Morgunblaðið - 07.06.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1930, Blaðsíða 6
6 MUKG UNBLARIÐ anbæjarmanna eða fjelaga, sem heimilsfang eiga i Reykjavík. Allar aðrar bifreiðar mega einungis standa á Hlemm milli Laugavegs og Hverfisgötu, og skulu þær raða sjer eftir fyrirsögn lögreglunnar. Umræður urðu talsverðar í bæj- arstjórn um samþykt þe'ssa. Sagði borgarstjóri að hjer væri aðeins um tilraun að ræða, til þess að ná framtíðarskipulagi. Pastlega mætti gera ráð fyrir, að þessayi tilhögun- un yrði breytt á næstu mánuðum. Ymsar aðfinslur komu fram í umræðunum, m. a. ót af því, að bi reiðar utanbæjarmanna fengu ekki að vera annarsstaðar á göt- unum en inn á „Hlemm“. En þess ber að gæta, að ákaflega er víða ha gt að fá pláss fyrir bíla á lóð- um einstakra manna. Hjer er að- eins ixm að ræða hvar bifreiðar m ga standa á sjálfum götunum. Þess ber og að gæta, að bílar mega standa á götunum á meðan bíl.stjórar eru í bílnum, þó noklcur tími líði meðan bíllínn stendur kyr. Sú breyting var gerð á samþykt þessari á bæjarstjórnarfundi, að ákveðið var stæði fyrir vörubíla nálægt höfninni. Almenningsbflar Borgaæstjóri leggur til að bæjar- stjórn beiti sjer fyrir því að rekst ur almenningsbíla verði tekinn hjer upp. Eins og bæjarbúitm er kunnugt hefir nokkuð verið um það rætt, að þörf væri hjer á að koma á föst,- um ferðum um bæinn fyrir almenn ing, þar setn lúlar fara eftir ákveðn um gÖtum með vissu millibili, og taka farþega á ákveðnum viðkomu stöðum. Hefir Guðmundur Jóhanns son beitt sjer fyrir því, að þessu máli yrði sem fyrsfc. hrint í fram- kvæmd. Fyrir nokkru var borgarstjóra fabð hS at.buga málið. Hann lagði srofelt álit fyrir bæjarstjórnar- fund síðast: Bæjarstjórnin hefir falið mje'r -að athuga á hvern hátt múni til- tækilegt að koma á föstum ferð- um almenningsbíla um borgina á þí'.ssu ári. Það er mitfc álit, að æskilegt væri að almenningsbílar færu fast- ar ferðir frá Pramnesvegi inn und- ir Elliðaár og að Kleppi og sömu leifi til baka, og te'l jeg að umferð- iu sje orðin það raikil, að ekki mundi þurfa að kosta til slíkra ferfia miklu fje úr bæjarsjóði, enda þótt. jeg telji ví.st, að .fyrst um sinn verfii að styrkja slíkar ferðir nieð nokkru fjárframlagi. Er það till mín, að bæjarstjórnin gefi mönnum kost á að koma fram me'ð tilboð um rekstur almennings- bíla á þeirri leið, sem jeg nefndi og sje vega.ne.fnd falið að leggja frain ákveðnar tillögur um málið fyrir bæjarstjórn, *er tilboð eru fengin. Skipaferðir. ísland og Botnía eru væntanleg á morgun. Selfoss fer á " summdagskvöld kl. 12 til Hull og Hamborgar. Esja fer til Borgar- ness á annan hvítasunnudag. Ts- land fer vesfcur og norður um land á þrifijudag. Vitavarðarstaðan á Reykjanesi. Einn af þeim 37, er sóttu um vitavarðarstöðuna á Reykjanesi, er sá er þetta ritar. Sótti jeg um stöðuna 31. rnars, eða rje'tt þegar búið var að auglýsa hana til um- sóknar. Umsóknarfrestur var aug- lýstur til 1. maí. Jeg eUdurnýjaði því umsóknina 24. apríl, vegna þe s, að þá böfðu mjer borist með- rnæli nokkurra trúverðugra og málsmetandi manna. Einn þessara manna er sendu mjer meðmæli var Sigvaldi S. Kaldalóns læknir, sem hefir vefið mjer nákunnugur um mörg ár. Sigvaldi hafði frjett að jeg væri að sækja um vitavarðarstöðuna, sem auglýst var laus þarna í ná- grenni hans og sendi mjer því ó- bcðið meðmælaskjal, sem jeg lagði fram með umsókninni ásamt með- mælum margra annara málsmet- andi manna, se'm höfðu þekt mig og umgengist í mörg ár. Með því stjórnin er fyrir nokkru síðan búin að veita stöðu þessa, og jeg. þrátt fyrir beiðni mína, hefi ekki fengið endursend skjöl þau, er jeg lagði fram með umsókninni, þvkir mjer ekki ótilhlýðilegt að birta hjer meðmæli Sigvalda, sem jeg held að jeg muni alveg orð- rjett: „Mjer undirrituðum e'r ljúft að votta, að herra búfræðingur Joch- um M. Eggertsson, sem jeg er ná- kunnugur, bæði af dvöl hans á heimili mínu Ármúla vifi Isafjarfi- ardjúp og eins af veru hans þar í lijeraðinu, er framúrskarandi á- byggilegur og duglegur við livaða starf, sem hann tekur sjer fyrir hendur. — Hann er hraustbygður og kjarkgóður og auk þess stakur reglumaður og vel að sjer“. Grindavík 13. apríl, 1930. Sigv. S. Kaldalóns, læknir“. í umsókn minni bað je'g þess sjer staklega, að mjer yrðu endursend mefimælaskjölin ef staðan yrði veítt öðrum. Jeg þorði ekki annað 'en biðja þessa sjerstaklega og gerði það með fullri kurteisi sið- aðra manna. En reynsla mín nú sem endranær, hefir ótvirætt bent mjer á, að ekki er hægt að vænast þess af núverancli stjórn að hún viðhafi eða semji sig að nokkrmn knrteisisreglum siðaðra manna. Með því núverandí stjórn hefir af ásettu ráði narrað tugi manna til að sækja um vitavarðarstöðuna, sem fyrirfram var ákveðið liver ætti að hreppa, má ekki ætlast til minna e.n fingur hennar láti vera að hrifsa eignir manna og mann- orð í algerðu heimildarleysi. Meðmæli góðra manna eru mik- ils virði, (ne'ma í ^ugum stjórnar- innar). í dag eru skjölin ókomin í mínar hendur þrátt fyrir beiðni mína og rjettar sem löglegs eig- anda. Á sama tíma og stjórnin var að „brugga“ þá breytingu á fyrver- andi vitaverði á Reykjanesi, hr. 01. Sveinssyni, að gera úr honum ,,óre’glumann“ sökurri athafna hans sem vitavarðar, heyrði jeg strax tilnefndan eftirmann hans, Jón Á. Guðmundsson ostagerðarmann Framsóknarflokksins. Mjer þótti ietta ótrúlegt og þekki þó mann- inn vel og ^tjóroina að endemum. Og þótt að je'g á. öndyerðu ári 1929, hafi að tilhlutun núverandi stjórnar verið svívirtur saklaus og rændur aleigu minni fyrir það eitt, að reyna að velta urð þeirri er J. Á. G. og Pramsóknarflokkurinn liöfðu sltilið eftir á almennavegi, þá er mjer fremur hlýtt til Jóns Á. Guðmundssonar og langt frá því að jeg' öfundi hann af vitavarðar- stöðunni. Jeg hefi heyrt ýmsa seg'ja að ef miða ætti við reynslu undangengúuiEi’ starfrækslu J. Á. G. þá mundi óhæfari maður verða mjog vandfundinn til vitagæslunn- ar, en vel má þó vera að annað reynist. En hitt vita allir ósköp vel, að það er algert aukaatriði hjá núverandi stjórn hvort um hæfan mann eða óhæfán er að ræða, þeg- ar veita á einhverja stöðu. Ræður þar mestu livort fy.lgispekt og hús- karlanáttúra sje í þeim rjettu hlut föllum, að þjarfínn komi í ljós sem rjettur merkisberi Jónasisku beinaldarinnar. Sigvaldi Kaldalóns læknir er drengur góður og orðvar. Pyrir nokkrum mánuðum síðan mat stjórnin Sigvalda mest annara á- gætismanna. En nú bregður svo undarlega við, að stjórnin tekur orð Sigvalda ekki trúanleg, eða lætur þau eins og vind Um eyrun þjóta. Getur stjórnin lítilsvirt Sigvalda Kaldalóns — vegna síns eigin sóma — eftir alt sem á undan er gengið — eða er sómi núverandi stjórnar uppausinn? — Ef til vill eru þetta ósjálf- ráðar athafnir stjórnarinnar 1 Re'ykjavík 25. maí 1930. Jochum M. Eggertsson. Sannfærlng. Jeg vil nú hjer me'ð láta í ljós með fám orðum, hvaða augum jeg lít á hneyksli það, sem jeg hefi nýlega lieý’rt að eigi fram að fara á Þingvöllum í sumar, en það er, að þar skuli lialdið hestaat að lie'iðnum sið, útleudum og innlend- nm til skemtunar. Jeg get nú ekki hugsað mjer annað en að slík skemtun veki fremur undrun og viðbjóð hjá al- menningi. Jeg er sannfærð um, að slík skemtun mundi verða smán arble'ttnr á hinni fyrirhuguðu þjóð hátíð, og mun nóg annað verða til lýta, þó að þessu gamni sje slept. Flestar siðaðar þjóðir hafa nú með öllu afnumið öll skepnuöt, og sannarlega ætti ]iað illa við að vjer sýndum svo glæpsamlegt gaman siðuðum gestum vorum, eins og hestaat er. Það mundi ve'rða þeim ógleymanleg harmsaga, að slíkt ætti sjer stað hjá oss, því að villi- menn búast víst fæstir gestir vorir við að vjer sjeum. Sannarl. mættu þeir halda, að siðgæði vort og mannúð væri á heldur lágu stigi, þ i að ekfci væri nú nema þetta eitt, sem benti þeim á það. En þó tæki út yfir, ef þeir, sem mestu .ráða um hest.aat þetta, væru emmitt meðlimir Dýiave’rndunar- fjelags íslands. Jeg undirrituð er ein þeirra fáu, sem stofnuðu Dýraverndunarfje'- lagið (1914), og hefi jafnan fundið það í samvisku minni, að það sje heilög skylda mín og allra meðlima Dýraverndunarfjel.. að efla vel- FerðatBsknr í afar fjölbreyttu úrvali við allra hæfi, eru nýkomnar, mjög ódýrar. Veiðarfærav. Beysir. Drengjafðt, (sportföt) Drengjahúfur rauða:- og mislitar. Matros-húfur, Mati os-kragar, Matros-uppslög, Matros-hnútar, Matros-merki. Flautusnúrur og liúfubönd: 930 — ísland — 1930. VðrnbAðin, Laugaveg 53 Sími 870. gengni þess og forða því allri van- virðu. Þess vegna er mjer full alvara með að mótmæla því, að hestaat verði háð á ÞingvöllUm í sumar, og treysti því fastlega, að margir dýravinir muni verða mjer sam- mála. Vildi jeg helst óska að fleiri vildu láta álit sitt. í Ijós í þesgu máli. .Teg skal. játa það, að je'g tek fegins liendi við því, ef einliver færir ipjer að gjöf fáeinar krónur eða aura í „Húsbyggingarsjóð Dýraverndunarfjelags lslands“, en enginn mundi færa mjer svo mikla upphæð, að je'g fyrir það gæfi jáyrði til að haldið yrði at á nokkrum skeprvum, livorki stórum nje smáum. Jeg vil ekki hafa það á samvisku minni, því að jeg veit, að jeg yrfii að strinda reiknings- [ skap af því jáyrði mínu á sínum tíma fyrir dómara allra manna. •Jeg liefi hevrt að því liafi verið lofað af þeim, sem hlut eiga að þessu hestaati, að þeir skyldu sjá um, að hestunum yrði ekkert að meini. En búast mætti við, að þeir lofi upp í ermina sína um þetta, og þá legg jeg það til, að þe'ir sjeu skvldir að greíða fjebætur, ef út at’ kynni að bera með það, að þeir gætu efnt loforð sitt. Tngunn Einarsrdóttiv. 30 iii to iminiir af kexi og kaffibrauði í heil- um kössum og lausri vigt. Ódýrt. TIRiFMNPl Laugaveg 63. Simi2393 •••••»•••••••••••••••••••• * • • nndlitspflður, : j flndlitscnam, j j flndlitssðpur : : eg liuvötn j er f «alt Adfniat og basti Regnkápur. RegnMifar, mjÖB mikiö urvai. statesmai er stðra orðið kr. 1.25 á borðið. iTnnnniiriiiimuiimiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.