Morgunblaðið - 23.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1918, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fallinn Islendingur. Gunnar Richardsson, bankabókara Torfasonar, er nýlega fallinn á vest- urvígstöðvunum. Varð hann fyrir skoti meðan hann var að hlaða vél- byssu og fekk skjótan dauðdaga. Hann hafði þi verið hermaður í kanadiska hernum um tveggja ára skeið, eða þar um bil. Faðir hans fekk fregn um andlát hans nú með Botniu í bréfi frá fóst- btóður Gunnars er H. L. Dvyer heitir og er liðþjálfi (korporal). Gunnar heitinn var fæddur 5. ág. 1896 og hafði þvi tæplega tvo um tvítugt. Hann v'ar efnismaður og >ágætur hermaður, vinfastur og glað- lyndur* eins og Dvyer segir i bréfi sínu til föður Gunnars. Alþing. Það átti enginn fundur að vera í efri deild i gær, en í neðri deild voru 6 mál á dagskrá. Þó fórst fundur þar fyrir og er málunum frestað þangað til í dag, vegna þess að áríðandi mál lá fyrir sameinuðu þingi. Var fundur haldinn þar fyrir luktum dyrum, og fengu þar engir óviðkomandi við að vera. Eg svaf ekkert nóttina eftir að ráðherrann hafði haldið fjármálatöl- una í neðri deild. Sumpart af því, að heilinn var ifullur af tölum« og sumpart af kvíða fyrir því, að þurfa að hlusta á (fasta-nefndakosningu í báðum deildum næsta dag, tómar bókstafakosningar. — Um fótaferða- tíma var eg staðráðinn í því að fara ekki á þing og skrifaði því ritstjór- anum bréf, þar sem eg sagðist ekki mundi mæta framar og segja af mér. Ritstjórinn varð bál öskuvondur, flýtti sér í símann, hundskammaði stúlkuna á miðstöð fyrir að gefa vit- laust númer fjórum sinhum, en náði þó sambandi að lokum. »|>ú þinn elendugi Elendínus*, sagði hann, •heldurðu að þú sért ráðinn upp á þetta? Flýttu þér á fund og skamm- astu þln!« Og hvað gerði eg? Eg skammaðist mín og fór á fund. það var listakosning og fór hún listalega fram. Jörundur var kosinn f mentamálanefnd, Bjarni frá Vogi í fjárveitinganefnd og Magnús Torfa- son í fjárhagsnefnd. Eg vissi hvað feoma mundi og hafði því vaðið fyr- ir neðan mig. Til varúðar tók eg húslækni minn með mér á þing, og kom heldur en ekki á stallbræður mína í »skonsunni«, þegar hann hlammaði verkfæratöskunni á blaða- mannaborðið. Varð af því svo mikill hvellur, að blaðamennirnir »dumpuðu« niður i forsetaherbergin, en eftir sat læknirinn í »skonsunni« og hélt í hendina á Elendinusi. »Vertu róleg- ur, Elendinus minn,« sagði hann í mildum tón. »þér batnar þegar þú ert orðinn einsamall.* Mér fanst samt bezt að nota tækifærið og fá vottorð hjá húslækninum, til þess að ritstjórinn skammaði mig ekki. Og það gekk. Læknirinn gaf mér vott- Fasteigna-og lögfræðisskrifstofa Gannars Sigurðssonar M Selalæk hefir til sölu tnörg hús laus til ibúðar í vor, hér í bænum og í Hafi- arfirði, þar á meðal 3 stóihýsi. Margar lóðir á góðum stöðum i bænum, sömuleiðis nokkur erfða- festulönd til sölu. Fnnfremur nokkrar jarðir á Suður- og Vesturlandi. Bú geta fylgt jörðunum. Skifti á húsum hér í bænum geta komið til greina. Skrifstofan óskar að fá keypt nokkur hús, he!zt lítil; sömuleið s mótorbáta. Leitið upplýsinga á skrifstofunni, ef þið hafið fasteignir til sölu. Skrifstofan er i húsi Nathan & Qlsen II. hæð. Skrifstofutími id—12 og 1—7. Sjálfur við 10—12 og 4—7. Símar: 12 (skrifst.) og 151 (beima). Pósthólf 25. ___^ orð fyrir því, að eg mætti ekki sitja á þingi fyrst um sinn og það af- henti eg ritstjóranum. Var mikið rifist um það í ritstjórnarskrifstofun- um hvort kjósa skyidi varamann. Kaupið var dágott. Eg hafði nefni- Iega 10 kr. á dag, ókeypis ljós og hita í þinghúsiuu, frí afnot talsíma hvert á land sem vill, og 308 kr. í ferðakostnað úr Vestmannaeyjum upp f »skonsu«. En í Eyjunum réri eg fyrir þing. Læknirinn laug eins og þeir Cle- menceau og Czernin. Undirritaður varð veikur og eigi starfafær, en vara- maðurínn jeyndist alls eigi pennafær — óskrifandi með öllu. í gær*var eg rifinn upp úr rúminu með»feber«öðrum megin og »gullfeber« hinum megin. Ritstjórinn vildi finna mig. Hann bauð dýrtíðaruppbót, sem eg þáði, því að eg er ekkert skyldur Pétri, sem stríddi sjálfum sér í fyrra. — Upp á þing. Alt lokað. En á gang- inum var uppgjafaprestur að tala við lögfræðing um hvað væri að ger- ast. — þeir eru að selja Ólafsvell- ina, Bvaraði lagamaðurinn, og það er laglega af sér vikið. E 1 e n d í n u s. DAGBOK w Gangverð eriendrar myntar Bankar Doll.U.S.A.&Canada 3,40 Frankl franskur Sænsk króna ... Norsk króna ... Sterlingspund ... Mark ........... Holl. Florin ... 60,00 111,00 104,00 15,60 65 00 1,55 Fóflthúa 3,60 62,00 110,00 105,00 16,00 68,00 1,56 Prestkosningar fara í hönd i þrem prestaköllum á landinu: Suðurdalaþingum, Odda- og Sauða- nesprestakalli. — Umsóknarfrestur er út runninn um þau öll og sækja þessir: Um Suðurdalaþing: séraJón Guðnason á Staðarhóli; um Odda: prestarnir síra Asm. Guðmundsson í Stykkishólmi, síra Guðbrandur Björns- son í Viðvík og síra jþorsteinn Briem á (Hrafnagili og guðfræðiskandidat- arnir Erl. þórðarson og Tryggvi H. Kvaran; um Sauðanes sækja: sira Halldór Bjarnason á Presthólum, síra Vigfús þórðarson á Hjaltastað, síra Hermann Hjartarson á Skútu- Stöðum, síra þórður Oddgeirsson í Bjarnarnesi og síra Jósef Jónsson á Sauðanesi. þrír hinir sfðasttöldu hafa Allir verið aðstoðarprestar á Sauðanesi hver eftir annan. — Kosn ingarnar eiga allar að fara fram fyrri hluta næsta mánaðar. V i 11 e m o e s er væntanlegur hing- að á hverri stundu. Fór frá Khöfn sama dag og Botnia beina leið hingað. B o r g er farin frá Englandi, og ætti að geta komið bingað - eftir nokkra daga. Farþegar á Botnfu til útlanda verða 70—80. Ludendorff. Hjer birtum vjer mynd af þeim hershöfðingja, sem einna bestan orðstír hefir getið sjer i ófriðnum. Herstjórnarhœfileikum hans mun leugi við brugðið, og jafnvel óvinir þjóðverja hafa hvað eftir annað dáðst að snild hans og herkænsku. Siúlka óskast í vist til Vestmannaeyja. Þarf að fsra með Botníu. Hátt kaup.. Uppl. á Öðinsgötu 8. Stúlku vaaiar nú þegar ásauma- stofuna í K rkjnstræti 10 Gúmmí- vaðstfgvél karlmanna, góð tegund. Mikið ódýrari en annarsstaðar. Láius G. Lúðvíysson. Vinna Röska unglingsstúlku vantar að Ingólfshvoli. Elín Eyjólfsdóttir. Prjónatuskur og Vaðmálstuskur keyptar hæsta verði . (hvor tegund fyrir sig) í Voruhúsinu. Malaria-sóttkveikjan fundin. Nýlega hefir ungum austurriskum lækni tekist að finna Malaría-sótt- kveikjuna og meðal við þeirri veiki- Heitir sá Jóseph Matsckko. Þykir það hinn merkilegasta uppgötvun. þvi sjúkdómur sá er mjög hætto- legur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.