Morgunblaðið - 22.02.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þakkarávarp. Við undijrituð finnum okkur skylt að þakka innilega þeim hinum mörgu sem hafa rétt okkur hjálpar- og líknarhönd i hinum erfiðu kringum- stæðum okkar síðan í haust, vegna veikinda okkar beggja hjónanna og barna okkar. Sérstaklega þakka eg Hásetafélaginu fyrir hina göfugu hjálp með samskotum fyrir jólin, ásamt mörgum fleirum sem gerðu slíkt hið sama á ýmsan hátt. Einnig þökkum við af hjarta alla hluttekn- ingu i banalegu sonar okkar og jarðarför hans. Ollum þessum velgerðamönnum og konum, biðjum við guð að launa og blessa lifsstarf þeirra til styrktar þeim er jafnbágt eiga og við áttum. Laugaveg 24 B i Reykjavik, 21. febr. 1918. Sigriður Helgadóttir. Guðm. Magnússon. Tvo ágæt | Orgel-Harmonium til s ö 1 u á Hverfisgötu 66. Fánamálið. Hinn 10. desember flytur »Poli- tiken* frásögu um afdrif fánamálsins i rikisráðiqu og birtir ræður þær, er haldnar voru í málinu. Fer hún svo nokkrum orðum um það og segir meðal ánnars: — Það er vonandi að íslending- ar vilji nú taka því samningaboði, sem þannig er fram borið. Það skifti engu máli, í hvaða formi slík- ar samningaumleitanir verði gerðar, það getur orðið i nefnd, það getur einnig orðið fyrir milligöngu ráð- herrans, eða þá sérstakra fulltrúa. Hvort slikar samningaumleitanir leiða til þess, að Islendingar fái hinn margþráða fána sinn, verður eigi afráðið fyrirfram.--------- DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll.U.S.A.&Canada 3,50 'Fónthtka 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark ... ... ... 67 00 ... Holl. Florin ... ••• ••• ... 1.37 Austurr. króna... • •• .•• , ... Hjálparstarfseini Bandaiags k V e n n a. ViðtialBtími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, ■Aðalstræti 8. Veðrið í gær: 1 stiga frost að ^rgni. 0 á hádegi. Harða veturinn sama dag: 4 stiga ^Wturfroat, 2 stiga frost á hádegi. — Horðanátt. Ankaþingið. Það er nú talið vlst, að aukaþing veröi ekki kallað saman fyr en f apríl, líklega ekki fyr en í apríllok. Enda erfitt fyrir þingmeun utan af landi að komast til Reykjavík- ur fyr en með Sterling, sem fara á kringum land f aprílbyrjun. Lagarfoss er nú að ferma vörur til Vestfjarða. Óvíst hvenær skipið fer enn þá. Fasteignaskrifstofn hafa þeir Páll Ólafsson og Eggert Jónsson kaupmenn sett á stofn hór í bænum og ætla þeir að annast sölu og kaup á fasteignum um land alt. Seðlaúthlutunin. í dag verður út« hlutað seðlum til þeirra sem búa í: Ingólfsstræti, Kaplaskjóli, Kárastíg, Kirkjustræti, Klapparstíg, Kolasundi, Laufásvegi, Lauganesvegi og Laugavegi Kvöldskemtun Kvenréttindafélags- ins verður haldin í Bárubúð annað kvöld. Verður þar margt. til skemtun- ar, t. d. karlakór, upplestur «g ágætar gamanvísur verða sungnar. Má geta nærri að þar verður troðningur. þýzki litnnar-iðnaðnrinÐ. Ýmsnm þjóðum haíði lengi sárnað það að sjá hvern hag Þjóðverjar höfðu af litunariðnaði sinum, en fengu ekk ert að gert, því að litunaraðferðunum var vandlega haldið leyndum. Svo þegar ófriðurinn hófst og öll við- skiíti við Þjóðverja voru stöðvuð, þá fundu Frakkar og Bretar i raun og veru fyrst til þess, hvers virði litunariðnaður Þjóðverja var. Nú uiðu þeir sjálfir að fara að lita, en það tókst ekki. Ótal sérfræðingar og hugvitsmenn í Birmingham og Manchester settust á rökstóla og gerðu hverja tilraunina á fætur ann- ari, en þær fóru aliar út um þúfur. Og á þessu gekk lengi. Og Eng- lendingar komust að lokuin að þeirri niðurstöðu, að þeir yrðu að ná í litunarfyrirsagnirnar hjá Þjóðverjum, ef litunariðnaðui þeirra ætti nokkurn- tima að koma að gagni. En það var hægra sagt en gert að fara til Þýzkalands til þess að sækja þessar forskriftir. En þá barst tækifærið upp i hendurnar á Bretum, þvi að Þjóðverjar stofnuðu litunarverksmiðju i Sviss. Gerðu þeir það vegna þess, að þröngt var orðið i búi hjá þeim sjálfum af hráefnum, en nú voru hinar 2*57 litunar-forskriftir komn- ar út úr landinu. Og svo voru gerðir út menn til þess að ná i forskriftirnar og frá- sagnir um það hvercig það gekk, er •ins og bezta Nick Carterj saga. Englendingum var kastað i jökul- gjár, þeim var drekt i fjallavötnun- um i Sviss og þeir voru svæfðir með kloroformi í járnbrautunum i Frakklandi — það var barist upp á Iíf og dauða, en Bretar sigruðu. Þjóðverjar viðurkenna það sjálfir. Forskriftunum var rænt frá þeim, en '■■■ ■- -- L.J !— skyldu Bretar kunna að hagnýta' sér þær? bættu Þjóðverjar við og glottu við tönn. En það er nú líklega enginn efi á því að Englendingar læra fljótt að hagnýta sér forskriftirnar. o? ^rang- urinn af sigri þessum er sjálfsagt miklu meiri, 'heldur en þótt þeir hefðu náð mörgum þorpum. handtekið marga menn og skotið niður margar flugvél ar. Þvi að þeir búa að þessum sigri löngu eftir að stríðinu lokið og standa nú betur að vígi en áður með það að keppa við Þjóðverja á heims- markaðnum. Eftir Berl Tid. Frá Rússlandi rúmenskum föngum verið beitt fyrir plóga í vör og viðurværi þeirra væri svo ilt, að það muni vera dæma- laust. Talið er að ura 16 þús. Rúmen- ar hafi mist lifið, síðan þeir voru herteknir af Þjóðverjum, flestir vegna ils viðurværis og þreytu. Þeir sem sloppið hafa úr varðhaldi Þjóðverja, segja að fangar engrar þjóðar séu ver leiknir af þýzku yfirvöldunum, en Rúmenar. Brezk herdeild frá Rússlandi. Eitt af skilyrðum þeim, er Þjóð- verjar settu fyrir þvi að semja vopna- hlé við Rússa var það, að Rússar flyttu her sinn 100 kilómetra aftur á bak á allri herlínunni. Gerðu Rúss- ar það. Sézt hér á myndinni hvar hinn gamli vigvöllur var og er hann markaður með feitu stryki, en mjóa strykið á bak við markar stöðvar þær er Rússar urðu að taka sér 100 kilómetrum aftar. Ef það reynist rétt, sem síðustu skeyti hafa hermt, að Þjóðverjar dg Rúesar (Maximalistar) muni fara að berjast aftur, þá hefir þessi varúðar- ráðstöfun Þjóðverja eigi litla þýð- ingu. Meðferð rúmenskra herfanga. í desembetmánuði kom brezka herdeildin, sem send var til Rúss- ands með brynvarðar bifreiðar fyrir tveim árum, aftur heim til Englands. í herdeildinni voru alls 2 fyrirliðar og 73 menn, sem allir voru véla- menn. Þeir tóku þátt i sókninni í Galiciu og síðan i undanhaldi Rússa þar, sem bifreiðarnar vörðu ágætlega. Þá hafa Bretarnir einnig barist í bif- reiðunum á Tyrklandi, Rúmeníu og Persíu, og hvarvetna getið sér góðan orðstir. Brezkur blaðamaður átti tal við annan fyrirliðann eftir komu hans til London. Sagði hann m. a. að þeir hefðu ekkert skilið i því að Rússar skyndilega tóku að hörfa undan i Galiciu. Sigurinn hefði ver- ið þeim vís, ef þeir hefðu haldið orustunni áfram í nokkra daga. Taldi hann það víst, að það hafi verið fyrir áhrif og mútur Þjóðverja, að undanhaldið var byrjað, enda hafi rússnesku fyrirliðana suma grunað það og jafnvel haft orð á þvi. Spill- ingu kvað hann afskaplega í her Rússa. Hermennirnir væru illa bún- ir, og fengju slæmt viðurværi og þeim væri skammarlega borgað. Fyrirliðarnir aftur á móti hefðu ágætt viðurværi, en þeir réðu ekkert við hermennina. Hitt og þetta Lösr hafa verið samþykt i Ítalíur sem heimila stjórninni að reka úr embættum útlenda prófessora og kennara við æðri skóla i Ítalíu, ef svo þykir þurfa. Eru lög þessi aðal- lega stiluð upp á Þjóðverja, sem margir eru kennarar þar í landi. Þær eru ljótar sögurnar, sem ber- ast af meðferð Þjóðverja árúmensk- um föngum þeirra. »Times« segir frá þvi, að fjöldi þeirra hafi verið sendur til vestur- vigstöðvanna og látinn vinna þar 10 stunda þrælavinnu á dag svo nærri skotgröfunum, að sprengikúl- um Breta og Frakka oft rigni yfir þá. Sumstaðar i Þýzkalandi hafi 10—14 Breytittfr hefir nýlega orðið i belg- isku stjórninni. Baron de Broque- ville hefir látið af utanrikisráðherra- embættinu og tekið við verzlunar- ráðuneytinu, en Poul Hymans, sem verið hefir sendiherra Belga i London, er orðinn utanrikisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.