Morgunblaðið - 08.04.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nafnið á lang bestu línsterkjunni sem seld er hjer á landi. Fæst alstaðar. ENN ER Tini TIL AÐ GERA GÚÐ KAUP í Bókaverslun ÍSHFOLDHR Mig vantar ungan röskan mann, vanan línuveiðum, sem vill fara austur með „Esju“ í kvöld. Jóhann Jónsson til viðtals í yerkamannaskýlinu kl. 10— 12 og 2—4. FISKVERKUN. Tilboð óskast í að verka 700/1000 skippund, eða minna, (helst fyrsta verkun). Tilboð auðkend „Fiskverkun“ leggist inn á A. S. í. Skrifstofnstaða Duglegur, ábyggilegur, verslunarfróður maður, sem hefir bæði reynslu og þekkingu á heildsöluverslun, getur fengið atvinnu sem skrifstofustjóri. Umsókn merkt „Fram- tíð“ leggist inn á A. S. I. tatmvndagerðiii ■óskar eftir húsnæðá í miðbænum, sem allra fyrst. Verður að vera nokkuð stórt pláss. Ólafnr Hvanndal Sími 1003. Píslarsagan ásamt stnttnm skýringnm og föstnhugleiðingnm eftir síra Friðrik Hallgrimsson. Með 6 myndnm. Verð i bandi kr. 5. Fæst hjá bóksölum. Rðkaversl. Sigfúsar Eymnndssonar. Fyrirliggjandi s Appelsínnr, Jaffa 144 do. 200 og 216. Epli, Lanknr, Kartöflnr þýskar og hollenskar. Eggert Kristjánsson & Co. Wegeners-leiðaagurinn til Grænlandsjökla. Merkilegar rannsöknir. Uiðtal við pröfessor Wegener. Grænlandsfarið ,,Disko“ kom hingað til Reykjavíkur í fyrra- kvöld. Með skipinu er hinn þýski frægi vísindamaður We- gener, og fjelagar hans 12, er ætla að hafa vetursetu vestur á Grænlandsjöklum að vetri. — Auk þess eru með skipinu yfir 20 aðrir farþegar á leið til Grænlands. Skipið kom hjer upp að hafn- arbakka um kl. 5 í gær. En Wegener prófessor var kominn á land rjett,áður, og stóð á hafn arbakkanuim með myndavjel til þess að taka myndir af skipinu. Var hann við myndatökuna er eg kom þangað. Hafði jeg því tækifæri til að virða þennan heimsfræga vísindamann fyrir mjer stundarkorn áður en jeg tók hann tali. En Wegener pró- fessor hefir hlotið heimsfrægð sína að mestu leyti fyrir kenn- ingar sínar um landaflutning- ana. Að Amerí'kumeginlandið hafi eitt sinn verið áfast við Afríku og Evrópu, en smátt og smátt hafi hið forna meginland klofnað — og Ameríka „siglt sinn sjó“ vestur á bóginn. Áður höfðu jarðfræðingar burðast með ýmsar kenningar um ,landa brýr“, sem sokkið hefðu í sjó o. s. frv. En með kenningum Wegeners hefir margt orðið skiljanlegra og skýranlegra en áður í þróunarsögu jarðar og jarðlífs. Er skipið var komið svo ná- lægt hafnarbakkanum, að útij var um myndatöku, sneri jegj mjer að prófessornum, og spurðij hann hvort hann hefði tíma tih þess að segja mjer nokkuð um; vísindaleiðangurinn, — aðal | verkefni hans o. s. frv. Frásögn hans var á þessa leið: — Aðalverkefni okkar verður að rannsaka jökulinn á Grænlandi. Rannisóknin verður í því inni- falin að athuga m. a. hversu þykk jökulbreiðan er. Mönnum hefir dottið í hug, að jökullinn sje svo þungur, að landið, jarð- lögin sem undir eru, sígi blátt áfram undan þunganum. Norð- urlöndin hækka t. d. í sjó á þessari jarðöld. Menn hafa í- myndað sjer að þetta geti staf- að af því, að á Isöldinni hafi löndin sigið, en sjeu enn að lyft- ast upp, eftir að jöklinum ljetti af þeim. — Þykt jökulbreið- unnar mælum við með áhöldum, sem til þess hafa verið gerð í Þýskalandi. Aðferðin er sem hjer segir: Við isprerigjum dynamit jöklinum. Rjctt hjá, þar sem sprengingin er gerð, höfum við einskonar jarðskjálftamæli, en annan samskonar mæli nokkurn spöl frá sprengingarstaðnum. - Við sprenginguna kemur titr- ingur á jökulinn. Sá titringur kemur strax í Ijós á skjálfta- mælinum, sem þar er rjett hjá. En titringsins gætir gegn um jökulbreiðuna, og alla leið niður 1 jarðlögin. Titringurinn endur- varpast frá jarðlögunum upp eftir jöklinum aftur, og hefir þetta endurvarp áhrif á skjálfta mæli þann sem í fjarlægð er. Eftir því hve langur tími líður milli þess, að skjálftin komi fram á mæli þeim, sem er rjett hjá sprengingunni, og mælinum sem fjær er, eftir því'sjest hve lengi titringurinn er að ná frá yfirborðinu, niður í jarðlögin, og upp á yfirborðið aftur. En eftir því sem sá tími er lengri, eftir því er jökullinn þykkari. Dynamit í sprengingar þess- ar hafa þeir í tonnatali. — En auk þess ætla þeir að gera bor- holur í jökulinn, og rannsaka hitastigið (frostið) svo og eðl- isþyngd íssins í mismunandi dýpi. Jafnframt þessu verða gerðar víðtækar rannsóknir á eðli skriðjökla og öllum hreyf- ingum jökulsins. Þá verða og gerðar mjög ná- kvæmar veðurathuganir, bæði niðri á jöklinum, og eins með því að senda hitamæla og loft- vogir í loft upp. Er viðbúið að þær. athuganir geti haft mikla þýðingu fyrir veðurathugariir cg veðurspár hjer um slóðir. Alls verða það 16 menn, sem taka þátt í þessu rannsókna- starfi næsta vetur, og verða þeir í 3 hópum. Aðalathugana- stöðin verður á vestanverðum jöklinum, skamt frá jökulbrún- inni, í 900 metra hæð. Þar ■verða 10 manns. En minni stöð- in á að vera sem næst inni í miðjum jökli. En til þess að komast svo langt, þarf hún að vera 400 km. frá jökulbrún. En Wegener gerir sjer ekki von um að koma stöð þessari lengra en 300 km. inn á jöklinum. Þriðja stöðin verður nálægt austurbrún jökulsins, og verða þar þrír menn. En þeir fara ekki þangað fyr en í sumar. Loftskeytatæki verða á öll- um stöðvunum, svo vísindamenn irnir geta haft skeytasamband sín á milli. Er hjer var komið sögu, var Disko kominn upp að hafnar- bakkanum. Benti Wegener mjer þá á stóra kassa á þilfarinu, og sagði, að þar væru mótorsleðar þeirra fjelaga. SUðar þessir gerðir í Finnlandi. Hafa slíkir sleðar hreyfla sem flugvjelar og loftskrúfur. I þeim á að vera hægt að þjóta á fleygiferð eftir ísnum. Wegener prófessor hafði því miður ekki tíma til þess að eyða lengri tíma í að segja frá ferða- lagi sínu og fyrirætlunum. Því dvöl skipsins hjer kostar 1300 Þakkarorð. Ollum þeim mörgu, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og vin arþel við fráfall sonar okkar og bróður, Guðna Jónassonar, er and- aðist í Landakotsspítala 27. febr. biðjum við Gnð að launa. En sjer- staklega viljum við tilnefna skip- stjóra Friðrik Steinsson og Þorlák Guðmundsson, stýrimann, sem báð- ir buðust til að sjá um alt nauð- synlegt fyrir okkar hönd og Frið- rik tók að sjer og annaðist með séma og prýði og sýndi þar sem fyr, livern mann liann hafði að geyma. Fyrir slíka göfugmensku biðjum við algóðan guð að launa, þegar þeim liggur mest á. Eskifirði 2. apríl 1930. Margrjet Pálsdóttir. Jónas Jónsson og systkini. Þakkaiávarp. Betur en orð fá lýst þakka jeg Keflavíkursöfnuði og presti fyrir þann mikla heiður og velgjörð, sem mjer hefir auðsýnd verið með mjög vingjarn^égu hrjefi, og því fylgjandi höfðinglegri gjöf. Jeg finn ve’l, að ekki er jeg slíks verður, en gleðst hjartanlega við hina bróðurlegu samhyggð éðar. — Hjartans þakkir! f>jer hafið glatt mig, og jeg minnist orða frelsarans: „Sjúkur var jeg og þjer vitjuðuð mín“. — Hann launi yður af rík- dómi sinnar náðar. Á sjúkrahúsi i Hafnarfirði 5. apríl 1930. Sigurður Bjarnason. fierra vörur: Nærfðt Sokkar Mauohetskyrtnr fflest og best úrval. 'flam&luAfáájaAon krónur á sólarhring, en skipið fer hjeðan jafnskjótt og hann hefir lokið erindum sínum hjer, og fengið hestaná á skipsfjöl, sem Vigfús Sigurðsson hefir keypt til flutninganna á far- angri þeirra fjelaga upp á jök- ulinn. Nú kom Vigfús til að at- huga umbúnað þann sem gerður hefir verið í farmrými skipsins fyrir hestana. Kvaddi jeg þá prófessor Wegener og óskaði honum- góðrar ferðar. Fp. Kristileg samkoma á Njáls- götu 1 í kvöld kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.