Morgunblaðið - 20.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skófatnaður fiarla, fivenna og ungíinga, er nýkominn. Þar á meðal FERMINGARSKÓR ágæt tegund. D R E N G J A-S T í G V E L mikið úrval, KVEN-INNISKÓR mjög góð tegund, í skóverzlun Stefáns Gunnarssonar. SALTKJOT úr Þingeyjarsýslu, feitt og gott, fæst í heilum tunnum ódýrt, á meðan birgðir endast. Matarverzlun Tómasar Jónssonar Laugavegi 2. SAngféligið 17. júni. Samsðngur i Bárubúð verður endurtekinn í kvöld kl. 9 Aðgöngumiðar fást í Bókverzlun ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og kosta 2 krónur. Búi og Muffa til sölu. (Ægte Ilder) nýjasta tízka Verð 450 kr. Til sýnis í HljóOfærahúsi Reykjavikur. Sigurður Jónsson sagði að sum af túuum þeim, er bærinn ætti fyrir vestan bæ væru sem óræktarjörð, enda mundi þeim þau foriög ætluð, að verða að stakkstæðum, er tímar liðu. ‘Dýrtíðaruppbót gasstöðvarpjóna jyrir yftrstar.dandi ár, samþykt þessi: A. Starfsmenn með mánaðarkaupi fái þessa dýrtíðaruppbót: Jón Egilsson..........kr. 675.00 Sigurður Snorrason . — 400.00 P. Bernburg............— 226.00 B. Starfsmanna með tíœakaupi: Guðni Eyjólfsson . . kr. 210.00 Kristbj. Einarsson . . — 420.00 Kristján Guðjónsson . — 70.00 Þorv. Guðmundsson . — 140.00 Agúst Pálmasyni ... — 350.00 Jón Jónsson............— 210.00 Guðbrandi Þorkelssyni skal greitt í dýrtíðaruppbót í eitt skifti fyrir öll 200 kr. Hann er hættur starfi nú fyrir gasstöðina sökum veikinda. Rekstursreikninga gasstöðvarinnar fyrir árin 1913—1916 lagði borgar- stjóri fram, ásamt tillögum um efna- manna, sem einlæglega óska þess, að góður alþýðuskóli risi upp á Suðurlandsundirlendinu, get eg ekki hugsað til þess, að Ólafsvellir yrðu nú seldir úr þjóðareign og að þeim sé máske þar með komið i hendur bröskurum, sem gera þá óbyggilega, leyfi eg mér að snúa mér til yðar, háttvirtu alþingismenn, og biðja yður að flytja nú hið fyrsta ájAlþingi til- lögu um að banna sölu á Ólafs- völlum. Af því að eg býst við, að ef til- vill verði hraðað að leitast eftir kaupum á Ölafsvöllum, hefi eg ekki ráðrúm til að fá fleiri menn i lið með mér mðð þessi tilmæli til yð- ar, en eg vænti, að ekki líði á löngu, þar til að fleiri koma fram með mótmæli gegn sölu á umræddri þjóðeign. Bréfi þessu læt eg fylgja útdrátt úr fundargerðum Arnessýslu 1916 og 1918, sem sýnir hvernig sýslu- nefndin lítur á þetta mál. Áf sérstökum ástæðum, sem ekki koma þessu máli við, hafa sumir nefndarmennirnir skift um skoðun frá fyrri fundinum«. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Póathúa Doll. U.S.A. & Canada 3,40 3,60 Frankl franskur 60,00 62,00 Sænsk króna ... 111,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 105,00 Sterllngspund ... 15,60 16,00 Mark ........... 65 00 68,00 Holl. Florin ... 1,55 1,56 Þilskipin Asa og Valtýr eign Duus- verzlunarinnar, komu inn í gær, hvort með 18 þús. Gulifoss fer héðan til Ameríku líklega í byrjun næstu viku. Lóan er komin. Ótvíræður fyrir- boði góðs vors, þegar Ióan kemur svo snemma. Bisp mun að líkindum fara vestur eftir komu skipsins hingað. Fjöldi manns frá Veatfjörðum bíður fars héðan. Léðrétting. í greininni Búnaðar- samband Kjalarnesþings í gær, hefir misprentast: »hlynna að þýðing heim- ilanna og vanaskyldum*. A að vera: •hlynna að þýðing heimilanna og varna spjölluma. X. Nokkrar flöskur af áfengi höfðu fundist á Gullfossi þegar hann kom hingað frá Ameríku. Voru þær faldar i madressum rúma, sem eigi höfðu verið notuð á Ieiðinni. Eng- inn veit hver fiöskurnar áttu, en þær eru nú komnar í steininn. Þeir ■afnarnir, Guðm. Kristjáns- son skipstjóri og G. Kr. Guðmunds- son frá Vegamótum hafa sett á stofn skipamiðlara-skrifstofn hér í bæ Marteinn Einarsson kaupmaður á Laugavegi hefir selt Helga Jóns. syni, syni Jóns Guðmundssonar á Vífilstöðum, helming verzlunar sinnar og er hún framvegis rekin undir frímanafninu Marteinn Einarsson & Co. f>eir verzla aðallega með vefn- aðavörur. Messað á morgun í fríkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd. Br. 01. Ol. »17. júní« Byngur aftur í kviild kl. 9 í Bárunni, auðvitað fyrir troð- fullu húsi. Sfra Eggert Pálsson að Breiða- bólstað er skipaður prófastur i Rangárvallaprófastsdæmi frá næstu fardögum að telja. tulka þrifin og áreiðanleg, getur fengið vist 14. maí á fámennu heimili. Guðrún Finsen, Skólavörðust. 25- Nýkomið í Verzl. Goðaíoss Stofuspeglar, mjög fallegir og smáir speglar. Hárgreiður með skafti. Botnia fór frá Færeyjum í fyrra- kvöld, og er því skipið væntanlegt hingað f kvöid. Breskt skip er nýkomið til Isa- fjarðar með kol og salt til Asgeirs- sonar-verz!unar.| Hafði það töluverð- an pósfe meðferðis um 80 —90 poka að sögn en mestur hluti pokanna átti að fara hingað. Góður róðnr. Tveir menn á báti fengu í gær 1800 pund af þoiski hér út í flóa. Er það um 230 kr. og. mun það vera óvenju góður afli. Alþingi. LJri deild. Þar var skipuð fullveldisnefnd og. eru í henni þeir Karl Einarsson,. Jóh. Jóh., Magnús Torfason, Egg- ert Pálsson og Guðm. Ólafsson samkvæmt hlutkesti milli hans og Kristins Daníelssonar. Karl Einarsson þm. Vestm.eyja flutti alllanga ræðu um sjálfstæðís- mál vor og nauðsyn þess að nefnd- in yrði skipuð. Forseti gerði þingkostnað að um- talsefni og skýrði frá því að þing- menn hefðu á einkafundi í gær samþykt að umræður nú á þinginu skyldu prentaðar eins og að undan- förnu. Ennfremur að þingmenn hefðu á sama fandi samþykt að símanot þingmanna skyldu vera hin sömu og á síðasta þingi, en eigi- takmörkuð við fjögur viðtalsbil á viku, eins og forsetar hefðu ákveð- ið, og áður er skýrt frá hér i blað- inu. Neðri deild. í sjálfstæðismálanefnd eða full- veldisnefnd voru kosnir þeir Magn. Pétursson, Jón Jónsson, Magnús Guðmundsson, Bjarni Jónsson. Þór- arinn Jónsson, Sv. ^Ólafsson, Matth. Ólafsson. Bjarni frá Vogi mælti nokkur orð' en aðrar ræður voru ekki haldnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.