Morgunblaðið - 08.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofa andbanningafélagsins, Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 siBd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- tnálinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. Frá alþingi. Nýungar. Veqamál. Samvinnunefnd samgöngumála Bytur svohljóðandi till. til þingsál. um vegamál. Alþingi ályktar að skora á stjórn- ina að athuga og undirbúa undir næsta þing það, sem hér segir: 1. Hvort eigi sé rétt, að vegurinn frá Krosshöfða i Hjaltastaða- þinghá að Fagradalsbraut við Egilstaði verði tekinn upp í tölu flutningabrauta. 2. Beiðni frá Hafnfirðingum um þjóðveg á milli Hafnarfjarðar og Suðurlandsbrautar á hentugum stað sé athuguð og málið undir- búið. 3. Athugnð sé sú krafa frá Múla- sýslum, um að viðhaldskostnaði Fagradalsbrautar sé að nokkru létt af sýslunum, með því að meiri hluti brautarinnar liggur í óbygðum. 4. Þá hlutist stjórnin til um það, að vegamálastjóri haldi að öðru leyti áfram þeim athugunum sem þegar mun vera byrjað á, að koma vegakerfi landsins i fast horf, og jafnframt að gera tillögur um, hvar mest nauðsyn beri til framkvæmda í vega- og brúargerðum. Húsmœðraskóli á Norðurlandi. Mentamáianefnd Nd. gerir þær breytingartill. við frv. um stofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi, að skólinn skuii vera í grend við Ak- ureyri (þótti of óákveðið, að hann skyldi standa við Eyjafjörð), að bú- skapur skuli rekinn í sambandi við skólann og að heimavistir skuli vera 40 (í stað 24 í frv.) Frsm. Bjarni frá Vogi. Lokunartlmi sölubúða i kaupstöðum. Alit er komið frá allsherjarnefnd Nd. um. frv. Matth. Ól. Nefndin vill láta sömu lög gilda um Reykjavík sem aðra kaupstaði, og þvi ætlar nefndin eigi að afgreiða að sinni frv. sama manns utn lok- unartíma sölubúða í Reykjavík, en samþyktarfrv. vill húu láta ganga fram, með þeirri breytingu, að eigi þurfi atkvæði almenns borgarafundar áður samþykt sé gerð. Bæjarstjórn semur því samþyktirnar, en stjórn- arráðið staðfestir. Framsm. Einar Arnórsson. Hœkkun vitaqjalds. Fjárhagsnefnd Nd. felst á breyt- ingu þá, sem Ed. hefir gert á stj.ftv. sem sé »að hækka vitagjaldið úr 35 aurum upp i 40 aura af hverri smál. í skipum, öðrum en skemtiferðaskip um, sem taka höfn á íslandi, og leggur til að frv. verði samþ., eins og það liggur nú fyrir*. Frsm. Þórarinn Jónsson. Hakkun tekjuskatts. Fjirhagsnefnd Ed. ræður deildinni til eftir at>.ikum »til að samþykkja gjaldhækkun þá til bráðabirgða, sem frv. fer fram i, en væntir þess, að þess verði eigi langt að bíða, að lands- stjórnin taki tekjuskattslögin til at- hugunar og leggi fyrir Alþingi full- komnara frumvarp en það, sem hér er um að ræða«. Nefndin gerir að eins smávægi- legar br.tiil. á orðalagi, svo sem til skýringar. Framsm, Hannes Hafstein. Þess skal getið að þinginu eru að berast þessa dagana mótmæ.li gegn lögum þessum, frá útgerðarmönnum og kaupmönnum, bæði í Reykjavík og á Siglufirði. ^Aukin löq^azla. Alit allsherjarnefndar neðri deildar: »Nefndin hefir orðið sammála um það, að eins og nú er háttað sigl- ingum og verzlun, sé engin brýn nauðsyn á aukinni löggæzlu utan Reykjavíkur. Með lögum þeim um skiftingu á bæjarfógetaembættinu í Reykjavík, sem nú eru afgreidd frá Alþingi, er mikið bætt úr þeirri þörf, sem talin hefir verið á því að auka löggæzluna i Reykjavík, enda nær frv. þetta að eins til annara kaupstaða og kauptúna. Siglingar frá útlöndum beinast nú því nær ein- göngu til Reykjavíkur og því miklu minni nauðsyn á aukinni löggæzlu úti um land en á venjulegum tím- um. Þegar af þessari ástæðu ræður nefndin í einu hljóði háttv. deild til að fella frv. þetta, án þess að nefnd- in hafi þó tekið fasta ályktun um, að það fyrirkomulag, sem frv. gerir ráð fyrir, geti ekki komið til mála á venjulegum tímum, fyr eða síðar, með eða án breytinga. Nokkur fleiri atriði til stuðnings tillögu nefndarinnar verða væntan- lega tekin fram í framsögu.* Framsögumaður Magnús Guð- mundsson. Ur efri deild í gær. Frv. um fiskiveiðasamþyktir og lendingasjóði, ein umr. Sjávarútvegsneínd hafði enn gert br.tll. við frv. og var hún samþ. og málið sent aftur Nd. Frv. um útmælingar lóða, ein umr. Samþ. og afgr. sem lög frá Alþingi. Frv. um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs; 3 umr. Samþ. og afgr. sem lög frá Alþingi. Frv. um samþykt á landsreikn- ingum; 2 umr. Samþ. og vísað til 3. umr. Tillögur út af athugasemdum við landsreikningana; fyrri umr. Mas>nús '1 orýason gerði fyrirspurn út af skekkju i landsreikningunum viðvíkjandi landsverzluninn', Svo spurði hann og um hvoit talning hefði ekki farið fram á landssjóðs- vörum, og þá hvenær. Loks kvart- aði hann undan því, hve illa gengi endurskoðun i stjórnarráðinu. Kvaðst hann vhi dæmi þess, að sýslumað- ur hefði fengið athugasemd við vörutoilsreikninginn 3 árum eftir samningu hans. Þótti honum óþaifur sá liður tillaganna, að skora á stjórn- arráðið að herða á reikningsddlum frá reikningshöldurum. Sökin mundi þar vera meiri hjá stjórnarráðinu um seinlæti. • Fjármálaráðherra skýrði frá, að talnmg á landssjóðsvörum hetði farið fram i. maí siðastl. og gerði hann grein fyrir, hvernig hagur verzlur.- arinnar hefði staðið þá. Nú mundi veizlunarreikningurinn tæplega verða eins hagstæður, því að tap hefði orðið á ýmsum vörum, svo sem 80 þús. kr. á steinolíu. Um seinaganginn á endurskoðun- inni í stjórnarráðinu gat hann þess, að nú væri verið að stækka húsið m. n. til þess að koma þar að fleiri mönnum í endurskoðunina, og væri ætlunin sú, að hraða henni rneir en átt hefir sér stað að undanförnu, en það væii að kenna mannleysi vegna rúmleysis, að þau störf hefðu ekki gengið eins hratt og skyldi. Sigurður Eggerz kvaðst vera nýr í stjórninni og því ekki enn vera vel kunnugur landsverzlunarmálun- um. Vænti hann þess þó að geta kynt sér alt þetta ’betur til næstu umr., og svarað nánar þeim atriðum úr fyrirspurnum M. T., er vansvar- að þætti. Tillögurnar voru samþyktar og vísað til síðari umr. Skólarnir. Frumvarp þetta um frestun á skóla- haldi skólaárið 1917—1918 hefir fjárhagsnefnd Ed. búið út og er það prentað sem uppkast eða handrit. 1. gr. Frestað skal til 15. dags febrúarmán. 1918 skólasetning og skólahaldi í öllum þeim skólum, sem kostaðir eru eða styrktir með fjár- framlagi af landssjóði, sýslusjóðum eða sveitarsjóðum. Undanskildar ákvæði þessu eru þær deildir háskólans, sem eiga að ganga undir fyrra eða síðara hluta embættisprófs í vetur eða vor, svo og 4. og 6. bekkur Hins almenna mentaskóla. í þeim deildum fer um kenslutímann eftir venjulegum regl- um. 2. gr. Landsstjórnin gerir þær ráðstafanir, er með þarf, til þess að skipsferð verði frá helztu kauptúnum kringum land til Reykjavikur á tíma- bilinu frá xo. jan. til 10. febr. Þyki hcnni auðsætt fyrir miðjan janúar 1918, að slíkra skipsferða verði ekki kostur fyrir áður greindan tima, eða hamli is eða ófriður, þá er heimilt, að ákveðið sé með stjórnarauglýs- ing, að skólahaldi sé frestað leagur DrP.J.Olafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10— 11 og 2—3 á virkum dögum. en tilgreint er í 1. gr. þessara laga í öllum þeim skólum, er þar er greint. 3. gr. Föstum kennurum við skóla þá, sem nm ræðir i 1. og 2. gr.r skal greiða laun þeirra óskert, eins og kensla hefði byrjað á þeim tíma,. er reglugerðir greina. Svo skal og greiða stundakennurum, sem ráðnir hafa verið til kenslu skólaárið 1917 —1918, áður en lög þessi eru sam- þykt sem lög frá Alþingi, umsamið kaup fyrir þá 'kenslu, er þeir hafa verið ráðnir til, eins og kenslan hefði stað frá 1. okt. 1917. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað. Frv. er til umræðu í Ed. í dag. Með frv. þetta er farið sem manns- morð; það er prentað sem handrit og má því ekki að því finna. En vist er það þó tilætlunin með þvír að myrða alla skólana, eða þó öllu heldur sdnga þeim svefnþorn tii 15. febr. í vetur, alt frá barnaskólunum og upp í háskólann. En hvetjar erui ástæðurnar ? Kolaleysi ? — En kolin kváðu vera trygðl Dýrtið? En hér er þó mestur maturinnl Hvað þá?' Kjarkleysi þingmanna? Því getur enginn svarað. En víst er um það,, að með þessu er bæði þessu bæjar- félagi og öllu landinu bökuð stór vandræði, og börn og unglingar settir aftur í námi sinu um óákveðinn tíma, ef til vill 2—3 ár, ef ófriðurinn helzt svo lengi. Og vanhugsað er þetta í mesta máta, þvi hvoit sem barnaskólinn eða háskólinn eru tekn- ir sem dæmi, er ástæðulaust að loka þeim. Barnaskólinn ætlar að brenna mö, en ekki kolum, enda á hann þau kol, sem hann kynni að þurfa; og há- skólinn eyðir ekki einum kolamola meir, þótt hann sé allur, því hareru eng- ar deildir nemenda, eins og sagt er í frv., heldur fylgjast allir nemendur þar að námi frá fyrsta til síðasta, aðrir frumlesa meðan hinir lesa upp.. Svo að sýnilegt er, að þetta frv. er sprottið af vanhugsun og þekking- arskorti. Hið eina sem gæti sparast við háskólahaldið, væri að fella niður fyrirlestra fyrir almenning, og væri engin veruleg eftirsjón að því svoaa i bili. En að fel a niður tilsögn í forspjallsvísindum er heimskulegt, því að það mundi, hvernig sera á er litið, setja nemendurna aftur um eitt ár, eða meir. Liku máli er að gegna með ýmsa aðra skóla, að minsta kosti þá, sem þegar hafa séð sér fyrir vetrarforða af kolum og öðrum nauðsynjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.