Morgunblaðið - 15.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstoía andbaDningafélagsins, Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. vaentanleg fossalög setja, verða hin nánari ákvæði í leyfisbréfam til starf- rækslu fossaafls vitanlega að vera. En jafnframt þessu virðist sjálf- sagt, að aflað verði upplýsinga og skýrslna um fossa landsins og nota- gildi þeirra, til þess að yfirlit fáist yfir, hve miklu vatnsafli landið get- ur átt ráð á og hvort eða hvenær líkur eru til að unt sé að notfæra sér það, svo og að íhugað verði, hvort tiltækilegt sé, að landið kaupi vatnsafl og starfræki það, og þá að hve miklu leyti, en þar getur verið um tvær leiðir að velja, aðra þá, að landið kaupi einstaka fossa, en hina, að það kagpi eða áskilji sér huti í fossafélögum, eða þá hvorttveggja. Fyrir því hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að fall nauðsyn sé á, að mál þetta alt saman verði íhugað af sérstakri nefnd, til undirbin- ings væntanlegri lagaskipun í þess- um efnum. Hafa orðið nokkuð skiftar skoðanir í nefndinni, bæði um tölu nefndarmanna og hvernig nefndin skuli skipuð, en niðurstað- an, með nokkrum fyrirvara þó, orð- ið sú að leggja til, að í sameinuðu þingi verði borin fram tillaga til þingsályktunar, sem prentuð er á sérstöku þingskjali. Alþingi, 14. september, 1917. Hjörtur Snorrason,Magnús Torfason, formaður. ritari. Eggert Pálsson, Karl Einarsson. (með fyrirvara). Þíngsályktunartillaga sú, er nefnd- in flytur í sameinuðu þingi, og er á dagskrá í dag, er svo látandi: »Atþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að skipa 5 manna nefnd, til að taka til ihugunar fossamál landsins, og skal verkefni nefndar- innar sérstaklega vera: 1. Að athuga hverjar breytingar nauðsynlegt er að gera á gild- andi fossalöggjöf. 2. Að afla sem ítarlegastra upplýs- inga og skýrslna um fossa í landinu og notagildi þeirra. 3. Að athuga, hvoit tiltækilegt sé að landið kaupi vatnsafl og starf- ræki það. 4. Áð athuga, hvort og með hvaða kjörum rétt sé að veita fossa- félaginu »Island« og öðrum slik- um félögum er umsóknir kunna að senda, iögheimild til að starf- raíkja fossafl hér á landi. Nefndin skal senda stjórninni álit sitt og tillögur, ásamt lagafrumvörp- um, er hún kann að semja, eins fljótt og því verður við komið, og væntir þingið þess íastiega, að það geti orð- ið, sérstaklega að því er x. og 4. lið snertir, svo tímanlega að leggja megi fyrir næsta þing*. Húsmæðraskóli á Norðurlandi. Dýrtíðaruppbótin orðiu að lögum. Frv. um stofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi, eins og það kom frá Nd., vaið að lögum í gær (í Ed). Því máli lauk svo við 3. umræðu í Nd. i gær, að frv. eins og það kom frá Ed., varð að lögum. Var þetta samþykt í einu hljóði. Breytingartillögur komu að visu nokkrar fram um að setjá ýms ákvæði í sama faiið sem málið komst i út ,úr Nd., en tillögumenn sáu fram á, að þeir mundu ekki hafa sitt mál fram og tóku því brtt. aftur. Þeir, sem áttu brtt., voru þeir Sigurður Sigurðsson og Pétur Oltesen. Sigurður sagði um leið og hann settist niður: »Enginn skyldi halda að eg geri það með glöðu geði að taka bitt. aftur, en maður verður að beygja sig fyrir ofureflinu, .ofjörlun- um, embættismannavaldinu, nú, eins og svo oft áður«. En áður hafði hann sagt, að sér stæði öldungis á sama, hvernig málinu reiddi af. Tekjuskattshækkunin. Frv. um breyting á tekjuskattslög- unum varð að lögum í Nd. í gær, eins og Ed. hafði gengið frá fiv., sem sé að tekjur fyrir árið 1916 sleppa undan hækkuninni, en hún byrjar með tekjum almanaksárið 1917. Brtt. voru að visu komnar fram um að setja frv. aftur í sama horf, sem Nd. hafði gengið frá því, en flutn.m. þótti málinu með því teflt i tvísýnu og tóku brtt. aftur. Fiv. var samþ. í e. hlj. Yfirdómaralaunin. Frv. um bækkun á launum yfir- dómaranna lauk svo í Nd. í gær að það var afgr. með svolátandi rök- studdri dagskrá frá Benedikt gveins- syni: »Þar sem ætla má, að æðsta dómsvald í islenzkum málum verði bráðlega flutt inn í landið, og jafn- framt verður þá að breyta lands- yfirdómnum og launakjörum dóm- enda þar, svo að ætla má, að tjald- að yrði til einnar nætur með launa- breytingum þeim, er nú liggja fyrir, þá tekur deildin fyrir næstu mál á dagskrá. Dagskráin var samþ. með 14: 10 atkv. Já sögðu: G. Sv., Hák. Kr., J. I , Jör. Br.. P. Öttes., P. Þ., Sig. Sig., St. Stef., Þorl. J., Þorst. J., Þór J., B. Sv., E. Arnas., E. J. Nei sögðu: J. M., M. G., Matth. Ó!., P. J., Sig. St., Sv. Ól., Bj. J., B. Kr., E. Arnórss. og ÓI. Br, Veðurathuganastöð í Reykjavík. Frv. um það efni var sett i nefnd i Ed. i gær, mentamálanefnd. Er þvi fyrirsjianlegt, að það mál muni sofna. Frá alþingi. Nýungar: Verð á landssjððsvörn. I Nd. hefir verið samþykt svo látandi þingsál.till. frá 13 deildar- mönnum, um verð á landssjóðsvöm, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnaiinnar fyrirfram um að hún gæti ekki sint áskorun þeirri, sem i tillögunni fe'st. »Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að selja vörur landsveizl- unarinnar sama verði i öllum kaup- stöðum og kauptúnum landsins.* Málið er nú komið til Ed. og er þar á dagskrá i dag, en breytingar- till. er komin fram, frá bjargráða- nefnd deildarinnar, um að tillagan orðist svo: »Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að selja vörur landsverzl- unarinnar sama verði í öllum kaup- stöðum landsins og eftir pöntun að minsta kosti í einu eða tveimur aðalkauptúnum hverrar sýslu.« Seðlaútgáfuréttur. Fjárhagsnefnd Nd. flytur í sam- einuðu þingi svolátandi tillögu til þingsályktunar um seðlaútgáfurétt: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að leita samninga við ís- landsbanka um, að hann láti af hendi seðlaútgáfurétt sinn allan, gegn ákveðnu gjaldi, eða, ef það næst eigi, þá að hann láti af hendi, með ákveðn- um skilyrðum, rétt sinn til að hindra seðlaútgáfu fram yfir 2>/a miljón, auk seðla Landsbankans. Samningar um þessi atriði liggja undir samþykki Alþingis, og eru eigi bindandi fyr en slíkt samþykki er fengið. DAGBOK T alsímar Alþ in g i s: 854 þingmannastmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum i Alþingis• húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Maí kom hlngað f gærmorgun af Dr.P.J.OIafson er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10—11 og 2—3 á virkum dögum. leíirMarap þarf eg að fá keypta eða leigða. GuDnar (frá Selaíæk) Sími 12. Heima kl. 12—1 og 7—8. . Yflrbreiðslur á hey og vagna, óskast keyptar eða leigðar. Guimai1 (fj*á Selalæk). 2-3 kfr hefi eg verið beðinn um að selja. Qunnar (frá Selalæk) Tilboð óskast um flutning á 100—300 hestum af heyi austan úr Ölfusi. Gunnar (frá Selalæk). Tvo stór hús laus til ibúðar 1. okt. hefi eg til sölu. Litið hús óskast í skiftum eða til kaups. Gunnar (frá Selalæk). Simi 12. Heima kl. 12—1 og 7—8. síldveiðum. Með skipinu kom fjöldi verkafólks. Apríl fór á sama tíma frá Siglufirði, en kom við á ísafirði til þess að skila af sór stúlkum, sem unnið hafa hjá fólaginu í sutnar. Acorn. Fregn sú, sem vór birtum eftir Politiken í gær um að Þjóðverjar hefðu sökt þilskipi Þórarins Egilsonar í Hafnarfirði/Acorn, er ekki rétt. Skip- ið er nú á fskiveiðum fyrir Vestur*' (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.