Morgunblaðið - 04.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Það fer jafnan svo fyrir bæjar- stjórn Reykjaviknr, að hiin borgar mikið gjald fyrir litið erfiði. Hér eru lögregluþjónar. Þeim er launað svo illa, að þeir verða að vera vika- drengir. Og hjáverkin verða svo mikil, að þeir sjást sjaldan, þá er þeirra er þörf. Þeir eru hafðir í hinu og öðru »snatti« út um hvippinn og hvappinn. Það er von að lög- reglan í bænum verði góð með þessu mótii Hér er að eins um eitt málefni bæjarins rætt, og það varðar alla. Því að ef allir gerðu hreint fyrir sínum dyrum, þá þyrfti eigi það bjástur, sem nú er, með öku- og sand-karla. Bærinn leggnr árlega fram stórfé tíl viðhalds og þrifnaðar. Það sér Óvíða stað. Að minsta kosti fer jafn- an svo, að komi snjókorn úr lofti, þá er hálka um allar götur. Það þýðir svo Htið þótt blöðin seu að minna á þetta. Vanalega kemur slik umkwörtun eftir dúk og disk, eða þá að henni er alis ekki gengt. Hálkan hefir verið aðal umræðu- efnið hér i bænum ár eftir ár. Og hún hefir altaf farið versnandi eftir þvi, sem ibúum fjölgaði og minna var skeytt um göturnar. En hví skal ekki hverjum húsráð- anda gert skylt að gera hreint fyrir sínum dyrum? Það má þó ekki minna vera, þar sem gangstéttir eru komnar, heldur en hver og einn reyni að halda þeim gangstéttum eins vel við og unt er. Falli snjór á þær og þverskaflar, er ekki við góðu að búast, nema þvi að eins að sköflunum sé mokað burtu. Nú er þannig ástatt að enginn hugsar um það að gera hreint fyrir sinum dyrum. Það er bærinn sem á að gera alt saman. En bærinn hlýtur að hafa heimild til þess, að heimta það, að hver og einn geri hreint fyrir sínum dyrum, bæði sum- ar og vetur, og þá er ekki annað en eftiriitið sem á stendur. Setjum nú svo, og það er víst — að bærinn greiði mörg þúsund kr. árlega fyrir þrifnað. Og þó kemur ekkert að haldi. Væri nú ekki nær, að gera hverjum það að skyldu — alveg eins og hverjum húseiganda er gert að skyldu að hann eigi bruna- stiga — að hann ætti einnig öll áhöld til þess að moka burtu snjó af götunum við hús sín og varna þess að þar komi klaki. Sá er þetta ritar, á fleiri en eitt hús í borginni. Hann hefir jafnan haft það að venju að gera hreint fyrir dyrum húss síns, en litla þýð- ingu hefir það haft, vegna þess að í næstu tröð er snjóskafl, troðinn og frosinn. Það verður mörgum ókunnugum atð spyrja, hvers vegna við höfum gert gangstéttir hér i bænum, þar sem ekkert sé uni það hugsað, að hverjum notum þær koma. Því að litt er fyrir það gefandi, þótt þurum fótum verði gengið um þær á sum- ardegi. Sumarið er stutt hjá okkur, en veturinn langur. Og kostum við einhverju fé til þess, að bæta úr Samanburður á þvi, hve mikið fékst i Reykjavik af nokkrum utieridum vörum fyrir kjöt, ull og smjör fyrir stríðið, og hve mikið fæst nú. YorS 4 100 ktr. Fyrir 1 kjöttnnnn Fyrir 100 kg. af Fyrir 100 kg. af (112 kg.) hv. nll nr. 1 smjon Fyrir Fehr. Fyrir Febr. Munnr Fyrir Febr. Mnnnr Fyrir Febr. Munur striðið 1918 striðið 1918 af striðið 1918 af stríðið 1918 af kr. kr. kg- kg- hundr. kg. kg. hnndr. kg- kg- hnndr. Rúgmjöl 16,50 62,00 366 183 60 909 468 + 49 1158 806 + 30 Haframjöl 26,00 84,00 232 135 ú- 42 577 345 + 40 735 595 + 19 Hrisgrjón 8/4 27,00 116,00 224 98 -4- 56 556 250 + 55 707 431 — 89 7« 25,00 100,00 242 113 --i- 53 600 290 + 52 764 500 + 35 Hveiti 19,05 85,71 317 132 -4- 58 787 338 + 57 1003 583 — 42 Kaffi óbrent 136,00 190,00 44 60 + 36 110 153 + 39 140 263 + 88 Export 90,00 180,00 67 63 -i- 6 167 161 + 5 212 278 + 31 Syknr höggvinn 46,00 140,00 131 81 + 38 326 207 + 36 415 357 -4- 14 Sáldsyknr 42,00 125,00 144 91 -ú- 37 357 232 + 35 455 400 -r- 12 Steinolia 24,67 58,67 245 193 • + 21 608 494 + 19 770 852 + 11 Athugasemd við töfluna. Verðið á útlendu vörunum i töflunni hér að framan, bæði fyrir striðið og nú i febrúar, er lægsta verð í stórkaupum hjá tveim kaupmönnum hér i Reykjavik, Jóni Jónssyni frá Vaðnesi og Páli Gislasyni í Kaupangú Verðið á kjötinu er það, sem Sláturfélag Suðurlands borgaði bændum, að meðtaldri uppbót, haustið 1913 (kr. 60,41 fyrir 112 kg.) og haustið 1916 (kr. 1x3,34 tyrir 112 kg-) fynr x. flokks dilkakjöt. Uppbótin fyrir 1917 er enn ekki ákveðin, og varð því að miða við verðið 1916. Ullarverðið, sem reiknað er eftir, er fyrir 1 kg. kr, 1,50 fyrir striðið og kr. 2,90 nú, en smjörverðið er verð á 1 kg. af rjómabússmjöri fyrir striðið kr. 1,91 og gangverð nú hér i Reykjavik kr. 5,00. Gærur eru ekki taldar, þær voru í sama verði 1916 og 1913, en hafa nú loks hækkað að mun; en hverju sú hækkun nemur, getur Sláturfélagið enn ekki gefið upp. Tólg og mör er heldur ekki talið, af þvi að bændur hér syðra nota það mest heima. Þótt kjöt hafi hækkað i verði um 88 af hundraði, og ullin um 93 af hundraði, þá fæst þó nú, eins og taflan ber með sér, tæplega helmingur af kornvörum á móti jafnmiklu af kjöti og ull, samanborið við það, sem fékst fyrir stríðið. En kjöt og ull eru aðalsöluvörur sveitabænda. Og nú þarf að láta tvöfalt meira af þessum vörum fyrir kornvörurnar heldur en fyrir striðið. Fyrir afkomu einstaklingsins er þetta mjög tilfinnanlegt, og fyrir landið í heild sinni nemur viðskiftatjónið á þessu sviði sakir ófriðarins stórfé. Þegar öll kurl koma til grafar mun það koma í ljós, að sveitabændur biða ekki siður afskaplegt tjón af striðinu en kaupstaðarbúar, ef ekki breytist til stórbatnaðar um verð á landbúnaðarafurðum. Og þó að almenn- ingur í kaupstöðunum verði enn ver úti en sveitirnar, er það eins fjarstætt að tala um »bændagróðann« eins og ef sveitabændur miðuðu ástandið við sjávarsíðuna við það, að einstöku menn þar hafa stórgrætt við stríðið. Embættismenn og barnakennarar eru þær stéttir, sem hafa orðið tiltölulega harðast úti, því að dýrtiðar- uppbótin er smávægileg í samanburði við kostnaðaraukann við framfærið. Kaupmannastéttin er bezt farin. Vör- ur hafa sifelt hækkað í verði. ötulir kaupmenn hafa þvi til þessa stöðugt grætt við stríðið. Fjölskyldumennr sem hafa fyrir mörgum að sjá, eru harðast leiknir. Einhleypt fólk, sem hefir, ank fæðis, tvöfalt hærra kaup eo áður og meira, þarf ekki að spara við sig. Og þeir einstöku menn, er verulega hafa grætt við striðið, geta borist mikið á, en það mega menn ekki láta villa sjónir fyrir sér um afkomu landsmanna í heild sinni. E. Bf.. þörfum vetrarins, þá skyldi eigi gefið hálfu meira fé i staðinn. Það sem mest skortir hér er »organisation«. Við eigum engan duglegan »organisator«, og vantar okkur þó þann mann framar öllu öðru. Okkur vantar duglegan, óhlut- draqan mann, mann, sem kann að meta meira heill bæjarins, en sinn eigin stundarhagnað. En kvað um það. Óliklegt er, að stundarhagnaður einstakra manna geri sig svo heimakominn, að þeir gái einskis annars. Sá sem vill sitja að völdum, verður að gæta þess, að breyta samkvæmt samvizku sinni, en ekki i samræmi við eigin hags- muni eða upphefð. Mönnum kann nú að virðast, sem hér sé farið lengra en efnið leyfði. En svo er ekki. Sá sem kann að safna um sig fjöldanum og kann að vinna úr honum beztu efnin, verður sigurvegari. Þessa hefir aldrei verið gætt i »pólitik« þessa bæjar. Þvi fer sem fer. Hér greiðum við, borgararnir, krónur tugum þúsunda saman, ár eftir ár, án þess að bafa hugmynd um það, að slikt er að eins eyðslu- fé — skattur, sem legst á okkur fyrir það, að við trúum öðrum of vel fyrir því að fara með fjármál bæjarins. Hðfnin i Vestmannaeyjum. Svo sem getið var um í blaðinu fyrir nokkru, gerði ofveður mikið i Vestmannaeyjum þriðjudaginn 19. febr. Slitnuðu þá 16 vélbátar upp og rak á land, og eitt danskt segl- skip rak einnig á land. Um atvik þetta ritar Skeggi 23. febr. á þessa leið: »Þriðjudagsmorguninn gerði hér austanveður mikið, þó ekki meir en svo, að önnur slík og meiri, koma öðru hvoru. Gerðist þá órólegt mjög á höfninni og skemdir á bát- um. Dönsk skonnorta, sem liggur á hðfninni, sleit festar að framan- verðu, sneri við það og gerði ónæði- samt bátum sem i kringum hana voru; var með naumindum að húo slyppi við að reka á land. Önnuf skúta »Dreki«, var líka vant við komin, festarnar í ólagi og margif bátar i kring. Varð að hleypa bátn- um á land, með því að hann hélsf ekki við á festunum. Bátar seto voru í leiðinni fyrir honum, voru í mikilli hættu meðan hann fór hjá þeim, en bátverjar fengu afstýf*. skemdum. Mátti það heita vel ** sér vikið í þvílíku óveðri. Sumir aðstandendur báta kon3flSt i þá, til að verja þá skemdum, var® að hleypa sumum á land, en aðrif voru fluttir inn að bryggju og vatð' ir þar með nákvæmni. Alls rak land 16 báta á þriðjud. auk þrr88!a sem fluttir voru inn að bryggiu» einn á miðvikudagsnóttina. Nokkr- ir bátarnir eru töluvert skemdifr sumir frá sjóferðum um títna- r' sök var til að meira hefði orðið um skemdir úr þvi sem komið var. Suma báta sem ekki rak á lan r bar úr réttu lægi og varð hj011 ruglingur á öllu á höfninni. nokkrum formönnum með harð eog^ einu að bjarga bátum sinum, lé sjálft að það mundi ekki tkaast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.