Morgunblaðið - 17.09.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1917, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐ 3 Jr hans innan fermingar og íslenzk ráðskona. Júlfns Júliníusson, fyrrum skip- stjórl á GoðafosBÍ, er kominn til bæj- arins. Hefir hann dvalið á Norður- landl í sumar og keypt sfld. Dómsmálafréttip. Yfirdómur 10. sept. Málið: Gísli Hjilmarsson gegn Þórunni Jónsdóttnr. Málið er þannig tilkomið, að Þ. J. lögsækir G. H. i undirrétti, til greiðslu á kaupgjaldi, en hún hafði nnnið hjá G. i Sandgerði syðra 191S. Var hún þar matselja, en varð sjúk og fór burtu. Var G. H. dæmdur í héraði til þess að ■qreida henni kaup fyrir pann tima, er hún haýði verið en málskostnaður var látinn falla niður. Þessum dómi áfrýjaði G., en mætti hvorki né lét mæta fyrir yfir- dómi, og var þar dæmdur eftir kröfu stefnda til þess að greiða henni »kost ot; tœrinq* með 10 kr. og stendur héraðsdómur óraskaður. Málið: Gisli Hjálmarsson gegn Einari Guðjónssyni. Þetta mál er einnig risið út af kaupgjaldi, eins og flest mál G. H. Hafði E. G. lögsótt hann í undir- rétti til greiðslu á kaupeftirstöðvum frá 1915, en þá var hann sjómaður á vélbát hjá G. H. i Sandgerði. Var G. damdur til þess að greiða það, sem krafist var, en málskostnaður féll niður. G. H. áfrýjaði til yfirdóms, en mætti þar hvorki sjálfur né neinn fyrir hans hönd. Var þar því dæmd- ur til greiðslu á >kost oq tærin%«, 6 kr., og stendur héraðsdómur. Franskt herskip ferst. Frakkar hafa nýlega mist bryn- varið beitiskip, sem »Kléber« hét. Var það á leið frá Dakar til Brest, en fram undan Saint Mathieu rakst það á tundurdufl og sökk. Fórust þar 40 menn. »Kléber« var lítið skip, 7700 smá- lestir að stærð og var smíðað árið 1902. Það skreið 21 milu á klukku- stund. Hitt og þetta. 100,000 talslmatól hafa nú verið sett upp í Kaupmannahöfn. í tilefni af því lætur símafélagið manninum, sem það númer fékk, símann endurgjaldslaust í té fyrstu árin. a Tilkynnine. Um leið og eg í dag loka Konditori og kaffihúsinu »Skjaldbreíð«, sem eg hefi rekið hér i bænum i 9 ár, finn eg ástæðu til þess að þakka hinum mörgu og góðu viðskitta- vinum minum fyrir þeirra göðu viðskifti og þau vináttu- merki er þeir hafa sýnt mér þessi ár. »Skjaldbreið« 17. september 1917 Virðingarfylst Ludvig Bruun Allir reikningar verða að sendast til min fyrir 23. þ. m. Útborgunartími daglega kl. 2—3 siðd. Leith -- Rví k. Skip frá oss hloður væntanl. í Leith til Reykja- víkur nm 20. þ m. Þeir sem öáka að senda verur tali við oss sem fyrát. A. Gudmundss., Lækjargötu 4. Talsimi 282. Vanur og ábyggilegur roskinn skrifstofumaður getur fengið atvinnu nú þegar á skrifstofu hér í bænum um óákveðinn tlma. Umsóknir með kaupkröfu, merktar 200, sendist afgreiðslu þessa blaðs fyrir 20. þ. mán. >Bre8lau«, þýzka beitiskipið, sem Þjóðverjar »seldu« Tyrkjum í byrjun ófriðar- ins, gerði töluverðan usla nýlega i Svartahafinu. Loftskeytastöðin og tveir vitar á eynni Phidonissi var ónýtt, og lið var sett þar á land um stund, til þess að gera ýms önnur spell. Að þvi loknu sigldi skipið heim til Tyrklands — og hafði engin rússnesk skip séð í ferðinni. Christofer Grikkjaprlns er nýlega kominn til London. Þar ætiar hann bráðléga að halda brúð- kaup sitt með vellauðugri ameríkskri stúlku — einhverri »dollar-prinsessu« frá Chicago. Norðmenn hafa gert samning við amerikska kolanámueigendur um kaup á mikl- um birgðum af kolum. Þykir lík- legt að stjórn Bandarikjanna muni gefa útflutningsleyfi. Rigmor aökt. Danska gufuskipinu »Rigmor« sem hingað kom i fyrra (eign Lauritzens konsúls í Esbjerg) hefir verið sökt. Var það á leið frá Gautaborg til Rúðuborgar. Minnismerki hefir vevið reist á Lahner-brúnni í Serajevo þar sem þau Franz Ferdin- and og kona hans voru myrt fyrir rúmum þremur árum. Var minnis- merki þetta afhjúpað síðast í júni tneð mikilli viðhöfn. Auk minnis- merkisins sjálfs hefir verið fest upp minningartafla úr marmara á hús- vegg þar rétt hjá og önnur minn- Sá sem hirti ólarreiðbeizli með nýsilfurstöngum og hringjum, sunnu- daginn r6. þ. m., fyrir innan girðing- una í Skildinganesi, geri svo vel að skila því sem fyrst til N. P. Kirk ÍDgeniör | zffiaupsÆapur Sófi, nærri nýr, svefnherbergis- húsgögn, líka nærii þvi ný og »Kon- sejl-spegill«, eru til sölu á Hverfis- götu 35 (uppi)._______________ Bókabúðin á Laugavegi 4 selur gamlar bækur. Fermingarkjóll til sölu á Stýri- mannastíg 5. 'fyj? JEeiga 2 samliggjandi herbergi óskast til leigu. Tflboð merkt 1920 afhend- ist afgr. Morgunbl. Til leigu upphitað herbergi sólrikt og stórt, í Miðbænum. Hentugt fyrir námsmenn. Uppl. á Kárast. 14. Átvínna. Tvær góðar og duglegar stúlkur óskast i vist austur á Reyðarfjörð. Verða að fara með Sterling. Uppl. í Miðstræti 7, 'hjá Valborgu Johan- sen. Hægra eyra: tvístýft framan, fjöð- ur aftan. Vinstra eyra: stúfrifað framan, biti aftan. Brennimaik; S. Gisla. Sigurður Gíslasou Hamraendumnr. 4 ingartafla úr járni er greypt í göt- una, einmitt á þeim stað þar sem þau hjónin voru særð til ólifis. Skjöl Nikulásar keisara. Hinn nafnkunni sagnfræðingur Frederic Massen hefir ritað margar greinar í franska blaðið »Echo de Paris* um atburðina í Rússlandi á siðustu árum. í einni þessari grein skýrir hann frá því að stjórnbylt- ingamenn i Rússlandi hafi skipað tférstaka nefnd manna til þess að rannsaka skjöl keisarans. Nefnd þessi hefir nú lokið rannsókn sinni og hefir komist að þeirri niðurstöðu, að í þessum svonefndu leyniskjölum sé ekki neitt, er geti vakið hinn minsta efa um það að keisarinn hafi verið bandamönnum trúr f öllu. Rannsóknin hefir eigi leitt neitt það í' ljós, er styrkt geti ásakanir þær, ét gerðar hafa verið í garð keisar- ans. Þvert á móti bera skjölin vott um það að keisarinn hafi verið ein- lægur i garð bandamanna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.