Morgunblaðið - 24.12.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1917, Blaðsíða 3
I Mánudag 24. tfes. 1917 MORGDNBLA 5. árgangr ■ 54, t&lubiað Ritstjórnarslmi nr. joo Ritstjóri: Vilhjáimar Finsen ls3foldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 ú 1« Bamla kanan I I & (£ Bu3m. Eftír Guðmundsson s 1 ' A7 það djúpa dauða-röJcJcur ! — Dánir sofa fast og rótt. — Hvað er þettaJ — Hringt í fjarlœgð? Hringt? — Æ, það er jólanótt! Jólanótt! — Ó, guð minn góður, gleymi’ eg Jiátíð frelsarans? Fyrirgef mjer, góði Jesús, góði drottinn Jcœrleikans! — Jeg Jief beðið, jeg Jief grátið, jeg Jief vakað, tíma gleymt, út í rökkrið, út í rökkrið öll mín Jiugsun fjarað, streymt! — En það myrkur! — EinJiversstaðar á jeg gamalt kertisskar, — það er bezt að láta loga Ijós að arni niinningar. En sá kuldi! — Súgur svalur scekir á um glugga’ og dyr. glœða skal á ollu-ofni undir kaffitári Jiyr, elitnum feldi’ að fótum sveipa, flytja’ að borði gamlan stól hallast út af, Jiorfa’ í Ijósið, f? asasÆTTK halda*svo með drengnum jóll Ein með Jionum, — ó-nei, jólin ein jeg held með guði’ i kvöld. — Banna mjer að rekja ramma rauna-þræði himinvöld ? — Brostin eina élli-stoðin, einkasonin geymir fold, fállinn eins og hetja’ í hildi, hulinn Frákklands göfgu mold! Hinnsta brjefið, hinnstu kveðju hans jeg enn þá lesa vil. Það hef jeg lesið þúsund sinnum þegar jeg við heiminn skil. — Er hún sáknœm eigingimi, elskan mín og hjartasorg ? Þyrm mjer, guð, i þínum dómi, þegar jeg kem að Ijóssins borg! GulUn, éem hánn átti’ l œsku, állar jólagjafir hans, legg jeg á borðið,.JeiJc£mjer“að þeim, Ijósan fljetta minja-kranz. Jeg er barn, — ó, bara’ að vœrfa eg bamið góða, eins og hann, — jólábarn, sem lifði’ í Ijósi, Ijósinu kringum frelsarann! Eins og milli heims og helju hvíli jeg í vökulok, kynlegur sigur höfgi’ á hvarma, huga þjákar torbœrt ok. Þungar gátur sál og sinni sœkja heim, er allt er hljótt. — Gef mjer þreyttri friðinn, friðinn, frélsari minn, á jólanótt! O, það mikla ragna-rökkur! Rofar hvergi fyrir sól? Getur nókkur heilög haldið hatri fyrir þessi jól? Heimurinn er á héljar þremi, hljóð eru blóði roðin vje. — — Jeg er bam, — en guð i gegnum geig og tár og blóð jeg sje! Þvi jeg veit, þótt enn þá enginn á það geti sönnur fœrt: í og með og undir þessum ógnum blikar leiftur-skœrt Jjósið elsku’ 0g vizku-valda, veröld enn þá hulið sýn. Gegnum hergný alla, cdla ertu’ að kálla, guð, til þín! En sú birta! En sá friður! 0. hve Ijómar stofan mín, — þetta litla Ijós í þúsund Ijósa clýrðarmagni skín! — Sjá, hvar mynd af syni mínum, sveipuð fána ættar-lands, brosir við mjer eins og engill yndisbrosi kœrleikans! Dánir vaka, dánir lifal Dagur skin af nýrri öld, — kœrleiks-heima álla opna öllum himnesk máttarvöld! — — Jólastjarnan stafar Ijóma stilt á gluggans hrímga rós. Svona’ er gott í guði’ að sefa grát og kvöl við jólaJjós! -J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.