Morgunblaðið - 06.02.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1918, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ 10,000,009 , stangíraf Sunlight sápu eru seldar i hverri vlku, og er það hin besta sönnun fyrir því, að Sunlight sápa hefir alla þá kosti til aö bera, sem henni eru eignaöir, og aö hún svarar tll þeirra eptir* kvæntinga, sem menn hafa gjört sjer um ágæti hennar. Sparnaður. Blöðin hafa alloft á undanförnum timum — og ekki sízt Morgunblaðið, komið fram með margar uppástungur til sparnaðar á þessum aivöruþrungnu tímum, og hefur margt af því verið skynsamlegt, og hefði sennilega get- að orðið til þess að auka matvæli í landinu, og líka til þess að spara matvæli þau sem til neyzlu hafa verið höfð, en mjög er hætt við því að sumar þessar sparnaðar uppástung- ur hafi eins og vindur um eyru þotið hjá alimörgum, og sumum alls eigi verið neitt sint. Dettur mér þar á meðal sú uppástunga að borða Skel- fisk, að hún hafi enn eigi komist í framkvæmd. Ein sparnaðar uppástunga hefir mér oft dottið i hug nú á þessum alvöru tímum, þegar allar þarfir eru orðnar svo óbærilega dýrar, og það eru sýningar á kvikmyndahúsunum, að þær væru eigi eins mikið um bönd hafðar eins og á sér stað, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Mig furðaði stórum á því á síð- astliðnu vori, þegar fólk bæði i Reykjavík og Hnfnarfirði, varð að ganga meðal margra kapmanna með seðla sem voru ávísanir á Steinolíu, i höndum sér til þess að fá keyptan þó eigi væri nema einn liter af Steinolíu, og varð oft að fara eiindisleysu, að þá skyldi á sama tíma vera haldnar margar sýningar á ^völdi í kvikmyndahúsum sem sýna tfiyndir með steinolíu sem hreyfiafli. ^ær hefði þá verið oft nð nota þá °Uu — annað tveggja til þess að ^atbiia við handa svöngum erfiðis- ölönnum, eða þá að láta einhvern ^ótorbátinn, sem liggja varð í landi , góðu sjóveðri, nota hana og reyna þess að draga að landi fisk til fteyzlu landsmönnum, eða þá sem Vör«, því eigi er framleiðslan of- ^kil nú eins og raunar aldrei. Auk Pessa álít eg og líklega fleiri, það ^ikla peninga, sem til þessara eiHtana fara, og eigi ætið víst, að lr einir eyði þeim, er mættu vel r 1Ssa Þá frá öðrum nauðsynlegri *ailPutn. Peningaskápur, litill en vel elótrausíurf ésfíast til fíaups eða leigu nú þegar. cÆ. v. á. M.s. ,Martn‘ til Salg. Klasse 8/g. */*. Bygget 1913 i Nakskov. 30 H. K. Tuxham-Motor, Motorspil paa Dækket. Længde 66,4. Bredde 18,9. Dybde 7,0 Under Maalingsdækket 46 Brutto kg. Tons 57. Maskinrum 11. Folkerum 9. 37 kg. Tons Netto, cirka 95 Tons d.w. Skibet bygget med Kobberforhudning og forstærket med Jernplader i Bougen for Is Eventuelle Lysthavende bedes indlægge Bíllet mrkt »1918 Motor« i löbet af 4 Dige, paa dette Blads Contor. Eg býst raunar við að mér verði svarað þvi, að svo sé yfir höíuð um hvaða helstu skemtanir, sem hafðar eru um hönd, en þessar skemtanir eru að minu áliti ólíkar mörgum öðrum skemtunum. Margar skemt- anir, sem haldnar eru, láta afgang þann er verður þegar kostnaður er frá dreginn, ganga til einhverra fyrirtækja, er snerta hag fjöldans, eða þá til líknar þeim er bágt eiga á einhvern hátt. Kvikmyndaskemtanir eru framleiddar með aðkeyptum kröftum að miklu ieyti, þvi filmur þær er hafðar eru til sýninganna, eru búnar til í öðrum löndum og kosta þar offjár margar, og vetða þess vegna keyptar allháu verði hér, svo ekki lenda þeir peningar i vasa landsmanna. Það er allmikið álita mál hversu bollar ýmsar kvikmynda- sýningar eru andlegu hugsanalífi ungra manna og kvenna. Margar myndir eru færðar t búning úr svæsn- um skáldsögnm, og er þar stundum slegið á verstu strengi mannlegra hugsana og tilfinninga, og eins og það er oft miður holt að lesa slíkar skáldsögur, þá er það þó enn skað- legra að sjá þær færðar í búning virkdegleikans, og' skilur eftir enn þá sterkati áhrif á hugsanir manna. Sem betur fer eru líklega ekki áhrif kvikmyndasýnioga farin að sína sig hér á iandi, en þó mun það eigi með öllu örgrant. Mér finst að margt hafi verið gert nú á tímum, sem hefur átt að vera til sparnaðar, sem minna gagn hef- ir orðið að, helduren þó annað tveggja að banuaðar væru kvikiryndasýning- ar, eða að minsta kosti takmarkaðar að miklum mun; þó eigi væri til annars en að spara steinolíu, sem enn er óséð hve mikil verður lands- mönnum til notkunar í framtíðinni. Siqurqeir Gíslason, Hafnarfirði. Vér höfum eigi viijað neita grein þessari upptöku þó vér séum á ann- ari skoðun. Það er ekkert á móti þvi, að mál sem þetta sé tækilega rætt frá báðum hliðum. Um skaðscmi kvikmyndahúsa yfir- leitt er ekki hægt að staðhæfa neitt. Það kemur alt undir því hvaða mynd- ir eru valdar til sýninganna. Og hvað kvikmyndahúsunum hér viðvíkur, þá hafa þau alla jafna gert sér mikið far um það, að útvega góðar myndir. Enginn maður með sanngirni getur haldið því fram, að kvikmyndir eins og Barnið frá París, Þorgeir í Vík, Endurfæðing, Ivanboe, Nýársnótt á Randrup, John Storm, orustumyndirnar frá Somrre og Ancre o. fl., svo að eins séu nokkrar nefndar, hafi skaðleg áhrif á fólk. A margt fólk hefir góð kvikmynd sömu áhrif og lestur góðrar bókar, og vér álít- um það þröngsýni í meira lagi að banna fólki að njóta þeirra. Hverfisgata ætti ekki að nefnast »gata« heldur »ófærac, því ófær getur hún talist mestan hluta árs — að minsta kosti gangandi fólki. — Á löngum kafla hennar, eða aila leið frá Vatnsstig og inn úr, er engin gangstétt — ekki einu sinni að nafninu til, sem þó mufi vera við flestar aðrar götur heldur að eins ein braut, akbrautin. Um liana er meiri umferð af vögnum, bifreiðum og fénaði en um nokkra aðra götu í bænum — og við hana mun búa fleira fólk eu við nokkra aðra götu bæjarins, þar við bætist, að hún á þessum hluta liggur svo að segja lárétt, og að ofaníburður í henni er mjög slæmur. Reynslan erlíka sú, að i rigningum treðst brautin svo upp, að fólk verður að vaða leðjuna i ökla og legg og kemst ekki þurr- um’ fótum nema ef vera kynni i vað- stigvélum, og neyðist til þess að bera svo mikla for inn i húsin, að ekki er sæmandi siðuðu fólki. 1 Þeir sem ekki trúa þessu, .geta sannfærst með því að hætta sér inn svo nefnda Hverfis-götu nú í hlák- unni, því íærðin þar nú er að eins endurtekning af þvi sem þar á sér stað bæði haust og vor og svo að segja hvenær sem skúr kemur úr lofti. Þeir hinir sömu geta ennfrem- ur sannfærst um það, að eins og gatan er nú, er hún stór hættuleg,. ef þeir g-mga um hana þegar snjór er á jörðu. Þá geta þeir eins vel búist við því að fá ofan á sig hest og sleða, eða jafn vel annað verra, ef þeir eru eigi nógu fljótir að forða sér út í skaflinn til anuarar hvorrar handar, því troðna brautin er að eins ein, og þar sem það er akbraut, þykj- ast ökumenn að sjá'fsögðu hafa meiri rétt til henn tr en hinir, sem gatig- andi eru. Það er iila ráðið og órétt, að var- ið skuli til þess tugum þúsunda ár eítir ár, að malbika og steinleggja götur í einstökum hlutum bæjarins — jafnt akbrautir — sem ekki eru hótinu fjölfarnari en þessi, en ekkert gert til þess að laga svo fjölfarna götu sem Hverfisgatan er, svo mikið að fólk geti nokkurn veginn hættu- og vandræðalaust komist þar ferða sinna, og mun fleirum en mér sýn- ast lagning gangstétta ætti að ganga fyrir akbrautum. Mér hefir borist til eyrna, að á síðastliðnu ári hafi ibúar við Hverfis- götu sent bæjarstjórninni áskorun um að gangstéttinni, sem kotnin er inn að. Vatnsstig, yrði haldið áfram alla leið, en enga áheyrn fengið. Sé þetta rétt hermt, hefir bæjarstjórnin fanð hér rangt að, en sé það ekki rétt, þa eiga hlutaðeigandi bæjarbúar að senda slíka áskorun nú þegar, og er það siðferðisleg skylda bæjarstjórn- arinnar að taka hana til greina, og hrinda slíku nauðsynjamáii í fram- kvæmd strax, — væri miklu þarfara að láta nokkra af þeim mönnum, sem nú stunda dýrtíðarvinnu bæjarins, byrja á gangstétt með Hverfisgötu, en að láta þá vera að hrúga upp r ýjum götum þar sem ean er engin bygð komin. Rvík 4. febr. 1918. H. —s. DAGBOK Kveikt á ljóskerum hjóla og bfl- reiða kl. 4. Veðrið í gær: 1.8 stiga frost kl. 6 að morgni, 3—4 stiga frost á hád. Harða veturinn sama dag: 10 st. næturfrost 5 stig á hádegi. AuBtan- gola. Riðið utan úr Viðey. Mikill fiskor berst nú til bæjar- arins daglega. Er það áreiðanlega ódýrasti maturinn, Bem nú er fáan- legur. Skrifstofa Bandalagslns kvenna í Aðalstræti 8 er opin í dag kl. 2—4,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.