Morgunblaðið - 12.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIE) □ Eldfastur S steinn og leir, nýkomið. SfeinoUu- ofnar. Hengilampar, Boi ðlampar, Eldhuslampar. margar tegundir. þvottakatlar (fritstandandi) oo. Rör og Ristar, Biómsturbord. cSúsá/ioló, emaií. og úr BíiRRi\ afarmikið úrval. Johs. Hansens Enke. Er(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London io. ágúst. Þriðja afmælis þess að Bretar fóru í stiíðið, var minst i Bretlandi og öliu hinu brezka riki hinn 4. ágúst með samkomum og ræðum. Kom allstaðar fram eindregin ákvöiðun um það lað halda ófriðnum áfram þangað til sigur væri unninn. Georg konungur sendi borgarstjóra Lundúna skeyti og sagði að barist væri »fyrir helgum málefnum réttlætis, frelsis og mannúðar og með guðs hjálp mundi sá málstaður sigrac. Lloyd George héit ræðu í Lundún- um og sagði að ef vér hefðum eigi gengið í ófriðinn og lagt þar fram alla krafta vora, þá mundi Norður- álfan hafa orðið að lúta öflugu og grimmúðgu hervaldi. Ófriðarflokk- arnir Þýzku hefðu ekki með öllu slept fýsn sinni en aðeins horfið frá henni um stund þangað til þeir geti fullnægt henni næsta sinn; en það sinnið mætti aldrei verða. Keisarinnog kanzlarinn töluðu fjálglega um frið, en ræki í vörðurnar þegar skaða- bætur væru nefndar. Aður en Eng- land kæmi á friðarfund yrðu þeir þó að læra að láta sér það 01 ð um munn fara. »Vér skulum vinna svo fullkominn sigur, að þjóðfrelsi hvort heldur stórþjóða eða smáþjóða, verði aldrei véfengt«, mælti hann. Page, sendiherra Bandaríkjanna sagði að hinn mesti sigur, er nokkru sinni hefði verið unninn fyiir frjálsa stjórn í heiminum, væri i vændum. Skýrslan um kafbátahernaðinn fyrir vikuna sem endaði 5. ágúst, sýnir það, að 2673 sk’P úsfa komið til brezkra hafna, en 2790 farið þaðan. 21 brezku skipi, sem báru meira en 1600 smálestir, var sökt (þar á með- al 2 sem ekki voru talin með í síð- ustu skýrslu) og tveimur minni. A 13 skip var ráðist árangurslaust. »Times« segir í áliti sínu um þetta, að af hinum stærri skipam hafi ver- ið sökt einu fleira heldur en næst síðustu viku og tveimur færra held- ur en vikuna þar á undan. Það sé auðvelt að gera þá ályktun, að eftir tveggja ára undirbúning »stuttrar og frækilegrar viðureignarc, hafi Þjóð- verjum enn mistekist að koma fyr- ifætlunum sínum í framkvæmd á tilteknum tíma. Þrír menn, sem komust af skip- inu »Belgian Prince«, sem skotið var í kaf, segja að foringi þýzka kafbátsins hafi af ásettu ráði drekt hinum mönnunum, 41 að tölu. Björgunarbátarnir voru molaðir. Allir skipveijar, að undanteknum átta, voru sviftir bjarghringjunum og þessum mcnnum var raðað á þilfari kafbátsins. Kafbátsmenn gengu þá niður i bátinn og lokuðu hlerum, en skildu skip- verja gufuskipsins eftir á þilfari. Siðan fór kafbáturinn í kaf og að ems þrir skipverjar komust af. Blaðið »Heraldo«, sem út er gefið i Madrid, segir að Þjóðverjar hafi lofað þvi, að láta eigi kafbáta sína ráðast á spítalaskip, raeð þvi móti að spánverskir liðsforingjar ábyrgðust það að skipin væru eigi notuð til annars en þess, er þau ættu að not- ast. Ráðstefnu bandamanna i London er lokið. Ölium málefnum var ráðið þar til lykta á þann hátt að allir eru fyllilega ánægðir. Þjóðfundur íra hefir valið nefnd til þess að íhuga ýmsar uppástungur viðvikjandi stjórn írlands. Lloyd George sagði þann 8. ágúst að Bretar legðu allan heiður sinn þar við að Serbia fengi fult sjálfstæði aftur og fullar skaðabætur. Hinn núverandi forseti í Kína félst á þá ákvörðun stjórnarinnar að segja Miðveldunum strið á hendur. Þessar breytingar hafa orðið i flota- ráðuneyti Breta: Aðalflotaforingi Sir Rosslyn Wemyss er orðinn ann- ar »Sealord« í stað Sir Cecil Burney flotaforingja, sem fengið hefir sér- stakt starf. Sir Graham Green að- stoðarflotaráðherra hefir verið skip- aður aðstoðarhergagnaráðherra, en Sir Oswyn Murray hefir tekið við stöðu hans fyrst um sinn. A fundi verkamanna, sem haldinn var i Lundúnum binn 10. ágúst, samþykti meiri hlutinn að senda full- trúa á jafnaðarmanna alþjóðafundinn í Stokkhólmi. Henderson, aðstoðarforseti fram- kvæmdarnefndar verkmannaflokksins, sagðist ekki vera fráhverfur ráðgjafa- alþjóðafundi með hæfilegum trygg- ingum. London, ódagsett. Frá vígstöðvum Breta i Flandern og Frakklandl. 111 veður hafa hamlað hernaðar- framkvæmdunum. Hersveitirnar hafa sótt fram yfir foræði, þar sem ékk- ert skjól var að hafa. Samt sem áður er hugrekki þeirra mikið. Aköf gagnáhlaup óvinanna neyddi Breta til að hörfa lítið eitt undan hjá St. (ulien og Weest Hoek, en hvergi hafa þeir mist þýðingarmiklar stöðv- ar. Gagnáhlaup Breta rétti aftur her- línuna, St. Julien var tekin aftur 4. ágúst og Weest Hoek 10. ágúst, og hélt liðið áfram þangað til það hafði náð öllum hæðunum hjá Weest Hoek. Óvinirnir gerðu áhlaup og skeyttu ekkert um gifurlegt manntjón sitt. Hið mikla lið þeirra var brotið á bak aftur og því gertvístrað með stór- skeytum og látlausri skothrið fót- gönguliðsins. 31. júli handtóku bandamenn 6122 menn, þar á meðal 134 fyrirliða. Bretar halda áfrara skotgrafaárás- um, sem þreyta mjög óvinina, en stórskotahríðin heldur áfram mjög áköf. Bretar hafa sótt fram dálítið fyrir vestan og suðvestan Lens og hafa Þjóðverjar mist margt manna. Veður hefir verið óhagstætt fyrir flugvélar en flugmenn vorir hafa ótrauðir ráðist á óvinina hvar sem þeir gátu, hafa varpað sprengikúlum á járribrautir, alt að 40 mílur að baki herlínu Þjóðverja. Það merkilegasta sem gerst hefir í flughernaðinum er það, að brezkir flugmenn hafa oft ráðist á þyzkt herlið, sem befir ver- ið á göngu, og skotið á það með vélbyssum 50—100 fet úr lofti. Frá Frökkum. Vinstrá megin hafa Frakkar tekið útvarðastöðvar í Kortekees, sem er mjög bagalegt fyrir Þjóðverja. Því næst hafa' þeir sótt austur og norð- ur fyiir Bixschoote og tekið marga bóndabæi þar fyrir austan. Aköf stórskotahríð hefir verið á ví;stöðv- um Frakka hjá Hurtebise, Craonne og á vinstri bakka Maasfljóts. Hafa Þjóðverjar gert áköf skyndi-áblaup, . en 1 flestum tilfellum hefir þeim mishepnast að komast að skotgröf- um Frakka. í eirstaka tilfellum hafa þeir koœist að skotgröfunum, en hafa þá verið svo fáir, að það var auðvelt að handtake þá. Frakkar hafa haldið öllum sínum stöðvum. Vígstöðvar Itala. Sókn Austurríkismanna bji Mont Rombo hefir mishepnast og einnig samskonar árás í Carnia-héraði. — ítalir sækja á í Doline og hafa náð* aftur htlum framvarðafleyg. Frá Balkan. Engin breyting hefir orðið á Bal-- kan. A vigstöðvum Serba hefir' verið öflug stórskotahrið, en óvin- irnir hættu ekki á fótgönguliðsáhlaup. Brezkir flugmenn hafa með árangri varpað kúlum á herbúðir og herskála óvinanna i Sivunavo og annarstaðar. Rússar halda enn undan, en und- anhaldið er varið alls staðar af fram- úrskarandi hugrekki þess liðs er fram vill sækja, og fórnar það sjálfu sér. Sérstaklega gerði það sigursæla hríð hinn 5. ágúst rétt hjá landamærum Bukovina. Aðrir sigrar líkir voru unnir fyrir hugrekki hersveitanna á Podolia-landamærum og bendir það til þess að hinar miklu tilraunir þeirra Kerenskys og Korniloffs ætli að bera árangur. Afleiðing undanhaldsins hefir kom- ið í ljós suður i Rúmeníu. Hefir sóknin þar íinast vegna undanhalds að norðan. í Gyðingalandi hafa orðið fram- varðaskærur hjá Gaza. Tóku Bretar þar marga fanga en biðu litið tjón. í Austur-Afríku eru Þjóðverjar enn hraktir. Hinn 3. ágúst gerðu Afriku- menr, Indverjar og Bretar áhlaup á Mihumbi í Lindi-héraði. Óvinirnir höfðu búist þar ramlega við og þess vegna mistókst öðrum herarmi vor- um og varð mikið manntjón í hvoru- tveggja liðinu. Annarstaðar hafa áhlaupin orðið sigursæl og aðaltil- gangurinn er sá, að hrekja óvinina til Mahenge. ---- -------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.