Morgunblaðið - 30.09.1917, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1917, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ 0 «- .. ■■■■.»■■ . -------... . . Frá 1. október verður Skrifsiofa Vitaraálaskrifstofan í húsi Nathan & Olsens, 3. hæð. Gengið inn frá Pósthús træt;. Nýtt Dreyfus-mál Eins og lesendur Morgunblaðsins eflaust muna, var það eigi alls fyrir löngu hermt i símskeyti til blaðsins, að nýtt Dreyfus-mál væri upp kom- ið í Frakklandi. En engar nánari fregnir^ komu um þetta. Á síðustu erlendum blöðum, sem vér höfum fengið, má sjá, hver til- drög þessa máls hafa verið. Maður er nefndur Almereyda. Hann var forstjóri að blaði, sem gefið er út í París og heitir »Bonne Rouge*. Hefir það verið andstætt stjórninni og viljað að friður kæm- ist á. í ágústmánuði var Almereyda tekinn fastur og settur i varðhald, grunaður um að vera í leynisam- bandi við Þjóðverja. En fáum dög- um siðar lézt hann í fangelsinu og þótti fráfall hans með grunsamleg- um hætti. Fangelsisstjórnin, þrír fangaverðir, tveir fangelsislæknar og margir fleiri, báru samhljóða vitni um það, að þeir hefðu verið við þá er Almereyda lézt og hefði hann dáið náttúrlegum dauða, eftir sex stunda dauðastríð. Dómsmálaráðu- neytið var þó eigi ánægt með þetta og kvaddi til þess þrjá lækna, að skoða líkið. Hafa þeir einum rómi borið vitni um það, að Almereyda hafi verið hengdur. Voru nú margir fleiri menn nand- teknir og settir í varðhald og fóru jafnvel böndin að berast að stjórn- inni. Sérstaklega sætti Maloy innan- rikisráðherra miklum ofsóknum fyrir það að hann væri við Almereyda- itnálið riðinn og hefði verið einka- vinur Almereyda. Varð Maloy út úr öllu þessu að segja af sér. Clemencau reit grein i »L’homme Enchaine« um málið og skoraði á Ribot að segja af sér. Það væri eigi um annað fyrir hann að gera heldur en láta grafa sig undir rúst- um sinnar eigin stjórnar. Ef nú ■hefði verið friðartímar, þá mundi allri stjórninni hafa verið stefnt fyr- ir ríkisdóm. Um sama leyti var og skipuð rannsóknarnefnd á Poincaré forseta og átti hún að rannsaka stjórnar- gerðir hans. Er tæplega nokkur efi á þvi, að það er gert að undirlagi Clemencaus, sem er svarinn óvinur forsetans. Og næstu daga varð Ribotstjórn- in að segja af sér. £eiga ^ 2 samliggjandi herbergi óskast til leigu. Tilboð merkt 1920 afhend- ist afgr. Morgunbl. Tvö samliggjandi hrrbergi móti sól eru til leigu fyrir einhleypa bjá Árna Nikulássyni. ^ Winna Stúlka óskast í vetrarvist á gott heimili í Keflavikur. Uppl.' á Kára- stöðum 14 eða síma 618. Stúlka óskastM vist á Frakkast. 13. Þakklæti. Þegar eg var neyddur til þess að taka barn mitt úr barnaskólanum í Hafnarfirði, vegna sjúkdóms í lung- unum, tók Þórður Edilonsson að sér að gefa barninu mat og veita því læknishjálp. Ennfremur gaf August kaupm. Flygenring og frú hans barn- inu mjólk og egg meðan það var veikt. Þessum góðu mönum fe-um við hjónin vort innilegasta þakklæti fyrir þeirra miklu h]á!p. Hafnarfirði 29. sept. 1917. Þóra Pétursdóttir Marteinn Ó. Bjarnason. Rússneskar »ekkjur«. Meðal »betra« fólksins í Rússlandi er siður einn allsnjall, sem víst varla þekkist í öðrum löndum. Þegar rússnesk yngismey nálgast þann aldur, að æska hennar og yndis- þokki fer að föina, og allar tilraunir til þess að vinna stærsta vinninginn í lífslotteríinu hafa mishepnast, þegar að umgangsfólk hennar ávarpar nana »gamla jómfrú« eða »ungfrú«, þá grfp- ur hún til seinasta úrræðisins. Einn góðan veðurdag fróttir fjöl- skyldan og kunningjarnir, að »ungfrú- in er sigld«, farin erlendis, og að hún hugsi sór að dvelja 2—3 ár í París eða Nizza. Þegar þessi 2—3 ár eru liðin, skýtur henni alt í einu aftur upp á meðal kunningjanna — en þá er hún ekkja. Hver maðurinn hafi verið eða hvern- ig forlögin hafa fláð hana, er englnn ssm minnist á. 'Og þannig kemst »ekkjan« hjá öllum óþægindum við að segja sannleikann. Þó máske einhvern gruni, að hún beri ekki ekkjutitillnn með réttu, þá þegja menn af kurteisl. Samábyrgðarinnar er flutf i hið nýja hús Nathan & Olsen, annað loft (gengið inn frá Pósthússtr. upp tvo stiga). Með þvi að búast má við, að sauðfjárslátrun verði með minna móti á þessu hausti, vildum vér leyfa oss að minna heiðraða bæjarbúa á að senda oss J kjöt- og sláturpantanir sinar hið allra fyrsta, svo hægra verði að fullnægja eftirspurn- inni, heldur en ef allir draga kaup sín þar til á síðari hluta sláturtímans. Næstu daga verður úrvals dilkakjöt úr Borgarfjarðardöl* um á boðstólum. Virðingarfyllst rfsli í vetur, trá október að telja verða skrifstofur vorar opnar. alla virka daga kl. 10—6. Reykjavík 29. sept. 1917. 0. Johnson & Kaaber. Nathan & Olsen. H. Benediktsson. Kvennaskólinn. Stúlkur þær hér úr bænum, er ætla að sækja Kvennaskólann í vetur gefi sig fram hið fyrsta við forstöðukonu skólans. Viðtalstimi kl. 4—5 síðd. cHqzí að auglýsa i ÆorgunGlaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.