Morgunblaðið - 28.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mest og bezt hjá Tvl8tdúkar, mikið úrval. Milliskyrtutvistur og Milliskyrtur. Millifatapeysur. HúfubandiO: Shetlandsgarn. WaterproofsKápnr á drengi og fullorðið fólk. Gluggatjöld með gamla verðinu. Regnhattar og Suðvesti. Sólskinssápa °g Handsápa. Rjóma-skeggsápa. Prjónuö Nærföt á alla. Dagtreyju-Cheviot. PeysufataHálfklæði. Og mýmargt annað » Bezt og mest dómurinn var kveðinn upp, eftir að verjendur hins ákærða höfðu haldið langar varnarræður, flutti sækjandi málsine, Moruel höfuðs- maður, sem fyrir ófriðinn var mála- færslumaður i París, eftirfarandi stutta ræðu. Hún h'jóðar svo: »Yður, sem hafið verið í vafa um fortíð Frakklands, nútíð þess og framtíð, get eg aðeins gefið eitt svar: Hlustið á fallbyssudunurnar frá vígvöllunum. Mig hryllir við þeirri hugsun, að sá dómur, sem brátt verður kveðinn upp, hefði þann árangur að menn segðu, að maður hefði tekið við 12 miljónum franka af óvinum vorum til þess að svikja Frakkland, án þess að hann væri skotinn. Ef þér, herrar dómarar, kveðið upp slíkan dóm, er eg hræddur um framtíð Frakk- lsnds. Eg hefi oft áður, þó þá hafi eg verið öðruvisi klæddur, staðið hér og ákært menn fyrir viðbjóðslega glæpi og krafist þess að þeir menn, sem eg þá ákærði, væru dæmdir til dauða. En mér hefir æfinlega tekið mjög sárt að þurfa að gera það. En þegar eg í dag hugsa utn þá menn, sem látið hafa lifið á vig- völlunum fyrir hið helgasta málefni Frakkland', i þessum hildarleik sem þýðir tilverurétt Frakklands, þá er það hiklaust, óttalaust og af öllu minu hjarta, af brennheitri ást til Frakklands, að eg bið ykkur nú að dæma Bolo Pasha til dauða.« Eftir ræðu þessa báru dómararnir sig saman og litlu síðar var dómur- inn lesinn upp. — En sakborningur var studdur af tveim hermönnum út úr réttarsalnum. c DAGBOK 1 Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,50 PósthU* 3,60 Franki franskur 62,00 6200 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 10á,00 106,50 SterHngspund ... 16,00 16,20 Mark ... 68 00 ... Holl. Florin ... ... t#. ... 1.37 Austurr. bróna... • •• •• ••« ••• Messað í þjóðkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn langa kl. 12 á hád. sr. Fr. Friðriksson og á páskadaginn kl. 12 á hád. sr. A. B. Samverjinn hefir opið báða bæna- dagan. Botnia fór frá Færeyjum klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Ákaft frost gerði hér skyndilega í fyrrinótt. Frost um alt land í gær, mest 16 stig á Grímsstöðum, en 10 stig hér í bænum. Bæjarskrá Reykjavíkur 1918 er nú komin út. Nauðsynleg bók og handhæg, semflytur öllum notendum töluverðan fróðleik auk nafnanna og heimilÍBstaðar íbúanna. í fyrradag seldust nærri 1000 ein- tök af bókinni hér í bænum. Samverjinn hættir að úthluta mál- tíðum á laugardaginn kemur. — Að- sóknin að honum hefir aldrei verið jafnmikil að staðaldri og í vetur, um 230 til 250 gestir á hverjum degi. — Ef einhver víldi senda Sam- verjanum peninga núna í páskavik- unni, verður því varið til að kaupá fyrir tréskó handa nokkrum fátæk- ustu börnunum, sem borðað hafa hjá Samverjanum. Hver, sem séð hefir »skótauið« þeirra í vetur, veit að það er reglulegt góðverk að hjálpa þeim til að vera minsta kosti þur í fæt- urnar um páskana. |>ótt Samverjinn hætti að skamta, heldur hann áfram að gefa fátækum sjúklingum mjólk, en þá þurfa einnig góðir menn að halda áfram að styðja hann. Ýmir kom inn til Hafnarfjarðar í fyrradag með hlaðafla, 90 lifrarföt. Niðurjöfnunarskráin mun vera væntanleg einhvern næsta daga. Laugavegurinn. íbúar Austur- bæjarins kvarta mjög undan ástandi því hinu illa, sem Laugavegurinn er í. f>ar er aur svo mikill á gang stéttum jafnvel og í sjálfri götunni, að umferð má telja ófæra. Væri gott ef bæjarverkfæðingur vildi athuga þetta. Sjálfsagt má bæta veginn mikið kostnaðarlítið. Piano, Harmonium, Spiladósir, mikið úrval, nýkomið í Hljóðfærahús Reykjavíkur. Notuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum* Opið kl. 10—7. Ofnsvertd, Blákka, Maskínuolía Lampaglös 10 og 15 línu. njá Jóh. Ögm. Oddssyni Laugaveg 63. Harmoníum-Músik mikið úrval nýkomið í Hljóðfærahús Reykjavikur. 3DC EDE Þrifin stúlka, sem er vön matreiðslu, óskast nú þagar. Soffia Jacobsen Vonarstr. 8 (uppi). □ □I Fox-trott. One-step. Valzar. Síðustu nýjungar frá útlöndum nýkomið í Hljóðfærahus Reykjavíknr Villemoes kom á sunnudaginn til Kristjaníu, eftir viku ferð héðan. Morgunblaðið kemur e k k i ú t á morgun (föstudaginn langa). Húsnæðisleysi í Raupmasnahöfn. í Kaupoaannahöfn er nú stór ráða- gerð í frammi um það, að bæta úr húsnæðisskorti og atvinnuleysi i borg- inni með því að reisa ný hús með alt að 4—500 íbúðum. Hugmynd- ina að þessu á etatzráð Emil Glúck- stadt forstjóri »Landmandsbanken« og hefir nú verið skipuð nefnd I málið. Ætlar hún að ■ koma á fót húsbyggingafélagi og er ætlnnin að reisa 2—3 stórhýsaþyrpingar, þar sem verkamenn og efnaminni borgarar geti fengið góð húsnæði. Er búist við þvl, að þetta muni kosta 5—6 miljónir króna og hefir »Landmands- banken« lofað að leggja fram alt þetta fé og taka eigi af því hærri vöxtu en 4 %. Páskavörur: Hveiti, Kaffi, Sykur, Sago, Kar- töflumjöl. Purkaðir ávextir: Sveskjur, Rúsínur steinlansar, Epli' Apricots. Niðursuða: Perur, Ananas, Apricoser, Ferskjurr Jarðarber, (ódýrust í bænum), Lax, Leverpostej, Síld, Kjöt og Kæfa. Chocolade, Kakao, Te, Sultutau i glösum og lausri vigt. Saft útlend. Að öllnm jafnaði verður bezt að verzla á jóhanns-horni. Jóh. Ögra. Oddsson. Laugavegi 6 3. Piano- og Fiðlu-músik. — Söngvar. — Nýungar frá leikhúsum og söng- höllum erlendis. Nýkomið i Hijóðfærahús Reykjavíkur. Saloniki-YÍgstöðvarnar. Hermálaritari austurrikska blaðsins »Neue Freie Presse« ritar um hern- aðarhorfurnar þá er-Miðveldin höfðo samið frið við Rússa og Rúmena. Segir hann þar, að Miðveldin muni eigi þurfa alls þess herliðs á vest- urvígstöðvunum, sem hefir losnað að austanverðu og geti þvi haft mikinn hluta þess til vara, ef ein- hversstaðar þyrfti snögglega til þesS að grípa. Þegar Búlgarar hafi losað her sinn, sem barðist gegn RúmeO' um, komi töðin að her bandamanoí á Saloniki-vígstöðvunum og jafnvel muni hægt að gjalda ítölum í Ai' baníu »rauðan belg fyrir gráan*. Fallegt Nótnaalbúm, Nótnamöppur og „Takf-mseb1, eru kærkomnar tækifærisgi3^ Miklu úr að velja í Hljóðfærahúsi Reykjavkur.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.