Morgunblaðið - 03.06.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1930, Blaðsíða 2
*9 MORGUNBLAÐIÐ Bazar í Þlngvðllum meðan á Alþingishálíðiuni „tendnr. Tekur að sjer sölu á alskonar listiðnaði, svo sem, silfur og öðru málmsmíðd, útskurði, útsaumi o. fl. o. fl. Munir þessir verða til sölu í Gullsmíðaversl. „Hring- urinn“ í Ingólfshvoli, sími 2354, bæði fyrir og eftir Al- þingishátíðina. . Þeir sem kynnu að vilja koma munum á Bazarinn, snúi sjer til „Hringurinn“ nú þegar, en ekki síðar en 20. þ). m- Full ábyrgð tekin á hverjum hlut. Vandaðir og iallegir Begnfrakkar nýkomnir til Árna og Bjarna. Okkar mikið eflirspnrða Peysnfatastlki er nú loks komið aftnr. Peysufatakheði. Hðttlasilki og klæði, svart. Cashmeresjöl, ijðmandi falleg. flaza/íliMjfZznaAcfi Mikilvægasta málið. Barnanppeldismál bæjarins. Ekkert. hefnir sín eins greipilega «ins og það, ef vanrækt er þáð, sem lýtnr að uppeldi barnanna. Það hefir verið lán vort og lukka, islendinga, að sveitalífið eins og iþað hefir verið, hefir haft marg- 'vísleg holl og þroskandi áhrif á ibörnin og uppeldi þeirra. Meðan Reykvíkingar áttu ekki nema einn barnaskóla, var það sýni legt, að bæjarfjelagið hafði van- rækt um stund barnauppeldismál- in. Nú, þegar að nokkru er úr þessu bætt er tímj til að hefjast handa, og vinna það upp sem van- rækt hefir verið. Hvernig teþst til með uppeldi barnanna í höfuðborg Islendinga, þar sem nú er yfir allra lands manna? Framtíð íslensku þjóðar- ■innar veltur að miklu leyti á því hve vel tekst hjer. Hin svonefnda „Mæðrastyrks- nefnd“ hefir tekið barnauppe'ldis- málið til meðferðar. Hún byrjaði starf sitt á nokkuð öðru sviði. — Bn konur þær sem í nefnd- inni starfa eru einhuga um að víkka verkahring nefndarinnar. Mgb). hefir nýlega átt taí um þetta við frk. Laufeýju Valde- marsdóttur. Hún var fús á að skýra frá afskiftum nefndarinnar af máli þessu. Rjettast er, segir L. V. að skýra málið með því að segja frá fundi þeim sem mæðrastyrksnefndin helt á pálmasunnudag í vor. Mæðrastyrksnefndin er skipuð fulltrúum ad-flestra kvenfje'l. hjer í bæ, sem voru kosnar til þess að rannsaka hagi einstaka mæðra og undirbúa frumvarji um mæðra- styrki og vekja áhuga fyrir þeirri hugsjón. Nefndin hefir byrjað starfsemi sína á að safna sltýrsl- um um hagi slíkra mæðra um land alt, og hjer í Reykjavík hefir hún komið á fót upplýsingastofu, þar sem iagalegar upplýsingar og ann- arskonar leiðbeiningar eru veittar þeim sem óska. Fyrir þessa starfsemi sína hefir nefndin orðið vör við margskonar erfiðleika mæðranna, sem voru þess eðlis að bæta mátti úr með breyttum iögum, betra eftirliti og betri framkvæmd laganna. Þetta hefir orðið til þess að starfssvið nefndarinnar hefir orðið rýmra, en upphaflega var hugsað og hef- ir nefndin iátið sig fleiri mál skifta en mæðrastyrkshugmynd- ina, vegna þess að öll þessi mál mæðra og b&rna eru skyld og mynda eina heild, ef að gáð. — Nefndin kom því til leiðar að tvö frumvörp um breytingu á fá- tækralögunum og lögum um af- stöðu foreldra til óskilgetinna barna voru borin fram á þe'ssu þingi af frk. I. H. Bjarnason. — Þessi frumvörp gátu ekki orðið nógu snemma tilbúin til þess að tími ynnist til þess að lcoma þeim fram að þessu sinni, en vonandi verða þau borin fram á næsta þingi og samþykt þá. Mun nefndin birta grein um frumvörp þessi í blöðunum, svo konur geti kynt sjer þau. Fyrir skömmu, þe'gar „barna- málið“ svo nefnda kom fyrir, kom það til umræðu 1 nefndinni hvað gera mætti af hálfu þjóðfjelagsins til þess að glæða siðgæðis- og ábyrgðartilfinnig einstakiingsins, barna og fullorðinna, kenna mönn- um virðingu fyrir lífinu, sjálfum sjer og öðrum, og vernda ungling- ana frá því að saurgað væri í vit- und þeirra hugmyndin um sam- band manns og konu og fæðingu barnanna, sem ætti að vera dásam- legasta opinbe'run lífsins liverjum óspilíum huga. Nefndinni er ljóst að öll berum við ábyrgð á kjörum æskulýðsins og að iimbætur eru nauðsynlegar á mögum sviðum til þess að koma í veg fyrir úrkyiijun og tryggja landinu æsku sem sje heilbrigð á líkama og sál. Tillögur þær sem nefndin samdi og fara hjer á eftir, eru allvíð- tæl^ar. Vegna þess hvað fyrsta tillagan Jlytur svo mikið nýmæli vildi nefndin taka skýrt fram: að hún ætlast til að vel sje vandað til valsins á þeim kennurum sem veita börnum og unglingum slíka fræðslu, og eins hitt, að kenslan á að fara fram eftir þroska barns- ins. A það að fá fyrstu vitneskj- una um þetta á e'infaldan og fal- legan hátt, svo snemma að hún valdi því ekki heilabrota, og eftir því sem það vex og þroskast á að bæta við fræðsluna. Segja mætti að heppilegast væri að "mæður veittu fyrstu fræðsluna, um þetta e'fni, en sumar eru ekki færar um það, aðrar mundu ekki treysta sjer til þess. Því verður það að börnin fá oft þessa fræðslu þar sem síst skyldi, en fyrir það þarf um fram alt að byggja. Tillaga þessi var samþ. með öll- uin greiddum atkv. gegn einu, á fundinum á pálmasunnudag, en margar fundarkonur gréiddu ekki atkvæði, og sýndu með því að jafnvel þær konur, sem þótti uppá- stungan varhugaverð að einhverju leyti, höfðu þó skilning á þýðingu málsins og vildu því ekki fella tillöguna. Þær konur sem báru hana fram vita vel að það á langt í land að slík fræðsla komist í æskilegt horf í öllum sliólum landsins, en orðin eru til alls fyrst. Hinu einarða og hispurs- lausa erindi Katrínar Thoroddsen læknis var tekið með mikilli at- hygli, og væntir nefndin að eíindi þetta og fræðslu-tilllagan hafi vak- ið hjá margri móður hugsun um skyldur foreldra við börn sín,, í þessum efnum. Um hinar tillögurnar var enginn ágreiningur og skýra þær sig flest- ar sjálfar. Þó þær kunni að virð- ast margvíslegar, stefna þær allar í sömu átt, áð verndun æskunnar, Ymsum uppástungum og kröfum sem komu fram í nefndinni var þó sie'pt, til þess að fækka tillögunum, en mundu að sjálfsögðu koma fram ef konur yrðu valdar í þær nefndir sem farið er fram á. Ein af þeim kröfum var um takmörkun á vinnutíma barna, m. a. sendla. Nífndin sendir nú þessar tillögur til rjettra hlutaðeigenda og al- mennings og vonar að þaer ve'rði ræddar og verði fyrsti vísirinn að síefnuskrá kvenna i samtökum þeirra um rjettarbætur þeirra smæstu, barnanna. Samþyktir fundarins í Nýja Bíó á pálmasunnudag. I. Tillögur um fræðslu- og heil- . brigðismál. 1. Fundurinn te'lur nauðsynlegt að börnum og unglingum sje veitt fræðsla um kynferðismál frá heilsu fræðislegu og siðferðislegu sjónar- miði. Kensla þessi fari fram í öllum skólum, sje hagað eftir þroskastigi nemendanna og byrji þegar í ne'ðstu bekkjum barnaskólans. 2. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur, *að fá kven- lækni og fleiri hjúkrunarkonur til viðbótar, ,við Barnaskóla Reykja- víkur. # 3. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að leggja sem mesta rækt við barnaskólann, og draga ekki úr nauðsynlegum fjár- framlögum til hans. Ennfremur tel- ur fundurinn mikla þörf á marg- víslegum umbótum á fræðslu og eftirliti barna, svo sem dagheimil- um barna, leikvöllum, lesstofum, vinnustofum, auknu framhalds- námi unglinga, bóklegu og verk- legu, og skorar á bæjarstjórn að faka uppeldi og heilbrigðismál bæjarins til alvarlegrar íhugunar. 4. Fundurinn sliorar eindregið á bæjarstjórn Reykjavíkur að hlut- ast til um að hækkuð verði tala skólanefndarmanna og bæta í ne'fndina 2 konum eftir tillögum Mæðrastyrksnefndarinnar, sem skipuð er konum úr allflestum kvenfjelögum bæjarins. I II. OpinbWt eftirlit. 1. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að útvega og kosta hæfa konu til lögreglunáms í útlöndum, sem síðar geti tekið að sjer hjer í Reykjavík slík störf sem kvenlögregla vinnur í öðrum löndum. 2. Fundurinn álítur margra Hluta vegna óheppilegt að að- gangur að höfninni sje öllum frjáls jafnt, á nóttu sem degi, og skorar á hafnarnefnd og bæjar- stjórn að sjá svo um að hje'r komist á sarna fyrirkomulag um lokun hafnarsvæðis og á sjeT stað annarstaðar í svo stórum hafnarbæjum sem Rvík. 3. Fundurinn telur æskilegt að strangari kröfur sjeu gerðar til kvikmynda frá siðferðislegu og menningarlegu sjónarmiði og auk- in sje aðgreining á myndum, sem börnum sje heimill eða bannaður aðgangur að. Fundurinn álítur heppilegt að nefnd manna skoði myndir áður en þær eru sýndar opinberlega, Qg telur sjálfsagt að konur eigi sæt.i í slíkum nefndum. III. Vamir gegn sjúkdómum. 1. Fundurinn telur samviskuvott- orð brúðhjóna ófullnægjandi trygg ingu um að þau sjeu e'kki haldin næmum ltynsjúkdómi, enda kunn- ugt að þessum ákvæðum laganna er alment ekki fylgt fram. , Fundurinn skorar því á stjórn- ina 'að hlutast til um að krafist sje skriflegra læknisvottorða um heilbrigði brúðhjóna, bæði gagn- vart kynsjúkdómum og smitandi M.s> Drcnning Alexandrine fer annað kvöld klukkan 8 til Kaupmannahafnar (um Vest mannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag Fylgibrjef yfir vörur komi í dag. C. Ziitisen Regnfrakkar Fallegt og ijðibreytt nrval fast ávalt í Manchester. Simi 894. Árztliche BuchfUhrung nach Dr. med. Hirschfeld. Mánaðarhefti fyrir lækna ný- komin i Bókaverslun Arinbj. Sveinbjamarsonar. Laugaveg 41. Sími 74. berklum, og sje prestum og yfir- völdum gert að skyldu að sýna skilríki fyrir að slík vottorð liafi verið ge'fin. Fnndurinn telur nauðsynlegt að hjúkrunarkonur líti eftir sjúkling- um, sem þjást af kynsjúkdómum, og sjái nm að læknisreglum sje framfylgt, sje það eftirlit sjúkling- um að kostnaðarlausu, eins og lækn ishjálpin. Vemd bama og unglinga. IV. Mæðrastyrkir. 1. Fundurinn skorar á Alþingi að hækka „samþykkisaldurinn1 ‘ um tvö ár, upp í 18 ár, sem er lágmark giftingaraldursins. 2. Fundurinn telur knýjandi nauðsyn að komið sje' á lögum um vernd barna og unglinga og skorar á stjórnina að skipa milliþinga- nefnd til að undirbúa frumvarp um verndarráð barna og unglinga. Gerir fundurinn kröfu til að í þeirri nefnd eigi sæti að minsta kosti 2 konur. 3. í sambandi við áskorun þá um milliþinganefnd í trygginga- málum, sem samþykt var nýlega af neðri deild Alþingis, gerir fundur- inn þá kröfu að Mæðrastyrks- nefndinni ve'itist kostur á að út- nefna eina konu í nefndina, þar sem Mæðrastyrksnefndin hefir sjerlega kynt sjer ástæður (ein- stakra mæðra) og kröfur kvenna í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.