Morgunblaðið - 07.01.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ straum, og i Sviss t. d. eru það taðamennirnir, sem mestar tekjur veita landinu. Margir þjóðnytja menn hér í landi hafa og hvað eftir annað bent á það, hve mikill hagur íslandi naundi að því, ef hægt væri að beina ferðamannastraum hingað. En ekkert hefir verið gert í þá áttina — að minsta kosti er það lítið, sem eftir íslendinga sjálfa liggur. Það, sem mun vera þess valdandi, að ár- lega fór fjölgandi þeim ferðamönn- um, er komu hingað til lands á sumrin áður en stríðið hófst, munu vera ferðasögurnar, er margir út- lendingar hafa ritað um ferðir sínar hingað. Það þarf nú tæplega að gera ráð fyrir þvi, að hingað komi ferðamenn meðan ófriðurinn geisar. Því að nú ferðast menn litið. En undir eins og ófriðnum lýkur, hefjast skemti- ferðir að nýju. Og okkur veitir sízt af, að fara að búa okkur undir það, að taka þá i móti gestum. Og við ættum að gera fleira. Við gæt- um gjarna eytt nokkru fé til þess að vekja eftirtekt á íslandi erlendis. Það borgaði sig fljótt. Nú sem stendur getur naumast nokkur ferðamaður komið hingað. Hér í sjálfum höfuðstað landsins er t. d. ekkert gistihús. Er það ekki grátleg ímynd framtaksleysis og hugsunarleysis. Hér vantar líka fylgdarmenn. Ekki svo að skilja, að hér sé ekki nóg til af mönnum, sem vilja gjarna gerast fylgdarmenn útlendinga. Þeir eru á hverju strái. En hér vantar eið- svarna fylgdarmenn, sem útlending- ar geta treyst til fullnustu, menn, sem hafa einkaleyfi til þess að vera fylgdarmenn og eru svo mentaðir, að engin hætta sé á þvl, að þeir verði þjóðinni til skammar, eða komi svo fram, að enginn dirfist að fara hingað til þess að lenda eigi í klónum á þeim. Meðfram þjóðvegunum hérna þurfa og að rísa upp áfangastaðir, þar sem ferðamenn geta fengið gistingu og veitingar og skift um hesta. Og margt fleira þarf að gerast. En hver á að sjá um alt þetta? Það verður landið að gera, sýslu, sveita eða bæjafélög, eftir því sem á stendur. Og ef til vill er bezt að þau hjálpist að þvi. En landið verður að láta reisa gistihús hér i Reykjavík. Því að eins og nú er i pottinn búið hér heima — og allir vita — þá getur býtizku veitingahús ekki borið sig hér. Um það má landið sjálfu sér henna, og þess vegna verður það að ^ka afleiðingunum af gerðum sín- ’ht), Og það er ekki svo óttalegt. Ki að þótt einstakir menn geti eigi fekið veitingahús hér, þá getur land- það. Hallann, sem það biðnr við vinnur það margfalt upp á ^erðamannastraumnum. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif- relða kl. 4, Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll.U.S.A.&Ganada 3,50 Franki franskur 59,00 Ssenak króna ... 112,00 Norsk króna ... 107,00 Sterllngspund ... 15,70 Mark ........... 67 00 Holl. Florin .,............. Auaturr. króna.............. Póathús 3,60 59 00 110.00 106,50 15 70 62,00 1.37 0.29 Hjónaband. í fyrradag voru gefin aaman á heimili háyfirdómarans dótt- ir hans, Ása, og Krönika skipstjóri á Mjölni. Unga frúin fer með manni sínum áleiðÍB til Spánar einhvern næstu daga með Mjölni. Maður meiddist í fyrradag á GuII- fossi. Datt hann af þilfari oían í lestina og var fallið mikið Hafði maðurinn þó fulla rænu á eftir, en annar fótur hans hafði laskast mikið, þó eigi brotnað. ís nokkur var kominn inn á ísa- fjarðardjúp í fyrradag. Er hætt víð að is hafi rekið að landinn í norðan- áttinni. Útflutningsleyfi mun nú mjög erfitt að fá fyrir vörur frá Ameríku upp á sfðkastið. það mun vera óráðið hve- nær Gullfoss fer vestur til New York, enda þýðingarlaust að senda skipið fyr en útflutningsleyfi fæst á vörunum. Rjúpur. Undanfarna daga hefir verið krökt af rjúpum í nágrenni Beykjavíkur, en lítið hefir þó verið skotið af henni, því að hún er orð- in mögur. Eru menn hræddir um það að húu hafi fallið í þessu síðasta hreti. Lagarfoss mun fara héðan i dag norður til Akureyrar. f>ar snýr hann aftur. Yar það fyrst í ráði, að hann kæmi að eins við á tveimur höfnum á Austurlandi í bakaleiðinni, en nú mun það hafa ráðist, að hann komi viðar við. Þorsteinn Jónsson kaupmaður frá Seyðisfirði hefir gefið gagnfræðaskól- anum á Akureyri 30 smálestir af kolum úr Hringversnámunni á Tjör- nesi. Var fyrst svo til þess ætlast, að þá þyrfti kensla eigi að leggjast niður. En þó var skólahaldi frestað til miðsvetrar. Eigi að sfður gefur |>orsteinn kolin og flytur þau til Ak- ureyrar. Er þetta rausnarlegt og þess vert, að því sé á loft haldið. Hörkufrost og stórviðri gerði hér í fyrrakvöld og hélzt það í allan gær- dag. Mun frostið hafa náð rúmum 20 stigum hér í bænnm, þegar það var mest. Hefir slíkt fárviðri eigi komið hér siðnstn 30 árin, að þvi er kunnugir segja. S Hlutaútboð til kartöfluræktunarfélags. Við nndirritaðir höfum ákveðið að beita okkur fyrir stofnun hluta- félags, sem hefir það markmið að byrja á kartöflurækt i stórum stíl þegar á næsta sumri. Gefst því til kynna að þeir sem gerast vilja hluthafar í þessn félagi, géta átt kost á að skrifa sig fyrir hlutum til io. janúar næstkomandi á skrifstófum Vísis og Morgunblaðsins og eins á Búnaðarfélagsskrifstofunni. Upphæð hlutanna verður 50 — 100 — 500 — 1000 krónur. Komi nægilegt framboð á hlutafé (á þessu setta tímabili' til þess að nægt sé að byrja á rekstri fyrirtækisins, verður haldinn fundur um miðjan janúar með þeim er hafa skrifað sig fyrir hlutum og tekin ákvörðun um hvort félagið verði stofnað og um frekari framkvæmdir. Bjóðist meira fé fram en tök verði á að nota á komandi sumri, verða þeir, sem fyrstir verða til að skrifa sig fyrir hlutum, látnir sitja i fyritrúmi með að gerast hluthafar. Það skal tekið fram, að tilætlunin er að hlutaeigendur, er þess óska,, eigi forkaupsrétt að uppskerunni i hlutfalli við eignir sinar í félaginu. Nánari upplýsingar á áðurnefndum skrifstofum og hjá undirrituðnm, Guðm. Jóhannsson. Þórður Olafsson. (frá Brautarholti). (frá Borgarnesi). Saumur Allar stærðir af venjulegum saum komu í Járnvörudeild I* Jes Zimsen nú með Lagarfossi, Verðið lágt. Dugleg stúlka óskast i vist nú þegar á fá- ment heimiii í miðbænnm. Hátt kanp! R. v. á. Ameríkst eikarskrifborð óskast keypt. Gunul. Claessen. $ *fíinna Vetrarstúlka óskast á embættis- manns heimili í grend við Reykja- vik. Uppl. hjá Morgunblaðinu. f sXaupsftapur f Nýr Sníoking til sölu. A. v, á. Ferðakistur úr stáli, af ýmsum stærðum, mjög hentugar til sjóferða. Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. E. Kristjánsson. cTSensía Ensku og dðnsku kennir Þorberg- ur Kjartansson, Spítalastig 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.