Morgunblaðið - 13.08.1924, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1924, Blaðsíða 3
M0RQUNBLABI9 MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Finsen. Útgefandi: Fjelag- 1 Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 5. Símar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanbæjar og í ná- grenni kr. 2,00 á mánuói, innanlands fjær kr. 2,50. í lausasölu 10 aura eint. Ufh. Frh. Firndarmenn skiftust þegar í byr.jun í þrjár nefndir. 1. nefnd átti að ræða hvað gera skyldi ef pýskaland vísvitandi vanrækti að uppfytla skilyrði Dawes-tillaganna. Mætti kalla þessa nefnd vanrækslunefd. 2. nefnd var falið Ruhrmálið til meðferðar, hvenær og á hvaða hátt pýskaland yrði aftur veitt f.íárhagsleg og almenn yfirráð yf- ir Ruhr, mætti kalla nefnd þessa Ruhruefnd. Eins og áður hefir verið tekið fram, bygðust Dawes- tillögurnar á þeim grundvelli, að Pýdkaland yrði aftur fjárhagsleg heild því sjerfræðingarnir álitu þetta fyrsta skilyrði® fyrir því, að f járhagur pýskalands kæmist í jafnvægi og þeim væri ekki trú- andi fyrir láni fyr en þetta væri komið í lag. 3. nefnd átti að ræða um yfir- færslur skaðabótagreiðslnanna frá 'Pjóðverjum til Bandaríkjanna og væri því rjettast aið kalla nefnd þessa yfirfærslunefnd. Nefndir þessar settust á rök- stóla og lögðu von bráðar nefnd- aráiit kíu fyrir sameinaðan fund, þó ekki aiiar í senn. Vanrækslu- nefndin varg ásátt um að slkaða- bótanefndin í parís hefði vald til að skera úr, hvort um væri að; ræða raunverulegar vanrækslur eða ekki, enda hafði Mac Donald lofað Herriot þessu, þegar hann var í París hjérna á dögunum. Svo er mál með vexti, að Frakkar cru í meiri hluta í skaðabótanefnd- inni, og þeir vilja fyrir en'gan mun rýra vald hennar. — Fundurinn fjelst á, að skaðabótanefndin gæti úrskurðað hvort um vanrækslur ^æri að ræða síðar meir, en lán- t'eitendur að fyrirhuguðu 40 milj- úna sterlingspundaláni, rísa önd- ^erðir gegn þessu. pað eru breskir °g amerískir bankar sem gefið hafa von um að veita pýdkalandi þetta lán. Ameríka tekur aðeins óbeinan þátt í fundinum, þeir hafa einungis áheyranda (observer) á honum, en það ern engu að síður Bandaríkjamenn og ensku lánveit- endurnir sem að miklu leyti geta náðið úrslitum fundarins, með því að kynoka sjer við að láta fje af hendi rakna, ef þeim finst trvgg- ÍQgin fyrir lánsfjenu ófullnægjandi. Lánveitendur hafa fulltrúa á íhndinum, sem fylgjast með í öllu sem fram fer. Ennfremur hefir útanríkisráðherra Bandaríkjanna, ■^ughes, verið í London um þess- ar mundir, þó ekki beinlínis vegna ^úndarins, en það ier engin vafi á, að það hefir verið tekið mildllega tjllit til hans. Bandaríkjamönnum ^eðjast ekki að nefndaráliti van- rækslunefndar, þeim fanst var- hugavert að skaðabótanefndin hefði úrskurðarvald og auk þess var annað í nefndarálitinu, sem þeim fanst ennþá varhugaverðara: Ef pýskaland vísvitandi van- rækti skilmálana, þá var hverjum einstökum aðila heimilt að fara sínu fram gagnvart pýskalandi. Frakkar börðust fyrir þessari heimild með hnúum og hnefum og Englendingar ljetust fallast á þetta, það var með öðrum orðum ekki loku fyrir það skotið að rík- isheild pýskalands yrði skert í annað sinn. pað var engin furða þótt lánveitendum yxi þetta í aUg- um. Nú var heimilað að lama greiðslugetu pýskalands með líku kjaftshöggi og Ruhrhertakan var. Lánveitendur krefjast sem eðlilegt er, að endurgreiðsla landsins sje sem öruggust, og neituðu því að lána grænan eyri á þessum grund- velli. Nú var komið í óefni. pað komu fram ótal tillögur þess efnis að miðla málum. pað yrði of langt mál að slkýra frá hverri einstakri tillögu, sem borin hefir verið fram, enda hefir engin þeirra orðið end- anleg lirlausn. Frakkar halda sjer dauðahaldi í skaðabótanefndina og rjettindi hennar til að dæma um hvort pýskaland uppfylli skilmála tillaganna á samviskusamlegan hátt, en enskir og amerískir lán- veitendur hika við að veita lánið, ef skaðabótanefndin á að vera æðsta dómsvald í þessu efni. Um þetta hefir verið þóf síð- ustu dagana og fundinirm hefir hvorki miðað fram eða aftur. Skaðabótanefndin hefir verið beðin um að Ikoma til Lundtína og sumir meðlimir hennar eru farnir þangað. pað hefir altaf verið í ráði að bjóða pjóðverjum á fundinn en Bandamenn eru iekki sammála um, á hvaða grundvelli þeim skuli boðið. Hinsvegar 'hafa pjóðverjar lýst því yfir, að þeir ætli ekki að ómaka sig til Lundúna aðeins til að skrifa undir ályktanir fundar- ins. peir krefjast heimildar til að ræða málin. Og það væri óneitan- lega skynsamlegast að gefa þeim levfi til þess. Að hvaða gagni Ikæmu allar ályktanir fundarins ef Pjóðverjar neituðu að skrifa undir? Nefndarálit yfirfærslunefndar hefir Verið samþykt á sameigin- legum fundi. pað skiftir minna máli hvernig haga á yfirfærslun- um og verður því ekki minst frek- ar a þetta að sinni. pýðingarmeira er að sameigin- legur fundur hefir samþykt nefnd- arálit Ruhr-nefndarinnar. pessi samþykt er eitthvert það merki- legasta sem gerst hefir á fund- inum. Að vísu hlaut fundurinn að taka ákvarðanir í þessu máli því, verkefni hans var að koma tillög- unum í framlkvæmd, en þáð' hefði mátt búast við meiru þjarki um þetta mál. pýskaland fær full fjárhagsleg og almenn yfirráð yfir Ruhr fyrir 15. október í haust. En Frakkar hafa engu lofað um að fara með herinn þaðan fyrst um sinn. (Frh.) Höfn, júlí 1924. Tr. Sv. Ouðimiiidup ThoB*steinssony listmálari. Hu'gljúfinn góði, hjartaprúði drengur, horfinn á burt þig lítur vinaskarinn. Grátklökkur bærist gleðimálsinsstrengur Gúðmundiír Thorsteinsson — að vita farinn, þig, sem hjer vakti vorsins gléði hljóma, varst eins og söngvin „þröstur" meðal blóma. Leit jeg þig mitt, í ljúfú barna-inni, Ijómuðu’ í augum gleðibrosin fögur; þau voru sæl að sitja í nálægð þinni s.já þig, og heyra þínar kátu sögur. Yndi þeim veittir — aldrei barnið gleymir æskan þig kveður saknar þín og dreymir. Leit jeg þig gleðja, gamla, jafnt sem unga, gastu þar einnig fundið rjetta strenginn. Gastu þar hrundið lífsins leiða þunga, luktust upp sýnir — hrvggur var þá enginn. Lífið þú sýndir, leik og brosum vafið langt yfir fólksins mæðustuúur hafið. IVlundin var hög, og myndir kunni ljóða, málarinn sýndi æfintýra heima. Lundin var heið og hneigð til alls þess góða hjartað var blítt — og þráði sig að geyma búrtu frá hroka og heimsins yfirlæti. Höfðinginn rjetti, í listamannsins sæti. Hugljúfinn góði, hjartaprúði drengur, hvíl þú nú rótt í skauti þinnar móður. Leiðið þitt prýði ljúfar blómastengur, leiki þar blær-inn angurvær og hljóður. Söngfuglar kveði sólarljóð þar yfir. • Sálin þín frjáls á vegum drottins lifir. Kjartan Ólafsson. Konungsglíman á Þinguöllum 1B74. Diötal uið síra Sigurð Bunnarssan. Sr. Sig. Gunnarsson. (myndin tekin af honum sjötugum). Mjög er liún í minnum höfð konungsglíman á pingvöllum 1874, þó fáir núlifandi mennþekki tildrög hennar eða viti um nokk- ur nánari atvik hennar. En það vita allir, sem um hana hafa heyrt, að það voru guðfræðiskandídatar tveir, sem sýndu Kristjáni níunda og föruneyti hans, íslenska glímu, þeir Sigurður Gunnarsson og Lár us Halldórsson. • Morgunblaðið hitti sr. Sigurð Gunnarsson að máli þ. 7. þ. m., þegar 50 ár voni liðin frá þeim degi, sem hjer um ræðir, og spurði hann nákvæmlega um atburð þenna. Síra Sigurður er ern og hress enn þann dág í dag, eins og allir vita, sem hann þekkja, þó hann sje nú 76 ára að aldri. \ Sr. Lárus IlaUdórsson, (myndin tekin af honum fimtugum). forstöðunefndin 'hefði boðið kon- ungi, að honum yrði sýnd íslensk glíma. Tókum við í fyrstu dræmt í það, að geta nokkuð við það átt, og sögðum, að forstöðunefndinni hefði verið nær, að hugsa fyrir því ögn fyrri. Gelkk í nokkru þjarki um þetta. En svo fór, að við sjera Lárus Halldórsson, þá báðir nýbakaðir prestaskólakandí- datar, gáfum kost á því, að við skvldum sýna glímuna. Enga. höfðum við leikfimisskó, eins og nú tíðkast; en laglega, hvítbrydda, íslenska skó höfðum við með okkur þarna, því við höfðum glímt þar nokkra undan- farna daga. Glímubelti voru held- ur engin til, nje annar útbúnaður, er að glímum lýtur nú. Aðúr en lengra er farið, segir S. G., vil jeg geta þess, að sjera Lárus Halldórsson frá Hofi í Vopnafirði, var sambekkingur minn í skóla, og vorum við jafn- aðarlegast sessunautar, — hann oftar fyrir ofan mig en hitt. Hann var fyllilega meðalmaður á hæð, vel vaxinn, fríður og karl- mannlegur, hafði meira en meðal- Tildrögin. Hver voru tildrög þess, að þið sr. Lárus Halldórsson sýnduð glímu fyrir konungsfylgdinni á Pingvöllum 7. ágúst? Jeg var staddúr á pingvöllum dagana 5—7. ágúst, á pingvalla- fundinum, segir sjera Sigurður. Við vorum þar saman margir stú-. dentar, 0g höfðum tjald fyrir okk- burði var aKætlega snarpur. ur. Stúdentafjelag okkar var þá nýlega stofnað. Við vorum ný- staðnir upp frá snæðingi í tjald- inu þann dag, 7.ág., er þangað kem- Helgi Helgason skólastjóri. Vat hann í forstöðúnefnd hátíðahald- anna. ,Var honum mikið niðri fyr- ir. Skýrði hann okkur frá því, að Glíman. Var það að, svo að segja þegjandi samkomulagi milli okkar, að við skyldum reyna að vanda glímuna sem best við gæt- um, sæta lagi að sýna brögð og varnir sem skýrast, fremur en leggja kapp á að fella hvor ann- an. Við skyldum glíma drengi- lega, og fylgja sem best öllum þeim glímureglum, sem þá voru tíðkaðar. Var okkur nú fylgt úr tjald- inu að bölkkum Öxarár. Hafði mannfjöldinn myndað þar hvirf- ing og stóðu allir útlendingarnir inst. Gengum við inn á mitt auða svæðið. Kom konungur þá fram á svæðið, og með honum Hilmar Fin- sen landshöfðingi. Kynti lands- höfðingi okkur lauslega fyrir kon- ungi. pví næst tók konungur sjer stöðu nokkra faðma frá okkur. Studdist hann þar við staf sinn, hermannlegur á velli, eins og hon- um var títt. Gaf hann okkur því næst merki um að hef ja glímuna. Fer jeg nú fljótt yfir sögu. Við tóíkum þrjár skorpur, og reyndum að haga glímunni eins og fyr seg- ir. Er glíman stóð hæst, og við fórum að herða sókn og vörn, tók- um við eftir því, að svo var sem konungur væri á nálum; enda hrópaði hann þá rjett á eftir: ,,For Guds Skyld, bræk ikke Benene“, og er líklegt, að honum hafi þá verið í minni slysið á Öskjulilíð. En við skeyttum þessu engu og hjeldum uppteknum hætti, þangað til í 3. skorpunni að konungur gaf oíkkur bendingu um að1 hætta. Gekk liann þá til okkar, tók innilega í hönd okkar og þakkaði okkur fyrir skemtunina. Hvernig var glímunni svo tekið, og hver ummæli fjékk hún? Við gátum, eigi fundið annað, en lconungi og öllum áhorfendum, innlendum og erlendum, hafi lát- ið sjer vel líka glíman, þó enga, opinbera viðurkenningu fengjum við fyrir hana. Hefði forstöðunefndin farið þess á leit við okkur stúdenta, fyrr en þetta, að sýna glímu, t. d. áður en við fórum úr Reykjavík, hefðu verið betri tök á að sýna glæsi- legri og fjölbreyttari glímu en þarna var auðið. i Glímuiðkanir í þá daga. Hvað var annars um glímuiðk- anir á skólaárum yðar, spyrjum vjer sjera Sigurð. Jeg held mjer sje óhætt að full- yrða, að helmingur allra skóla- pilta hafi þá iðkað glímur. Flest- ir Ikomu þeir ekki óundirbúnir til glímunnar heiman úr sveitunum^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.