Morgunblaðið - 25.03.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 25.03.1918, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ESS' Erl. simfregnir. frá fréttaritara Morgunbl.). Sóhniti i Frahktandi. Khöfn, 23. marz. Blöð bandamanna rita mjög roik- ið um sókn Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum. Hlé hefir orðið á sókn- inni og er nú tilkynt að tiltölulega lítið sé aðhafst á vígstöðvunum. Frá London er símað að árangur sóknarinnar hafi enga hernaðarlega þýðingu fyrir Þjóðverja. Þjóðverj- ar hafa teflt fram 40 herdeildum (divisions) í árásinni og hefir mann- fall þeirra verið afskaplega mikið. ftoílendinaar. Khöfn, 23. marz. Frá Haag er símað, að forsætis- ráðherra Hollendinga hafi sent Banda- ríkjamönnum og Bretum mótmæla- skjal út af skipatökumálinu. Vestmannaeyjasíminn. Eftirfarandi klausa stendur í blað- inu »Skeggi«, 9. marz. En það blað er gefið út í Vestmannaeyjum: Ólag á símanum enn. Undanfarnar vikur hefir verið afar- örðugt að ta!a i simann til Reykja- vikur, aðgerðin virðist ekki hafa hepn- ast vel. Ösin er hin sama þegar fært er að tala. Veðurskeyti koma ðrsjaldan. Það var því eigi um skör fram, er bent var á það hér í blaðinu hver nauðsyn er á að fá einn þráð í viðbót. Má ekki lengur við þetta una, ef nokkur tök eru á að fá efnið. Einstakir menn verða að fá að leggja þráðinn, ef stjórn iandssfmans fæst ekki til þess. Það er svo sem við mitti biiast, að viðgerðin á sæsímanum milli lands og eyja væri ekkert annað en kák. Eyjaskeggjar sjálfir segjast lítil sem engin not hafa af símanum eins og hann er nú, en nógu mikið kostaði þó viðgerðin. Hún kostaði nefni- lega nærri því eirs mikið og nýr sími, þó eigi hafi tekist betur. Það skal sannast að eina ráðið fyrir Vestmanneyinga er að fi reista loftskeytastöð í Eyjunum. Loft- skeytasamband mundi verða hið ör- uggasta fyrir þá og þar að auki kost- ar það mun minna nú, en það mundi hafa gert áður, þar sem stöðin er komin hér i Reykjavík. Það þarf ekki nema eina litla stöð nú, aðeins nægilega aflmikla til sambands við Melastöðina. Hún mundi kosta minna en auka- eða vara-simi, sem þar að auki er fyrirsjáanlegt að aldrei mundi duga lengi. Frá Finnlandi. Um hersendingu Þjóðverja til Finn- lands segir »Norddeutsche All- gemeine Zeitung*: Þjóðveijir vilja eigi á neinn hátt trufla hjálparstaifsemi Svia áAIands- eyjum, því að þeir skilja ofurvel þýðingu hennar. En það er ein- kennilegt að þau blöð Svía, sem framast vilja að Alandseyjar samein- ist Svíþjóð, hafa ekkert á móti því, að Þjóðverjar settu lið þar á land, heldur eru það vinstri blöðin, er aldrei hafa verið vinveitt Þjóðverj- um. Þau reyna nú að nota þetta sem átyllu til þess að spilla í milli Svía og Þjóðverja. »Tágliche Rundschau* ritar: Astæðan til þess að Alandseyjar voru valdar sem aðalbækistöð þýzka hersins, er sú hvernig þær liggja. Þær eru I mynni Helsingjabotns þar sem hrfnarmynni Ábo, Nystad, Raumo, Björneborg, Nikolajstad, Jakob.tad, Ulláborg og Torná eru, en þær eru sjálfkjörnar til þess að þaðan sé hafinn hernaður I Finn- landi. Þessar borgir hafa allar járn- brautarsambönd, bæði inn í landið og eins meðfram ströndinni, og þess vegna ætti það ekki að taka mjög langan tíma að komast þaðan til Helsingfors. í Helsingfors er sagt að séu um 100 000 rússneskir sjóliðsmenn og að þeir muni ætla sér að berjast þótt friður verði saminn. Ef þeir reyna að veita nersveitum vorum viðnám, þá er þær koma, munu þeir ekki þurfa griða að biðja. Og auk þess hefðum vér þá rétt til þess að leggja hild á skip Rússa, því að í fáðarsamningnum við þá er það skýrt tekið fram, að skipin skuli þegar i stað afvopnuð ef eigi sé farið með þau til rússneskra hafna. — — — Það er mælt að finska stjórnin sé því algerlega mótfallin, að Alands- eyjar gangi undan Finnlandi. Vill hun að eyjarnar verði sjálfstætt lén innan lýðveldisins. Hefir hún skipað þar landstjóra Hjalmar von Bcns- dorf ofursta og lénshöfðingja, sem heitir Örström. Þjóðverjar hafa heitið Finnum því að þeir skuli fá frá Þýzklandi 15000 smálestir af kornmat á mán- uði hverjum fyrst um sinn. Fregn sem kemur frá aðalherbúð- um »Hvítu hersveitarinnar* hermir það, að þá er friður var saminn með Rússum og Þjóðverjum með þvi skil- yrði að allir rússneskir bermenn skyldu þegar í stað verða á burtu úr Finnlandi, hafi »Rauða stjórninc í Helsingfors lýst yfir því, að allir þeir hermenn Rússa, sem vildu taka þátt i stríðinu gegn finsku stjórn- inni, skyldu teljast finskir borgar. Á þennan hátt ætluðu þeir að fara í kringum friðarsamningana og halda rússnesku hermönnunum kyrrum í Finnlandi. En meginj þorri rúss- nesku hermannanna hvarf þó heim til Rússlands, sumir með vopn sín, en aðrir fengn þeim »rauðu« vopn- in í hendur. Bretar og páfínn. í neðri deild brezka þingsins um miðjan febrúar, benti írskur þing- maður á það i ræðu, að það væri óafsakanlegt að Bretar skyldu ekki hafa svarað páfanum rækilega. En hann sagði að þetta mundi þvi að kenna að Bretar hefðu gert leyni- samning við ítali. Robert Cecil svaraði þessu og sagði að Bretar hefðu eigi sýnt páfanum neina litilsvirðingu með því að svara eigi friðarávarpi hans, þvi að þeir hefðu eigi haft neinu við það að bæta sem Wilson hefði sagt. Hann mótmælti því ennfremur að nokkuð væri það í samningi Breta og ítala, sem bannaði Bretum að svara páfanum. Hið eina sem þar væri tekið fram, væri það, að Bretar skuldbindu sig til þess, ef ítalir væru því mótfallnir að páfinn sendi fulltrúa á friðarfundinn, að styðja þá kröfu. Þetta væri alt og sumt. Annað stæði ekki í samningnum um þetta efnj og það væri i raun og veru þýðingarlaust, því að á friðarfund* inum yrðu aðeins fulltrúar ófriðar- þjóðanna, og þær einar hefðu rétt til þess að senda þangað fulltrúa. Herlína Breta rofin, London ódagsett. Það er opinberlega tilkvnt, að Þjóðverjar hafi rofið herlinu Breta fyrir vestan Sr. Quentin. Bretar hörfa undan i góðri reglu til stöðv?, sem þar eru þeim bún* ar. — Annarsstaðar hafa Þjóðverjar ekk* ert unnið á. Skeyti þetta barst Viðskiftafélag-- inu í gær frá »Central News« F London. Ameríkuferðir. Utflntningsleyfi fengið. í gær barst Eimskipafélaginu s skeyti frá New York, sem flytaf Islendingum mikil gleðitíðindi. Skeyt' ið hermir að útflutningsleyfi sé nú fengið fyrir kol i Gullfoss og full" fermi af vörum hingað. Skipið muO þegar byrjað að ferma og að nokkí' um dögum liðnum heldur það heiui' leiðis. Þá barst og annað skeyti frá Jónl Guðbrandssyni þar sem hann tilkynö^ ir Eimskipafélaginu, að skip félags' ins hafi fengið undanþágu yfirvalú' anna frá rannsókn í Halifax og a þau þurfi því framvegis ekki að koö13 þar við. Sjálfsagt má skilja þessi skeyti s^> að skip Eimskipafélagsins verði ek tekin í ferðir til Vesturheimseyja að Bandarlkjastjórn muni fraöV vegis ætla að greiða fyrir aðflutni°£ um hingað á þvi, sem við nanðsj lega þörfnumst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.