Morgunblaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 2
MORCxUNBLAÐIÐ Afa: »Zn *Ja. k2a. aia, t .íklp. Æ?í: .»feí M«RGUNBLA®IÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Afgr»iSísla í Lækjargötu 2 Sími 500. — PrentsmiSjusími 48. Riistjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga yikunnar, að mánudögum undanteknum. Ritstjómarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. f AfgreiSslan opm: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilatS annaðhvo»t á afgreiðsluna eSa í ísafoldarprent- 8miöju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga aS birtast í. Auglýsingar,^ sem koma fyrir kl. 12, fá aS öllum jafnaöi betri stað í blaöinu (á lesmálssíöum), en þær sem síðar koma. AuglýsingaverS: Á fremstu síöu kr. 3.00 hver em. dálksbreiddar; á öörum BÍðum kr. 1.50 em. Ver'ð blaðsins er kr. 1.50 á mánuði. ar hendnr, enda ekki ólíklegt, að rýjar flokkamrndanir séu í lofti. Er sennilegt taliS, að utanflokka- bandalagið muni aukast að nýjum mönnum úr öllum hinum gömlu ftokkabrotum, er vafalaust hrynja í rústir bráðlega. Gæti það orðið góður grundvöllur undir nýja og hreina flokkaskipun. Flestir, hvort sem fylgismenn eru eður eigi, munu telja þessa stjórn, er nú sezt við stýrið á þjóðarskút- unni, allmiklu betur skipaða en þá fyrri, er nú fer frá. Þess er og full þörf, því að erfiðustu tímarnir eru efalaust framundan. Og allir þjóð- ræknir menn óska af einlægum huga, að hinni nýju landsstjórn megi tak- ast. að láta hin ábyrgðarmiklu og afleiðingaríku störf sín fara sem bezt úr hendi. Stefnu sína í einstökum málum hefir stjórn þessi eðlilega ekki op- ínberað enn þá, svo að eigi verða þau rökrædd tun sinn. Nýjo ráðherrarnir, Magnús GuÖmundsson er fæddur 6. febrúar 1879, og er Húu- vetningur. Hann lauk burtfararprófi úr Lærðaskólanum voriö 1902 og byrjaöi nám við Kaupmannahafnarháskóla sama haust. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í lögfræöi meS 1. einkunn og gerðist aö því loknu a'ðstoö- armaður á 2. skrifstofu stjórnarráðs- ins. Árið 1912 varð hann sýslumaðnr Skagfirðinga og dvaldi nyrðra unz hann tók við skrifstofustjóraembættinu af Indriða Einarssyni árið 1918. ping- rnaSur Skagfirðinga hefir Magnús Guð- mundsson verið síSan 1916, er formaSur í fjárhagsnefnd neSri deildar og for- maöur í skattanefnd þeirri, sem stjóm- in skipaSi í vetur. Hinn nýi fjármálaráðherra er talinn góður starfsmaður, samvizkusamur mjög og vandvirkur. Stefnu hans í fjár- málunum má lýsa í tveim orðum: var- kárni og sparsemi, og hyggja menn gott til starfs hans í embættinu á þeim al- varlegu og ótryggu tímum, sem búist er viS að í hönd fari. Pétur Jónsson er fæddur 28. ágúst 1858 aS Gautlönd- r.m í pingeyjarsýslu. Tók hann þar við búi föður síns árið 1883 og hefir búið Nordisk2 LiYsforsikrings A|s. af 1807. Líftry ggic gar Aðaiumboðsmaður fyrir íaiaod: Gunnar Egilsor HáHkiarstræti 15. Tals. 608. IIIIIIIIH....... ]selur silRiBlúsur með 10—3O°/0 afslætti hefir hann veriö alla MS sí'San á auka- þingi 1894 og veriS ýmist formaöur eða skrifari fjárveitinganefndar síöan 1903. Kaupfélagsstjóri var hann í 30 ár sam- fleytt og þótti gætinn kaupsýslumaður. Afskifti mikil hefir Pétur Jónsson haft af skattamálum landsins og átti hann sæti í milliþinganefndinni 1908. pegar útflutningsnefndin var skipuð hlaut Pétur Jónsson sæti í henni og hef- ir þar, ásamt hinum nefndarmönnun- um, haft ábyrgöarmiklum störfhm aö gegna. pá er hann og í yfirmatsnefnd þeirri, sem skipuð. var til þess aö end- urskoða og koma samræmi á fasteigna- mat í landinu. Pétur Jónsson verður eftirmaðursam- sýslungs síns, Sig. Jónssonar atvinnu- málaróðherra. ---- O--------—• Yfirlýsing Undirritaðir alþingismenn höfum gert með oss samband um kosning- ar innan þings og erum utan hinna gömlu flokka, enda eru þeir flokk- ar alð vorri skoðun orðnir úrelt nöfn og viljum vér ekki teljast til neins þeirra. Alþingi, í febrúar 1920 Gísli Sveinsson, Ó. Proppé Einar Þorgilsson, Sveinn Bjömsson Björn Kristjánsson, M. Guðmundss Jakob Möller, Magnús Péturrson, Sig. Stefánsson, Jcn A Jónsson. Frð Alþingi. Fjölgun þingmanna í Reykjavík. Það mál var nú til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Tvær breyting- artillögur voru komnar fram, önn- ur frá Sveini Björnssyni um orða- breyting á 1. gr, en hin frá Sveini Olafssyni um það, að lögin skyldi eigi öðlast gildi fyr en næst þá er almenniar kosningar fara fram, og allir þingmenn Reykjavíkur yrði kosnir samtímis. Var því þarna enn gerð tilraun til þess, að draga skó- inn niður af Reykvíkingum. Sv. Ól. færði fram þær ástæður fyrir breyt- ingartillögu sinni, að ekkert rétt- læti mundi fást -með því -að kjósa ugum þeirra mundi Alþýðuflokkur- inn k-oma að. Bnnfremur yrði það til þess að rugla þá flokkaskipun, sem nú sé að myndast í þinginu og þá stjórnarmyndun, sem væri að komast á. Kak Sveinn Björnsson þær röksemdir aftur heim til föð- urhúsa. Kvað hann, að ef breyting- artill. Sv. Ól. næði fram að ganga, mundi að sjálfsögðu algerlega loku fyrir það skotið, að jafnaðarm^nn hér fengi fulltrúa inn é þing fyr en þá við næstu reglulegar alþingis- kosningar, og það væri því síður en svo, að Sv. Ól. bæri hag þeirra fyrir brjósti, þó hann léti svo' í veðri vaka. Bjarni frá Vogi hél't að Sv. Ól. mundi komið hafa fram með breytingartill. vegn.a ástæ'ðu, sem ekki væri nefnd, en hún væri sú, að þingsalurinn væri of lítill til þess að hægt væri að bæta tveim mönn- um við! Þeir Gunnar Sigurðsson og Eirík- ur Einarsson voru á móti frv. í heild sinni. Vildu að gerðar yrði gagn- gerðar breytingar á kjördæmaskip- un landsins og í einu lagi bætt við þeim þingmönnum, sem Reykjavík og aðrir landshlutar ætti heimtingu á að fá. Þingmenn Reykjavíkur sýndu báðir fram á það, að frv. þetta væri alveg sjálfstætt og mætti gera breytingar á kjördæma- skipun landsins síðar, þrátt fyrir það þótt það næði fram að ganga. Alls töluðu 9 þingmenn í málinu og voru haldnar 18 ræður í því og er ekki hægt að rekja hér -alt sem sagt var. , Að lokum var gengið til atkvæða og till. Sveins Björnssonar samþykt orðalaust en till. Sveins Ólafssonar feld með 20 atkv. gegn 4, að við- höfðu nafnakalli. Þessir f jórir þing- menn greiddu henni atkv.: Magnús Kristjánsson, Sveinn Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Benedikt Sveinsson. Eiríkur Einarsson greiddi ekki atkvæði og Pétur Jóns- son var fjarverandi. Síðan var frv. samþykt í heild og sent til efri deildar. Takmörkun á innflutningi. Breytingartill. h'afði komið fram við frv. fjárhagsnefndar um heim- ild fyrir landsstjórnina að tak- marka eða banna innflutning á glysvarningi, að í stað glysvlarn- ings kæmi „óþörfum varningi“. Yar sú till. samþykt. Magnús Guð- mundsson hafði framsögu í málinu og kvað lík ákvæði nú sett hjá öðr- um þjóðum til þess að spara skipa- kost og takmarka óþörf innkaup á erlendum vörumy Tóku ýmsir fleiri til máls og var um það rætt, hvað gæti talist óþarfur vaming- ur. Nefndi Eiríkur Einarsson það t. d. hvort eigi væri það óþarfur inn- flutningur, ef flutt væri inn meira af einhverri nauðsynjavöru, en þörf væri fyrir, eins og Danir hefði gert- Þeir hefði flutt inn svo mikið af kaffi, að það væri tveggja ára birgð ir eða meira. Jakob Möller taldi litla ástæðu til þess, að gera hér ráð íyrir ,,transit“-verzlun,eins og væri hjá Dönum. Aðra greindi á um það, hvort bifreiðar væri þarfavara eða ekki, en yfirleitt virtust þingmenn frumvarpinu fylgjandi og var því vísað greiðlega til 3. umr. Gullmál íslandsbanka. Frá f járhagsnefnd var komið álit um það mál. Telur nefndin að nauð- syn múni hafa verið á bráðabirgða- lögunum, en þar sem ákvæði lag- anna geti komið illa niður á Lands- þar mestan hluta æfinnar. Pingmaður tvo þingmenn í viðbót, því að hvor- gamoaamagi *r*iTrm?Ti P. W. Jacobsen & Sön Tinaburverzlun Stofrmö 1829 Kaupmannabðfn C, Carl-Lundsgade. SimnefBÍ: GraBfuru, New Zebra Code. -Selur timbur i stærri. og smærrí sendingum frá Kaupmannaböfn Einnig beila skipsfarma frá SviþJéð. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að vér höfmœ eugan ferða-umboðsmann á íslandi, ^ Biðjið um tilboð,-Að eins heildsala. . i u.11 mm rrifmmrt n imirtTnr r mi u mof Hessían Spy/jið um verð» Miklar birgðir fyrirliggjaadi af striga, margan. teg.^og breiddir. Pantanir afgreiddar með litlum íyr..vara um alt land. Tekið á móti pöntunum af ölíum teg. af striga, nliarböllum, nýjum kola- og saltpok- um fri verksmtðjum George Howe & Bro Dundee., Simi"Ó42. Símnefni:]Lander. L. Andersen, Umboðs & heildsala, Austurstr. 18 bankanum, kom hún frtam með svo- felda breytingartillögu: A eftir 1- gr. komj ný grein, svo hljóðandi: Islandsbanki er skyldur til þess að greiða ókeypis og eftir þörfum í Reykjavík, samkvæmt bréfi eða símskeyti, fjárhæðir, sem Lands- bankinn borgar inn í reikning ís- landsbanka við viðskiftabanka hans í Kaupmannahöfn, og flytja á sama hátt og ókeypis það fé, sem Lands- bankinn þarf að flytja frá Reykja- v í k til Kaupmanniahafnar. Nú getur íslandsbanki ekki yfir- fært fé fyrir Landsbankann eins og að framan er tilskilið, og fellur þá óinnleysanleiki seðla íslandsbanka úr gildi giagnvart Landsbankanum. Umræður urðu litlar um málið og var því vísað til 2. umr. Nýi bankinn. Það mál var til 1. umræðu og hafði Sveinn Björnsson framsögu. Skýrði liann frá því, að þeir hefði flutt frv. þetta eftir tillögum for- gangsmanna fyrirtækisins. Bjarni frá Vogi kviaddi sér hljóðs og gaf til kynna, að frá sér væri rétt ókomið nýtt frv. um það, að þeir menn, sem það vildi, gæti keypt hluti í Landsbankanum. Taldi hann það mundu verða heppilega leið til þess iað efla bankann, sem öil nauð- syn væri á og tíðkaðist sá siður víða um lönd, að einstakir menn ætti hluti í þjóðbönkum. En hætta mnndi vera á því, ef þriðji bankinn yrði settur á fót, og rekinn aðallega með innlendu fé, að þá drægi hann einmitt frá Landsbankanum af ]iví lítla rekstursfé, sem hann hefði. Menn hefði minst á það, að aukin samkepni milli peningastofnananna mnndi fást ef þriðji bankinn kæmi. Hann kvaðst ekki trúaður á það, því að hann hefði leitað sér upp- iýsinga um það, hver.s vegna út- lánsvextir bankanna væri svo háir, og fengið ;það svar, að það væri vegna þess, iað Landsbankinn mætti til með að hafa útlánsvexti svo háa. Umræður urðu mjög hægar um málið og var því vísað með 17 sam- hljóða atkvæðum til f járhagsnefnd- ar og fyrstu umræðu frestað. Efri deild. Þar voru 4 mál á dagskrá, en engar umræður nrðu um þan og fundurinn mjög stuttur. f dag hefir neðri deild á dagskrá: Stimp- ilgjaldið (með þrennum breyt.till.), gullmál íslandsbanka, sáttanefnda- málið, lögreglusamþyktir utan kaupstaða, mótorvélfræði, manntal á íslandi (frv. frá allsherjarnefnd nm að manntal sknli fara fram á landinu sama dag öll þan ár, er ár- talið endar á O), íslenzka peninga- sláttu,styrktil siglinga milli Gauta- borgar og íslands o. fl. Erl, símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn 21. febr. Bolzhevikkar færast enn í aukana. Frá London er símað, að búist sé við jiví,að Bjarmalandsherinn verði bráðlega að gefast upp fyrir Bolzhe wikkum. Bolzhewikkar búa sig undir það, að hefja sókn gegn Pólverjum í vor. Friðartilboðið talið hafa verið bragð. Trotzky er orðimi samgöngumála ráðherra. Peary daúður. Norðurpólsfiarinn Robert Peary er látinn. óvæntur fundur. piensborgar-nefndin hefir fundið 42 þýzkar fallbyssur faldar á eynni Sild. Hollendingar og þjóðbandalagið. Hollenzka þingið hefir samþykt,. að Hollendingar skuli ganga í þjóð- bandalagið. Gengi. Sænskar krónur (100) ... 124.75- Norskar krónur (100) .... 114.75 Mörk (100) ................. 7.35 Frankar (100) ............. 50.00 Sterlingspund ............. 22.80 Dollar...................... 6.62 * Khöfn 22. febr. Friður milli Bandaríkja og Þjóðverja? Frá Washington er símað, að í öldungaráðinu sé komin fram þings ályktun um það, að semja frið við Þýzkaland. Jafnframt er stungið upp á því, að alþjóðaráðstefna sé kvödd saman í nóvember til þess að ræða um endurbótamálefni. Spyrja blöðin, hvort það eigi að verða ný friðarráðstefna. Wilson heldur fast við afstöðu sína í Fiume-málinu. Uppreist í Dublin. Frá London er símað, að blóðngir götubardagar séu háðir í Dublin og borgin lýst í umsátursástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.