Morgunblaðið - 01.04.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1930, Blaðsíða 3
TtWc-un ^ ib Ötgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Ritstjórar: Jön Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 500. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Slmi 700. Ufiimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. f lausasölu 10 aura eintaklö, 20 aura meö Lesbók. írlendar slmfregnir. London (UP) 29. mars PB. Vaxtalækknn. Prá Budapest er símað: Por- vextir hafá lækkað iir í 6%. Forsetakosning' í frlandi. Prá Dublin er símað: Verkalýðs- flokkurinn liefir ákveðið að leggja til, að O’Connell verði gerður að fórseta stjórnarinnar í stað Cos- igrave. London ,(UP) 30. mars PB. Foringi Múhameðsmanna í Ind- landi tekinn fastur. Prá Caleutta er símað: Lögregl- an gerði á óvænt húsrannsókn hjá Muhamedstrúarmanna leiðtoganum Pagaro og fann í bækistöð hans wiklar ópíumbirgðir, ólöglega feng ið og bruggað áfengi, fjörutíu þús- «nd skot og tuttugu og fimm riffla þjófstolna muni. Einnig fann lögreglan þar dreng, sem Pagaro kafði numíð. Var drengurinn hund- Unn, er lögreglan kom. Árásin kom Pagaro svo á óvænt að hann gat «nga tilraun gert til þess að kom- •ast undan á flótta. Pólska stjómin. Prá Varsjá er síðam: Slavek hefir myndað st.jórn. Hann er sjálf ar forsætisráðherra. Gömlu ráð- herrarnir eiga sæti í stjórninni. Állir ráðherrarnir hafa unnið em- hættiseið sinn. Stjómarskiftin í Þýskalandi. Prá Berlin er símað: Bruening hefir lagt ráðherralistann fyrir Hindenhurg forseta, se’m mun hafa fallist á val ráðherranna fyrir sitt leyti. Opinber tilkynnig væntanleg fyrir hádegi á sunnudag. London (UP) 31. mars FB Prá Berlín er símað: í nýju stjórninni eru m. a. auk Bruenings, Wirth, innanríkismála- váðherra, og Curtius, utanríkis- Kiálaráðherra. Slys af ásiglingn. Frá Saint Helens, Oregon er sím- að: Eimskipið Davenport rakst á skemtibát. Þrír meiin drukknnðu en tnttugu meiddust. Var dans- ^eikur haldinn á þilfari skemti- hátsins, er áreksturinn varð. Átta- tiu og Sex menn duttu i sjóinn, homust sumir í land á sundi, en flestum var bjargað upp í hjörg- unarbáta Davenport. Heybirgðir bænda austan- fjalls eru méð minna móti. að Því er blaðinu var sagt að aust- an í gær. Heyleysi þó ekki far- íð að sverfa að enn. M O R GUNBLAÐIÐ Vjelbátnum Snarfara bjargað. Óðinn fann hann á sunnudag. Bátverjar hressir eftir hrakningana. Frásögn Einars Bjarnasonar af hrakningunum og tómlæti erlendra fiskimanna. Sú gleðifregn harst hingað til bæjarins á sunnudagskvöld, að „Óðinn“ hefði ' fundið vjelbátinn Snarfara. En ekkert hafði til báts- ins spurst síðan á þriðjudagskvöld C'' hann fór í róður frá Sandgerði. Almennur uggur hafði gripið menn um það, að hátur' þessi væri farinn með allri áhöfn. Af einhvérjum ástæðum, sem blaðinu eru eigi kunnar, var eigi hafin leit að bátnum fyrri en á föstudagskvöld. Þá var Oðinn fenginn til þess að léita að hátn- um. Segir ekki af ferðum hans fyrri en hann liitti bátinn á sunnu- dag, 30 mílur vestnr af Reykja- nesi. Á bátnum voru þessir mémi: Einar Bjarnason formaður, Valdi- mar Gnðjónsson vjelamaður, Magn ús Stephensen og Helgi Jónsson, hásetar. Einar Bjarnason kom hingað snögga ferð til bæjarins í gær. Hafði Morgunbl. tal áf lionum og spurði hann af hrakningum þeirra fjelaga. Prásögn hans var á þessa leið: Við rjerum á þriðjudagskvöld og lögðum línu. Gekk alt vel. — Eftir að við höfðum lokið við að draga línuna og við vorum á leið til Sandgerðis, bilaði vjélin í hátnnm. Áttum við þá eftir um 1 klst. ferð í höfn. Það var olíupípa sem rifnaði. Skiftnm við um pípu. En þá fór á sömu leið. Sú pípa rifnaði einnig. Reyndnm við síðan að láta annan „cylinderinn* ■ ganga. En þá bilaði „bnllan.“ Var þá ekki annað fyrir hendi en að setja upp segl og halda sjer við. Klukkustund eftir að vjelin fór alveg úr lagi bar okkur að ensk- um togara, sem var að veiðum. Skutum við tveim eldflugum til þess að gefa til kynna að við værum nauðuglega staddir, og kveiktum á olíublautum tvisti. Þetta var um kl. 10 nm kvöldið. En skipverjar á hinum enska togara skeyttu oklcur ekkert. Veð- ur var dágott, austankaldi. Lágnm við undir seglum alla fimtudags- nóttina. __ Á m iðvikudagskvöld bar oklcur í nánd við þýskan togara. Veifuð- !im við nú flöggum, og gerðum alt sem í okkar valdi stóð til þess að vekja eftirtekt Þjóðverjanna. En alt kom fyrir ekki. Við munum hafa ve’rið um 100 faðraa frá tog- aranum. Seinnipart, fimtudagsnætur hyrj- uðum við að sigla áleiðis til lands. En þá sáum við skip i vestri. Um það leyti vorum við vestur af Eld- ey. Sáum við okkur ekki fært að ná landi þarna og við gátum ekki komist norður fyrir eyna. Sigldum við því til hafs með það fyrir aug- um að ná togaranum er við sá- um til. Við sigldum svo nálægt togara þessum að við sáum glögt til mann anna, sem voru að vinnu á þil- farinu. Til sk'ipstjóra sáum við éinnig, er hann kom út að glugg-- anum í stýrishúsinu. Nafn togar- ans sáum við eklci. En staðarnafnið Grimsby gátuni við vel greint. Reyndum 'við með öl'lu móti að gefa skipverjum til kynna, að við þyrftum á hjálp að halda. En skipverjar skeyttu okkUr að engu. Aðfaranótt föstudags tókst olck- ur að koma vjelinni í það lag, ao hún geklc með öðrum „cylind- erinum.“ Dimmviðri var á, og gátum við ekki árætt að leita til lands þann dag. Ándæfðnm við uns birti af dégi á laugardag. En á laugardagsmorgun bilaði vjelin aftur. Höfðum, við þá enn ekki annað en seglin. í ofsaveðr- inu á laugardaginri rifnuðu seglin öll, og voru komin í druslur á laugardagskvöld. Lensuðum við nú vestur fyrir Reykjanesröst. Um nóttina rimpuðum við sam- an seglin með snærum. Lá báturinn flatur fyrir áföllum á meðan. Kl. 5 á sunnudagsmorgun fór að lægja. Og stundu síðar tólcst okk- ur enn að koma vjelinni á hréyf- ingu. Settum við nú npp segl, og hjeldum til lands. Yeður var hjart. Eftir 7 klst. ferð sáum við Reykja- nesfjöllin. En kl. 5 e. h. sáum við til skips fyrir vestan oklcur. Þar var kom- inn Óðinn. Sáu skipverjar brátt til ferða okkar, og dró Óðinn okknr síðan til Sandgerðis. Ekki Ijet Einar yfir því, að þeim héfði liðið sjerlega illa í hrakn- ingum þessum. Pisk höfðu þeir sjer til matar, en ekki annað. Og vatnslausir urðu þeir á föstudag vegna þess að pípa fir vatnsgeymi bátsins hafði lekið. Aflanum, um 17 skpd. urðu þeir að fleygja fyrir borð. — Svefn fengu þeir nokkurn, gat einn sofið í einu, oftast nær, en með sprett- um mátti enginn hverfa frá starfi, þareð aðeins 4 meun voru á bátn- um. — Báturinn er að öllu leyti ólask- aður. Hann er 26 smálestir að stærð. Einar lcom hingað til bæj- arins til þess að fá varahluta í vjel bátsins. Para þeir fjelagar síðan í róður við fyrsta taikifæri, eins og ekkert hefði í skorist. Landhelgisbrot. Ægir teknr togara» Vestm.eyjum, PB. 30. mars. Ægir lcom hingað í dag með þýskan botnvörpung, sem hann hafði telcið í landhelgi. Rjettar- höld standa yfir. Frá Vestmannaeyjum í gær. — Skipstjórinn á togaranum Dever, sem Ægir tók, var dæmdur til þéss að greiða 12.500 kr. selct. Afli og veiðarfæri gcrt upptækt. Skip- stjóri áfrýjaði dóminum. FB. Margar tegundir af kvenskóm, sem kostað hafa frá 1 kr. 14—24 á aðeins kr. 5—7—8—9—10. V t . I Allur annar skófatnaður, þar með talin hin viður- e kendu merki Panther og Elile, verða niðursettar um 10 ,.. —15% meðan útsalan stendur yfir. . ... ... í Notið þetta einstaka tækifæri — og kaupið ódýra skó hjá okkur. Bankastræti 4. MMeturssonsGo. KOI! KOL! Uppskipun stendur yfir alla þessa viku á hinum frægu „Best South Yorkshi re Hard Steam-kolum.“ Kolaverslnn m m > Olafs Olafssonar. Sími 5 96. Sklnn. Eins og undanfarið kaupum við hæsta verði: Kálfskinn, söltuð og hert. Saltaðar kýr- og nauts- hóðir. Saltaðar hrosshúðir. Söltuð og hert folaldaskinn. Eggert Kristjánsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.