Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Saumavjelar, stignai- og handsnúnar. Ritvjelar, Reiknivjelar, alt nýjustu og bestu gerðir. Poul V. Rubow hefir verið út- nefndur aukakennari (extraord. docent) í nerrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla, frá 1. ágúst. Heildv. Garðars Gíslasonar. fluglýsingadagbúk < ViðskiftL ÍD fi Iá > Begoniur o. fl. í pottur, ýms af- skorin blóm, selt í Hellusundi 6, sími 230. Sent heim. < Húsnæði. 2 herbergi og eldhús óskast 1. október. Skilvís greiðsla. Helst í nýju húsi. Uppiýsingar í síma 2355 til kl. 7 e. m. Látið vinna fyrir yður. Ekkert erfiði, • aðeins gleði og ánægja. Alt verður svo hreint og spegilfagurt. Fæst í fjórum stærðum á aura 40, 50, 65 og 2,75. H.t. M ReuhiaulHur Obels mnnntóbab er best. Athngið! Allur tilbúinnj Kven- og Barnaiatnaðnr selst fyrir alt að hðif virði. Verslun Egill lacobsen. Hýtt íslenskt Blðmkðl og HvftKál kemur daglega. KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 73. Sigurðardóttur, fyrir kl. 10 á morg un — ef ferðaveður verður. Tenniskepni fyrir kvenfólk í 1. R. verður í dag. Pjórar stúlkur taka þátt í kepninni, ungfrú Arn- dís Kjaran, ungfrú Þóra Garðars- dóttir, ungfrú Klara Helgadóttir og ungfrú Sigríður Símonardóttir. Kl. 2 í dag keppa þær ungfrú Kjaran móti Þóru Garðarsdóttur og Klara Helgadóttir á móti Sig- ríði Símonardóttur, en kl. 4 fer úr- slitakeppnin fram. íþróttamót verður háð á Kolla- fjarðareyrum í dag, að forgöngu fjel. Stefnis. Útiskemtun í Kópavogi. Sjúk- lingar á Hressingarhælinu halda skemtun í dag kl. 2. Til skemtunar verða ræður, söngur og hljóðfæra- sláttur og að lokum bögglauppboð. Agóðanum af skemtuninni ætla sjúklingar að verja til að kaupa hljóðfæri í hælið. 75 ára afmæli á í dag frú Kristúi Jónsdóttir, móðir Jóns yfirkenn- ara Ófeigssonar. Hún dvelur nú í sumarbústað hjá syni sínum austur í Þjórsárdal. Ungfrú Gagga Lund söngkona kemur hingað í dag. Er hún Reyk- víkingum að góðu kunn. Hún ætlar að syngja hjer á fimtudaginn, Þingvallavegurinn nýi er nú opn aður til umferðar. Eruð þjer búinn að hriingja' 877? Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Gislína Jónsdóttir, Öldug. 26, og Helgi S. Hannesson blikk- smiður. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband í Odense ung- frú Edith Weber, dóttir Weber slcipstjóra, Nörrebro 75, Odense, og Gunnbjörn Björnsson afgrm. bjó Dansk Cykleværli Grand, Nörre-Aaby, Pjóni. Heimili brúð- hjónanna verður í Nörre-Aaby. Knattspymumótið. í dag kl. 5 lceppa Valur og Víkingur. Getur þessi kappleikur haft mikla þýð- inlgu fyrir úrslit mótsins. Verður vafalaust fjölment á vellinum í dag Knattspyrnumót 2. flokks er fiestað þar til mótinu er lokið. Vestmannaeyingar ætla að sækja 2. fl. mótið og koma líklega með Botníu í dag. G.s. ísland er væntanlegt í dag síðdegis. G.s. Botnía kemur í dag. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Heyskaðar. — í norðanveðrinu fyrra laugardag fauk mikið af heyi frá ýmsum bæjum undir Eyja fjöllum. Er mælt, að Magnús bóndi á Steinum hafi mist um 200 hesta og Sigurður á Núpi um 70 hesta. Austur í Fljótshverfi hafði og tap- ast þetta 15—20 hestar frá flestum bæjum. Trúlofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Gunnhildur Árnadóttir og Þorsteinn Ingimundarson bílstjóri. Sauðnautin voru flutt x fyrra- morgun af Austurvelli upp að Reynisvatni í Mosfellssveit. Eru þau þar í girðingu. Hefir Vigfús Sigurðsson tekið að sjer pössuu þeírra þar fyrst um sinn. Ætlar hann að leitast við að ge^ þau sem gæfust. Skýli verðúr bygt handa þeim, sem þau geta leitað inn í í rigningum. Óráðið er, hvert þau verða flutt til langdvalar. Landsstjórnin hefir greitt fjel. „Eiríki rauða“ styrk þann, er Al- þingi veitti til sauðnautainnflutn- ings, 20 þús. kr. Eru sauðnautin þar með orðin eign ríkisins. Hefir landsstjórnin falið Búnaðarfjelagi íslands að annast um sauðnautin framvegis. Er það Páll Zophonías- son, er hefir það starf á hendi. PóstbÚ hefir póststjórnin feng- ið nýlega, til þess að flytja póst út um bæinn. Er hann hafður til þess að ljetta uudir með brjefber- unnm, og flýta fyrir þeim. Póstur- inn, sem hver þeirra þurfti að bera út um bæinn, var orðinn svo mik- ill, að þeir þurftu að fara margar ferðir með hann frá póststofunni. En nú flytur bíllinn póstinn á hent uga staði fyrir hvern einn þeirra. Gert er ráð fyrir, að bílíinn verði einnig notaður til þess að flytja póst um nágrennið, á Grímsstaða- holt, Lauganes o. s. frv. Kirsuber fáein þroskast í sumar á trje, sem Sesselja Sigmundsdótt- ir gróðursetti í fyrra ^unnan við barnaskólann. Leiðrjetting. Prentvilla var hjer í blaðinu í gær, þar sem talin voi-u börn Sighv. heit. Bjarnasonar. Átti þar að standa Ásta kenslukona á Blönduósi. Kurt Haeser heldur klaverhljóm- leik sinn í Gamla Bíó annað kvöld, eins og auglýst er lijer í blaðinu. Leíkur hans er mjög fágaður og bstfengur að dómi tónlistavina. Kveikt í heyi. Slökkviliðið var í gærkvöldi kvatt upp á Bergstaða- stíg. Hafði komið þar upp eldur í heystakk í porti við húsið nr. 6. Stakknrinn stóð ntan í hlöðu og yar þegar farið að Ioga svo mikið að kviknað hafði í heyi inni í hlöð unni, vegna hitans í bárujárns- vegg hlöðnnnar. — Slökkviliðinu tókst á skömmum tíma að kæfa eldinn, svo að skemdir urðu litlar. Talið er víst, að hjer sje ixm íkveikju að ræða. Gengið. ... Sala. Steding 22.15 Do'lar 4.57i/4 R.mark 108.89 Fr. frc. 18.01 Belg. 63.69 Sv. frc. 8809 Líra 24.03 Peseta 67.59 Gyllini 183.42 Tékk.sl.kr. 13.57 S. kr. 122.52 N. kr. 121.73 D. kr. 121.67 ATHU6IS að með Schluter dieselvjelinni kostar olía fyrir hverja fram- leidda kilóvattstund aðeins 7—8 aura. H.F. RAFMAGN. Hafnarslræti 18. Sími 1005. Fyrirlig giandl: Rnðugler 24 onzn.jrúðngler 5 mm. Þakpappi margar teg. Eggert Kristjánsson B Co. Símar 1317 og 1400. Halffl og matarstell úr ROSENT|HAL heimsfræga postnlíni, nýkomin. K. Einarsson &lBjörnsson. Philippseyjar. Austur af Siam og norður af Borneo liggur eyjaklasi einn all- mikill, sem einu nafni er nefnduv Philippsey.iar. Er flatarmál allra ejgarma talið um 295 þús. Q ltm., eða nærri því þrisvaj- sinnum stærri en fsland. íbúar á eyjum þessum eru taldir um 8 miljónir. Eru flestir Malayar. Þar eru einn- ig, imti í landi á stærstu eyjunum, villumenn, hinir svokölluðu „ne- gritos“. Er talið að þeir sje af- komendur frumbyggjanna, og eru jijx taldar þar 25 þús. þeirra. - Filippseyjar fann landkönJJJiður- inn Magliellan (sein Maghellan- sund er við kent) árið 1521. Hann gaf þeim þá nafn og nefndi Eyj- ar Lazarus hins helga. Eij arið 1565 fóru Spánverjar að leggja girndarhug á eyjarnar og gáfti þeim þá nafn Filips könungs II. Ekki mun það sagt, að Evrópu- mönnum hafi .farist vel við eyj- arnar, enda voru þar endalausar styrjaldir j' mörg ár. Bandaríkin í'oru þar með í leik, og eftir spansk-ameríkska stríðið fengu Bandaríkin Filipseyjar í sinn hluta 1898. Eu þá hófst á eyjunum ný uppreisn og kæfðn Bandaríkin hana í blóði. — Fyrsti landstjór- inn á eyjunum var Wr. H. Taft, síðar forseti. Hann var þar 1901 —1904 og fórst landstjórnin vel úr hendi. Árið 1907 fengu eyjarnar ! sjálfstjórn að nafninu, og nýja stjornarskrá aftur 1916. Síðan er. þar þing í tveimur deildum, skip- að eingöngu innlendum mönnum. En Bandaríkin bafa þó altaf haft þar yfirlandstjóra og hafa mjög verið valdir menn til þess starfa.. Seinasti landstjórinn var Henry Stimson, senj nú er orðinn utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í ráðuneyti Hóovers. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.