Morgunblaðið - 19.05.1918, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1918, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 «-■■■ ----------------------- Frh. frá 2. síðu. Skoðanir ■eru skiftar um hvor eigi mestu sökina, Hindenburg, ríkiserfinginn eða keisarinn. En þessar deilur sýna bandamönnum að þýzka þjóðin sé að verða mjög kjarklaus. Þess hefir fyrir löngu gætt með- al annara þjóða Miðríkjanna. Hið óeðlilega bandalag milli Tyrkja og Búlgara er að því komið að losna, og að hið ótryggaástandinn- an Austurríkis er komið á hæsta stig, sýnir ráðstefna keisaranna nýlega. Aðalástæðan fyrir því að smátt og smátt er að losna um böndin innan Miðríkjabanda- lagsins, er matvælaskortur. Lítið sem ekkert geta Þjóðverjar feng- ið frá bandamönnum sinum, því sumir þeirra eru jafnvel farnir að svelta. Ef þeir ætla að fá korn annarstaðar að, þá verða þeir að gera það með valdi, en til þess þarf herlið, sem þeir geta ekki án verið. Þetta og það, hve skammarlega Þjóðveijar hafa sogið út bandamenn sína til eigin hagsmuna '— er orsök ósamlyndis milli þeirra. ___ Af tveim ástæðum reyndu Þjóðverjar að ná úrslitum á vígvell- inum eins fljótt og auðið var. í fyrsta lagi: Dráttur á því gat orðið til þess að bandalagið klofnaði, en því máttu Þjóðverjar eigi við. I öðru lagi: Sigur þeirra á vígvellinum varð að vera algjör, annars var hann verri en ekkert, því varalið þeirra mundi verða uppétið, en þó að jafnvel Bretar og Frakkar hefðu einnig upp- étið alt sitt varalið, þá mundu Ame- rikumenn mjög bráðlega vera alveg tilbúnir með sinn her. Með afskap- legum undirbúningi bjuggust Þjóð- verjar við því að geta unnið fulln- aðarsigur á nauðsynl. tima. Banda- menn treysta því fullkomlega, að með hjálp Bandaríkjamanna — en nokkr- ar herdeildir þeirra hafa þegar verið settar inn í lið Breta og Frakka, — muni þeim takast að standast öll á- hlaúp Þjóðverja þangað til her Ame- ríkumanna er orðinn jafnöflugur og franski og brezki herinn. Með hverjum degi sem líður, verður ameríkski herinn í Frakklandi öfiugri og altaf minkar sá tími, sem Þjóðverjar hafa til umráða. í Mesopodamiu sækir Marshall "töð«gt fram. _ Eftif að -ptelVð kirkuk, hefir hann hrak- f Tjt' ,ífi' Z.b.nd, L „ „4 framvarðarhð hans tæn’ S .. frl Mosul. ”p" 70 Herarmurinn, sem 8ækir upp með Tigris frá Tskret, sækir nú fram í fjelagi við meginherinn Karavanaleiðina. öllum leiðum um Persíu er nú lokað fyrir Tyrkj- um á þessum slóðum og i því er fólginri alalárangurinn af her- ksensku Marshalls. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,40 Pósthúi 3,60 Frankl franskur 60,00 62,00 Sænsk krÓna ... 110,00 - 110,00 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterllngspund ... 15,60 15 70 Marb 65 00 67,00 Holl. Florin .. Messað í fríkirkjunni l Hafnarfirði á annan í páskum kl. 12 á hádegi, sira Ölafur Ölafason (ferming). »Verzlunarniaður« á bréf á skrif- stofu Morgunblaðsins. Nýtrúlofuð eru, ungfrú Asthildur Sæmundsdóttir frá Gufuskálum og þórður Sveinsson frá Skáleyjum, stýri- maður á »Drekanum«. HrÍDgferð Hringsins er á morgun. Skemtiskráin er að þessu sinni sér- lega fjölbreytt, en ódýr skemtun er þetta ákafiega, því að aðgöngumiðinn kostar aðeins kr. 1,50. Hjðnabanð. I gær vorugefinsam- an hér í bænum þau Helgi Hafberg kaupmaður og ungfrú Bjarney Guð- mundsdóttir. I gær voru gefin sam- an í hjónaband af síra Jóhanni þor- kelssyni, Briet G. Guðmundsdóttir og Halldór Sveinsson. í gær voru og gefin saman jungfrú Hansína þórðar- dóttir og Theodór Árnason fiðluleik- ari. Brunarústirnar. það gengur illa austurinn úr brunarústunum — en það mjakast, eins og karlinn sagði. _ aT ~ Sænskt {seglskip kom hingacT í gær. Var {á leið til Spánar með pappírsefni, en hafði lent i hrakn- ingum miklum og leitaði hér hafnar. Skallagrfmur er kominn heilu og höldnu til Bretlands. Morgunblaðið kemur ekki út tvo næstu daga. Landafræði og ást verður leikið annað kvöld í Iðnó. Prestskosningin i Odda fór á þá leið að kandidat Erlendur Þórðarson frá Svartárkoti varð löglega kosinn og hlaut hann 150 atkvæði. Næstur honum varð Tryggvi H. Kvaran með 77 atkv. Prestar þrir voru einnig i kjöri og fengu þejr atkvæði, sem hér segir: sira Þorsteinn Briem 13, sira As- mundur Guðmundsson 4 og sira Guðbrandur Björnsson ekkert. Flokkadrættir höfðu verið tölu- verðir og kapp miktð um kosning- una hjá sóknarfólki um kandidatana. En prestana nefndi enginn. Aldarafmæli Siglaíjarðar-Yerzlunarstaðar, A annan í hvítasuDnu eru 100 ár Iiðin síðan að Siglufjörður var lög- giltur eem verzlunarataður. I tilefni af því hefir tónskáldið Bjarni þorBteinsaon á Hvanneyri, rit- að bók um Siglufjörð, er hann nefnir Aldarminning. Er það yfirlit yfir Bögu Siglufjarðar á þesaari öld og kennir þar auðvitað margra grasa, eins og eðlilegt er, þvf að Siglufjörð ur mun eiga sér einkennilegasta sögu allra kauptúna hér á landi. Hann er Klondyke Islands. Bókinni er skift í 15 kafia auk inn- gangskafia og eftirmála. Er ekkirúm til þess hér að rekja alt efni bókar- innar, en taka viljum vér upp ýmis- legt af því sem höf. segir um fram- farir þar, því að það lýsir því best í hvaða uppgangi Siglufjörður er: Framfarirnar telur hann byrja aðallega þá er Snorri Pálsson verzl- unarstjóri á Siglufirði varð þingmað- ur Eyfirðinga (1875—79). þá fékst lagður vegur yfir Siglufjarðarskarð, þá var þar ákveðinu viðkomustaður strandferðaskipanua, þá fékst auka- póstleið þangað, og þá var Siglufjörð- ur gerður að sérstöku læbnishéraði. f>á komust þar og á tvö framfara- fyrirtæki, sem hafa starfað æ síðan, en það er sparisjóður og ekknasjóð- ur. Innieignir í sparisjóðnura nema nú um 50 þús. kr. og varasjóður er tæp 3000 kr. Eign ekknasjóðgins var við árslok 1917 br. 6500. Hafði honum þó verið skift f tvo sjóði 1896 — anuan fyrir Fljót en hinn fyrir Siglufjörð. f>á er að minnast á hinar nýju framfarir. Vatnleiðslu var komið á í kaup- túnum 1911 og næstu sumur. Hefir hún alls kostað um 30 þús. kr. Vatn- skattur nam 2100 kr. árið 1912 en 4300 kr. árið 1917. Rafleiðsla var lögð um Siglufjarð- arkauptún 1913 og kostaði hún 50 þús. kr. Óhöpp urðu nokkur í fyrstu en nú hvílir aðeins 17 þús. kr. lán á fyrirtækinu. f>ó er það óhappið enn eigi yfirstigið að vatnsafiið í Hvanneyrará reynist nú orðið alt of lítið. Eru siglfirðingar því að hugsa um að ná sér í vatnsafi framar í firðinum svo að krafturinn nægi til Ijósa, suðu og hiturnar, »því að raf- magnslausir geta Siglfirðingar ekki lifað til Iengdar hér eftir, úr því að að þeim hefir einu sinni lærst að nýta þetta ómetanlega afi«. f>ar er vólasmiðja með góð- um útbúuaði til þess að gera við allskonar hreyfivélar. f>ar er tunnu- v e r ks m i ð j a, sem Söbstad hinn norski á eg er hún rekin með rafmagni yfir sumartíman. I fyrrasumar starf- aði hún fyrst og gat þá smíðað 250 tunnur á dag. f>ar eru fjórar síldarbræðsluverk- smiðjur og er í þeim unnið úr síld- inni lýsi og mjöl, margar tegundir af hvoru. Er hin stærsta metin með með vélnm á 240 þús. krónur og get- ur brætt 400 máltunnur á sólarhring. •Sökum kolaskorts og siglingateppu varð aðeins ein þeirra starfrækt 1917. Nokkuð lá hér af fóðnrmjöli óselt frá 1916, enda skiftir það þúsundum Notið Súpsað kál og þurkað giænmeti frá AMA Skrifstofa andbanningafélagsins, Ingóifstræti 21, opin hverit virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir 18 snúa sér þangað. hírni 544. Prjónatuskur Og Yaðmálstuskur keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) * í Voruhúsinu. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. J0HNS0N 4 KAABEB ^ eTun&ið Silfurnæla fundin fyrir nokkru. Vitjist á Grettisgötu 54, uppi. §§ *!Pinna Duglegur vinnumaður, vanur til sjós og lands, fæst. Oddur Sigur- geirsson, Lindargötn 23. tunna, sem þessi verksmiðja hefir selt landstjórn og landsmönnura til fóðurbætis, haustið og veturinn 1917 ......Nú ætti landstjórn og land- bændur þeir, sem fóðurbirgðirnar hafa fengið, að meta það eins og vert er, hvilíkt happ það var, að þessi fóður- bætir skyldi vera hér til, og muna eftir því með þakklæti, að hann er síldinni og Siglfirðingum að þakkai. Aðaláhugamál Siglfirðinga nú er það, að Siglufjörður komist i tölu kaupstaðanna og fái þar eigin bæjar- stjórn, svo að þeir geti sem bezt unnið að öðrum áhuga- og framfara- málum sínum. Og þau eru mörg, eins og sjá má á niðurlagi bókarinn- ar. — þetta á ekki að vera neinn rit- dómur um bókina og því skal hér staðar numið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.