Morgunblaðið - 16.08.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLABI& Gefið þvi gaum hve. auðveldlega sterk og sæyandi efni f.< sápum, geta koxuist inn í húðisa mn svité- holumar, og hve auðveldlega aýroefni þau sem eru ávalt í vondum sápum, leysa upp fituna í húðinni og geta skemt falleg&ii hörundslit og heilbrigt útlit. — Pi muniö þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þa8 er, að vera mjög varkár í valinu þegar þjer kjósið sáputegund. Fedora-sápan tryggir ySur, að þj»r aig- ið ekkert á hættu, er þjer notið hana, vegna þess, hve hún er fyllilftga hrem, laus við sterk efni og vel vandað til efna í hana — efna aeaa hin milda fitukenda froða, er svo mjög ber á hjé FETDORA- SÁPUNNI, eiga rót sína að rekja tíl, og ern sjerstaklega hentag til að hreinsa svitaholnrnar, aulka starf húðarinnar og gera húð- ina mjúka eins og flauel og fallega, hörundsiitinn skíran og hrei*'- an, háls og hendur hvftar og mjúkar. Aðalmnboðsmenn: R. KJARTANSSON & Co. Reykjavík. Sími 1266. iMÉI «1 ■ »4JR SLOAN’S er langútbreiddasta „LINIMENT“ í heimi, og þúsundir manna reiða sig á hann. Hitar strax og linar verki. Er borinn á án nún- ings. Seldur í öllum lyfjabúSum. — Nákvæmar notkunarreglur' fylgja hverri flösku. 5//V/A^-/Dr 7TTrrrr__ , *i+' JfftViiri'i.' 'jrpKVji' <r|v, B 4 :• Augl. dagbók •: =—=• Tilkynningar. ==*=»= Drýgri engin dagbók er, Dranpnie smífia hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýeinga. ------ YiSskifti. --------------- Dívanar, borðstofuborð og stólar, ódýrast og best í Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Wlorgan Brothers vins Portvín (double diamond). Sherry. Madeára, eru viðurkend beat. Ný fataefni í miklu úrvali. Tilbúin föt nýsaumuð frá kr. 95,00. Föt af- greidd mjög fljótt. Andrjea Andrjeft- aon, Laugaveg 3, eími 169. Hreinar ljereftstuskur kaupir ísa- foldarprentsmiðja hassta verði. Rabarbarleggir fást í IVIatard. Sláturfjelagsins. ---- Tapaí. — Fundií. ------------- Budda fundin. Vitjist í Gróðrastöfc- ina. ——— Vinna. ---------------— paulvanur maður vill taka að sjer jbókhald, „eorrespondanee' ‘ eða aðrar pkriftir. Tilboð merkt Ötull sendist A. S. í. ------- Leiga. -------------------- Sölubúð góð og ódýr til leigu nú þegar. Ujjplýsingar í Rakarastofnnni í Eimskipafjelagshúsinu. ummæla Parmoor lávarðar, en konungur vildi ekki taka við lausnarbeiðninni, og ljet þá Zag- lul pascha undan, og situr enn við völd. pað stóð til að Zaglul pascha færi til Englands, til þess að Jeita samninga. Mac Donald lýsti því yfir nýlega í neðri málstofu bretska þingsins, að hann vonaði nú, að samningar tækjust, og að Zaglul pascha slakaði til á kröf- um sínum, því það væri áreiðan- lega best fyrir alla aðilja. Einnig sló Mac Donald því föstu, að Bretar mundu undir engum íkring- umstæðum láta af hendi stjórniua á Sudan. -------x——-----1 í sfijtfingi. Til leiðbeiningar fyrir alþýðuna hefir Hallbjörn bent lesendum Alþbl. á, ef sjúkleik bæri að höndum á næt- urþeli, þá skyldu þeir snúa sjer til lækna þeirra sem eru á ferðalagi norð- ur í landi eða dvelja erlendis. Ráðhollur er Hallbjörn. Hann benti mönnum líka á þá ný- lundu, hjer um daginn, að Gullfoss væri væntanlegur hingað sjóveg inn- ansbamms. Óviðkunnanlegt er það fyrir ís- lenska alþýðn, að til skuli vera þeir menn, sem kalla sig foringjá hennar, en opinbera þó það innræti sitt, að þeir óski hjer eftir styrjöld og blóðs- úthellingum, til þess að geta komið því áhugamáli sínu áfram, að tortýna efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar. Einir mnnu þeir um þann hugsun- arhátt hjer Hallbjörn og Co. " ' 'O------ Gengið. Rvík í gær. Pund sterling ... 31.50 Danskar krónur . ”111.90 Norskar krónur . 96.87 Sænskar krónur . 185.05 Dollar 6 97 Franskir frankar 39.06! -o- Dagbók Messað í Dómkirkjunni á morgun kl. 11 árdegis síra Arni Björnsson prófastur og síra Bjami Jónsson. Messus í Landakoti: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. bænahald, engin prjedikun. VeSrið síðdeyis í gcer. Hiti á Norð- urlandi 8—10 st., á Suðurlandi 11—13 st Suðaustlæg átt á Austurlandi, norð- vestlæg á Yesturlandi, alstaðar hægur. Rigning víða, einkum á Norður- og Vesturlandi. Dómur er nýlega fallinn í undir- rjetti í máli því, er S. í. S. höfðaði gegn Birni alþingismanni Kristjáns- syni fyrir rit hans: „Urri verslunar- ólagið.“ Krafðist Sambandið eins og kunnugt er, hálfa miljón króna í skaðabætur af Birni pg auk þess sekta. Fjell dómnrinn svo að Bjöm var sýkn- aður að öðra en því að noltkur ummæli í bæklingnum vora dæmd dauð og ómerk. Munum vjer nánar skýrá frá máli þessu síðar. Ekki er oss kunnugt, hvort S. í. S. sættir sig við þessi úrslit málsins. Tryggvi pórhallsson ritstjóri Tím- ans hefir nýlega fengið dóm' í und- irrjetti í m,eiðyrðamáli því, sem pór- arinn Jónsson alþingismaður á Hjaltabakka höfðaði gegn honum fvr- ir meiðandi ummæli er stóðu í Tím- anum 6. október í haust. Var Tr. p. dæmdur í 100 króna sekt, og 75 króna málskostnað. Hvað skyldi koma næst fyrir ves- lings Tryggva? Flugið. Flugmennimir fóra ekki í gærmorgun. Klukkan fjögur í fyrrinótt kom skeyti um það frá Grænlandi, að Shultze hefði fundið betri lending- arstað um 15 mílum norðan af Ang- magsalik. Var ráðgert að flytja lend- ingarbaujur þangað norðnr í dag og annað. Var því flnginu frestað. Óvíst var talið í gærkvöldi, að flugmenn- imir færa af stað í dag, sem sagt, að alveg tvent væri til um það. Árni G. Eylands ráðunautur hefir skrifað langa og ítarlega ritgerð í norska blaðið „Nationen“ (sambands- blað „Landmandsposten“), um íslensk- ar landbúnað og landbúnaðarmál. Kom greinin í blaðinu, sem út kom þ. 2. ágúst og er prýdd nokkrum mvndum. Loeatelli flaug frá Orkneyjmn til Færeyja í gær og kemur ef til vill hingað í dag. Samúel Ólafsson söðlasmiður, einn liinna velmetnu borgara þessa bæjar er 65 ára í dag. Hefir hann verið nær 20 ár í fátækranefnd bæjarins. Suðurla/nd kom í gær með norðan og vestanpóst. Togararnir. Hilmir kom af veiðum í gær með 100 tunnur lifrar. Tvö kolaskip komu hingað í fyrri nótt, „Gaupen“ og „Vanja“. FisJctökuskip „Zens“ kom til Hafn- arfjarðar í fyrrakvöld frá Vestfjörð- um, hafði farið kringum land og kom- ið við á 11 höfnum og tekið fisk„. Skip þetta mun vera með elstu skip- um, sem nú sigla hjer við land, er 52’ ára gamalt. Meðal farþega sem með því komu að vestan var Guðm. Hlíð- dal símaverkfræðingur, úr eftirlits- ferð um Vestfirði og Jón Bjömsson blaðamaður. „Plönítunarfjelag' I eftirmælum Jóns Bergssonar í Morgunbl. í gær stóð sú einkennilega prentvilla á nokkr nm stöðurn, „Plöntunarfjelag“ fyrir „Pöntunarfjelag* ‘. Hefnd jarlsfníarinnar.j Eftir Georgfie Sheldon. ,,Jeg sje enga ástæðu til þess, að fara að vitna í veraldarsöguna,“ sagði jarl- inn reiðilega og óþolinmóðlega. „petta er nú einu sinni svona, og því fær etkkert breytt.“ „Svaraðu mjer,“ sagði hún í heift. Glampamir í angum henar mintu á skín- andi stál, er hlikar á. Hún stappaði litla fætinum sínum í gólfið. Vildirðu losna við mig, ef þú gætir?“ Jarlinn nýdubbbaði horfði kesknislega á hana. Hatursglampar voru í angum hans. „Jæja, lafði góð. Jeg skal svara þeirri spumingu. En þú verðnr að taka afleið- ingunum af spuralseminni. Jeg mnndi ekki hika við að beita neinni aðferð, er lög leyfa, hvað svo sem tilfinningum konn minnar líður, til þess að ná settu marki. En, því miðnr, Napoleonstímamir eru löngu liðnir, og aðferð hans mundi sennilega ekki koma mjer að gagni.“ pað var stutt þögn. pau horfðust í augu, hún fögur, nndrandi og reið, eins og hlóm, sem traðkað hefir verið niður í saurinn, hann miskunarlaus, kaldur og harður. „Nú er nóg komið, Dudley Durward,“ sagði hún. Hún hóf mál sitt stillilega, en það var líkt nm það og storm, er eykst uns hann verður fárlegur. „Nú er mælirinn fnllur. Jeg hefi ótt- ast, að þessu væri svona varið, lengi, lengi! Nú veit jeg, að mynd mín er al- veg afmáð úr hjarta þínu. Jeg er að- eins eiginkona þín að nafninu til. Fyrir mjer er ekki betur komið, en úrþvætt- um mannfjelagsins, er eiga götuna að heimili. Eiginkona, sem hvorki á ást eða virðingu manns síns, er nokkurskonar auglýsing, er boðar ágæti þitt og greiðir veg þinn. Húsprýði, verkfæri, það er jeg í augum þínum og annað ekiki. Dudley Durward —“ „Nei, jeg þagna ekki,“ hrópaði hún, er hann lyfti hendi sinni og gaf henni bendingu um að þagna.“ Jeg vil segja frá því, sem liggur mjer á hjarta, í þetta eina skifti. pað verður í seinasta skifti. pú hefir slitið hverja rót hjarta míns, þú hefir látið kul dauðans fara um hjart- að, sem geymdi ekkert nema yl ástarinn- ar til þín. Með lævísi vanstu ást mína og tókst mig frá góðu heimili, þar sem hamingjan átti sjer hólfestn. pú narraðir mig til þess að tigna þig. þú ófst lyga- vefi þína nm sál mína, nns jeg varð viljalaust verkfæri í höndum þínum. Jeg var steinblind. Jeg sá þig einan. pú hefir slökt eld ástar minnar og nú geturðu horft á útkulnaða öskuna. pú hefir eyði- legt líf mitt og í Ikvöld hefir þú slökt seinasta neistann, sem hefði kannske getað 'kveikt það að nýju. Og nú mæli jeg svo um og óska þess áf allri sál minni, að allar vonir þínar megi bregð- ast þjer, að þú fáir makleg málagjöld fyrir —“ #„Madeline. Reyndu að ná valdi á þjer eða þú getur ekki tekið á móti gestun- um,“ sagði hann, furðu varlega, þó hann hefði aldrei sjeð hana fyr sem á þessari stund. En þó hann nndraðist stórlega, þóttist hann viss nm, að storm þenna mnndi fljótlega lægja. „Ha, ha! Auðvitað mundi það óheppi- legt, ef eitthvað 'kæmi fyrir á slíku kvöldi, einmitt á þessn kvöldi, Durward jarl. En þú hefir komið eldfjalli til að gjósa og þú verður að bíða átekta, nns oll glóðin er útrunnin, nns þú sjerð hana storkna í svart hraun ófærunnar íyrir fótum þínum; þangað mnntu komast og ekki lengra. Megi ör ðhefndar minnar íylgja þjer meðan hið 'kalda hjarta þitt slær í hrjósti þínu.Megirðu aldrei framar verða aðnjótandi ástar mannlegrar vera. Megirðu verða heiðraðnr svo mjög, að svo fari, að þvi fyrirlítir slíkt af allri sál þinni. Megirðu falla í djúp örvænt- ingar og eymdar, er þú stendur á tindi frægðarinnar, megirðu heyra þessi orð mín, konunnar, sem þú svívirtir og tróðst undir fótum, hljóma í eyrum þínum til’ dauðastundar þinnar.“ Síðustu orð hennar voru veini líkust og um leið og hún mælti þau var hún þotin út úr herberginu. Jarlinn stóð eftir eins og steini lostinn og vissi vart hvort hann hefði lifað eða dreymt þetta. L Annar kapítuli: BEISKLEIKI DAUÐANS. .. Madeline, lafði Durward, flúði úr aúgsýn eiginmanns síns hið bráðasta. SálarkVöl hennar var meiri á þessari stund en með orðum verði lýst. Hún hljóp út úr herberginu, klædd fegursta skrautklæðnaði sínum, upp stig- ana og alla leið upp í turninn. Hún var vart með sjálfri sjer á þessari stund. Að teins' ein hngsun komst að: Hún var smáð eigiúkona. Hún var að eins eiginkona Durwards jarls að nafninu, og ef honum byði svo við að horfa, og lög leyfðu, mundi hann afneita benni sem konu sinni. Hún kastaði sjer á legubekk í einu tnrnherherginu og grjet beisklega. .And-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.