Morgunblaðið - 22.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ sættu lagi til þess að hríðin skylli þar á sem þéttast var fyrir, og náðu óvinirnir litlu landi með miklu mann- falli. Þótt ástandið sé iskyggilegt, þá er þó full ástæða til að vona hins bezta. En það verður að berjast lengi ennþá til þess að varalið Þjóð- verja verði uppgefið. Óvinirnir treysta á æðisgengna framsókn úr- valaliðs sins til þess að gereyða her- stöðvum Breta og draga allan dug úr bandamönnum. Drógu þeir að- eins saman herlið gegn Bretum, vegna þess að Bretum er þrengra um allar hernaðarframkvæmdir að baki sér, og vegna þess að Þjóð- verjar hefðu náð ströndinni ef þeir hefðu unnið sigur. Þeir bjuggust líka við því að þetta mundi hafa áhrif á hugrekki Frakka, enda beittu þeir um leið öllum brögðum, sem fréttastofum þeirra eru svo töm, til þess að vekja efa á vinfengi Breta og Frakka. En bandamenn hafa varpað öllu trúnaðartrausti sínu á yfirhershöfðingja Frakka og eru nú fúsir til þess að bera alt tjón þang- að til tími er kominn til gagnsókn- ar. Og fyrst óvinirnir hafa valið hersvæði Breta til ásóknar, verða Bretar að bera hita og þunga dags- ins um hrið. Hvorki óhjákvæmilegt manntjón né heldur uppgjöf þýðing- arlítils lands hefir getað veikt traust bandamanna á herjunum og foringj- um þeirra. Sú aðferð Þjóðverja, sem er í því fólgin, að reyna að knýja herlið óvina sinna til hvatvíslegra fram- kvæmda, sem og um leið að kippa fótunum undan þrautseigju og trausti borgaralýðsins, sú aðferð er er nú alkunn orðin. Alþing. Neðri deild. Bjargráðanefnd kosin og hlutu kosningu þeir Pétur Jónsson }ör- undur Brynjólfsson, Sig. Sig. Bjarni frá Vogi, Sig. Stef. Þorst Jónsson og Björn Kristjánss. Frv. um almenna hjálp vegna dýr. tíðarinnar vísað til bjargráðanefndar. Till. um sölu á Ólafsvallatorfunni vísað til landbúnaðarnefndar og till, um sölu á Gaulverjabæ vísað til sömu nefnar. . Verzlun landsine. í neðri deild er komin fram till. um að skipa nefnd til þess að at- huga verzlunarframkvæmdir landsins út á við og inn ávið og ráðstafanir allar, er gerðar hafa verið og hér að lúta. Flutnm. eru Gisli Sveinss., Sig. Stef., Einar Arnórsson, Jörund- ur, Þór. Jónsson, Magn. P., Magn. Guðm., Jón Jónsson, ÞorSt. Jónss. og Sig. Sig. Bankaútbú á Siglufnði. Till. til þingsályktunar er komin fram i Nd. um að skora á lands- BiMarstjóri, vanur og vel þektur og sem hefir góð sambönd við Hafnarfjörð, Kefla- vík, Grindavík og viðar, óskar eftir bifreiðarakstri i vör. Tilboð sendist á afgr. þessa blaðs fyrir 25. þ. m., merkt »Bifreiðarstjóri«. Síldarútvegur til sölu. Norsk snyrpenót og nótarbátur með spilum og öllu tilheyrandi. Kristján Bergsson, Tjarnargötu 14. Simi 617. Mótor 44 hesta Danvél, sama sem nýr, er til sölu nú þegar. Tilboð sendist vélabátaábyrgðarfélagi ísfirðinga, ísafirði, sem fyrst. Uáfryggið eigur yðar. Tfje Brilisf) Dominions General Insurance Company, Ldí„ tekur sérstakiega að sér vátrygging á innbuum, vörum og öðru lau^afé. — Iðgjöld hvergi lægrl. Sími 681. Aðalumboðsmaður Garðar Gíslason. stjórnina, að hlutast til um að sett verði á stofn á Siglufirði útbú fri Landsbanka íslands, svo fljótt sem unt er. , Fjárhagsástpndið. í Neðri deild er komin fram till. um það, að fjárhagsnefnd athugi fjár- hagsástand landsins og ráð .tafanir þær, er hér að lúta og gerðar hafa verið vegna dýtiðarinnar. Flutuingsm. eru Sig. Stef. Einar Arnóss. Jörund- ur, Magn. Péturs. Jón Jónsson Þorst. Jónss. og Sig. Sig. Ejri deild. í bjargráðanefnd voru kosnir þeir Guðjón Guðlaugss. Sigurjón, Hjörtur, Guðm. Ól. og Magn. Kristjánss. Bæjarstjórn i Siglufirði. Þingmenn Eyfirðinga bera fram frumvarp í þinginu um það, að Siglufjörður skuli vera sérstakt lög- sagnarumdæmi og hafa sína eigin bæjarstjórn, skipaða 6 mönnum auk bæjarfógeta. Kaupstaðurinn skal þó eigi hafa sérstakan fulltrúa á þingi en vera framvegis i kosningasam- bandi við Eyjafjarðarsýslu. Frumvarpið er langt, og í 38 greinum. Yrði þvi oflangt mál að rekja það nákvæmlega. En í grein- argerðinni segir svo: Það hlýtur að vera öllum ljóst, sem þekkja fjarlægð og aðra afstöðu Siglufjarðar frá Akureyri, þar sem sýslumaður Eyjafjarðarsýslu er bú- s. -ttur, hve afar óþægilegt það er fyrir þetta kauptún, sem nú telur freklega 900 ibúa, að eiga sinn lög- reglustjóra og dómara i svo mikilli fjarlægð, að alloft verður ekki til hans leitað nema með póstferðum. Er þetta því auðsæara, sem útvegur er þar stundaður í stórum stíl, ekki einungis af þar búsettum mönnum, heldur og af innlendum og útlend- um aðkomumönnum í hundraða tali. Þá bendir og aðstaða Siglufjarðar til veiðiskapar ótvírætt á, að fram- þróun kauptúnsins sé ekkert augna- bliksástand eða tilviljun, því fólks- talan fer þar sivaxandi. Voru þar t. d. árið 1910 440 manna búsettir, 1911 487, 1912 536, 1913 590, 1914 625, 191s 753 og 1916 828 manns, sem einvörðungu lifa áfisk- veiðum og verzlun. Þetta sýnir, hve þessi verzlunarstaður er á hröðu framfaraskeiði, sem auðvitað byggist að miklu leyti á því, hve lega hans og afstaða öll er ákjósanleg, að þvi er að fiskveiðum lýtur. Og til þess að gefa ofurlitla hugmynd um þær geypimiklu tekjur, sem þetta hrepps- félag 'hefir, að heita, má eingöngu frá útvegsmönnum og verzlunum í kauptúninu, má geta 'þess, að tekjur sveitarfélagsins fardagaárið 1916—17 voru 45,300 kr., þar af rúmar 40 þús. kr. í útsvörum. Eignir hreppsins, nrðberandi Og' Óarðb rrandi, voru i lok síðasta reikn-- ingsárs 144 þúsund kr, nð með- töldum 17 þús. kr., sem er veittur þurfamann: styrkur. Skuldir hrepps- ins voru á sama tíma 44 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun yfirstandandi far- dagaárs, 1917—18, er nð upphæð kr. 43,485. (| DAG BOE p Gangverð orlendrnr myntnr. öankar Fóothóa Doll. U.S.A.&Caiiada 3,40 3,60 Fra.iki frannkur 60,00 62,00 Sænsk króna ... 111,00 110,00 Norak króna „ 104,00 105,00’ Sterllngapund ... 15,60 16,00“ íriarit ............ 6500 68,00* Holl. Florin ... 1,55 1,56 Nýbreytni hetir hinn nýi lögreglu- stjóri tekið upp hjer í bæ, þegar far- þegaakip koma að laDdi, aem búasl má við að mörgum líki illa. Gagn- Btætt þvi, sem áður hefir tíðk- ast, er nú farangur farþega rannsak- aður grandgæfilega og er í sjálfu sér ekkert við því að segja. En ef rann- saka á faraugurinn, þá mætti búast við því, óu þess að vera alt of heimtufrekir, að sú rannsókn sje lát- in fram fara eina greiðlega og unt er — og helst ekki á þiljum skips- ins, eins og átt hefir sér stað þegar Gullfoss kom síðast og nú < fyrra- kvöld þegar Botnía kom. Flestum er mjög umhugað að komast sem fyrst í land, er þeir koma úr langri sjóferð. Eu vegna þessarar rann- sóknar, sem lögregluþjónum er sagt að annast, geta farþegar eigi komist í land fyr en löngu eftir að skipið er lagsd við bryggju — nema þá að skilja farangur sinn eftir í vörzlum Iögreglunnar eða akipverja. — Alt þetta mikla »apparat<, sem hiun nýji lögreglustjóri hefir sétt á gang er annars nærri því hlægilegt. Og óvinsælt hlýtur það að verða meðan rannsókninni er ekki komið í betra horf en hún er nú. — Vér segjum þetta ekki af því, að vér viljum amast við því, þó rann- sókn sé látin fram fára á farangri farþega, heldur til þess að benda hinum nýja lögreglustjóra á það, að það verður að koma henni í það horf, að farþegar hafi eigi óþarfa óþægindi af henni. Bókmentafélagið. Prófes- sor Björn Olsen hefir beiðst undan endurkosningu i forsetastöðu Bók- mentafélagsins á næsta vori, sökum vanheilsu. Er vonandi að það takist að sameina félagsmenn um kosningu einhvers duglegs manns í stað pró- fessorBÍnB, og þyrfti einhver undir- búningur fram að fara áður kosning fer fram. — Heyrst hefir og að pr°- fessor Olsen muni ætla að beiðast lausnar frá kennaraembættinu við háskólann innan skams. Má ganga að því vísu að dr. Sig. Nordal verðí eftirmaður hans þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.