Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 2
 2 sem bandamenn ætli að verði mynd- að. Það komi alls eigi til mála, að viðskiftin færist í sama horf og fyrir striðið. Wrangel greifi, sendiherra Svía lýsti yfir því í London hinn 30. maí að Svíar og bandamenn hefðu gert með sér samning um verzlun og siglingar. Stjórnin hefir birt skjöl er sýna, að foringjar »Sinn Fein«-hreyfingar innar á írlandi hafa staðið í sam- bandi við Þjóðverja. Short, landrit- ari írlands, lýsti yfir þvi í neðri deild þingsins hinn 30. mai, að 69 menn, af þeim., sem hándteknir hafa verið í írlandi, hafi verið fluttirtil Englands. Sir Napier Shaw hefir verið skip- aður vísindalegur ráðunautur stjórn- arinnar í veðurfræ&i, til þess að hægt sé að leiðbeina hernum á því sviði. Ssglingaráð. Aðalatriðin í frumvarpi því er Matth. 'Ólafsson flytur í Nd. að undirlagi skipstjórafélagsins »Ald- an«, eru þessi: Siglingaráðið er skipað 5 mönn- um; skulu/3 þeirra vera skip- stjórar, 1 með fullkominni þekk- ingu á skipasmíð og 1 vélfræð- ingur. Skípstjórafélagið »Aldan« til- nefnir 5 menp, er uppfylla áður nefnd skilyrði, og Fiskifélag ís- lands aðra 5, er einnig hafi sömu þekkingarskilyrði. Af þessum 10 mönnum tilnefn- ir stjórnarráð íslands 5 aðalmenn, en hinir 5 skulu vera til vara. Tilnefning í jsiglingaráðið gildir til 6 ára. Verksvið siglingaráðsins skal vera: a. Að koma á góðu skipulagi á útbúnaði skipa og báta. b. Að herða á eftirliti með skoð- un skipa og líta eftir, að sömu reglura sé fylgt alstaðar á landinu. c. Að hafa eftirlit með, að lög þau, sem snerta siglingar og útbúnað skipa, séu ekki brot- in, og koma á föstu samræmi í prófun manna þeirra, er taka skipstjórapróf fyrir smá- skip, og skulu þau hér eftir að mestu leyti fara fram skrif- lega, en allar úrlausnir send- ast siglingaráði Islands, sem svo úrskurðar, hvort hinum prófaða skuli veitt skipstjóra- réttindi eða ekki. d. Að rannsaka sjóferðavottorð þeirra manna, sem taka skip- stjórapróf á smáskipum, svo 0g þeirra manna, er vilja fá skipstjóra- eða stýrimannsskír- teini á stærri skipum, og skulu slík skírteini gefin út af stjórn- arráði Islands, eftir tillögum siglingaráðsins, og undirrituð af báðum. MORGUNBLAÐIÐ ílar á Nýja-Landi. Bifraiðar verða hér eftir ávalt til leigu fyrir sanugjarna borgun, á Nýja-Landi. Sítni 367. Spyrjist íyrir um taxta hjá okkur áður en þér pantið bíl annarstaðar. Virðingarfylst. Magnús Skaftféld. Hafliði Hjartarson. Magnús Bjarnason Laugavegi 50. Bókhlöðustig 10. Bókhlöðustíg 10. Sími heima 695. Sími heima 483. Sími heima 483. Kartoflur fást hjá Carl Höepfner h.f. — heildsöluverzlun. — e. Að hafa rétt til að taka, um lengri eða skemri tíma, skír- teini af þeim mönnum, sem gera sig seka í að misbeita siglingalögunum eða á annan hátt nota réttindi sín óvarlega. f. Að taka á móti kærum alstað- ar af landinu, sem snerta þau mál, er siglingaráðið hefir til meðferðar, rannsaka þær ná- kvæmlega og láta þá, sem að lögbrotum eru valdir, sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar sam- kvæmt lögum, enda þótt eng- in slys hafi af hlotist. Einkum skal siglingaráðið sjálft og umboðsmenn þess hafa vakandi eftirlit með því, að siglingalögunum sé hlýtt. g. Að svara fyrirspurnum, hvað- an sem þær koma, ef þær snerta þau mál, sem siglinga- ráðið varða, hvort sem þær koma frá félögum eða einstök- um mönnum. h. Að svara fyrirspurnum frá Alþingi og stjórnarvöldum 0g gera sjálfstæðar tillögur í öll- um siglingamálum lands- manna. öll mál, sem aðallega snerta siglingar, svo sem sjóvátrygging- ar, undanþágur frá lögum um atvinnu við siglingar og vélgæslu í íslenzkum skipum, lög og reglu- gerðir um skoðun skipa, útnefn- ing skoðunarmanna, reglugerðir um hleðslu og hleðslumerki á skipum o. s. frv., skulu borin undir siglingaráðið, og stjórnar- völdin jafnan fara eftir tillögum þess. Siglingaráðið skal öðru hvoru, helst ekki sjaldnar en einu sinni á ári, senda tvo menn í allar helztu veiðistöðvar landsins, og skulu þeir athuga vandlega allan útbúnað skipa og báta, þar sem þeir koma, svo og líta eftir, að hinir föstu skoðunarmenn á stöð- unum séu samvizkusamir og ræki skyldu sína vel, en annars að sjá um, að þeim sé vikið frá. ---- ' .«=^-ss ■ ' ----- Endalaust strlð. Brezku blöðiu eru sammála um það að fyrirætlanir Þjóðverja muni vera þær að hrekja brezka herinn svo langt aftur á bak, að hann verði að hröklast á brott úr Frakklandi. En þau eru líka sammála um það, að þótt svo illa færi, þá væri ófriðn- um eigi lokið að heldur. »Manchester Guardian« segir: England og Ameríka gætu aldrei sætt sig við þá skömm, en yrðu Bretar nú að hörfa úr Frakklandi þá yrði oss það fyrst fyrir alvöru ljóst, sem vér höfum enn eigi viður- kent til fulls, að vér berjumst fyrir tilveru vorri og eigum nú alt í hætt- unni. Slikur ósigur yrði eigi til þess að binda enda á ófriðinn, en við það mundi hernaðurinn breytast. Þá yrði það eigi lengur hernaður á landi heldur sjónum. Vér yrðum þá að treysta eingöngu á aðalvopn vort flotann, Þá mundi hefjast nýtt stríð þar sem vér stæð- um miklu betur að vigi og væri betur við vort hæfi. Þó væri það hörmulegur atburður, ef Bretar yrðu að hörfa úr Frakklandi, eigi að eins fyrir þá, heldur einnig fyrir allan heiminn. »Morningpost« segir, að ef Bret- ar biðu ósigur þá mundu þeir kippa her sínum brott úr Frakklandi og sameina alla krafta sina til hernaðar á sjónum i samvinnu við flota Banda- ríkjanna. Og þegar hinn i rezk- ameríkski floti hefði öll yfirráðá höf- unum, þá gætu Bandaríkin beitt land- her sínum eftir vild. Um frið væri ekki að tala og það mundi verða til þess að gera út af við Þýzkaland, því að enda þótt það gæti fengið miklu meiri birgðir frá Rdsslandi, heldur en nokkur maður hefir búist við til þessa, þá væri það algerlega einangrað og útilokað frá heimsmarkaðinum, því að enginn þyrfti að draga það í efa, að Bretar Húsraæöar Notið eingöngu hina heimsfrægu RedSealþvottasápu Fæst hjá kaupmönnum. í heildsölu hjá 0. Johnson & Kaaber. og Bandaríkin gætu mannsöldrum saman haft yfirráðin á höfnnum. Þýzku blöðin hafa ekki orðið upp- næm út af þessu fyrirheiti um enda- laust stríð, og þýzku stjórnmála- mennirnir eigi heldur. Halda þeir því fram, að Þjóðverjar geti gjarna háð ófrið við Breta á sjónum ára- tugum saman tíg smá sixað niður skipastól þeirra, eins og þeir hafa gert með kafbátahernaðinum. Og þeir segja að þótt Bretar hverfi á brott úr Frakklandi með her sinn þá séu þeir eigi lausir við allan ófrið á landi. Þjóðverjar muni finna þá í fjöru suður hjá Suez i Egypta- landi og Mesopotamíu. Slðustu símfregnir. (Frá fríttaritara Morgunbl.). Khöfn 31. mai. Frakkar tilkynna að þeir haldi stöðvum í herörmunum. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi tekið borgirnar Britigny, Saint Paul og Troslyloire á Ailette-víg- stöðvunum. Hafa þeir farið yfir veginn milli Soissons og Hor- tennes fyrir sunnan Vesle og tekið borgirnar Germigny, Cueux og Thillois. Þjóðverjar hafa handtekið rúm- lega 45,000 menn í þessari sókn og tekið 400 fallbyssur herfangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.