Morgunblaðið - 27.10.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 27.10.1918, Síða 2
2 3ÍÖRGUNBLAÐIÐ Afrek Norðmanna. Hvað Northc!iffe segir um þá. Brezka blaðakónginum Northdiffe fórust nýlega svo orð um hlutdeiid Norðmanna í stríðinu og hverja þýðingu skipapantarnii þeirra hefðu haft fyrir Bandarikin: — Takið í hönd Norðmanna og þakkið þeim. Því að það var ekki fyrirhyggju, ættjarðarást eða auð- magni Bandarikjanna að þakka, að þau gátu smíðað skip og hundruð af skipum. Það var fyrirhyggju og dirfsku Norðmanna að þakka, og — til hneisu fyrir amerikskt fé, sem hefir flætt yfir banka vora ver en nokkru sinni fyr — var það líka norsku fé að þakka. — Norðmenn hafa gert meira til þess að gera Bandarikjunum fært að berjast gegn Þjóðverjum heldur en allur viðbún- aður vor samanlagður. Án þeirra skipa sem, Noregur hefir pantað þar og þeirra skipsmiðastöðva, sem þar hafa risið upp þess vegna, mundu Bandarikin ekki hafa getað hjálpað bandamönnum sinum hinum megin hafsins. Aukafundur h.f. Eimskipafélags Islands. Hann var haldinn i Iðnó í gær. Þar gerðist þetta: Breyting á 22. grein iaganna við d. lið orðin: »...........en aldrei má............ fyrir hvert ár« falli burt. Fyrir hönd félagsstjórnarinnar skýrði Eggert Claessen frá breytingartillögunni og af hluthöfum tók kaupm. B. H. Bjarnason til máls og mælti með henni. Var því næst leitað atkvæða um tillöguna og hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum. 2. mál. Frumvarp til reglugerð- ar fyrir eftirlaunasjóð h.f. Eimskipa- félags íslands. Samkvæmt tilmæl- um stjórnarinnar var samþykt að taka málið út af dagskrá. Þá gerði bankastjóri, Benedikt Sveinsson, fyrirspurn til stjórnarinn- ar um hve mikil brögð hefðu verið að því, að eigandaskifti hafi orðið að hlutabréfum í félaginu. Fyrir- spurninni svaraði Eggert Claessen fyrir hönd félagsstjórnarinnar og gaf eftirfarandi skýrslu um eigandaskifti að hlutabréfum austanhafs (annara en Vestur-Islendinga) frá stofnunfé- lagsins til þessa dags: 18 eigandaskifti fyrir arftöku kr. 950 (Arfleif. 17 Erf. 18). 42 eigandaskifti fyrir gjöf kr. 3425. (Gefendur 36 þiggj. 39). 98 eigandaskifti fyrir kaupkr. 10500 (Selj. 87 kaup 81). Að því er snertir eigendaskifti að hlutabréfum Vestur-Isiendinga kvað hann félagsstjórninni ókunnugt um eigendaskifti meðal Vestur íslendinga innbyrðis, en stjórnin vissi til að menn hér á landi hefðu keypt hluta- b:éf fyrir ca. 27 þús. kr. af Vestur- íslendingum, en beiðni um sam- þykki til þeirra eigendaskifta hefðu eigi enn borist félagsstjórninui. Fieira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Eqqert Brietn. Geor% Olafsson. Tíl „Vinstrimannsins“. aem me8 »timanum« hygat muni verða Fáfnisbani. í 43. tbl. »Tímans« þ. á., roælt- ist eg til þess að herra »Vinstriœað- urinn«, sem nú að undanförnu hefir verið að skreyta »Timann« með grein er hann kallar »Vonbrigði um Eimskipafélagið*, segði skýit og skorinort hvað það heíði veiið í að- ferð minni við hlntabréfakaupin vestra, sem >vakti qremju meðal landa vestra«, svo sem hann komst að orði i 42. tbl. »Timansc. Gat eg þess um leið, að roér vitanlega hefði enginn »^estmanna« né neitt blaðanna hér borið mér á brýn neina ósæmilega né qretnjuvekjandi aðferð við hlutabréfakaupin. Aftan við þessa stuttu grein mína í Tim- anum hnýtir hr. »Vinstrimaðurinn« nokkru sem hann kallar »Aths.«. Er hann þar í meira lagi örvhendur i tilþrifum sínum og svarar alls ekki þvi, sem spurt var um. Ekki vill hann þó kannast við að þetta séu sin orð, heldur reynir hann að koma þvi á blaðið »Frón«, og í þeim tilgangi laetur hann »Tímann« prenta upp úr »Fróm« klausu nokkra, rifna út úr réttu sam- bandi. — Reyndar ber nú »Frón«, »Fréttir« og »Þjóðólfi fyrir um- ræddum ummælum, svo ekki skortir nú frumleikann hjá þessum vand- læturum. Geta ber þó þess, að »Vinstrimað- urinn* kveður þessi »orð pvl nœr uppprentun úr »Fróni««. I þessu »pví nter* hans felst meiri viður- kenning fyrir þvi að hann hafi hlaupið á sig, en búast mátti við af ekki sanngjarnari manni en hann er. — En hvað sem um það er, þá get- ur hver meðalvel læs maður, sem les þessa »Fróns«-grein (í 25. tbl. þ. á.) séð, að það sem þar er talið að gremju hafi vakið, er ekki aðferð sú, er eg hafði við að kaupa hluta- bréfin, heldur það, að tilraun var gerð til að kaupa hlutabréf »Vest- manna«. »En því orði stal andsk.. nndan«, stendur i gamalli guðsorða- bók, og eins fer hr. »Vinstrimaður- inn« að. En það, að hann vill ekki gera þetta að sínum orðum, sýnir þó, að hann álítur að þarna sé með rangt mál farið, að aðferð min hafi á nokkurn hátt verið qremjuvekjandi eða ósœtnileg, og er ekki hægt að bdast við betri sannleikans viður- kenningu ftá honnm. Um sðferð mina við h’utabréfa kaupin er það að segja, að jafnskjótt og eg gat því við komið, auglýsti eg í báðum Winnipeg-blöðui.um, Heimskringlu og Lögbergi, (Tón Bíldfell var þá ritstjóri Lögbergs) að eg keypti hiutabréf Eimskipafé- lagsins. Og undir eins og blaðið »Voröld« (ritstj. Sig. Júl. fóhannesson) gat flutt auglýsingu mína, birtist húu þar, og um það get eg fullvissað »Vinstrimanninn« og alla Vest- mannavini aðra, að svo roargir eru j lesendur þessara blaða, að það sem einu sinni er búið að auglýsa í þeim, er ekki lengur neitt leyndar- mál, hvað þá þegar oft er auglýst eins og eg gerði. Allur þorii manna vestra — eins og óhætt mun vera að segja að sé hér heima — var alls ekki mótfall- inn hlutabréfakaupunum, og hefði gremjan og ro óthygðin þar veriðjafn mikil og hr. »Vinstrim.« þykist hafa eftir »eiuhverjum«, sem svo hafa pað eftir »einhverjum« enn öðrum, og svo koll af kolli — þá hefðu færri selt mér hlutabréfsín en þó varð raun á. Og ekki eru surnir þeirra er seldu mér hiutabréf • sín, vestur þar, af neinum taldir ómeik- ari menn né verri, en þeir allra beztu þeirra, er enn eiga óseld sín bréf. Nei, móthygðin var næstum ein- göngu meðal örfárra dollara-burgeisa, — skjólstæðinga »Vinstrimannsins« — þeira sem eru i stjórn Eimskipa- félagsins, eða er það hugieikið, að komast i hana; að ógleymdum Sig. Júl. Jóhancessyni, sem tæplega mun trúa öðrum betur en sjálfum sér til að skipa stjórn félagsins fyrir hönd Vestmanna. Og nokkru eftir að eg byrjaði hlutabréfakaupin, skrifaði hann grein i blað sitt (Voröld), þar sem hann vitti mjög fyrirkomulagið á þátttöku Vestmanna í stjórn Eim- skipafélagsins, meðal annars það, að með núverandi fyrirkomulagi gætu ekki aðrir en efnamenu vest- rænir farið til Islsnds til að mæta þar á aðalfundi, en þeir væru ein- mitt mennirnir, sem líklegastir væru allra, til að láta kaupa sig til fylgis við illan málstað, ef eiuhverjir fé- lagmenn á íslandi hefðu hann með höndum. »Vinstrimanninum« ervelkunnug sú skoðun mín, að öll þau hlutabréf Eimskipafélagsins, sem nú eru eign manna búsettra fyrir vesta haf og alfarinna þangað, eigi að verða — og það sem allra fyrst — eign ís- lendinga, busettra hér á landi. Þó segir hann i þessart »Aths.« sinni, að mér. hafi verið nauðugt að kaupa hlutabréfin. Sýnir þetta enn einu sinni hina alræmdu ósvifni og óráð- vendni hans í rithætti, og það svo, að maður skyldi næstum freistast til að halda að það væri orðin ástríða hjá honum eða sjúkleiki, að segja aldrei satt ef hann getur látið sér hugkvæmast einhver ósannindi. Líklega ætlar hann eítir á, að KanBHRB»Nýj:t p;r inni !!■■■ GimsteUiahvarfið á Grand Hotei. Spennandi leyniiögregiusjónleikur Myndin er lekin eftir sönnum viðburði, sem hér er látinn fara fram í stórbof?,inniLos Angelos. TABERG Hiifandi fögur landlagsmynd. Biíreið fer til Vífilstaða í dag kl. 11. Farseðlar seldir í Breiðablikum. St. Einarsson, Simi 127. verja sig með þvf, að hann segir í »Aths.« sinni »að sögn kunnugra*. Jú, jú. Ólýginn sagði líka Gróu á Leiti, og enn þá er hr. »Vinstrimað- urinn« samur við sig með frumleik- ann og hieinskiftnina. Eg hefi ekki farið neitt dult með þi skoðun mína, að hlutabréf Eim- skipaféiagsius ættu öll að vera á íslandi; lét eg hana og eitt sinn í ljós við nokkra af íslendingum þeim, er dvöldu í New York í fyrra sum- ar, og þar að auki við Árna Eggerts- son frá Winnipeg, og var það löngu fyr en eg vissi að nokkrum manni hér hefði dottið í hug að fá hluta- biéðn vestrænu hingað heim. Það meinar »Vinstrimaðurinne mér vfst til óvirðingar, er hann kallar mig »þjón Fáfnis«, en ekki álít eg mér neina vansæmd í þvís að hafa rekið erindi þeirra manna, er fé lögðu fram til þess að gera tilraun — sem eftir atvikum heppn- aðist allvel — í þá átt, að gera híut.iíé Eiœskipafélagsins al-innlent» og s'ður miklu kýs eg hlut »Vinstri- mannsins«, því hann (»Vinstrimaður- inn«) virðist helzt vera þjónn sinn- ar eigin illkvitni, og svo, i hjáverk- um, mjög lélegur skjaldsveinn þeirra »Vestmannanna«. Og torvelt veitist mér að trúa því, að »Vinstrimaðurinn« og sum- ir þeir aðrir, er vitt hafa hlutabréfa- kaupin, álíti það verk eins ilt og þeir láta i veðri vaka, því ef svo væri, þá gæti ofstæki þeirra naum- ast verið sprottið af öðru en ein- hverri geðveiklun. »Vinstrimaðurinn« segir í »Aths.c sinni, að stundum græðist ekki sið- ur á því, sem látið er ósagt, en hinu sem sagt er, og er það skiljan- lega af því að þá þykist hann hafs enn óbundnari hendur til að yrkja i eyðurnar. Eg hefi nú hugsað mér að láta honum hér eftir í té gróð- ann af því ósagða, með því að svara honum ekki oftar, — nenni ekki að skattyrðast við hanD, — og verður að arka að auðnu með það, hvað honum kann að hugkvæmast út aí þvi. Reykjavík 21. okt. 1918. Steján Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.