Morgunblaðið - 03.03.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐH fjörðinn. En ná var svo hvast að að ekki virtist tiltöknmál að róa yfir fjörðinn, enda ekki mörgnm á að skipa vegna þess að einhverjir þnrftu að hngsa um heyið, og svo var báturinn lítill. Langafi þinn var alveg ráðþrota. Hann mátti helzt engan mann missa frá heyþurkun og allra sízt hesta. Það gat lika vel verið alveg þýðingarlaust að senda mann landveg. Amma þín gat verið dáin áður en maðurinn kæmi aftur. Og langafa þínum þótti vænst um haná — næst reítunum sínum. Þá var það að Nonni bauðst til að róa yfir fjörðinn og sækja læknirinn. Eg held að langafi þinn hafi ekki gert sér neina grein fyrir Jwi 1 hvern háska Nonni stefndi sér með þessu. Hann klappaði að eins á öxl- ina á honum og sagði: — Jæja, farðu þá, Nonni minn, í guðs nafni og ef þú getur náð i læknirinn þá máttu kjósa þér ein- hvern hlut úr eigu minni. Þetta heyrði eg með mínum eig- in eyrum að hann sagði og mér varð létt um hjartaræturnar því að eg hélt að hann mundi efna orð sín og eg vissi hvað Nonni mundi kjósa. Nonni fór og náði í læknirinn þótt ekki geogi það greitt vegna þess að hann ætlaði ekki að þora að leggja út á fjörðinn með Nonna. — Og ömmu þinni batnaði bráð- lega. Svo leið nú og beið fram yfir göngur og sláturtíð. Afmæli langafa þíns var um það leyti. Hann var þá vanur að fá sér ofurlitið i staup- inu og svo gerði hann enn. Hann var orðinn ofurlítið hýr og þá minti hann Nonna á það, sem hann hafði lofað honum. Nonni sá að nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva, herti því npp hugann og sagði eins og var. Hann kaus ömmu þína. Eg ætla ekki að lýsa skelfingar- svipnum, sem fyrst kom á langafa þinn. En svo breyttist skelfingin í ofsareiði. Það er ekki rétt að segja þér hvað hann sagði þá, en mér datt ekki annað í hug, en að hann mundi drepa Nonna. Til allrar ham- ingju voru ekki fleiri við en við fjög- ur, og engir aðrir vissi hvað fram fór. Eg stóð í hnipri af hræðslu að hurðarbaki, en amma þin fleygði sér upp i rúm og ætlaði að springa af harmi. Hún sá nú að hverju fór og það sáum við öll. Nú var öll von úti. Sá litli vonarneisti, sem vaknaði um haustið þegar Nonni lagði líf sitt i hættu fyrir ömmu þina, hafði nú sloknað til fulls. Ef vont gat versnað, þá varð lang- afi þinn enn reiðari er hann sá hvað amma þin tók sér þetta nærri. Hon- um varð það þá ljóst að Nonni hafði náð ástum hennar. Hann réði sér ekki lengur fyrir bræði, hrækti framan í Nonna og skipaði honum að fara fiurtu og koma aldri fyrir sín augu framar.......... Anna gamla þagnaði um hríð og lézt vera að laga koddan sinn, en eg heyrði eitthvert undarlegt hljóð, eins og hún hefði fengið hiksta. Svo heyrði eg að hún vafði sokknum ut- an um hnykilinn, stakk honum und- ir koddann og hallaðist svo upp við herðadýnu......... — Já, Nonni fór og hann kom ekki aftur. Eg leitaði hans alt kvöld- ið, en fann hann ekki. Svo liðu margir dagar og eg fór ekki frá ömmu þinni. Hún lagðist veik og lá lengi við dauðann. Nokkru seinna frétti eg það, að Kristján á Ingunnarstöðum hefði byss- una haos Nonna og segði að hann hefði gefið sér hana að skilnaði. Eg kunni ekki að skrifa og var því að hugsa um að koma boðum til Krist- jáns og spyrja hann hvort hann vissi hveit Nonni hefði farið, en eg kom mér ekki að því. Mér fanst þetta líka hálf undarlegt. Nonni hafði ekki kvatt mig, en kvattjKristján og gefið honum byssuna. Og byssanhafði ekki sézt hjá Kristjáni fyr en nokkr- um dögum eftir að Nonni fór. Þó vissi eg að Krisján hafði haft ágirnd á henni. Það var góð tið um haustið og auð jörð fram eítir öllu. Menn fóru að taka eftir því að það var óvenju- iega mikið af hröfnum uppi hjá Langholti og þar í grend. Langafi þinn hélt að þar mundi einhver kind hafa lagst afvelta og hann fór því að leita. Hann var ekki mjög lengi í burtu, en hann kom aftur með þau tíðindi, að hann hefði fundið lík Nonna. Piltarnir voru Iátnir sækja það um kvöldið. Mér var sagt að það væri svo hræðilega útleikið, að bezt væri að eg sæi það ekki. En eg fór samt að sjá það. — Þú ert of ungur til þess að eg lýsi þvi fyrir þér, hvernig það var útlits, en oft hefir sú sýn haldið fyr- ir mér vöku nm æfina. Og þá vissi eg einnig hvernig Kristján hafði kom- ist að bysstmni. Hann hafði tekið hana en skilið Nonna eftir.......... Amma þín hafði verið glöggskygnari en eg á mannkosti Kristjáns. Eg forðaðist hann eftir það, og hafði einsett mét að fara buitu — eitthvað langt í burtu, til þess að gleyma hörmum mínum. En amma þín bað mig að yfirgefa sig ekki fyr en hún dæi — því að hún hélt þá, að hún mundi eiga skamt eftir ólif- að. Eg lofaði því, og hefi efnt það, þótt hún lifði lengur en eg bjóst við. Sorgin er líka léttari þegar tveir bera hana, og eg veit það, að það hefir orðið okkur til góðs að við skildum ekki. Þessi sviplegi atburður hafði litil áhrif á langafa þinn, nema eg hejd að hann hafi orðið enn harðlyndari en áður. Þremur árum seinna lét hann ömmu þína giftast afa þínum, sem var valmenni, þótt henni gæti aldrei þótt vænt um hann. Kristján á Auðunnarstöðum varð ólánsmaður. Það var eins og alt gott forðaðist hann eftir þetta. Nokkr- um árum seinna komu þeir Ingunn- arstaðapiltar úr fiskiróðri í vondu vsðri að haustlagi. Bátnum hvolfdi hérna skamt undan landi og Kristján druknaði en hinir komust af. A Þorranum um veturinn fanst lík hans rekið hérna rétt hjá naustinu. Menn vissu að það var lik hans, — fötin þektust — en höfuðið vantaði. — Anna gamla dó í vikunni milli Jóla og nýjárs.---------- * Arni Ola. — ■»---------- Með þessum dómsúrskurði var aðal- bjarginu velt úr vegi algerðrar bann- lagastefnu. Samkvæmt þessu áttu nú bann- ríkin sem voru kölluð »þur*, kost á því að gerast »alþur«. Og ekkl einungis rikitt heldur einnig þau hér- uð innan »votu< ríkjanna sem sam-- kvæmt lögheimild hafa sett hjá sér bannreglHgjörð. — Bandaríkin eru talin 48. Af þeim voru 26 orðin þur- En af hinum 2543 héruðum Banda- ríkjanna er sagt að einungis 355 leyfi áfengisverzlun. Fullkomið aðflutningsbann í meiri hluta Bandaríkjanna. Allsherjarþingið undirbýr alríkisbann. „íslenzka bann- Andbanningar hafa stefnan eins- Jöngum haldið því dæmi . fram> að islenzka bann- stefnan væri einsdætpi í heimslög- gjöfinni. — Út af þessu skrifaði eg grein, er birtist í ísafoid 7. júlí 1917, þar sem eg sýndi fram á að bannstefnan í* Bandaríkjunum væri alveg sú sama og hér. Setti eg þar þýðingu úr grein um afstöðu bannmálsins þar vestra, er staðið hafði i einu merkasta tímariti Banda- rikjanna. Hafði sú grein verið rit- uð seint á árinu 19x6, og tók af allan efa um þetta. — Er mér því ánægja að geta nú lagt fram nýj- ustu fréttir af bannmálinu í Ame- ríku, svo skýrt sem þær sanna ofan- nefnda ísafoldargrein. Heimildirnar að þessum fregnum vestan um haf, hefir Davíð Ostlund sent i bréfi til blaðsins »Bjarma< (ritað 10. júlí 1917) og síðan fram að síðustu áramótum i blaða-úrklipp- um. Úr »Bjarmabréfinu* hefir »Tíminn« flutt útdrátt 23. febr. sl. Baunmálið I Frá því er bann Bandaríkjunum stefnan Jjóf gang sinn tN írsins '9I7- árið 1851, og þar til i ársbyrjun 1917, gátu bannríkin ekki bannað aðflutning áfengis, er einstakir menn pöntuðu sér. Strand- aði þetta á alrikislöggjöfinni. Þessi innflutningur til einstakra manna var auðvitað verstur þröskuldur á þeim vegi, að bannlögin kæmu að gagni og að þeirra yrði gætt sem skyldi. — Bannmenn komu þvi á alríkisþingi 1913 fram lögum, sem kend eru við Webb-Kenyon, er gáfu einstök- um rikjum rétt til að »þurka« sig algerlega, sem kallað er. En þessi lög komu ekki til framkvæmda strax vegna þess að andbanningar héldu málinu til dóms og sögðu að lögin færu í bág við stjórnarskrá alrikis- ins. Og það var ekki fyr en 8. jan. 1917 að úrskurður hæstaréttar féll, og var hann á þá leið að lögin riðu ekki i bág við stjórnarskrána. — Árið 1917. Arið sem leið hefir verið hið langsigursæl- asta ár fyrir bannstefuuna í Ameríku, sem upp hefir runnið siðan húnf hófst. Skulu hér nefndar helstu ráð- stafanirnar banninu í vil. 1. Hæðstaréttardómurinn sem áð- ur er nefndur. 2. Mánuði eftir að þessi dómur úrskurðaði að »alþurkun< rikja riði ekki i bág við stjórnarskrána, sam- þykti alrfkisþingið hið svonefnda- Reed-frurovarp. Þar sem Webb-Ken- nyon lögin voria að eins hcimildarlöf fyrir »alþurkun« þá gjöra Reed-lögin bannrikjunum að heinni skyldu að hafa algjört bann. Frá 1. júlí 1917 er allur aðflutningur áfengis til hinna þurru ríkja stranglega bannaður. Blöð og rit sem hafa nokkrar aug- lýsingar um áfengi er og póststjórn- inni b^nnað að flytja inn í þessi ríki. Sektir fyrir brot á lögum þess- um eru 1000 dollarar eða 6 mán^ fangelsi eða hvorttveggja. 3. í »votum« ríkjum má ekki selja áfengi á neinum stað innan ý milna (enskra) frá hermannabúðum. Og engum hermanni má selja áfengi. Öllum vinsölustöðum á ofannefnd- um svæðum er því lokað. 4. Hinn 8. sept. var öllum whiský-verksmiðjum í Bandarikjun- um lokað. Stendur það að minsta kosti á meðan á stríðinu stendur. Kaupir stjórnin allar whiský-birgð- irnar og breytir i suðuspritt. 5. í desember gaf alrikisstjórnin út bann gegn tilbúningi á öli, sem hefir í sér meira áfengi en 28/4%. Gekk bannið i gildi 1. jan. 1918.- Aður var áfengi i öli frá 3 til 7%. 6. Hinn 10. des. 1917 feldi hæsti réttur Bandaríkjanna dómsúrskurð, þar sem rikjunum er gefinn réttuf til að hanna einstökum mönnum hafa áfenga drykki' vörslum sinum■ 7. Og siðast en ekki síst kemuf það, sem Will. Jennings Bryan kaflaf »merkustu lagasamþyktina á heifl1 öld<, en það er samþykt sem alrík’ isþingið gerði 17. des. s. 1. Það ^ breyting á stjórnarskránni viðvikjí0^1 alrikisbanni, sem kveður svo á, ^ jajnskfóti og ",36 riki hafi aðhy^ pessa breytingu, pá skult Bandariktft >alpurkuð< að ájengum drykkjn111, Þetta frumvarp hafði öldungat*el alrikisþingsins samþykt i ágústnl s. 1. með 6 5 atkv. gegn 20, °S “ samþykti þjóðþingið það me^ j* atkv. gegn 128. — Atkvæðin þannig á ríkin, að frá 24 ríkjutn voru allir fulltrúarnir með frumvarP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.