Morgunblaðið - 14.07.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Ctan af landi. Professor Samue! Pozzi Akureyri 3. júli. 16. {. ro. byrjuðu vélbátar aí Evja- firði og Siglufirði alment róðra og nokkrir árabátar. Sótt var á svo nefndar »Tengur« norður af Siglu- firði. Bátarnir fengu hleðslu hvað eftir annað, en svo fór afl nn frem- ur að minka. Margir vélabátar eru þó búnir að fá fisk i 40—50 skpd. þur. Af Eyjafirði og Siglufirði sóttu til veiðanna um 80 vélbátar. Einnig héldu 3 skagfirskir bátar til á Siglu- firði. 7 vélbátar sóttu á Skjálfanda af Húsavjk og byrjuðu litið síðar en eyfirsku bátarnir og fengu ágætan afla. Nokkur mótorskip komu af ísafirði til Siglufjarðar til að stunda lóðafiskiveiðiáEyjafjaiðarmiðum með- an aflinn var mestur og 4 vélaskip af Eyjafirði voru og þar með lóðir. Verð á nýjum fiski flöttum hefir verið 3 aura kiló. Fiskafli á Austfjörðum kvað hafa brugðist mjög fram að þessu. Bjarni Einarsson skipasmiður hér á Akureyri hefir nú náð upp bátnum, sem sökk hjá Hvanndala- bergi og skilað honum til Dalvikur. Er hann mikið brotinn, en vélin nokkurnveginn óskemd. Fráfærur eru hér með almennara móti þar sem landrými er og bæri- legt málnytuland. Fæstir færa þó frá meira en helmingnum af ásauð- um sinum. Það rekur eftir fráfærum að vitbitisekla ei almenn við sjávar- siðu og að nokkru leyti til sveita. — Margarine ófáanlegt f verzlunum og tólg öll uppseld. r Island og ensk bSöð. (Niðurlag). Béttindi íslands. Sjálfstæðiskröfur íslands hafa látið svo til sín heyra, að þeim hefir jafnvel verið gaumur gefinn í gný heimsstyrjaldarinnar. ísland hefði getað náð takmarki sinu í þessari baráttu fyrir hundrað árum, ef ekki hefði þá Strandað á frámunalegu þekkingarbysi æðstu manna. ísland komst undir Noreg, er það hafði öldum saman verið sjálfstætt ríki, cg þegar Danmörk gleypti Noreg, sætti ísland sömu af- drifum. Þegar hinar merkilegu landamæra breytingar voru samþykt- ar á Vínarfundiuum 1814, var Dan- mörk neydd til að láta Noreg af hendi, en íslands var að engu getið. Þegar þessu efni var siðan hreyft, virtist svo sem enginn fulltrúanna vissi, að iand þetta væri til! Þess var getið í simfregnum 13. f. m. að prófessor Samuel Pozzi hefði verið myrtur í P.uís. Nánari atvik að því eru greind í cýkomn- um blöðum. Prófessorinn var í lækningastofu sinni að kvöldi hins 14. f. m., þeg- ar inn kom til hans vitskertur mað- ur. sem skaut á hann skammbyssu- skotum og réð sjálfum sér svo bana tafarlaust. Prófessor Possi var nær 71 árs. Hann hafði einkum lagt stund á kvensjúkdóma og skurð- læktaingar, og hafði unnið afarmikið starf i þágu vísindanna. Hann var alúðaivinur Clemenceau, sem kom þegar er haun vissi um banatilræðið, og var viðstaddur seinustu tilraun, sem gerð var til að bjarga lífi pró- fessorsins. Þegar prófessoiinn haíði orðið fyrir skotunum, gekk hann út úr herbergi sinu og bað þjónana að hringja eftir lækni og lögregluþjón- uro, og hann sagði sjálfur fyrir am það, alt fram undir andlát sitt, hvern- ig reynt skyldi að skera eftir skamm- byssukúlunum. En hann var svo aðfram kominn, að hann lézt i hönd- um læfcnanna. Prófessor Pozzi var sæmdur mörg- um heiðursmerkjutn, hafði setið í öldungadeildinni og gefið út marg- ar bækut um kvensjúkdóma. Bardagar fyr og nú Af íslendingasögum getum vér gert oss ljósa grein fyrir, hvernig bar- dagar vóru háðir í fornöld. Þeim er þar viða og itarlega lýst. Hitt eiga menn örðugt að gera sér grein fyr- ir, hvernig nú er barist; og líklega hugsa fáir sér, að það sé með liku móti eins og áður var. En komið getur það þó fyrir, að menn bregði til fornrar venju í þessu sem öðru og skal hér birtur stuttur kafli úr ensku herbréfi, þvi til sönnunar. »Þegar bannsett gasið er undan- skiiið, sem óvinirnir hafa aukið við önnur hergögn og djöfuldóma styrj- aldarinnar, þá eru vopnaviðskiíti einu sinni enn orðin eins og þau hafa verið um allar aldir. Maður gengur gegn manni á bersvæði. Sækjendur °g verjendur eiga sér varla nokkra skotgröf, sem þeim sé lið að og leita sér afdreps við hús eða tré, i lautum eða skorningum. Þeir skríða ósénir um runna og bylgjandi korn- akra og reyna að komast að fjand- manni sinum og ráða á hann að óvöru. Sumar þýzkar hersveitir bundu kornskúfa eða húfu á hjálm- ana, til að leynast þvi betur. Skotgrafir eru grafnar, þegar tími er til, en það er ekki oft. Timinn er naumur, en nálægur fjandmaður- inn. Mikill hluti bardaganna eru bein vopnaviðskifti, þar sem maður gengur móti manni, og það er senni- legt, að svo muni verða til styrjaid- arloka. Smáskærur eru nú mjög tíð- ar, njósnir og eltingaicikur, felur og alls ionar fornar aðferðir í góðu gengi. En jafnhliða þessu og sam- tímis leika þó nýtizku morðvélar sækjendanna hinn hrikalega dauða- leik. Yfir græna akrana hlammast bryn- reiðarnar (The tanks) eins og skip á ýfulausum sjó upp og ofan hæð- ir og hálsa milli herfylkinganna. Hátt í lofti kveður þrotlaus kliður flugvéhnna, og — þær frakknesku minsta kosti — riðla ekki að eins gangandi herdeiidum, heldur þagga niðri f stórum fallbyssum með sprengi- kúlum sínum. Og altaf er vitanlega látlaus skothriðargnýr, brestir og skellir sprengikúlna og gnestandi brak vélbyssanna, — þeirra dráps- véla sem reynst hafa alira mann- skæðastar«. Klæðnaður. í fyrri mánuði var sýning haldin á karlaklæðnaði, ábreiðutr og prjón- lesi á Englandi. Fatnaður þessi er unninn þar í landi undir stjórnar- eftiriiti, og seldur við ákveðnu verði, sem stjórnin setur. Þegar sýningin var haldin, höfðu ráðstafanir verið gerðar til þess að útvega föt fyrir 15 miijónir punda. Fé það, sem þarf til þessa fyrirtækis, kemur alt frá uilai verzluninni. Gert er ráð fyrir, að kaupendur græði á þessu þriðjung verðs að minstakosti, mið- að við það verð sem ella mundi vera. Þetta verð á að greiða fyrir fötin eftir gæðum: Karlrnannsföt 84 sh. og 37 sh. og 6 d. Unglingaföt 70 og 30 sh. Drengjaföt 45 og 40 shillings. Þess er getið, að konungur Breta valdi sér ein þessi föt og voru þau á sýningunni. Skyidur við óvini. Karl Bosner, fréttaritari »Lobalan- zeigers*, segir þessa sögu frá vestur- vígstöðvunum: Hinn 28. maí var beisarinn, ásamt Hindenburg, á ferð eftir Chemin des Dames. Sá hann þá við veginn liggja tvo brezba hermenn, er særst höfðu og voru meðvitundarlauBÍr. Kvaadi þá beisarinu líflæbni sinn til þess að hjúbra þeim. Var brennivíni dreypt á mennina, og röknuðu þeir þá til meðvitundar. Gaf beisarinn sig þá á tal við þá, en þeir voru svo mátt- farnir, að þeir gátu eigi talað nema i hálfum hljóðum, og varð keisarinn að lúta niður að þeim, til þess að heyra hvað þeir sögðu. Að viðræð- unni lobinni gaf keisarinn líflækni sínum skipun um það að verða þar eftir, og sjá um að sár mannauua 3 Áusturstr. 18 Yerzlan Asgríms Eyþórssonar selur flestar nýlenduvörur: Avexti í dósum, margar teg. Súkkulaði, Vindla, Cigarettur, Neftóbak og ýmsir aðrar vörur. Siml 316 Áusturstr. 18 Glitofnar abreiður eða gömul söðulklæði, verða keypt háu verði. R. v. á. væru bundin og þeir fluttir til sjúbra- húss. Að kvöldverði loknum, þenuau sama dag, gaf læknirinn beisara munn- lega skýrslu um það, hvað hann hefði gert fyrir hina særðu menD, og greip beisariun þá tækifærið og flutti eftirfarandi ræðu til þeirra, sem voru viðstaddir: — þegar vór höfum sigrað óvin- ina, verðum vér að hjálpa þeim með öllum ráðum og dáð. Sigraður óvin- ur er eigi lengur óvinur f vorum augum. Ef aðrar þjóðir eru öðruvísi gerðar, þá eru þær sjálfráðar að þvf. Vér þjóðverjar munum kunna að rækja kristilegar skyldur vorar við særða menn og bágstadda. Vér mun- um haga svo hernaði vorum og koma þannig fram við þá, sem sigraðir eru, að vér getum með góðri samvizku minst heruaðar vors, þá er sá dagur kemur, að þjóðirnar rétta hver ann- ari höud til sátta. Hitt og þetta. Ókeypis áfengl. Síðan vinbann komst á í Winni- peg, hefir nokkurt áfengi verið gert upptækt þar í bæeum. Kom sá kvittur upp, að umsjónarmennirnir hefði síðan gefið það á báðar hend- ur út um bæ. Og það reyndist að þvi leyti satt, að valið var úr vín- inu hið bezta og því skift ókeypis milli sjúkrahúsanna í bænum. En hinu lakara vininu var helt niður. Prins Arthur af Connaught er á ferðalagi í Austurlöndum. Hon- um var fagnað ágætlega 1 Tokio og sæmdur tveim sverðum að gjöf, sem sögð eru mestu metfé. Annað þeirra er nýsmíðað en hitt 300 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.