Morgunblaðið - 15.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ,Safem TJleikum' Hraðlestiu frá Berlín er nýkomin til Miklagarðs og soldininn er kominn til járnbrautarstöðvanna til þess að taka á móti þýzkum liðsfor- ingjum. Að baki hans sést hinn ungi og Qtuli hermálaráðherra Tyrkja, Enver Pasca. Soldáninn er maður ófríður og eigi sérstaklega nermannlegur, þótt hann heilsi á tyrkneska hermanna vísu með því að lyfta hendinni og rétta hma fram. Er sd kveðja köilum »Salem Aleikumc. Leihfélcg Reijhjavíhur. Frænka Charíay’s verður leikin föstudaginn 15. marz kl. 8 síðdegis i Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á föstudaginn frá kl. io árdegis með venjulegu verði. — Siðustu simfregnir Odessa fallin. Khöfn 14. marz Þjóðverjar hafa tekið Odessa. Nýja stjórnin í Póllandi er and- vig Miðríkjunum. Álandseyjabúar hafa aftur óskað eftir því að fá að sameinast Svíþjóð. Rússneska stjórnin er farin til Moskva, en Trotzky er eftir í Petro- grad til þess að verja borgina. Dýrtfðarvinnan. Svo sem kunnugt er fékk bæjar- sjóður 100 þúsund króna dýrtíðar- lán til bráðabirgða hjá landsstjórn- inni, til þess að veita mönnum at- vinnu, þeim sem helzt þurftu á henni að halda, en atvinnu gátu eigifeng- ið annarsstaðar. Hefir bæjarsjóður Iátið vinna undanfarna mánuði að ýmsum framkvæmdum, einkum að undirbúningi gatnagerðar hér í Reykjavík, grjótmulningi o. fl. Sem stendur eru í vinnu fyrir bæinn um 225 menn. Er unnið i Fossvogi. Þar hafa verið gerðir tveir stórir skurðir í mýrinni fyrir vestan Hafnarfjarðarveginn. Eru skurðir þessir allbreiðir, og er ætl- unin að gera mönnum hægra fyrir að taka þar mó á sumri komandi. Munu bæjarmenn geta fengið þar land til mótekju. Þá er og unnið að undirbúningi mótekju i Kringlu- mýri og mun ráðgert að bærinn lát taka þar mó i sumar svo sem i fyrra. Eru nú horfur ágreiðri mó- tekju miklu betri þar, en í fyrra, og má því búast við góðum árangri af því Og loks vinna marg- irgmenn að undirbúningi viðgerðar á Lækjargötu, Laufásvegi og Skot- húsvegi. — Svo sem við er að búast hrökkva 100 þús. krónur skamt, þegar veita þarf mörgum mönnum atvinnu. Svo telst mönnum til, að 90 þús. kr. séu þegar borgaðar fyr- ir vinnu, en 10 þús. krónurnar, sem eftir eru af láninu, duga eigi nema rúma vikn. Eftir svo sem viku eru engir peningar til, til þess að greiða með vinnu, og er því útlitið ekki sem glæsilegast, nema bærinn fái meiri peninga hjá landsstjórninni. Það má vitanlega ganga að því vísu, að brátt fari eitthvað að rakna úr atvinnuleysinu, sem hér hefir verið í vetur. Botnvörpungar, vél- bátar og þilskip stunda nú tiskveið- ar, og þegar tíðin batnar, sem allir vona að verði brátt, hlýtur að ber- ast á land mikið af fiski, en það veitir mförgum fjöhkyldum atvinnu. Byrði sú, sem bæjarsjóður hefir orð- ið að bera vegna hius almenna at- vinnuleysis, mun því vonandi brátt' verða töluvert léttari, enda eigi sýni- legt, að b>ejarfélagið gæti risið und- ir þunga hennar mikið lengur. Landssjóður lætur nú vinna af kappi að vegagerð milli Hafnaifjarð- ar og Reykjavikur. Að honum hafa unnið 90—100 manns undanfarið, en ráðgert er að fækka þar mönn- um um helming nú um næstu helgi, þannig, að verkamönnum verði skift i tvo flokka, og fær, hvor flokkur vinnu aðra hvora viku. Kostnaður hefir orðið mikill við undirbúnig þessa vegar, en þó mun ráðgert að vinna að vegagerðinni í sumar. Margt, sem að vegagerðinni lýtur, er þess háttar, að það er eingöngu hægt að gera að sumrinu. Lands- verkfræðingurinn hefir tjáð oss, að sumar vikur hafi verið borgað út nokkuð á 7. þúsund krónú til verka- manna, og má það heita all-álitleg upphæð. ú dagbok I Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstfmi miðvikud. og föstud, kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstrætl 8. Baran heitir færeyiskt þilskip, sem Helgi kaupm. Zoega hefir keypt frá Færeyjum og hingað kom nýlega. Skipið er um 63 smálestir að stærð, og á að stunda fiskiveiðar í vor. Gangverð jerlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,50 Pústhús 3,60 Franki franskur 62,00 60,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 Sterlingspund ... 16,00 16,00 Mark 68 00 ... Holl. Florin ... ••• »•« ... 1.37 Austurr. króua .. • • • • • • < • . ■ Njörður kom af fiskiveiðum í gær Hafði aflað lítið, því aldrei varnæði. Stöðugur stormur í hafi. „Sterling". Símskeyti barst hing- að í gærmorgun frá Kböfn þess efn- is að Sterling hafi farið þaðan þriðju- daginn 12. þ. m. beina leið til Reykja- vlkur. „Villemoes“ kom frá Norðurlandi í gær. Mun skipið bráðlega halda héðan áleiðis til Noregs með kjötið. „Borg" fór frá Bretlandi í fyrra- dag áleiðis hingað. „Svanurinn“ fór í gærkvöldi til Stykkishólms. „Ingólfnr“ fer í dag til Keflavíkur, Valdimar Briem vígslubiskup á Stóra-Núpi hefir sótt um lausn frá brauðinu frá næstu fardögum. Ag. Flygenring landsverzlunarfor- stjórí er nú á góðum batavegi eftir byltuna, sem hanu fekk um daginn. Dvelur hann samt enn á heimili sínu i Hafnarfirði. Er búist við því, að hann bráðlega muni geta byrjað aftur starfið við landsverzlunina. Slys. Maður föil niður um ís á Hvammsfirði nýlega og druknaði. Ætlaði hann að ganga yfir fjörðin á isnum og vissu menn það síðast til haDS, að hann var kominn spölkorn frá landi. Hjúkrunarfélagið ,Lskn‘ hélt aðalfund fimtudaginn 7. þessa mánaðar. Formaður gaf skýrslu um starf- semi iébgsins um síðastl. almanaks- ár. Tala félaga núna um áramótin var 139. Hagur þess er tiltölulega góður sem stendur. Félagið hefir alstaðar orðið fyrir velvild, bæði hjá félagskonum,semauk árgjalds, margaí hafa gefið því gjafir, föt og mat handa sjúklingunum, og jafnvel peO' ingagjafir, sem áheit eða á annao hátt. Hjúkrunarkona félagsins fór alls í 2j6j hcimsóknir til sjúklinga, ofur' lítið færri en árinu áður, sem var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.