Morgunblaðið - 24.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ <3. S. <3. <3. S. .í Ttu ára skemfun Jinaffspyrnufélagsins Víkingur verður fjafcfin i Iðnó fimíucíaginn 7. febrúar 1918, og fjefsf kí. 6 síðd. Dansfeikurinn btjrjar kf. 9. Aögöngumiða má vitja i búð herra kanpm. Jóns Brynjólfssonar Anstnrstræti 3, kl. 5-6 e, m„ fyrir 4. febrúar. Tf. Tfndrjesson. £. Tf. Zoega. c J. S. <3. <3. S <3. Mótorkútter til sölu, einmastraður, lengd 45 fet, breidd 13,3 fet, dýpt frá þilfari að innri klæðningu 6,5 fet. Smíðaður árið 1851 í Faaborg fyrir dönsku stjórn- ina. Arið 1907 sett i hann 8 hestafla »Gideon<-hreyfivél, sem hefir reynst ágætlega, skríður um 5 milur i góðu veðri. Skipið er »kravel«-bygt úr eik. Því fylgja 2 stórsegl, 1 stagfokka, 4—5 klyverar, alt i góðu ásigkotnulagi. Tilboð sendis? sem fyrst í Pósthólf 291. Reykjavík. aðarmanna yrði komið á, öll ríkis- lán Rússa yrðu gerð ógild og loks að nefndir verkamanna hefðu valdið í landinu, þrátt fyrir fallbyssur her- mannanna. Með 273 atkvæðum gegn 140 var það felt að ræða yfirlýsingu þessa og gengu Maximalistar þá af fundi. Meiri hlutinn samþykti nú í snatri frumvarp bænda um að senda friðarfulltrúa til allra ófriðarlandanna. Stjórnin hefir gefið skipun um það, að upphefja þingið, þar sem kosið hafi verið eftir kjörskrám gömlu stjórnarinnar. Maximalistar hafa í hyggju að lýsa því yfir að þeir ráði lögum og lofum i landinu. Yerkfall í Austurríki Verkfallið í Austurríki byrjaði vegna matvælaúthlutunarinnar, en síðar varð úr því stjórnmálaverkfall og hefir það gripið mjög um sig. Arangur samninga milli verkámanna og stjórn- arinnar hefir orðið sá, að ráðherrarn- ir hafa gengið að kröfum verkamanna um friðarskilmálana, úthlutun mat- væla, kosningarétt og kaup í her- gagnaverksmiðjum stjórnarinnar. — Verkamannaleiðtogarnir eru ánægðir með þetta og hafa ráðið verkamönn- um til þess að byrja aftur vinnu. — Seidler hélt því einkum fast fram, að friður fyrir Austurríkismenn mætti ekki stranda á því, að menn vildu halda fram landvinningum. í Berlín búast menn við því, að stjómin í Austurríki verði að segja af sér. Frá Balkan. Bardagar eru byrjaðir milli Maxi- malista og Rúmena. Þýzku herskipin, sem seld voru Tyrkjum í ófriðarbyrjun, þau Goeben og Breslau, gerðu tilraun til þess að brjótast í gegnum Hellusund. Bret- ar söktu Breslau, en Goeben strand- aði. Bretar mistu tvo fallbyssubáta. Isfregnir. Svolátandi símskeyti barst Eim- skipafélaginu í gærkvöldi frá Eskifirði: Eskifjörður fullur af lagís. Mikill hafís úti fyrir eins langt og augað eygir og borgaris inn á milli. Hafís- inn landfastur við Gerpi. Lagarfoss liggur nú við ísskörina á Eskifirði og affermir vörur sínar. ÞjóBverjar handtóku nýlega eitt skipa þeirra, sem flytja matvöru frá Ameríku til Belga. Fluttu þeir það til Swine- munde, og má vel vera að þeir hafi tekið vörurnar úr því þar. Hænsnarækt og hámarksverð á eggjum. Hinn 6. júnf í sumar sem leið setti verðlagsnefndin hámarksverð á egg, kr. 2.50 kg. útlend egg og kr. 2.80 innlend egg. Sé nú gert ráð fyrir því, að um 18 egg fari i kg. að meðaltali, og það mun láta mjög nærri, þá kostar hvert egg um 16 aura. Þetta hámarksverð komst á vegna þess, að þá var farið að selja egg við okurverði, eða alt að 25 aurum. Þegar verðlagsnefndin tók málið til athugunar, mun hún hafa gert sér það ljóst, hvað framleiðsla eggja kostaði mikið og heyrðist eigi ann- að þá, en að hámarksverðið væri við hæfi. Það hefir síðan haldist óbreytt. En margt hefir breyzt hér siðan í júnimánuði. Og nú er svo komið, að þeir sem eiga hænsni, verða annaðhvort að brjóta lögin, eða þá þá að lóga hænsnum sinum. Þeir geta eigi lengur selt eggin með þessu verði. Vér höfum átt tal við hænsna- eiganda um þetta efni. Sagði hann svo, að með þvi verði, sem nú væri á hænsnafóðri, kostaði uppeldi hvers fugls um 3 6 krónur á ári, eða 3 kr. á mánuði. Þar með væri þó ekki talinn úrgangur frá heimili, sem þeim væri gefinn. Hver hæna verpti að meðaltali 96 eggjum á ári. Fyrir þau egg fást kr. 15,36, ef reikuað er eftir hámarksverði — eða ekki helmingur af fóðurverðinu. Þannig horfir þá málið við, og það er eigi von, að hænsnaeigendur séu ánægðir. Þeir eiga um 3 kosti að velja, að stórtapa á hænsnum sin- um, sem þeir hafa komið sér upp með rniklum kostnaði,. að lóga þeim, eða þá að fara i kringum hámarks- verðið. Og enginn kosturiun er góður. Meðan alt lék hér í lyndi á friðar- timunum, var hænsnarækt all-arðsöm hjá þeim, sem kunnu með hænsn að fara, og gerðu sér far um það að hafa góð hænsnakyn. En nú er þessi atvinnuvegnr að fara í hundana, eins og svo margt annað. Og væri það stór afturför, ef hann legðist alveg niður. Það mun nú lítið eða alls ekkert flytjast hingað af eggjum frá útlönd- um. En egg eru nauðsynjavara, sem fjöldt fólks má eigi án vera. Ber því nokkur nauðsyn til þess að hlynna að hænsnaræktinni hér. Verðlagsnefnd verður að taka mái þetta til athugunar að nýju og setja annað og hærra hámarksverð á egg, eða afnema hámarksverðið og lofa eftirspurn að ráða verðinu. Réttara mun þó, að hafa hámarksverð á eggj- unum framvegis og þótt það verði aldrei helmingi hærra en nú er, mundi það þó verða til þess að menn héldu nokkurn veginn við hænsnastofni sinum, en legðu enn meira kapp á það heldur en áður að hafa góðar varphænur. Væri þegar mikil bót að því, vegna þess að margir hafa eigi hugsað um það sem skyldi að hafa góðar varp- hænur. Þess munu dæmi að hænuf verpi á þriðja hundrað eggjum á árí, en aðrar verpa eigi nema 45—50 eggj' um. Hámarksverð ætti því að mið' ast við það, að góðar varphænflf (þær sem verpa t. d. 150 eggjum ^ ári) borgi fóður sitt. Og þá verðttf eggjaverðið líkt eins og það vaf fyrra, áður en hámarksverðið kom-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.