Morgunblaðið - 07.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ hergögnum. Með töku Broodseinde, sem er uppi á hæðahryggnum, hafá Bretar nú útsjón til austurs. Um kvöldið gerðu Þjóðverjar ó- veruleg gagnáhlaup, en engin um nóttina, vegna þess hvað ósigur þeirra hafði verið alger. í septembermánuði handtóku Bret- ar 5296 hermenn. Þar á meðal 146 liðsforingja. 11 fallbyssur, 57sprengju- varpara og 337 vélbyssur tóku þeir að herfangi. Tölur þessar eru háar þegar þess er gætt hvernig vörnum er nú fyrir komið, að tjónið verður miklu meira af íöllnum mönnum og særðum heldur en handteknum. Síðan 31. júlí hafa 70% af liði þvi, er skipað hefir verið fram til víga, verið frá Englandi og Wales, 16% frá nýlendum Breta, 8% frá Skotlandi og 6 % frá írlandi. Mann- tjónið hefir orðið hlutfallslega jafnt. 76 °/0 koma á Breta, 8 % á ný- lenduherinn, 10% á Skota og 6% á íra. Þrátt fyrir slæmt veðuf tóku brezkir flugmenn þátt í viðureign- inni og skutu með vélbyssum á fótgöngulið og jafavel storskotalið Þjóðverja. Skutu þeir samtals 30,000 skotum. Enn fremur hafa þeir varp- að sprengikúlum á flugvélaskýli, járnbrautir og aðrar stöðvar Þjóð- verja. í Ioftorustum hafa Bretrr enn- þá yfirhöndina. HjHinn ágæti sigur, er Maude hefir unnið hjá Efrat er nærri því jafo þýðingarmikill. Herinn réðst fram til árásar aðfaranótt 28. sept og gerði áhlacp á fremstu stöðvar Tyrkja hjá Mushaid, fjórum milum austan við Ramadie. Varð þar lítið viðnám veitt. Bretar sóttu nú fram Nærföt og Sokkar hjá Ha/n(di harðir og Iinir, mikið úrval nýkomið gegn aðalstöðvum Tyrkja umhverfis Ramadie. Gerði fótgönguliðið áhlaup að suðaustan, en riddaraliðið sótti til vesturs. Leiddi þetta heibragð til sigurs. Bretar umkringdu borgina. Tjrkir voru hraktir, þá er þeir reyndu að rjúfa herhring Breta Aboed Bey hershöfðingi Tyrkja var tekinn höndum ásamt herstjórnar- ráðuneyti sínu og auk þess 3800 hermenn og af þeim voru að eins 400 særðir. Ennfremur tóku Bretar margar fallbyssur að herfangi. Sigur þessi er hinn þýðingarmesti þó að hann sé að eins fyrsti hnekkir hinn- ar miklu tilraunar, sem Þjóðverjar og Tyrkir hafa augsýnilega ráðgert til þess að ná Bagdad aftur. Tyrk- jum kemur manntjón þettt afarilla og verður það fyrirætlunum þeirra til mikillar tafar, að Bretar hafa nú óbundnar hendur i vinstra herarmi. Hefir þetta orðið mjög til þess að auka álit Breta þar eystra, en álitið á Tyrkjum hefir rýrnað að sama skapi. A vígstöðvum Frakka var grimmi- leg stórskotahríð hjá Meuse. Ahlaup- um Þjóðverja var og hrundsð. ítalir gerðu skyndiáhlaup hinn 29. september og bættu með því 'stöðv- ar sínar á Bainsizza. Þeir hrundu og áköfum gagnáhlaupum. Þjóðverjar hafa eigi gert neinar frekari árásir á vígstöðvum Rússa og viðureignin hefir verið hæg. Rússar hafa sótt fram sumstaðar í héruðunum umhverfis Riga og Pskov. í Rúmeniu hefir engin breyting orðin. A Balkan hafa brez^tir flugmenn skotið ákaft á stöðvar Þjóðverja. Frakkar hrundu tveimur áhlaupum óvinanna hjá Presba og Ochrida- vötnunum. A'banir náðu þorpi í Skimb:-da!. Grikkir hruDdu áhlaupi norðan og vestan við Monastir. Leifarnar af her Þjóðverja i Aust- ur-Afriku eiga nú i vök að verjast. Nær tvö hundruð hermenn, ásamt nokkrum hundruðum burðarmanna, gáfust upp fyrir Búum. Enda þótt viðureigninni miði hægt áfram vegna þess hve landið er erfitt yfirferðar, þá er nú æ meir þröngvað kosti óvinanna. London ódagsett. Stjórnin hefir ákveðið að gjalda Þjóðverjum i sömu mynt loftárásir þeirra á varnarlausar brezkar borgir og morð þeirra á fjölda borgara, kvenna og barna. Forsætisráðherr- ann fór til hverfa þeirra i London, þar sem sprengjur Þjóðverja höfðu fallið niður. Fólksfjöldinn hrópaði einum rómi »hefnd«. Lloyd George svaraði: »Við skulum gera þaðc. Smuts flutti ræðu í London 4. október og sagði þá m. a.: »Þjóð- verjar eru sigraðir. Þeirra stjórn veit það; heilög skylda okkar er það, að berjast til þrautar. Óvinirnir gera eigi annað en verjast alstaðar, og halda undan. Þó eigi sé að ræða um meira en einnrar mílu framsókn af vorri hálfu, þá orsakar það feykilegt manntjón meðal óvin- anna. Þýzkalandi blæðir tií ólifis í hinum mesta sorgarleik, sem heim- urinn hefir þekt. Það er óþarfi að sækja fram að landamærum Þýzka- lands. Þjóðverjar munu áreiðan- lega biðja um frið áður en komið er að Rhín. Eina von þeirra er, að kafbátahernaðurinn beri árangur, en sú von er stopul þar sem skipatjón vort er altaf að minka, skipasn.í'i vor eykst hröðum Skrifstofa andbannmgafélagsms^ Ingólfstræti 2f, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- - málinu i viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennnm mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. fetum og sá tími er nálægur, að skiprstóllinn eykst þrátt fyrir kaf- brtahernaðinn. Þjóðv rjum erómögu- legt að vinna mikið á með lofthern- aði þrirra á varnarlaust fólk í borg- unum. Það vopa er tvíeggjað, sem nú er þröngvað upp á okkur. Vér höfum eigi um annað að velja, Oss þykir það mjög leitt, en vér eigum í viðure gn við óvini, sem eina ráðið við er að gjalda í sömu mynt. Við skulum gera okkar ýtrasta til að þyrma saklausum, en óhjákvæmi- legt er að þeir líði nokkuð af okk- ar loftá'ásum í hergagna og iðnað- arborgir. Addison hergagnaráðherra Breta flutti ræðu í London hinn 3. okt. og sagði að Þjóðverjar hefðu verið mannúðinni fljótari; fyrstirskuta þeir á varnariausar borgir, sem siðaðar þjóðir bjuggust ekki við heldur en við grimdarframferði kafbátanna. En vér hefðum unnið bug á kafbáta- hættunni og værum þess vissir að vér mundum einnig ná yfirhöodinni í loftinu bráðlega. Hinn 28. september reyndu þýzkir flugmenn að komast til London, en gátu það eigi. 29. september kom- ust nokkrar einangraðar flugvélar til borgarinnar, urðu þar 11 mönnum að bana en særðu 86. Hinn 30. sept. vörpuðu þýzkar flugvélar sprengjum á ýmsa staði, nrðu 9 mönnum að bana, en særðu 42. Þá biðu aðeins 2 menn bana í London. Hinn 1. október var enn árás gerð og létu þá 10 menn lífið en 38 særðust. Efnalegt tjón varð mjög líiið í öll skiftin. Þrjár þýzkar flug- vélar voru skotnar niður og tvær neyddar til þess að lenda í Hollaudi. Voru flugmennirnir kyrsettir þar. Brezkir flugmenn úr flotaliðinu hafa daglega varpað sprengjum á flugvélaskýii óvinanna á vesturvíg- stöðvunum og valdið miklum skemd- um á vélum og öðru. Frakkar hafa goldið Þjóðverjum flugárásarnir i sömu mynt, með því (Framhald á 7. stðu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.