Morgunblaðið - 15.10.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1918, Blaðsíða 3
MORÖTJNBLAÐTÐ % mmmam Gamla Bio fmmmm wœw**m* sýnir í kvöld kl. &l/A TRILBY. Listamannasaga í 5 þáttum eftir hinni frægu og alkunnu skáld- sögu George De Maurieres, leikin af 1. flokks amerískum leikurum. Aðalhlutv. leikur Clara Kimbal Young, fræg og falleg Amerísk kvik- myndastjarna. — Hljómleikar meðan á sýningu stendur. — Tölusett sæti kosta 1.60, 1.10, barnasæti 50 aura. Ur loftinu. Leinster. Berlin í gær French lávarður tilkynnir að af 790 manns, sem voru á Leinster er Þjóðverjar kafskutu það, hafi 193 verið bjargað. Frá Balkan. Nish fallin. London, 14. okt. Siðan 15. stptember hafa banda- menn handtekið 90 þtisund menn á Balkan-vígstöðvunum og náð rúm- lega 2000 fallbyssum. Frakkar tilkynna að þeir hafi tek- ið Nish, en segja jafnframt að óvin- unum hefði verið gefin skipun um það, að verja borgina hvað sem það kostaði. ítalir eiga nú að eins 15 mílur ófaruar til Durazzo og bandamenn ryðja sér nú braut inn í Monte- negro að suðaustan. Spinverjar leggja hald á Þfzk slip. París í gær. Frá Madrid er símað, að Spánska stjórnin hafi lagt hald á þýzk skip í spænskum höfnum. Laon. París í gær. Maugin hershöfðingi hélt innreið sína í Laon kl. ÝU síðd. ^ sunnu- daginn. íbúarnir þyrptust á móti honum og herliði hans með mikl- um fagnaðarlátum. Hrópaði múg- urinn: »lifi herinn, lifi hershöfðing- inn«, Taka Laon er talin vera ein- hver þýðingarmesti sigur banda- manna í þessari sókn. Vopnahléð. Bretar vilja að Þjóðverjar láti kafbáta sína af hðndum, London, 14. okt. Brezku blöðin taka svörum Þjóð- verja til Wilsons með varkárni. — Byssur og skotfæri fekk eg i stóru og fjölbreyttu úrvali trá Ameríku með siðustu ferðum Gnllfoss og Lagarfoss. Þar á meðal þessar vðrur: Winchester Repeating haglabyssur nr. 12 Winchester Repeating kúlubyssur cal. 38—55. Winchester einhleyptar kúlubyssur cal. 22 (Rjúpnabyssur). o Winchester selahögl (rennilóð) nr. 2 E o. fl. Winchester reyklaus hlaðin skot »Leader« nr. 12. Winchester kúluskot cal. 22 Short reyklaus (Rjúpnaskot). ^Winchester kúluskot cal. 22 Long reyklaus. Winchester kúluskot cal. 22 Caps reyklaus (Skammbyssuskot notuð til að skjóta sauðfé, naut og hesta). Winchester kúlubyssur cal. 22 Model 1904 eru að ryðja sér til rúms hér á landi, sem ódýrar og ábyggilegar byssur til rjúpnaveiða. Þeir eiu liðlega 1 meter á lengd og vikta tæp 2 kg. Verð að eins 44 kr. NB. 100 rjúpnaskot cal. 22 Short kosta 4 kr. og eru jöfn að vikt og fyrirferð sem 2 haglaskot nr. 12, Meö næstu skipsferöum frá Ameríku á eg von á allmiklu af Haglabyssum einhleyptum og tv'hleyptum, ásamt hlöönum skotum nr. 12, 16 og 20. Ennfremur látúnsskothylkjum nr. 10, 12, 16, 20, 24 og 28 0. fl. 0. fl. Biðjið ætíð um Winchester skotfæri, þau þola allan samanburð á verði og gæðum. Virðingarfylst. Hans Petersen, Simi 213 Sportvðruvei zlun, Bankastræti 4, Simnafn: »Aldan«. Reykiavik. Tilkynning Þjóðverja. Fundur 1 Kaupmannafélagi Reykjavikur kl. Bárubúð, uppi. Benda þau á það, að þar sem vopna- hlé sé hrein og bein hernaðarráð- stöfun, þá verði Foch að ráða. Öil blöðin halda þvi fram, að Þjóðverjar verði að gefa tryggingar, því að annars sé ekkert því til fyrir- stöðu að Þjóðverjar dragi her sinn úr hinum hættulegu stöðvum, sem hann er í nú, og kæmu sér betur fyrir lengra á burtu. Alhygli er einnig vakin á kafbát- um Þjóðverja. Er það almennings- álit, að verði vopnahlé samið, þá verði eitt af skilyrðunum það, að Þjóðverjar láti allan kafbátaflota sinn af höndum. Hefir það mjög hert hugi manna í þessa átt að »Lein- ster« var sökt. 8^/2 næstkomandi Fimtudagskvöld í S t j ó r n i n. Stórsigur Frakka. París 14. okt. Hersveitir Frakka hafa farið inn i Laon og náð þar 6500 borgurum úr herkvium. Hafa Frakkar farið langt fram yfir þorp þetta á öllu svæðinu milli Oise og Ailette. Austan við Fére eru Frakkar komnir að fljótinu surman Serre alla leið i Courbet-brautarstöð. Herlína Frakka er um Couvront, Aumencourt, Viv- aise, Aulnois-sous-Laon, Gizy, Marchais. Áustar er hún um ná- grenni Sissonevalla, Malmaison og Atre við Aisne-skurð. Brotin áhlaup Þjóðverja beggja megin við Meuse. Bandarikjaher og Bretar sækja íram sunnan Cateau og ásamt Frökkum í Champagne. Berlin, 13. okt. Orustur beggja megin við Douai og vestan. — Douai er mjög skemd af skothrið og íkveikjukúlum óvin- anna. Arla morguns stórskotaorusta mikil við Cateau. Beggja megin við Neuvilly brutust óvinirnir inn i stöðvar vorar, en voru hraktir það- an aftur. Hfer krónprinsins verst fræki- lega gegn sókn þeirra við Vaux og Audigny og viðar. Hægt og hægt sækja þeir eftir oss á undanhaldi voru milli Oise og Aisne. Náðu þeit að kvöldi á skógarhæðirnar hjá St. Gobain og Ailette og Amifontain, Flokkur þeirra var tekinn höndum hjá Vouziers. Orustur miklar milli Ormont og Wavrille norðaustan Beaumont. Höfðum vér betur i þeim að lokum. Frá 8uöaustan-víg8töövunum: Or- ustur háðar i Nisch-héraði. Her vorum var skipað að hörfa eftir harða viðureign upp á hæðirnar norðan borgarinnar. En óvinimir tóku Nisch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.