Morgunblaðið - 30.11.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Stúdentaráð Háskólans efnir til hátíðahalds föstudaginn 1. des. Dagskrá: Kl. li/4. Almennur stúdentafundur í Nýja Bíó. Erindi flytja: Próf. dr. phil. Guðm. Finnbogason og stud. jur. Jón Thoroddsen. Kl. 2-21/a. I. Rektoi- Háskólans, próf. dr. phil. Sig. Nordal talar af svölum Alþingishússins. II. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur lög undan og eftir ræðunn:. III. Sala happdrættismiða Stúdentaheimilisins hefst. Ki. 6. Almenn skemtisamkoma í Nýja Bíó. Til skemtunar verður: I. Landlæknir G. Björnson: „Hvern'g ísl. þjóðin varð til“. II. Símon Þórðarson og Óskar Norðmann, tvísöngur: Nekkr- ir Gluntar. — Halldór Halldórsson aðstoðar. III. Nokkrir stúdentar lesa frumsamin kvæði. IV. Guðm. Thorsteinsson syngur gamanvísur o. fl. t Ki. 9. Dansleikur stúdenta og aðrar skemtanir í Iðnó. Aðgöngumiðar að skemtuninn: í Nýja Bíó kl. 6 verða seldir í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar, og 1. desember í Nýja Bíó eftir kl. 3 e. h. og kosta kr. 2.50. V. B. K Siðasti dagup útsölunriar en i dag. Verslunin Björn Kristjánsson. Frá Italiu. ZA-SAL’ Við eigum von á saltfarmi í janúar næstkomandi. — Þeir sem þurfa að fá sjer salt í vetur ættu að tala við okknr nú þegar. Þórður Sweinsson C o A _ B. S. & B. B. S. & B. Til viðbótar okkar góðu og fjöibrevttu birgðum af allskonar skófatn- aði höfum við nú með e. s. »Botnia« enn fengið ýmsar tegunöir, svo sem: ECvenskó, Inniskó, kvenna, karla og barna: Barna-lakkskó, o. fi o. fi. Gjörið svo vel að kynna yður verð okkar og gæði var- anna, áður en þjer kaupið yður annarsstaðar á fælurna- B. Stefásisson & Bjai*nar. B. S. & B. Laugavey 22. A. B. S. & B. London, 4. nóv. Eftir allan gauraganginn sem ver'ð hefir í ítalíu síðustu viku, virðist nú svo, sem kyrð sje að komast á þjóðina aftur og alt að færast í lag eftir Facistabylt- inguna. Sjást þegar ýms merki þess, að þjóðin muni ætla að sætta sig við breytinguna, og að margir hafi trú á því, að Mussolini takist að koma lagi á ýmislegt það, sem aflaga hefir farið í stjórn lands- ins undanfarin ár. Kaupþingin ópnuð. í ■ fyrradag voru kaupþingin opnuð aftur og höfðu þá verið lokuð í viku. Og þá urðu þau óvæntu tíðindi, að gengi lírunnar batnaði. Flestir höfðu haldið, að stjórnarfarsrósturnar mundu hafa óholl áhrif á peningamarkaðinn og að líran mundi hrapa niður á bóginn, að minsta kosti fyrst í stað, en þetta varð öfugt. Sterl- ingspundið lækkaði úr 108 lírum niður í 102, og önnur mynt lækk- aði tilsvarandi. Bendir þetta eigi einungis á, að stjómin hafi til- írú hjá þjóðinni, heldur einnig orlendis. Vegna-undanfarandi óáranar er dýrtíð'n orðin afarmikil í ítalíu og atvinnuvegirnir á heljarþröm- inni. Skattarnir eru orðnir svo þungir, að hvorki einstaklingar eða atvinnufyrirtæki rísa undir þeim, og afleiðingin hefir orðið sú, að fyrirtækin hafa lagt árar í hát. Dg almenningur hefir átt afar örðngt uppdráttar, bæði vegna lágra launa og þó einkum vegna atvinnuleysis. Nýja stjórnin telur fyrst og fremst nauðsyn á því, að dregið vrrði úr útgjöldum ríkisins, svo að hægt verði að lækka tolla og skatta. Þeir sjeu orðnir svo háir, að ómögulegt gje að búast við því, að hægt sje að rjetta við atvinnu- vegina og draga úr dýrtíðiuni fyr en þeir sjeu lækkaðir. Fyrsta verk stjórnarinnar var það, að neita útborgunum á ýmsum gjalda liðum, sem eldri, stjórnin hafði tekið upp, og jafnvel að neita að greiða upphæðir, sem samþyktar höfðu verið af þinginn og teknar upp á fjárlögin. Hefir þetta vakið megna óánægju þeirra, sem fyrir því hafa orðið, og þykir brot á landslögum. Mussolini hefir einnig sagt upp fjölda af starfsfólki á skrifstofum ráðuneytisins og öðr- um opinberum stofnunum, og seg- ist geta komist af með miklu færra fólk en þar sje. Og fleira hefir hann gert til spárnaðar, hvort sem varanlegt gagn verðnr að eða ekki. Fyrsta sparnaðinn sýndi Mussolini í verki, þegar konungur'nn kvaddi hann til Róm frá Mílanó, til þes,s að ræða um myndun ráðuneytis. Var það látið fylgja hoðinu að sjers.ök járnbrautarlest skyldi vera reiðu- búin til að flytja hann á ákveðn- um tíma frá Mílanó. Mussolini svaraði: „Jeg skal koma til Róm og tala við konunginn, en jeg kem þangað ekki í aukalest. Jeg kem í þriðja flokks vagni eins og jeg er vanur“. i Róstur enn. Þegar Mussolini hafði tekið við stjóminni ljet hann það boð út ganga til Faseista-hersins, að nú mætti hver halda heim til sín. Urðu flestir við þeirri áskorun. En þó fór svo hjer sem oftar, að það er hægra að kveikja hál en slökkva það. Ýmsir af hin- mn gömlu fylgismönnum Musso- lini vilja enn halda áfram upp- teknum hætti og fara um landið með ránum og brennum. Verður Mussolini sjálfur að senda ber til þess að hafa hendur í hári. hinna fornu fylgismanna sinna. í fyrra- dag fóru nokkur hundruð manna stelan'di og rænandi um Neapel;: rændu þejr söluhúðir og- hrutu og brömluðu, þangað til her stjórn- arinnar tók þá fasta, og tók af þeim þýfið. I Parma hafa ver'ð bardagax þessa viku milli Fas- cista og Kommúnista og höfðu hinir síðarnefndu betur. Sömule’ð- is hafa orðið upþot í San Lor- erze-hverf;nu í Róm. En þessi uppþot hafa dottið niður jafn skynd'lega eins og þau byrjuðu og virðist nú alstaðar friður í nánd. IJpprunalega er Fascista-hreyf- ingin sprottin litaf Fiume-mál'nu. Þegar stórveldin ákváðu, að að- skilja Fiume frá ítalíu, hófust þjóðernissinnarnir handa og börð- ust um hríð fyrir innlimun Fiume í Ítalíu, með skáldið d’Annunzio í bioddi fylkingar. Með Rapallo- samningunum gengu Italir þó að því, að Fiume skyldi verða sjálf- stjórnarríki, og samningurinn hef- :r verið samþyktur af þingi ítala og hefir því laga gildi. Aður en Mussolini varð forsætisráðherra barðist hann eindregið gegn sam- þykt Rapallo-samninganna og krafðist þess, að Fiume yrði inn- limuð. En það er hægra að gefa heilræðin en halda þau, og nú virðist Fiume-málið einmitt ætla að verða fyrsta málið sem verð- ur stjórn Mussolini til vandræða. D’Annunzio og fygismenn hans hafa sem sje ekki beðið hoð- anna þegar Fascijsta-stjórn var komin í Italíu, og eru nú að nndirbúa byltingu í Finme og vilja innlima bofgina í ítalíu. Áður var þetta ekki hægt, vegna þess að fyrverandi ítalskar stjórn- i.r hafa hafnað slíku ráðabruggi, til þess.að halda friði Við banda- menn. Fascistarnir skilja alls ekki og vilja ekki skilja, að gerðir samningar þnrfi að hafa nokknrt varanlegt gildi, og kalla nú Rapall^-samnirigfnn ' „gamla skræðu“ sem sjálfsagt sje að brenna, og krefjast þess af for- ingja sínum, Mussolini, að hann noti nú völd sín til þess að inn- lima Fiume. En Mussolini getur ekki orðið við þeirri kröfu. Hann hefir sýnt það þegar, að hann vill hafa góða s; mvinnu við bandamenri, og í shrifum þeim er hann sendi sendi- herrum stórveldanna, er hann hafði tekið stjórn, ljet hann þess getið, að hann „mundi ekki gera neitt það, sem stofnað gæti vin- áttunni milli ítala og þeirra í hættu“. Þau loforð mun hann ætla sjer að halda, þó það verði ti! mikilla vonbrigða fyrir sam- herjana hans gömlu. - o—-------- Erl. síinfregnir frá frjettaritara MorgtmblafMiis, Khöfn 28. nóv. Englendingar óánægðir. „Sunday Times“ ræðst mjög eindregið á bandalag það, sem verið hefir á milli Englendinga, Frakka og ítala; segir að Eng- land hafi aðeins af því haft skömm og skaða. Khöfn 29. nóv. England slitið stjórnmálasambandi við Grikkland. London: Herrjetturirin í Aþenu hefir dæmt til dauða helsta mót- stöðumann Venizelosar, Gunaris fyrverandi forsætisráðherra; enn- fremur foringja íhaldsmanna, Streatos, 3 aðra ráðherra og yfir- mann herforingjaráðsins. Hefir dauðadómunum . þegar verið full- nægt. England hefir því slitið stjórnmálasambandi við Grikkland og sendiherra Breta í Aþenu er farinn til Lausanne og mætir þar Curzon utanríkisráðherra. Fjár- hagshjálp Englands til Grikkja er úr sögnnni. ------o------ Bamalt dq nýtt. Ef til vill rekur lesendnr Mbl. minni til þess, að í sumar lenti í orðasennu milli mín annarsvegar hjer í Mbl. og J. J. og Tryggva ritstjóra í Tímaiiiun hinsvegar. Tilefnið var það, að J. J. taldi mig hafa hnuplað hugmyndum og tillögum frá samvinnumönnum um f.vrirkomulag á strandferðum hjer við land — kvað það, sem nýti- lcgt var í mínum tillögiun lánað frá þeim, en afbakáði annars og umsneri því, sem jeg hafði sagt og kvað mig hafa haldið því fram, sem mjer hafði aldrei í hug komið. Jeg neyddist til að mótmæla þessu. Eri þá reis hvert liár á höfði J. J. og óneitanlega lyftust þau einnig á höfði fyrv. klerksins. Þeir svöruðu í Tíman- um með útúrsnúningum og flækj- um og skutu sjer á hak við auka- atriði og gersariilega óskyld efni. 1 lok þessarar deilu gerði jeg, fólki til skemtunar og skýringar á J. J„ ofurlítil drög til lýsingar á honum og starfi hans við Tím- ann, og nefndi til sönnunar um- mæli sjera Arnórs Arnasonar í Hvammi, er hann hafði haft á síðasta Sambandsfundi um nyt- semi Tímans og þá um leið starfs þeirra, sem í hann skrifa. Ritstj. Tímans svaraði þessari mannlýs- ingu í fjarveru J. J. mjög of- látungslega og hafði í heitingum um það, að jeg „yrði látinn jeta ofan í mig ummælin, sem jeg hefði eftir sjera Arnóri, sem hann hafði verið látinn jeta ofan í sig á Sambandsfundinum“. Og um eitthvert annað „ofan-í-át“ ræddi hann. Með þessu lauk deil- unni. En jeg beið eftir því, að þetta yrði meira en málæðið tómt hjá ritstj. Tímans. Þau rök liggja til þess að þetta er riijað hjer upp, að nú mjög nýlega hafa birtst lijer í hlað- inu'tvær greinar eftir sjera Arnór í Hvammi. Onnur þeirra tekur svo greinilega öll tvímæli af um það, að jeg hafi ekki farið með neitt fle!pur um sjera Arnór og að hann hafi ekki tekið eitt orð aftur af því, sem hann sagði á Sambandsfundinum, að það er nú bert orðið, að Tíminn stendur eftir gersamlega berstrípaður í ösannindahjúpnum einum. Og er það vitanlega ekki í fyrsta sinni, að hann hefir ekki annað í að fara en þá skykkju. Sjera Arnór neitar því, að hann hafi tekið eitt orð aftur á Sam- bandsfundinum. Það vissu meun raunar áður, þeir, er manninn þekkja, En Tíminn hefir sagt, að mig minnir, oft, og með mikl- um fjálgleik og prestlegum al- vörusvip, að hið gagnstæða hafi átt, sjer stað. Nú er það mjög lærdómsríkt að taka eftir því, hVað í þessu felst: Svo gersam- lega er hlaðinu sama um hvað það segir, að það hikar ekki við að endurtaka sömu ósannindin upp aftur og aftur um þjóðkunn- an mann andlegu stjettarinnar íslensku, og svo töm ern því ó- sannindin, að það notar þau sem vopn í ritdeilu við mann, sem ek.kert hafði gert' því, annað en að segja því satt, Það mun vera einsdæmi að nokkurt blað hafi e:ns oft reynt að nota þá aðferð, sem þarna er höfð: að ætla að slá sannleikann * til jarðar með því, sem er mótsetning hans. Og þegar það er ennfremur athugað, að Tíminn lætur reiði sína bitna á þeim, sem einn margra manna hafði hreinskilni og djörfung til ao segja aðstandendum hans til syndanna og finna að því, sem aðfinsluvert var, þá verður sök- in enn þyngri hjá blaðinu, óheil- indin meiri, skortur ábyrgðartil- finningarinnar enn augljósari. Þetta, sem nú hefr verið sagt hjer, er ekki skrifað í neinni sigurvímu, þó jeg hafi í grein sjera Arnórs fengið sönnun fyrir rjettmæti máls míns en jafn gilda og góða sönnun fyrir rangmæli og ósannindum Tímans, heldur af hmu, að velgerningur er og skylda að henda mönnum á, að varlega skuli þeir trúa því, er Tímino gæðir þeim á. Vitanlega hefir það oft verið brýnt fyrir mönn- um og rök færð fyrir. En sjald' ar mun hafa boðist ágætara tæ^1' færi en þetta til þess að sýj):l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.