Morgunblaðið - 21.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sími 658. Laugav. 5. A L F A kvenfataverzl. og saumastofa hefir fengið afarmikið úrval af: Blundura, Blundu-,8tof‘, Milliverki og Bróderíngum, ,Golf‘-treyjur úr ull og silki á fullorðna og unglinga. Ennfremur Blúsu- efni í ý m s u m litum, Flónel, Tvisttau, Nærfatnad kvenna og Sokka, margar teg., Heklugornið margeftirspurða o. fl. öjörið|syo vel að lita inn! Skotgrafalíf. Myndin hér að ofan sýnir fjóra hermenn sem sitja að spilum í jarðhúsi (dug onts) rétt hjá fremstu skotgröfunum. Eru þeir likari afturgöngum heldur en menskum mönnum, þvi rð þeir hafa gasgrítnur fyrir andlitunum. Er allur varino góður, og á hverri stundu má búast við því að óvinirnir veiti eitruðu gasi yfir skotgrafirnar og jarðhúsin. maður, þá veit eg ekki hvernig bjartsýnn maður á að breyta. Þegar út í lífið kemur, er fjörugt og bjartsýnt geðslag gullsígildi. Glað- lyndur maður, sem altaf finst að hann sé vel fyrirkallaður, altaf lítur á bjartari hliðina og sér happ með óhappi, er líka sífelt hamingjusamur. Hver maður forðast félagsskap þeirra, sem altaf eru möglandi, sem sífelt segja »ef« og »en« og »þetta sagði eg þér«. Vér unnum þeim, sem horfa við sólunni, hvort sem hana sér eða ekki. Það er fjörugi iturhyggjnmaðurinn, er vér sækjum til samúð og bjálp, en ekki til vand- lætarans, er finnur að öllu nokkuð, altaf býst við því versta, regni, ofsa- hita eða þá stormi og kvaitar sí og æ undan harðindunum og hörðum örlögum sinum. Það mun verða hinn glaðlyndi, bjartsýni og nægju- sami maðurinn, sem bezt kemst áfram og er vér virðum og dáum. Hin káta og létta lund færir honum sigurinn heim að lokum. Marden. — F, þýddi. Matvælaúthlutun í Bretlandi. »Lloyds Weekly News« segir frá því hinn 30. desember að 'Rhondda matvælaráðherra sé þá í þann veginn að gefa út lög nm matvælaúthlutun í Englandi. Meðal annars er þar svo ákveðið að eigi megi selja kjöt einn dag í viku og er búist við því að Lundúnabúar verði að fasta á þriðjudögum, en aðrir á miðviku- dögnm. Þessi lðg eru samin vegna þess, að skortur er orðinn á ýmsum nauð- synjavörum í Bretlandi og hafa mörg hundruð manna beðið daglega fyrir utan sölubúðir og margir orðið að fara heim að kveldi án þess að fá nokkuð. — Úr þessu ástandi á að bæta með jafnri úthlutun, eins og annarsstaðar hefir verið gert. Með leyfi matvælaráðherra hefir bæjarstjórnin í Halstead gefið út reglugerð um úthlutun smjörlíkis, smjörs og te, handa heimilisfeðrum, og er hverjum manni ætluð tæp 30 gröm af te á viku, en 125 gröm af smjöri eða smjörliki. í Sheffield hefir verið komið á fót alþýðu-mötuneyti. Er matnum úthlutað frá stórum allsherjar-elda- skála og hann fluttur f bifreiðum út um borgina, en mötustaðir eru hafðir þar sem hægast er fyrir verka- menn að ná i matinn. Þá hefir og matvælaráðuneytið skipað nefndir hingað og þangað um Bretland hið mikla til þess að ákveða, hve mikið meigt hafa til skepnufóðurs af vörum, sem nota má tii. manneldis. Ennfremur var öllum kaupmönn- um gert að skyldu, að gefa skýrslu um það, hvað þeir áttu mikið af ostum um nýárið. Nýársskeyti frá Lloyd Georgi. Um nýárið sendi Lloyd George forsætistáðherra Breta skeyti til Bandaríkjaforseta, forsætisráðherranna í Frakklandi, ítaliu, Belgiu, Portúgal, Rúmeniu, Serbíu, Japan, Grikklandi og eitt til brezka ríkisins. Hér skulu birt fjögur skeytin: Til Wilsons Jorseta: Með hverjum deginum sézt það æ ljósar, að vin- átta sú og virðing, er hinar samein- uðu frjáLu þjóðir bera hver fyrir annari, er nú standa sem verðir og verndarar léttlætis og frelsis, er það sem fastast bindur þær saman. Vér viljum grípa þetta tækifæri til þess að senda heillaóskaskeyti til hins unga Bandarikjahers, sem nú er að æfa sig undir það, að taka þátt i stríðinu fyrir frelsi mannkynsins. Vér treystum á hiua miklu hjálp, sem þessi her veitir bandamönnum til þess að vinna fullnaðarsigur. Til Clemenceau: Vér viljum þakka hinurn franska her og flota fyrir starfsemina ánð sem leið og áhuga fyrir því að halda áfram ófriðnum þangað tii heimurínn er laus við yfirdrotnun hervaldsins, sem þarf að brjóta á bak aftur til þess að koma á varanlegum friði. Til Orlando. Hið sigursæla við- nám er ítalski herinu hefir veitt hin- um æðisgengnu féndum siðasta mán- uðinn, hefir vakið aðdáun alls heims- ins. Eg er viss um það, að ítalir munu eigi að eins standast allar frekari árásír, heldur munu þeir, áður en langt um líður, hefja aðra öfluga sókn fyrir frelsi álfunnar. Til brezka rikisins: Vér erum komnir langt á leið til sigurs. efast alls eigi um það, að ef banda- menn standa fastir fyrir, þá munu þeir eigi að eins endurreisa frelsi Norðurálfunnar, heldur einnig koma á varanlegum heimsfriði. Brezka ríkið, sem hernaðarflokkurinn f Piúss- landi hélt að hægt mundi að koll- varpa i einni svipan, hefir reynst samhentast og heilsteyptast þeirra rikja, er berjast fyrir frelsinu. E% er vonqóður urn pað, að vér höýum Jull- komlega náð pvi takmarki, er vér höjum sett oss, áður en petta ár er liðið. | PAGBOK | Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- relða kl. á. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,50 Fósthús 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110 00 Norsk króna ... 107,00 106 50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark ... ... ... 67 00 • . • Holl. Florm ... ••• ••• ... 1.37 Austurr. króna... • • • •« • • • • . . * Á 25 ára feikaraafmæli frú Stef- aníu Guðmundsdóttur seltar Leikfélag- ið aö sýna H e 1 m i 1 i S. Er þaS eftir ósk frúarinnar. Hún leikur aSalhlut- verkiS, Magda, og er það eitt af beztu hlutverkum hennar. Á eftir leiksýningunni verður hennl haldið heiðurssamsæti. Samverjinn tekur til starfa á morg- un. Gestir velkomnir frá kl. 11 árd. til 2 síSd. alla virka daga fyrst um sinn. Máltíðir verða ekki sendar út um bæ, en fátækir sjúklingar geta fengið andvirði fyrir mjólk handa sór, eins og árið sem leið. Forstöðunefnd starfsins heitir jafn- frarnt á stuðningsmenn Samverjans, Í>því að oft er þörf en nú er nauðsyn«C, Listarnir. Þeir verða sennilega eigi nema tveir. Listi Sjálfstjórnar og á honum þessir: Sveinn Björnsson, yfirdómsiögmaðury Inga L. Lárusdóttir, ungfrú, Guðm. Asbjörnsson, kaupmaður, Jón Ólafsson, skipstjóri Jón Ófeigsson, kennari, Guðm. Eiríksson, trósmiður, Jón Kristjánsson, prófessor. Listi alþýðuflokksmanna og á hon- um þessir: Þorvarður Þorvarðsson, prentsmstj., Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jón Baldvinsson, prentari, Sigurjón Ólafsson, sjómaður, Kjartan Ólafsson, verkamaður, Guðm. Davíðsson, keunari, Jónbjörn Gíslason, verkstjóri. Kjötið til Noregs. Samkvæmt samningum við Norðmemt, á kjötíð, sem þeir hafa keypt hér í haust, að vera farið héðan fyrir 15. febrúar. Að eins einn farmur er þegar farlnn, með Sterling, 3950 tunnur, og Botniu er ætlað að taka nsesta farm. En það mun vera mjög vafasamt, að Norðmenn fái afganglnn f tæka tið, því að eitfc- hvað af kjötinu liggur enn fyrir norð' an og verður eigi unt að nálgast Þa^ fyr en hafísinn rekur frá landi, hva' nær sem það verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.