Morgunblaðið - 21.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hérmeð tilkynnist vinum og vundamönn- um að eiginmaður minn, Ole Svend Skauff, bóndi frá Glettingarnesi, lézt hinn 5. sept. að Jökulsá i Borgarfirði eystra, eftir langa og þunga legu. Jóhanna Skauff. »caaBBKX.aaiiL’tzv&i.'Zí.'.,. i Það tilkynnist vinum og vandamönnum að sonur minn elskulegur, Vilhjáluiur G. Eyjólfsson, andaðist sunnudaginn þ. 9. þ.m. — Jarðarförin er ákveðin laugardaginn þ. 22. þ m. og hefst með húskveðju á heimili minu, Hverfisgötu 60 A. kl. Il‘/a f. h. Margrét Sigurðardóttir. LITLA BÚÐIN. Westminster Three Castles Capstan Flag SpecialSunripe ÍT 1 Tóbak suðu-! Súkkulaði Öl, Sitron, Kökur, Kex o. fl. ódýrast í Litlu búðinni. afli byrjar hér í marz og er nógur fram eftir öllu vori umhverfis alt land. Og við verðum að leggja meiri rækt við hann í vetur og vor heldur en nokkuru sinni áður. Það má veiða hér hrognkelsi svo að mörg- um miljónum skiftir, en til þess þarf net og fleytur. Og fyrir hvoru- tveggja verður að sjá í vetur. Og hvað segja menn um það að ýta nú undir heimilisiðnað þannig, að landssjóður kaupi af mönnum alt sem framleitt er af nytsömum og nothæfum vörum, svo sem prjónles, vefnað, smiðisgripi ýrniskonar o. s. frv.i Það yrðu hollar og hagkvæm- ar atvinnubætur. Vér skulum drepa hér á eina grein heimilisiðnaðar sem gæti að miklu gagni komið, en hefir því miður eigi verið stunduð hér. En það er smíði á tréskóm. Útlend- ur skófatnaður er nú orðinn óhæfi- íega dýr og auk þess hvergi nærri góður. Það gerir hörgull á leðri á heimsmarkaðinum. En tréskór etu ódýrir, endingargóðir og hlýrri og það er holt að ganga á þeim. — Þess vegna eru nú nágrannaþjóðir vorar farnar að taka upp tréskóna. I Þýzkalandi hefir verið tekið einka- leyfi á nýrri geið trésóla — og lík- lega einnig í Danmörku. — Eru þeir settir saman úr mörgum hlutum og þannig frá þeim gengið, að þeir eru líkt og á hjörum. Verður sólinn þess vegna þægilegur undir fæti og lætur vel undan. En aðallega eru það tréskór (klossar — smiðáðir úr einu tié hver), sem nú er farið að taka upp í stórum stíl í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og viðar. En Noiðmenn eru sérstaklega leiknir i þvi að smiða siíka tréskó, en þó getur hver handlaginn maður smíð- að þá. SA skófatnaður er mörgum sinnum ódýrari heldur en sá skófatn- aður, sem hér er mest notaður, mörgum sinnum endingarbetti og. mörgum sinnum hentugii, sérstaklega handa nnglingum. Eius og menn siá, þá er hér taiað á víð og dreif um þetta mikla nauð- synjamál. Höfum vér viljað benda á það, að margt er hér að staifa. Og það er trú vor, að hægt sé að aístýra hér atvinnuleysi — eigi að eins í Reykjavík, heldur og um alt land, ef skynsamlega er að farið. Hugsum meira um það, að veita mönnum atvinnu, heldur en hallæris- lán. Lánveiting er neyðarúrræði, sem eigi má giipa tii fyr en í fulla hnefana. Og alþýða mun fremur kjósa vinnuna, þótt launin verði eigi mikil, því að »það er þó betra en bæn«. Kolanámuraar á Spitzbergen. Svo sem fyr hefir veiið frá sagt hér i blaðinu ætluðu Norðmenn að hafa mikinn kolanámugröft á Spitz- bergen í sumar. Voru sendir þangað fjölda margir verkamenn og gekk alt vel fyrst í stað. En svo hófu verkamennirnir verkfall og heimtuðu hærra kaup. Varð engu tauli við þá komið og létu þeir svo ófriðlega að verkstjórarnir voru tæplega óhultir um lif sitt. Kolanámufélagið sendi þá Meinich, bæjaifógeta í Tromsö norð- ur þangað til þess að reynn að miðla málum. En það hefir eigi tekist. Meiuich hefir símað frá Spitzbergen að allar tilraunir hans hafi orðið ár- angurslausar. Verkamennirnir höfn- uðu blátt áfram boði félagsins um það að hækka verkakaup þeirra um io—20 %• Ofl hafa í>eir þ6 fnll- sæmilegt kaup áður, eða um 20 kr. á dag auk ókeypis húsnæðis og þjónustu. Það er því við búið, eins og nú standa sakir, að félagið verði að láta sækja alla verkamennina þangað norð- ur og flytja þá til Tromsö. En þá er það líka auðséð, að Norðmenn geta eigi fengið nein kol frá Spitz- bergen á þessu ári. í þessum mán- uði teppast sem sé aliar siglingar þangað vegna hafiss. Og það sem brotið var af kolum i vor, áður en verkfallið hófst, var aðeins sára- lítið, því að verkamennirnir unnu aðallega að því að undirbúa kola- námið. Norðmönnum kemur þetta afarilla, því að Jþeir höfðu treyst á það að geta fengið mikinn hluta þeirra kola, er þeir þurfa í vetur og vor, frá Spitzbergen. Einkaleyfi í Danmörku. Nýlega er komin skýrsla f,á hinni konunglegu dönsku einkaleyfisnefnd fyrir árið 1916. A árinu hefir verið sótt um 1763 einkaleyfi. Um 240 hefir verið neitað, 117 hafa verið veitt og hinar umsóknirnar hefir nefndin enn til ihugunar. Af einkaleyfisumsóknunum komu 1048 frá Dönum, 202 frá Þjóðverj- um, 150 frá Svíum, 101 frá Amer- íkumönnum, 86 frá Bretum, 47 frá Norðmönnum, 18 frá Austurríkis- mönnum, 14 frá Finnum og 10 frá ýmsum löndum. Flestar uppgötvan- irnar komu við landbúnaði og hreyfi- vélum (mótorum), 77 rafmagns- tækjum og 63 á bifreiðum. Af starfsemi nefndarinnar hafa orðið 129,025 kr. tekjuafgangur og sézt á því, að rikissjóður Dana er farinn að hafa talsverðar tekjur af einkaleyfis veitingum. Flugárás á Frankfurt. í miðjum ágústmánuði fór frakk- neskur flugmaður flugferð til Frank- furt an Main og varpaði þar niður mörgum sprengikúlum á staði sem höfðu hernaðarlega þýðingu. Segja frönsk blöð svo frá, að flugmaðurinn hafl verið 15 mín. yfir borginni og að hann hafi séð sprengingar miklar verða þar. Aftur á móti segja Þjóð- verjar að skemdir hafi engar orðið í borgÍDni og að flugvélin hafi verið skotin niður, er hún var á heim- leið til Frakklands. Skeyti frá Þýzkalandi til Danmerk- ur segir að ótti hafi gripið fólkið mjög mikill. íbúunum hafi verið talin trú um, að loftvarnir Þýzkalands væru í svo góðu lagi, að óvinaflug- menn gætu hvergi komist yfir landa- mærin. Fólkið átti þvi ekki von á loftárás, og tryltist af ótta. Sturmer iátinn. Amerísk blöð frá 4. sept., sem hingað bárust með Willemoes, flytja andlátsfregn Sturmers, fyr- verandi forsætis- og utanríkisráð- herra Rússa. Boris Vladimirovitsch Sturmer var ákaflega illa liðinn í Rússlandi. Rasputin, Sturmer og Protopoff innanríkisráðherra voru aðalmenn þeirrar klíku, sem alment var kölluð »myrkravaldið« — og var það starf þeirra í sjtórnmálum landsins er kom á stað stjórn- arbyltingunni, sem kostaði Niku- lás keisaratignina. í júnímánuði síðastliðnum var Sturmer dreginn fyrir lög og dóm fyrir föðurlandssvik og sat hann siðan í Péturs-Páls-kastalan- um sem fangi bráðabirgðastjórn- arinnar. Þar veiktist hann, var fluttur á spítala og dó í byrjun þessa mánaðar. „VíkiDgur11 heldur fund í kvöld. MeðlÍTriir fjelmennið! Æ t. Kcx, líaffibrauð, Tvíbökur ódýrast í Liverpool. Tækifærisgjafir! Mjög fallegar blaðaplötur fást ávalt hjá Marie Hansen, Simi 587. Baukastr. 14. DAGBOK gp Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthúa Dollar 3,52 3,60 Franki ... 60,00 69,00 Sænsk króna ... 111,00 111,50 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund ... 16,40 16,00 Mark 49,00 48,00 Kveikt á ljóskerum bifreiða og hjóla kl. 8 á kvöldin. Kartöfinnppskeran er byrjuð. — Hefir verið tekið upp víða í bænum undanfarna daga. Að sögn er mjög misjafnlega sprottið. — Sumstaðar er ekkert undir grösunum og það jafnvel í görðum, sem lengi hafa verið í rækt og vel hafa verið hirtir. Kenna menn slæmu útsæði um það. Nætnrfrost er nú á hverri nóttu. Bjart veður á degi hverjum — fagurt haustveður. Lagarfoss er kominn til Halifax fyrir nokkrum dögum. Skipaferðir. Svo sem kunnugt er, átti Jónatan Þorsteinsson von á skipi frá Ameríku, og átti íslenzkur skip- stjóri að taka við því vestra. Nú er sagt, að hann sé kominn á beimleið með Lagarfossi. Bisp fer héðan að öllum líkindum í dag vestur og norður um land. Kemur við á ísafirði og Akureyrl. Magnús Torfason bæjarfógeti fer hóðan með Borg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.