Morgunblaðið - 14.06.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ jj)) temiHi & Qlsem (( TAÐA. flöfuui fil söln ca. 130 besta af verulega góðri töðu, á sjerstaklega gððn verðl. Verðnr afhent í dag og næstn daga á Vestnrgötn 2. Nákvæm prófun hráefna, til hinna full komnu o" vönduóu vjela, sanna hinn ó- viðjafnanlega styrk- leika. RALEIGH THE ALL-STEEL BICVCLE Allar nánari upplýsingar hjá Heildveralnn Ásgeirs Signrðssonar. Hafnarstræti 10—12. Sími 299. Hykomið: Peysufatasikli. Peysufatamillipils (tricotine). Kasmirsjöl (svört, hvít, grá, d'rap) einföld og tvöföld. Slifsi. Svuntuefni. Gefið öOrnunym banana J / J kvðlds og morgna. Eru bestir Pjelög gvðleysingja í Leningrad hafa fengið leyfi ríkisstjórnarinn- ar til að taka til sinnar iiotkunar -811 lokuð klaustur og dómkirkjur þar í hje’raðinu. Stjórnin í Moskva er að láta undirbúa nýja kvikmynd á móti trúarbrögðunum, sem heitir „ópíum“. (Straumar). annað kvötd Klia 8^2 I BF1LLETTKU0LD IMIhriretie Broch Hselsen AÐEINS NÝIR DANSAR ! 10 ATRIÐI. Búningar frá Kgl. leikhúsinu í Khöfn og frá París — Berlín — Sevilla. 3 dansar, dansaðir af nemanda frú Brock-Nielsen. ungfrú ÁSTU NORÐMANN. 1 DÚETTDANS: Jórunn Viðar og Helene Jónsson (Nemendur Ástu Norðmann) AðgBngumiðar 2,50 og 3,00, stœði 2,00, í Hljóðfærahúsinu og Bókav ísafoldan Vestur-Islenðingum fagnað. Skip Cunardlínunnar, „Antonia“ kom hingað í gærkvöldi. Með skip- inu voru á 6. hundrað farþegar. Meðal þeirra voru nál. 200 Alþing- ishátíðargestir. Bæjarstjórn ákvað á dögunum að borgarstjóri, ásamt forsetum bæjarstjórnar, fagnaði þessiim ferðamannahóp er hann kæmi hingað. Móttökurnar fóru fram sem hjer segir: Það var kl. 9y2 £ gærkvöldi, að farþe'gasltipið „Antonia' ‘ lagðist hjer á eystri höfnina. Um sama leyti lagði hafnarbáturinn ,Magni‘ frá landi. Með honum var borgar- stjóri, og bæjarstjórnarforsetar, al- þingisforsetarnir, svo og söng- flokkur K.P.IT.M. Er Magni rann iít höfnina tók söngflokkurinn lagið, en mann- fjöldinn sem þegar hafði safnast saman á hafnarbakkanum, veifaði til söngmanna. Er Magni nálgaðist „Antonia" gullu við fagnaðaróp 'af þilförum skipsins, og tókn söngmenn undir með öflugu húrrahrópi. Er upp á skipið kom var öllum vísað í borðsal skipsins. Ætlaði að ganga erfiðlega nokkuð að safna komumönnnm saman þangað, því þröng var mikil af farþe'gum skips- ins. En er í borðsalinn kom var þar hvert sæti skipað. Söngflokkurinn söng nú Eld- gamla ísafold. Var einkennilegt að sjá svipbrigðin í andliti nokkurra aldraðra Vestur-íslendinga, við þá fyrstu frónsku kveðju. Það var sem hinir dálítið harðneskjulegu „amerísku“ drættir þiðnuðu við söngkveðjuna. Því næst ávarpaði horgarstjóri Vestur-ísle'ndingana með nokkrum orðum. Skýrði hann frá, að honum hefði verið falið af hæjarstjóm að taka á móti hínum vestur-íslensku gest- um og væri það honum hið mesta ánægjuefni. Benti hann á með fáum orðum, að þótt margt hefði breyst á landi hjer síðan íslendingar fluttust ve'st ur um haf, væri svipur landsins óbreyttur, og kvaðst hann vona, að heimsókn þessi Vestur-lslendinga mætti verða til þess, að samband fslendinga beggja vegna hafsins mætti verða innilegri og áhrifa- rikari en nokkru sinni áður. Við hjer heiina gleddumst yfir því, að landar vorir vestan hafs hefðu varðveitt tunguna, og væri það þeirra sæmd. Að endingu kvaðst hann óska þess, að heimsókn þessi mætti verða gestunum að vestan ógleým- anleg. Verið öll hjartanlega velkomin til Reykjavíkur — velkomin til íslands. Margoft dundi við lófatak á- heyrenda me'ðan borgarstjóri tal- aði. Því næst söng söngílokkurinn „Ó, Guð vors lands.“ Þá talaði dr. Brandson nokkur orð. Þakkaði hann hina hlýju kveðju og sagði, að þessi stund myndi verða þeim Vestur-lslendingum ó- gleymanleg. Mintist hann þess, að 60 ár væri liðin síðan vesturfarir hófust hjeð- an. Og þó margir fslendingar hefðu komið he'im á þessum árum, þá hefði aldrei komið svo stór hópnr þeirra sem þessi. Hjer væru nú fulltrúar þriggja kynslóða að vest- an, menn, sem aldraðir hefðu farið vestur, aðrir sem hefðu farið þang- að á barnsaldri, eins og hann, og væri nú fullorðnir og enn aðrir sem aldrei hefðu ísland sjeð, aðeins þektu það af afspnrn. Óvíst væri hverir hefðn hlakkað mest til far- ar þessarar, en sjer væri nær að halda, að það væri yngsta kjmslóð- in, því svo vel hefði tekist, að halda við ást á landinu meðal þeirra sem alist hefðu upp vestra. Hann sagði ennfremur, m. a. að þó Vestur-íslendingar kæmi ekki í einum hóp að þessu sinni, þá kæmi þeir allir með þeirri sameiginlegu ósk, að hátíð sú, sem nú stæði fyrir dyrum, yrði íslensku þjóð- inni til farsældar og blessunar, og að heimsókn þessi gæti orðið til þess að samúðin yrði innilegri milli íslendinga austan hafs og vestan. Hann kvaðst vona að heimsókn þessi yrði á etagan hátt til þess að varpa skugga á hátíðina, heldur Hugiýsingadagbðk Ýmislegt til útplöntunar í Hellu- sundi 6. Einnig plöntur í pottum. Större leveringsdygtig engros Pirma i færdige lædervarer söger en godt indfört Agent paa Pro- visionsbasis. Bille't mrk. „DEA 31“ modtager Bladets Kontor. Athugið! Hattar enskar hiifur, sokkar, manchettskyrtur, háls- bindi, vinnuföt, o. fl. Ódýrast og best í Hafnarstræti 18. Karlmanna- hattabúðin. < Vinna. Ef þjer þurfið að fá flutt, þá biðjið um vörubíl í síma 646. frekar til að auka ánægju þá, sem yrði hátíðinni samfara. Ifann óskaði íslensku þjóðinni innilega til hamingju með hátíðina og að hún yrði þjóð vorri til ævar- andi sóma. Að ræðunni lokinni, söng flokk- urinn ,Þú álfu vorrar yngsta land‘. Þá var móttöku athöfninni lok- ið; menn heilsuðu kunningjum, er þeir komu áuga á í mannþyrping- unni, og hjeldu síðan út í Magna, er beið við skipshlið. All-margir V e'stur-f slendingar urðu samferða með Magna í land. En á hafnarhaklcanum heið sá ara- grúi af fólki til að taka á móti þessum fyrstu kátíðargestum, að lögreglan átti fult í fangi með að ihafa hemil á mannþyrpingunni. Heimdallur, kosningablaðið kem- ur út í dag. Söludrengir komi í Varðarhxisið kl. 10. Almennur fundur fyrir stuðn- ingsmenn C-listans verður í Nýja Bíó í dag og hefst kl. 4þ(>. Áríðandi er að menn mæti stundvíslega. Skipstjóra og stýrimannafjelagið Ægir, heldur fund í K. R. húsinu kl. 4 í dag. Fjelagar heðnir að fjölmenna. Aðalfundur Eimskipafjelagsins verður í dag í Kaupþingssalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.