Morgunblaðið - 01.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1917, Blaðsíða 2
 ✓ 2 MORGUNBLAÐIÐ kaup er hærra heldur en\ áður og unnið á óheppilegum tíma. Bæjar- stjórn ræðst i þetta til þess að hjálpa þeim bæjarbúum, er hún verður að sjá fyrir, ef þeir geta eigi sjúlfír séð sér faiborða. Styrkur, sem veittur er hér þeim mönnum, er framfærslu- sveit eiga annars staðar, fæst endur- goldinn af framfærslusveitinni. En ef bæjarstjórn veitir þeim vinnu, þá eru fjárútlátin eigi afturkræf. Úr því að landsjóður veitir mönn- um dýrtíðarvinnu, þá virðist rétt að hann taki þá menn til hennar, sem ekki eiga framfærslusveit hér — þó ekki þá eingöngu, því að þá færi Reykjavík á mis við þau hlunnindi, sem öðrum sveitum eru veitt. — í lögunum er beinlínis gert ráð fyrir þessu, að einstakar sveitir verði eigi of hart úti með það að veita mönn- úm atvinnu. Það er berum orðum sagt í þeim um framfærslu, að þær reglur, sem nú gilda sveita í milli, skuli ekki raskast. Hygg eg, að bærinn hafi eigi einu sinni rétt til þess að fara þá leið, er J. B. benti á. Við verðum að muna það, að þau dýrtíðarlán, sem landsjóður veitir bæja- og sveitafélögum, eiga að end- urgreiðast. Og þau lán, sem Reykja- vík fær, eiga Reykvíkingar aftur að greiða. Meigum við því eigi binda þeim þá bagga, er aðrar sveitir eiga að bera. Jörundur taldi þessa skilgreiningu, er fátækranefnd hefði gert á borgur- um bæjarins, mjög óheppilega. Áleit að bæjarstjórn bæri skylda til þess, að veita öllum þeim mönnum at- vinnu, er hér ættu heima, ef þeir þyrftu hennar með, hvort sem þeir væru hér sveitlægir eður eigi. Það ræki hvort sem er að því, að það yrði að sjá mönnum farborða, ef þeir hefðu enga vinnu og ættu enga peninga. Væri það all-ómannúðlegt að þröngva svo kosti manna, að þeir neyddust til þess að biðja um dýrtíðarlán, því að það lán yrði talið framfærslusveit þeirra til skuldar. Aðstreymið i bæinn hefði verið mikið að undanförnu og það væri satt, að margir hefðu komið hingað þurfa- lingar. En það hefðu líka komið hingað fjölda margir iðjusamir og dugiegir menn. Væri það hart Jyrir þá menn, er hefðu heilsu og krafta og fullan vilja á því að vinna, að þeir gætu eigi fengið vinnu fyrir þá sök eina, að þeir hefðu eigi verið nógu lengi hér til þess að vinna sér framfærslusveit, en yrðu í þess stað að fá dýrtíðarlán og það að teljast framfærslusveit þeirra til skuldar. Jón Þorláksson áleit það varhuga- vert fyrir bæjarstjórn, að taka fasta ákvörðun um þetta efni nú þegar. Ef sú stefna yrði upp tekin, að bær- inn veitti vinnu hverjum sem hafa vildi, mundi það verða fátæklingum meiri hvöt heldur en nokkru sinni fyr til þess að flytjast til bæjarins. Bor^arstjóri sagði að sér þætti vænt um, að hafa heyrt þá yfirlýsingu frá bæjarfulltrúa Jörundi Brynjólfssyni, sem einnig væri þingmaður Reyk- víkinga og mikið riðinn við dýrtið- armálin á þingi, að það hefði verið tilætlun þingsins, að dýrtiðarstyrkur, er menn fengju, skyldi teljast fram- færslusveit þeirra til skuldar og end- urgreiðast af henni alveg eins og fá- tækrastyrkur. Um þetta atriði hefði fátækranefnd verið í vafa og leitað úrskurðar stjórnarráðsins um það. Nefndin heíði skilið lögin svo — þótt hún hefði eigi þorað að ábyrgj- ast, að sá skilningur væri réttur — að um dýrtíðarstyrk gilti alveg hið sama og um fátækrastyrk, að því undanskildu, að menn mistu engiu borgardeg réttindi sín, þótt þeir þæðu dýrtíðarstyrk. En þetta væri enn meiri hvöt til þess fyrir bæinn, að veita þeim einum atvinnu, sern hér eiga framfærslusveit. — — Mikið meira var um þetta rætt. Jörundur bar fram tillögu um það, að ákvæðið í 13. lið fátækranefndar- gerðar um, að þeim einum yrði veitt atvinna, er hér ættu framfærslusveit og hefðu fyrir fjölskyldu að sjá, yrði felt burtu. Forseti úrskurðaði, að ef dýrtíðar- nefndargerðin yrði samþykt, þá áliti hann, að fátækranefndargerðin kæmi ekki til atkvæða bæjarstjórnar, þvi að dýrtíðarnefnd hefði falið fátækra- nefnd að sjá um framkvæmdir og fyrirkomulag dýrtíðarvinnunnar. Skyldi því þetta atriði í fundargerð fátækranefndar standa óhaggað þang- að til önnur ályktun yrði gerð. Var fundargerð dýrtíðarnefndar síðan borin nndir atkvæði og sam- þykt. Með því var málinu lokið að sinni. Fjárhagsáætlunin samþykt. A fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld var fjárhagsáætlunin fyrir árið 1918 til úrslitaumræðu. Breytingartillögur höfðu nokkrar komið fram og gerðu flutningsmenn grein fyrir þeim. Breytingartill. frá Jörundi o. fl. um það að láta akstursgjald á þvotti i I.augar haldast eins og nú er og áætla tekjur af þvi 3000 kr., var feld með jöfnum atkvæðum. Tillaga um það að hækka laun Olafs B. Magnússonar næturvarðat um 100 kr., svo að hann hefði sama kaup og aðrir næturverðir, var sam- þykt. Breytingartillaga kom fram um það, að í stað Lækjargötu skyldi gert við Vesturgötu á næsta ári. Var mikið um það rætt og spreyttu bæjarfull- trúarnir sig á því hver gæti talið upp mesta umferð á þeirri götunni, er hann vildi láta sitja fyrir. Báðar voru þær taldar ófærar eins og þær eru. Lækjargötu var talið það til gildis að um hana þyrftu allir að ganga sem færu í leikhúsið, til frí- kirkjunnar og í barnaskólann og eins þeir sem kæmu úr Þingholtunum og þyrftu niður í bæ. Um hana væri lika mikil umferð vagna og bifreiða síðan Skólavörðustígúrinn lagðist nið- ur og umferðin rrilli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur lagðist til Laufás- vegar. Vesturgötu var talið það til gildis, að um hana þyrftu aliir að ganga, sem heima ættu vestur í bæ eða þangað þyrftu að fara. Um bana væri lika ákaflega mikil vagnaum- ferð, vegna fiskflutnings. Það hefði og. verið ákveðið í upphafi að mal- bika götur eftir endilöngym bænum og nú væri komið að Vtsturgötu. Þeir sem héldu með Lækjargötu sögðu að fjárupphæð þessi, 12000 krónur, mundi skamt hrökkva til þess að gera við Vesturgotu. Til þess að gera við hana þyrfti líka að færa til tvö hús (Dúkskot er annað). Húsin að norðanverðu við götuna stæðu líka mikið lægra en hin og þyrfti því að athuga grandgæflega fyrst hvernig viðgerðinni skyldi hag- að svo að þau hús færu ekki í kaf. A Vesturgötu væri líka gangstétt og sjálf gatan væri ekki botnlaus. Mætti því gera við hana til bráðabirgða með malarofaníburði. En slíkt væri þýðingarlaust að gera við Lækjar- götu, því að hún væri alveg botn- laus. Þeir sem voru með Vestur- götu, sögðu að Lækjargata væri ekki nema fyrir hina fáu menn, sem þar ættu heima, Allir aðrir gætu sneitt hjá henni. En þótt einhverjir vildu fara þvert yfir hana til þess að stytta sér leið, þá væri þeim vorkunnar- laust að stikla yfir hana. Briet greip þá fram í og sagði að það væri ekk- ert viðlit að stikla yfir götuna og varð af allmikill hlátur. Að lokum var tillagan um það að gera við Vesturgötu feld með 6 at- kvæðum á móti 3. Breytingartili. um það að hækka fjárveitingu til ræktunar í Fossvogi um helming (úr 2000 kr. i 4000 kr.) var samþykt með 5 : 3 atkv. Samþykt var og að færa upp laun barnakennara um 2000 kr.- Er það til þess að bæta kjör þeirra er lægst laun hafa, en eiga fyrir fjölskyldu að sjá. Samþ. var breyt.till. frá Þorvarði o. fl. um það að veita Sjúkrasamlagi Reykjavikur 3 kr. styrk fyrir hvern samlagsmann, eða alt að 3600 kr., gegn því að samlagið réði sér fastan lækni. Breytingartill. um það að færa niður um helming 1000 króca styrk til gistihúss Hjálpræðishersins, var feld með 6 : 4. Samþykt var till. frá F)árhagsnefnd um það að veita Ólafi Björnssyni ritstjóra alt að 300 króna styrk til þess að gefa út bæjarskrá Reykja- víkur. Ennfremur var samþykt með öll- um greiddum atkv. að hækka fjár- veitingu til undirbúnings rafmagns- stöðvar hjá Elliðaánum úr 4000 kr. í 7000 kr. Þá var og samþykt með 7 : 3 atkv. að ætla 80 þús. krónur til dýr- tíðarráðstafana, í stað 60 þús. kr. Stuðningsmenn þeirrar tillögu kváðu það aðallega tilgang sinn að reyna að koma i veg fyrir það, að tekju- halli yrði á fjárhagsáætlaninni. Að þessu sinni væri von um það að bær- inn gæti borið þær byrðar, er hon- á allsk. ritvélar og tvíritunarpappít (kalkerpappír), fyrirliggjandi. Jóh. Olafsson & Co. heildsalar. Sími 584. Allskonar „Remington“ skotfæri ennþá fyrirliggjandi. Sími 584. Jóh. Olafsson&Go. umboðsmenn fyrir Remington Arms-- Union Metallic Cartridge Company, New York. Allsk. skófatnaður karla, kvenna og barna, ennþá fyrir- Iiggjandi. Sími 584. Jóh. Olalsson £ Co. heildsalar. Sápur & Ilmvötn frá ‘ninu heímsfræga firma Colgate & Company, New York, útvega Jóh. Oiafsson & Co. umboðsmenn fyrir Colgate & Company, New York.- Simi 584. um væru ætlaðar í frumvarpinu, eo enginn gæti sagt um það hvernig ástandið mundi verða næsta ár. Að öðru leyti var áætlunin saffl' þykt lið fyrir lið. Útgjöldin verða samtals nær 30 þús. krónum meir1 heldur en áætlað var i fyrstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.