Morgunblaðið - 29.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ,EI|in‘-úr kaupa allir þeir, sem eignast vilja gott úr. Fást hjá úrsmiðum. verið brotist inn þrisvar. Hafði þjóí- urinn þaðan með sér nokkuð af peningirm, hve mikið vita menn eigi með vissu. í ráðhúsið hefir einnig verið farið að næturþeli, í brauðsölubúð- Schiöth bakara, 1 sölu- turninn og tvisvar í Kjötbúðina. Þaðan var stolið 15—20 krónum í peningum. Kötbúðin er í sömu byggingu og Sláturhúsið. Eftir að tvívegis hafði verið brotist þar inn, þótti varlegra að láta menn vera á verði þar á nóttunni. Aðfaranótt aðfangadags sáu verð- irnir (þeir voru tveir) tvo menn koma að húsinu, ganga að dyrun- um og reyna að komast þar inn. Þeim tókst það ekki, svo þeir genga kringum bygginguna, að glugga ein- um og tóku að brjóta hann upp. Nú hlupu varðmennirnir úr fylgsn- um sinum, og hófst eltingaleikur með þeim og hinum, sem lauk svo, að annar mannanna náðist. — Hann er norskur, heitir Sundsör og kvað vera nokkuð efnaður, svo að það eru eigi bágar ástæður, sem hafa neytt hann út í innbrotstilraun þessa. Sundsör kvað segja að hann viti ekkert hvað hann hafi farið. Hann hafi verið drukkinn og muni einu sinni ekki hver hinn maðurinn hafi verið. — Réttarhald hefir eigi farið fram enn, en væntanlega skýrist málið bráðlega. Hver félagi Sundsörs var vita rnenn eigi með vissu, en maður nokkur er grunaður og mun hann einnig verða tekinn fyrir rétt. .,Stenbukken“. Hafnarverkamenn í Frederiksstad í Noregi hafa nýlega fundið merki- legar minjar um hinn fræga sigur, er Tordenskjöld vann á Svium í Dynekilen. Eru það leifar freigát- unnar »Stenbukken<, sem Torden- skjöld tók herfangi og flutti til Frederiksstad árið 1718 eða fyrir nær 200 árum. Kafarar, sem sendir hafa verið niður á mararbotn til þess að skoða skipsflakið, hafa komist að raun um að það er eigi mikið skemt. Timb- urstokkarnir eru að vísu orðnir kol- svartir og hálfgerðir steingjörvingar, en talið er þó vist að hægt muni að bjarga skipinu, með því móti að taka það alt sundur í smáhluta, og setja það svo saman á landi. Daeatalið er nú komið út. Pantendur geta vitjað eintaka sinna í dag eða á mánu- dag á Skrifstofu ísafoldar. 6. skilagrein fyrir gjöfum og áheitum til hús- byggingarsjóðs Dýraverndarfélags Islands. Safnað af: Þ. Ólafssyni, Asgerði kr. T7.50 Þ. Jónsd., Reynish. — 22.70 Ragnh. Jakobsd., Ögri — 94.25 Lilju Kristjánsd., Ak. — 58.00 Þorsteinn Þórarinsson (ungm.fél. Bisk.t.hr.) — 54.45 Frím. Jóhannssyni — 19 00 J. Jónsson, Fífilbrekku — 2ð.oo Jón Jónsson beykir — 5.00 Aheit — 1.00 Jón Þórarinsson, frmstj. — 50.00 Frá Ögursmæðgum — 100.00 Sigr.Guðmundsd., Áshól — 0.25 Einar Simonarson, Jötu — 1.00 Þ. Guðmunds., Hvg. 90 — ’ 2.00 G. Jónsson, Sauðakoti — 3.00 Sig. Guðbrandss. Eyrarb. — 5.00 A. Fjeldsted augnl. — 10.00 M. K. Sigurðss., Seljal. — 4.00 Jón Vigfiisson, Njálsg. — 1.00 G. Eyjólfss., St.-Skiph. — 2.00 G. Ólafsson, Helgafelli — 2.00 Bened. Gröndal skrifari — 2.00 G. Brynjólfss., Sólh. — 1.00 J. Sigurðsson járnsm. — 10.00 Jóh. Gíslason, Bitru — 2.00 Nanna Guðsteinsd. — 2.00 Guðni Magnússon, Haga — 5.00 Bj. Jónsson, Skeiðháholti — 5.00 Þorl. Jónsson, Kaupangi — 1.00 Asmundur Gestsson — 2.00 Aheit — 10.00 Þórólfur — 5.00 Guðni Þorþergsson — 1.00 Sigr. Gíslad.' ráðskoua á Laugarnesspítala — 5.00 Guðleif Oddsdóttir — 1.00 M. J. — 1.00 A. Forland — 10.00 Gunnl. Ólafsson — 10.00 Þ. Jóhannsd., Hvg. 94 — 30.00 J, Jónsson, Fífilbrekku — 5.00 Sigr. Gunnarsd., s. st. — 2.00 Þorst. Björnss., Þjótanda — 20.00 Kr. 602.15 Aður auglýst — 2087.87 Alls kr. 2690.02 í síðustu skilagrein stóðu hjá 01- geir Friðgeirssyni 5 kr. en áttu að vera 10 kr. Rvík 17. des. 1917. Samúel Olaýsson, (gjaldkeri nefndarinnar). Utan af landi. Akureyri í gær. Hlákan hefir bætt ástandið til sveita mjög mikið. Sumstaðar kom- in dágóð j rð hér í Eyjafirði. Hingað kom fyrir jólin maður vestan úr Skagafirði. Sagði hana að horfur væru mjög ískyggilegar meðal bænda. Bændur ætluðu flestir að skera fé og hesta um nýárið ef eigi kæmi hláka. LikLga hefir blotinn komið í veg fyrir niðurskurð alls staðar hér á Norðurlandi. Hann var óumflýjan- legur ef frostin hefðu haldið áfram. Skip ferst í Ishafinu. Það er nú talið víst, að selveiða- skipið »Herkules 11« frá Haugasundi í Noregi, muni hafa farist norður í Ishafi, með allri áhöfn, 30 manns. Hefir verið leitað að skipinu og spurnum haldið fyrir um það, en hvergi hefir orðið vart við það. Selveiðarnar i íshafinu hafa þvi orðið Norðmönnum dýrkeyptar á þessu ári. Er þetta fimta eða sjötta skipið sem feist og á þeim hafa samtals týnst hátt á annað hundrað manna. Hjálpið fátækum! Tveim dögum fyrir jól misti kona hér í bænum manninn sinn. Hann, mesti sæmdar og dugnaðar- maður, sem vann baki brotnu fyir konu og börnum, andaðist skyndi- lega, fékk slag og dó nær sam- stundis. Þannig byrjaði »jólagleðin« fyrir konunni og börnunum — en pau eru 8 talsins, fimm þeirra ófermd, það yngsta að eins 2 ára Þegar einn þeirra þriggja sona, sem hjálp- að hafa til þess að halda heimilinu uppi, kom frá vinnu sinni um kvöld- ið, var verið að leggja föður hans til. En einn sonanna, sem er dag- launamaður, er nú atvinnulaus, get- ur ekki komist að dýrtiðarvinnunni, af því hann er of ungur. Þröngt var í búi á heimilinu meðan maðurinn lifði og vann fyrir fjölskyldunni, en menn geta hugsað sér hvernig nú muni vera ástattr fyrir konunni, ef hún ekki þegar fær einhverja hjálp. Ofan á sorgina, sem hið skyndilega fráfall mannsins hefir bakað henni, bætist nú óendan- leg fátækt og örvænting um hag barnanna. Ahyggjuþyngslin gera skammdeg- isnæturnar enn lengri, myrkur fá- tæktar og örvæntingar hvílir yfir heimili ekkjunnar, bjargarleysið vofir yfir. Litlu börnin, sem höfðu hlakk- að til jólanna, eins og öll önnur börn, fá eigi skilið hvers vegna alt er svo dapurt og myrkt í kringum þau. Er ekki ástæða til þess að senda einhverja Ijósglætu inn í þetta fá- tæka heimili nú um nýárið? Því er fljótsvarað. Morgunblaðið hefir oft beðið lesendur sína að rétfa fátæk lingum hjálparhönd, og þeir hafa æfinlega orðið vel við þeirri bón vorri. En vér fulivissum lesendurna um, að aldrei hefir verið stofnað til samskota hér í bæ, þar sem þörfin hefir verið meiri en hún er hér. Vilja ekki lesendur Morgunblaðs- ins rétta þessu fólki hjálparhönd? Gjöfum er veitt móttaka næstu, daga á skrifstofunni. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- relða kl. 31/.,. Qsngverð erleudrar myntar. Banknr PósthíB Doll. U.S.A.&Ganada 3,40 3,60 Franki franskur 59,00 59,00 Sænsk króna ... 120,00 110,00 Norsk króna ... 102,50 106,50 Sterlingspund ... 15,50 15,70 Mark ........... 62 00 62,00 Holl. Florin ................. 1.37 Auaturr. bróna....... ... ... 0.29 Kartöfluskipið liggur nú við hafnaruppfyllinguua og er verið að afferma það, Búiat er við því, að eitthvað af kartöflunum muni vera dálítið skemt. Þjóðvísnakvöldið, sem norræna Btúdentasambandið hafði ákveðið að efna til í kvöld, verður að hætta við vegna veikinda eins söngmanna. Jón Halldórsson bankaritari veiktist hastarlega af lungnabólgu. Skemtuninni er frestað um ó- ákveðinn tíma. Magnús Kristjánsson, einn lands- verzlunarráðsmanna, ætlaði að kouia hingað til bæjarins með Lagarfossi- En nú er ekki að vita hvenær haui1 kemur hingað, nema ef Sfcerliug skyldi fara austur um land og koma við á Akureýri. Trúlofun. Ungfrú Lára Magnú0" dóttir, Hverfisgötu 71, og Jporvald0* Ó. Jónsson, Njálsgötu 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.