Morgunblaðið - 14.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ Símfregnir. Eftirfarandi skeyti hafa borist »Við- skiftablaðinu* frá »Central News* og hefir það góðftislega leyft oss að birta þau. London 12. marz. Við loftárás, sem gerð var á Paris i gærkvöldi, biðu 100 menn bana, þar af 66 vegna eiturgufu úr sprengi- kúlunum. íbúarnir urðu mjög ótta- slegnir og þyrptust niður í neðan- jarðaf járnbrautargöngin og hlutu 79 menn meiðsli þar af. London 12. marz. Það er opinberlega tilkynt að brezkar flugvélar hafi varpað smá- lest af sprengjum á Cobleuz. Fjárhagur Tyrfcja. Hann kvað vera í meira lagi bág- borinn. Óhemju ósköp hefir verið gefið út af seðlum, og þegar þar ofan á bætast allir þeir seðlar, sem falskir eru og mikið er gefið út af, þá er ekki að furða þó viðskiftin verði fremur ótrygg. Svissneskur ferðamaður sem nýlega kom til Konstantinopel segir svo frá þvi, að á sumum peningaseðlunum sé mynd af Kut el Amara og undir henni standi: »Þe?si borg er Tyrkja til eilifðar. Þökk sé hinum hraustu her- sveitum vorum og okkar mikilsmetnu bandamönnum<. Sami maður segir, að i hvert sinn sem stjórnin sé í fjárþröng, en það sé eigi sjaldan, þá leiti hún til Þjóð- verja um lán. Þjóðverjar gefa stjórn- inni þá leyfi til þess að gefa út enn fleiri seðla og »lofi« að kaupa þá að ófriðnum loknum — þegar Mið- rikin hafi sigrað. Skipum sökt. Af ásettu ráði ér ekki getið um það í Bretlandi né Frakklandi hvaða skipum kafbátum Þjóðverja tekst að sökkva. Það er aðeins tekið fram i opinberum skýrzlum vikulega hve mörgum skipum stærri — eða minni — en 1600 smálestir hafi verið sökt, en eigi meira. Er það gert til þess að gefa Þjóðverjum eigi neinar upplýsingar fram yfir það sem þeir kunna að vita um það hvaða skip- um sökt er. En í amerikskum blöðum fær mað- ur stundum að frétta um það þá er stórum skipum er sökt. Svo segir t. d. »Public Ledger« i Philadelphia frá þvi, að i janúarmánuði hafi þýzk- ur ‘kafbátur sökt brezka »Cunard- linu« skipinu »Andania«. Bar það 13,400 smál., var smíðað árið 19x5! hinni sömu skipasmíðastöð og smíð- aði »Mauritania«. A annað skip jafnstórt og frá sama félagi, kom kaf- bátur tundurskeyti í sama mánuði, en talið var*að skipið mundi bjarg- ast. Það hét »Aurania«, farþegaskio og gat flutt 2550 farþega yfir At- lanzhaf. í brezka þinginu var nýlega gerð fyrirspurn um það, hvort satt væri, að farþegaskipi hefði verið sökt i Ermarsundi, og öðru sem var á leið milli írJands og Liverpool. Dr. Macnamara varð fyrir svörum og kvað það satt vera. Af skipinu, sem var á leið yfir Ermarsund til Frakklands hefði annar hvor maður bjargast, en af hinu skipstjóri einn. Það skip hefði flutt 400 nautgripi og 200 kindur. Öðru skipi, sem flutti 156 nautgripi, 361 kind og 139 svín, hefði ennfremur verið sökt skamt frá Liverpool hinn 26. janúar. Þá var og um líkt leyti sökt ameríkska herflutningaskipinu »Tus- cania* og öðru skipi er »AUamance« hét. — I amerísku blaði frá 8. febrúar er þess getið, að Þjóðverjar hafi haft óvenjulega fáa kafbáta til hernaðar i vetur, eða samtals 12—18. En búist er við því, að Þjóðverjar muni fjölga kafbátunum þegar líður á vorið, og telja Ameríkumenn að þeir geri það til þess að granda herflutn- ingaskipunum þaðan að vestan. Segir svo í þessari fregn, 'að Þjóðverjar muni í mesta lagi geta haft 30 kaf- báta til hernaðar. En þar með eru eigi taldar »varphænurnar« eða hinir minni kafbátar, er eingöngu leggja tundurdufl. Kafbátarnir eru sérstaklega að verki norðan og sunnan við írlandshaf. Hafa bæði hernaðar kafbátar og-»varp- hænur* verið á sveimi rétt fyrir framan Mersey — hafnarborg Liver- pools. Og stóru afríkönsku skipi, er »Apapa« hét, var sökt í desem- bermánuði þegar það átti að eins 40 mílur ófarnar til Liverpool. Hinir stærstu kafbátar Þjóðverja, er sögur fara af, eru vopnaðir nýj- um 15 sentimetra fallbyssum og eru þær miklu harðskeytari heldur en 15 sentimetra fallbyssur þær, er beiti- skip Þjóðveija voru vopnuð með fyrir ófriðinn. Hinir nýjustu kaf- bátar hafa tvær fallbyssur af þessari stærð, aðra í stafni og hina í skut. Þess hefir verið getið að 5000 smálcsta kaf-beitiskip hafi sézt, en engar áreiðanlegar fregnir eru um það og eigi hefir þýzka flotastjórnin heldur látið ueitt frá sér heyra, er bent geti til þess, að slíkir risa-kaf- bátar hafi verið smiðaðir. En auk þeirra kafbáta er nú hafa verið taldir, hafa Þjóðverjar smíðað allmarga, sem eingöngu er ætlað að skreppa frá Belgiuströnd til Eng- lands. Þeir kafbátar eru hvergi nærri svo stórir sem hinir algengu hernaðar-kafbátar og þeir eru svo litt vopnum búnir, að þeir eiga fult í fangi með það að fást við vopnuð kaupför. Þessir kafbátar voru upp- haflega smlðaðir til þess að sendast suður til Miklagarðs, meðan banda- menn höfðu herinn á Gallipoliskaga og voru þeir hafðir svo léttir og litlir að hægt væri að flytja þá með járnbrautarvögnum alla leið frá Þýzka- landi og þangað suður. Hitt og þetta. Mjólkurskortur afskaplegur er um þessar mundir i Vinarborg. Bænd- ur hafa orðið að skera kýr sínar vegna fóðurskorts. Erlend blöð segja að suma daga berist ekki nema 10—15 þús. litrar af mjólk til bæj- arins, en ibúar munu vera nærri 2 miljónir manna. Heldur deyja, en gejast upp. Ame- ríkskur blaðamaður getur þess ný- lega i blaðagrein, að þýzkur fyrir- liði hafi skotið sig sjálfan á vcstur- vigstöðvunum þegar hann sá, að all- ir menn hans gáfust upp. Hann vildi heldur deyja heldur en lenda í fangelsi. Wilhelmshaven. Fyrir tæpum sjötíu árum var þar eyðiströnd sem nú er Wilhelmshaven, hin mikla flotahöfn Þjóðverja við Norðursjó. Vikin, þar sem höfnin var gerð, hét þá Jade Busen og lá undir Oidenburg. Það var mörgum árum áðnr en Kílskurðurinn eða »keisaraskurðurinn« var gerður. Danir áttu þá Slésvík og Holstein. Hanno- ver var þá sjálfstætt konungsríki og Prússar höfðu hvergi öpna leið að hafi nema á einum stað við Eystra- salt og urðu þó að eiga það undir Dönum að þeir kæmust út á rúm- sævi. En það sá Prússakonungur að slíkt gat eigi gengið til lengdar. Háhn fór því þess á leit við stór- hertogann af Oldenburg, að hann seldi sér fjórar fermílur af eyðiströnd- inni umhverfis Jade Busen. Stór- hertoginn félst á það að selja og kaupverðið var 500.000 Thaler. Þar með var eigi öllu lokið, Hanno- ver vildi ógjarna að Prússar næðu þarna fótfestu og gerði alt sem það gat til þess að koma i veg fyrir það að fyrirætlanir Prússa næðu fram að ganga. Bannaði það flutning á efni- viði til hafnarinnar með járnbrautum slnum og þess vegna urðu Prússar að flytja alt sjóveg í kring um Danmörk. En þrátt fyrir þetta gáfust Prúss- ar eigi upp, og i seytján ár voru þeir að smíða höfnina og borg þar umhverfis. Náttúran sjálf lagðist líka gegn þeim og sjórinn braut oft mánaðarstarf á einum sólarhring, Ea að lokum var höfnin fullger og borgin reist. Höfnina vígði Vil- hjálmur konungur 1869 í viðurvist margra brezkra liðsformgja. Þetta varð upphaf að sjóveldi Þjóðverja. Smámsaman óx floti þeirra og Wilhelmshaven stækkaði. Skipasmíðastöðvar, þurkviar, skipa- viðgerðarstöðvar og járnsmíðastöðv- ar þutu þar upp. Nú er höfnin í tvennu lagi — gamla'og nýja höfnin, og eru þrjú hliðin þangað inn, en traustar víg-- girðingar á báðar hendur. „Tuscania“ Fyrsta herflutningaskip Bandarikja sem sökt er. Þess hefir verið getið bæði í sim- skeytum og öðrum fregnum hér í blaðinu, að amerikska herflutninga- skipinu »Tuscania« var sökt í febrúar-- mánuði skamt undan írlandi. Nákvæmar fregnir hafa eigi kom- ið af þessum atburði, en eftir því setn ameríkskum blöðum segist frá, hafa verið 2397 menn á skipinu, og af þeim druknað 210, en margir af þeim sem kornust í land, voru mjög þjakaðir, eins og nærri má geta, þar sem sumir höfðu fengið 3 stunda volk i vetrarköldum sjónum. Hersveitir þær, sem voru með skipinu, voru eigi fullæfðar. Hefir vist átt að æfa þær austan hafs. En af því leiddi aftur, að eigi var eins góð regla á eins og skyldi. Her-' mennirnir voru elgi nógu vanir við það að hlýða heraga, og þess vegna fór svo að alt komst i uppnám á skipinu, þá er það var skotið tund- skeyti. Menn ruddust í bátana —- alt of margir í suma — og svo lenti alt í handaskolum, þegar bát- unum var rent niður. Kollsteyptust margir þeirra áður enn þeir komo í sjóinn, sumir stungust beint á stefnið, og enn aðrir komu með fleygiferð niður á menn, sem börð- ust um í sjónum. Biðu margir við það bana, sem annars mundu hafa bjargast, því að skipið flaut í tv*r stundir eftir að það var skotið. »Tuscania« var ásamt öðrum skip' um í herskipafylgd. KafbáturinO; sem grandaði því, skaut á það tveinxo1 tundurskeytum. Misti hið fyrr3 skipsins og rendi rétt fyrir framaIJ stefni þess, en annað tundurskeyt$ hæfði það framarlega. Segir svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.