Morgunblaðið - 23.12.1917, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.12.1917, Blaðsíða 5
MORGUNBI.AÐIÐ '5 SambandsmáliB. Úr döriSkum blöðum. Það mun vera prófessor Knud Berlin, sem fyrsíur manna kvað upp- úr um það í Danmörku, að það væri óðs manns æði að láta íslend- inga fá sinn eigin siglinga-fána, nema því að eins, að alt sambands- málið væri tekið til meðferðar. Cold, skrifstofustióri í flotaráðu- neytinu danska, reit svo grein um málið 26. október og hallaðist ein- dregið að þessari sko'un. Vildi hann vekja upp uppkastið frá 1908 en með þeim breytingum þó, að ís- land fengi sérstakan fána bæði inn á við og út á við, að deilumálum, er upp kynnu að koma um það hvort eitthvert mál væri sérmál ís- lands eður eigi, skyldi skotið undir úrskurð oddamanns er væri valinn með hlutkesti. En Danir og Fær- eyingar skyldu hafa jafnan rétt við íslendinga til veiða í landhelgi. Þessari grein svarar svo Knud Berlin hinn 1. nóvember og for- dæmir þar þá hugsun, að fara að vekja upp uppkastið. — Eg álít þvert á móti, segir hann, að sé aftur leitað samninga milli Islands og Danmerkur, þurfi Danir að hafa algerlcga óbundnar hendur og séu alls eigi á neinn hátt bundnir við uppkastið, sem Alþing hafnaði 1909. Og það er eigi ein- göngu vegna þess, að það eru eigi minstu líkur til þess að íslendingar vilji nd, fremur en þá, ganga að því — þvert á móti — heldur einnig vegna þess, að uppkastið 1908 var tvírætt, ófullkomið og frá upphafi dauðadæmt. En hefði það verið sam- þykt, mundi það hafa vakið nýjar deilur og orðið bæði Dönum og ís- lendingum til blekkingar. Það sem nd þarf að gerast, fyrst Island vill alls eigi vera hiuti hins danska rlkis, og Danir áiíta að það eigi a’ð fá vilja sínum framgengt, er eigi að koma á nýju, óljósu og hálf- köruðu fyrirkomulagi, sem að eins yrði til þess að koma á stað nýju rifrildi og nýjum kröfum frá íslend- inga hálfu, heldur að dtkljá málið ljóst og skipulega í eitt skifti fyrir öll og skjóta loku fyrir öll kæru- tnál íslendinga. Þess vegna verður Danmörk i þessu máli að hafa al- veg óbundnar headur af andvana fæddum frumvörpum og tilboðum sem hafnað hefir verið, og við meig- ekki káka við að endurbæta þau. Og það er tnín skoðun, að sé eigi hægt að skapa óleysanlega rikis- einingu með sameiginlegum fána, Þá sé það betra fyrir Danmörk að viðurkiei>na ísland hreinlega og til folls, sem sjálfstætt og óháð riki, oaeð eigin utanríkisstjórn og öllu Þess háttar. Það er eigi hægt að ^aida uppi neinni baráttu eftir að fáninn er farinn og án sameiginlegs fána getur ekkert sambandsríki stað- lst* Jafnvel hreint konungssamband, *>ar sem að eins er sameiginlegur ékaverzlun ísafoldar cSœfiur, cJKynéir, <9/Lotur1 ^esfii, tSSuééur, %5lammar (vis. cab. og póstkorta) Spilapeningar, <&QstfiortaaWúm, i&lansmynéaalBúm, dSrafsafni i osfijumf ^ffatnstitir, <Jfíynéa6œfiur, tJSort. / ramma mijndir af íistaverkum Einars Jónssonar JSeir í öskjum banda börnum. ' Alt ágatis jólagjafir. Jóiagjafir og Jólakort borgar sig bezt að kaupa í Myndabúðmni á Laugaveg 1. — Sími 555. — ?? fólagjafir ?? hentugar og nýtsamar Alfatnaðir og nærfatnaðir fyrir fullorðna og börn, Regnkápur Skinnfóðraðír jakkar, Vetrarkápur, Vetrarfrakkar, Morgunkjólar, Höfuðföt, Sjöl, Sokkar, Kvenhanzkar, m. fl. Fjölbreytt úrval! — Lágt verð! Bezt að verzla í Fatabúðinni Haínarstr. 16. Simi 269. konungur og vissir samningar um jafnan rétt Dana og íslendinga, virð- ist mér miklu betra heldur en ó- ijóst og óheilt yfirvarps-samband, þar sem sameiginlegar landvarnir, sem eru jafnan kjarni og hin einu sam- bandstengsli, eru í raun og veru ekki til. Þetta er mín skoðun. En það sem nauðsynlega verður að halda fast við, er það, að danski fáninn verði eigi lagður uiðnr sem sameiginlegur sigl- inga-fáni, fýr en stjórnarvöld beggja Húsmæöur! Notið eingöngu hina heimsfræga RedSealþvottasápu Fæst hjá kaupmönnum. I heildsölu hjá 0. Johnson & Kaaber. þjóða hafa sameiginlega tekið alt sambandsmálið til yfirvegunar, ogað Danir nafi alveg óbundnar hendur þegar til þess kemur.-------— Báðar þessár greinar, sem hér hef- ir verið minst á, eru í blaðinu »Köbenhavn«. Hinn 18. nóv. ritar Carl With lækuir grein í »Vort Landc, með fyrirsögninni »Danmarks Atlanter- havsöer*. Er þar talað nokkuð á við og dreif. Höf. se^ir að fyrsta og ef til vill mesta glappaskotið af Dana hálfu í sambandsmáiinu hafi verið það að upphefja landshöfðingja- embættið á íslandi. Síðan hafi danska stjórnin eigi getað fengið opinbera og óhlutdræga skýrslu um ástandið á íslandi. Þegar áður en str ðið hófst hafi ástandið vtrið iskyggilegt; nú sé það komið í versta óefoi frá sjónarmiði Dana. Jafnframt þvi sem velmegun hafi aukist á íslandi hafi Islendingar séð vanmátt dönsku stjórnarinnar til þess að halda við samgöngunum milli íslands og Dan- merkur og fyrirlitning íslendiaga á ríkissundurliðunar-pólitík dönsku stjórnarinnar hafi nukist við sölu Vesturheimseyja. íslendiugar hafi dregið þá rökréttu ályktun af þessu, að nú sé tími til þess kominn að afnema tákn ríkiseiningarinuar — dar.ska fánann. Nú sé því ástacdið Iskyggilegt; nú verði að fá full- komna lausn á málinu, annaðhvort algeran skiínað eða þá rikisskipulag er báðar þjóðir meigi við una. En riT þess að ráða málinu til lykta þurfi stjórnvizku ásamt vingirni í íslands garð, og skilning á virðingu og hagsmunum Dana. En stjórn- vizka virðist útdauð í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.