakyn- bóta lítt kleifa eða framkyæman- lega, og því sé nauðsynlegt að banna þetta með lögum. 3. Frv. um gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri flytur Magnús Kristjánsson í E. d., og fer það fram á lieimild til að holræsa- og gangstéttaskatt á hús og lóðir á ýmsum stöðum í bænum, jafnóðum og verkið kemst til framkvæmda, en bæj- arstjórnin á Akureyri hefir nú ákveðið að hefjast handa í þessu efni, þótt örðugt sé viðfangs, vegna staðhátta og fólksfæðar. Álit er komið frá allsherjar- nefnd N. d. um frv. Einars Arn- órssonar 0. fl. um stefnufrest til islenzkra dómstóla. Nefndin leggur eindregið til, að frv. verði samþykt með tveim smávægilegum breytingum, sem nefndin heíir gert á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.