Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 3
MOEGUNBLAÐTÐ o Bresku flugmennirnir koma ekki. London (UP) 21. júní. Plymouth: Óhagstætt veður varð þess valdandi, að ekki varð af því, að bresku flugbátarnir legði af stað til fslands, í tilefni af Alþingishátíðinni. Otgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltatjórar: Jón KJartanaaon. Valtýr Stefónsson. Rltstjórn og afgrjlBsla: Austurstrætl 8. — Slmi 500. Auglýsinsastjórl: E. Hafbers. Auslýsi nsaskrif stof a: Austurstræti 17. — Simi 700. TTet jasimar: Jðn KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áakrlftagjald: Innanlanda kr. 2.00 6. mánufll. Utanlanda kr. 2.50 á mánuBl. f lauaasölu 10 aura eintaklB, 20 aura meB Lesbðk. Eriendar sfmfregnir. London (UP). 20. júní. FB. Gustav Adolf Svíaprins kemur. Gautaborg: Sænski krónprins- inn, Gustav Adolf, höfuðsmaður fulltrúa Svíþjóðar á Alþingis- hátíðinni, lagði af stað ásamt fulltrúunum á herskipinu Oscar II. í dag. Breyting á þýsku stjórninni. . Berlín: Hindenburg forseti hefir tekið til greina lausnar- beiðni Moldenhauers fjármála- ráðherra og falið Bruening að gegna störfum fjármálaráðherra, ásamt forsætisráðherra störfun- nm fyrst um sinn. Hitabylgja. London (UP). 21. júní. FB. Stokkhólmi: Framhaldandi hitabylgja á Norðurlöndum. — Öttast menn mjög vatnsskort í ýmsum hjeruðum, nema rnenn takmarki að mjög miklum mun alla vatnsnotkun. ------—-— Islandsglfm&n Islandsglíman — fyrri hluti hennar — fór fram á íþrótta- vellinum í gærkvöld. Upphaflega höfðu 22 keppend- ur gefið sig fram, en úr gengu meiddist einn glímumanna, Dag- 5. Rjett í byrjun glímunnar bjartur Bjarnason, svo að kepp- endur urðu ekki nema 16. Sex frá Ármann, fimm frá K. R., fjórir frá G. R. og einn frá 1- þróttafjelaginu „Höfrungur“. — Af þessum 16 glímumönnum glímdu tíu þeirra 7 glímur, en sex 6 glímur. Verður framhald glímunnar á Þingvöllum kl. 9 að kvöldi n. k. fimtudag. Þeir sem hjeldu velli í gærkvöldi — fengu enga byltu — voru Sigurð- ur Thorarensen, Jörgen Þorbergs son, Georg Þorsteinss., Lárus Salómonss. og Tómas Guðmunds- son, en þeir eiga aftur óglímt hver við annan. Má búast við harðri viðureign milli þeirra á Þingvöllum. Effir líkum virðist Georg Þorsteinsson muni verða skæðasti keppinautur glímukon- ungsins. Þorsteinn Kristjánsson, sem er glímuvinum að góðu kuflnur, og margir gerðu sjer vonir um að mundi standa nærri konungstigninni, tapaði 2 glímum, í gær (fyrir Sigurjóni Hallvarðsson og Lárus Saló- monssyni). — Veður var kalt meðan á glímunni stóð og frem- nr fátt áhorfenda. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Vestur-islendingar Móttökusamkoma í Nýja Bíó í gær. Kl. 4 í gær var Vestur-ls- lendingum þeim sem hingað eru komnir stefnt saman 1 Nýja Bíó. Þar var húsfyllir. K. Zim- sen borgarstjóri var þar sam- komustjóri og bauð í öndverðu gesti velkomna. Karlakór K. F. U. M. var þar og skemti með söng milli þess sem ræður voru þar haldnar. Kvæði hafði Þorst. Gíslason ort, er allir sungu undir lag- inu „Hvað er svo glatt“. Ræðumenn voru þar þessir: Einar H. Kvaran, Ág. H. Bjarna son, Guðm. Finnbogason og Árni Pálsson. Allir fluttu þeir Vestur-íslendingum >. þakkir, hver með sínu móti, allir með hlýjum og eftirtektarverðum ræðum. Væri vel farið, ef Vest- ur-íslendingar fengju tækifæri til þess að eignast ræður þessar og hafa heim með sjer. Rúm blaðsins leyfir því miður ekki að birta þær hjer. Einar H. Kvaran talaði m. a. um sæmd þá, sem V.-ísl. hafa gert íslenska kynstofninum þar vestra, þar eð það er nú í aug- um Breta og Bandaríkjamanna orðið einskonar aðalsmerki að vera af i'slensku bergi brotinn. Fátækir komu Islendingar vest- ur. En arfurinn sem þeir höfðu meðferðis var íslensk tunga, ísl. bókmentahneigð, ljóðaást, yfirleitt það, sem bjargað hefir þjóð vorri frá glötun í holskefl- um aldanna. Er Islendingar fluttust vest- ur, var það spá manna, að þeir myndu hverfa þar eins og dropi í hafið. En því fer fjarri, að sú spá hafi reynst sönn. Þeir hafa aftur á móti ávaxtað vel þann arf, er þeir höfðu meðferðis, betur en nokkur veit, sem hefir eigi af því náin kynni. Frá Vest urheimi fá bókmentir vorar nú þann andlega gróða, sem þjóðin má ekki án vera. Ág. H. Bjarnason lagði aðal- áhersluna á það í ræðu sinni, hve undursamlega vel þeim iefði tekist Vestur-lslendingum að manna þá ungu kynslóð, sem þar hefði vaxið upp. Hann lýsti í fáum orður hörmungum og I erfiðleikum frumbyggjanna, sem byrjað hefðu í bjálkakof- ■mum, og orðið að líða allskon- ar mannraunir, drepsóttir, ein- angrun, hallæri. En ekkert hefði firbugað hinn sterka stofn. Og nú væru Islendingar þar vestra óðum að leggja undir sig miklar virðingarstöður á öllum sviðum þjóðlífsins. Guðmundur Finnbogason tal- aði einnig um bókmentagersem- ar Vestur-íslendinga og lagði út af nokkrum ljóðstefum, þar sem skáldið meðal annars drep- ur á, að V.-lsl. væru hálft um hálft gleymdir heima Islend- ingum. En við viðkynningu hyrfi sú óhæfa. V.-lsl. hefðu að vissu leyti farið með utanríkismál vor, með því að kynna kosti hins ísl. kynstofns meðal V estur- heimsþjóða. Margt hefðu Is- lendingar unnið vestra, margt sem þaðan yrði ekki flutt. En eitt, hið dýrmætasta, sem þeir hefðu unnið, þann orðstír, sem aldrei deyr, hefðu þeir fært þjóð arheildinni í skaut. Orð Árna Pálssonar fjellu nokkuð á annan veg en hinna. Hann byrjaði með því að þakka V.-ísl. fyrir síðast. En talaði síðan um komu þeirra hingað. Um að glöggt gestsauga þeirra, sem myndi margt sjá, ekki síst misfellurnar, um rigninguna, sem hefði mætt þeim, en sem hefði þó það til síns ágætis, að hún gerði sjer ekki mannamun, væri ekki hlutdræg. Hann drap á, að mörg manna verk myndu þeir hjer sjá, og mörg missmíði, og að við hjer heima myndum hafa gagn af því, að þeir gerðu hjer nýtt mat á því, sem fyrir augu þeirra bæri. Okkur, sem heima sætum, væri það Ijóst, að við værum ný- vöknuð þjóð, sem hefðum lang- an erfiðisdag framundan. Að endingu óskaði hann, að gestirnir fengju að sjá landið í sólskrúða, og sagði að bestu menn tryðu því, að sól sannleik- ans gæti bjargað þjóð vorri á yfirstandandi erfiðleikatímum. Að ræðum þessum loknum talaði Jónas A. Sigurðsgon for- seti Þjóðræknisfjelagsins. Ræða hans var alúðleg, hlý, fyndin og snjöll, enda þótt hann segðist enn hafa sjóriðu eftir ferðina. Hann gat þess m. a., að þó þeir V.-ísl. hefðu eigi komið sam- skipa hingað, væri þeirra á með- al enginn flokkadráttur, er hing- að væri komið. Svo mikið sagði hann að luörgum komumönnum hefði þótt varið í móttökurnar kvöldið áður, að þeir hefðu haft orð á því, að þeim fyndist sú kvöld- stund líkari draum en veru- leika. Að endingu var sunginn þjóð- söngurinn. Leikafmæli Friðfinns Guðjóns- sonar. Á leiksýningunni á Fjalla- Eyvindi í fyrrakvöld var minst 40 ára leikafmælis Friðfinns Guðjóns- sonar. Var leikaranum ágætlega fagnað' af áhorfendum, er liann kom fram á leiksviðinu, en í leiks- lok færðu honum samleikendur hans að þessu sinni, og nokkrir vinir hans, gullbiiinn göngustaf í viðurkenningarskyni fyrir ágætt starf í þágu leiklistarinnar. Mælti Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri fyrir minni Friðfinns en áhorfend- ur tóku undir með ferföldu húrra- brópi. [Lok n sðlubúða. Samkv. augl. frá landsstjórn- inni þ. 18. júní er ákveðið að 311 útivinna í Reykjavík og Hafn arfirði skuli lögð niður hátíðar- ^agana þrjá. 26.—28. júní. — Ennfremur að loka skuli sölu- >úðum, skrifstofum, afgreiðslu- tofum, bönkum, vinnustofum og verksmiðjum. Undanskildar eru njólkurbúðir, brauðbúðir og kjötbúðir og prentsmiðjur dag- Jaða. Sunnudaginn 29. júní mega búðir vera opnar frá kl. 4— 7 síðdegis. Hjer skal eigi fjölyrt um ráð- stöfun þessa. En það liggur í augum uppi, að mikil þægindi æru að því fyrir verslunarfólk, og jafnvel allan almenning, ef ikið væri frá venjulegum af- T-reiðslutíma sölubúða á þriðju- dag og miðvikudag; þannig að á þriðjudag yrðu búðir opnar til miðnættis, en þeim lokað kl. 1 á miðvikudag I staðinn. Með því að hafa búðir opnar fram eftir á þriðjudag, er því fólki gerður greiði, sem bundið er við vinnu að jafnaði til kl. 7 á kvöldin, en þarf að kaupa sjer eitt og annað fyrir hátíðina. En ef verslunarfólk aftur á móti kemst ekki fyr en kl. 7 úr vinnu sinni á miðvikudag, er hæpið að það komist til Þingvalla fyr en seint og síðarmeir. Dagbðk. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5) -. Lægðarmiðjan er nú um 500 km. út af Reykjanesi og hreyfist mjög liagt norður eftir. Áttin er suðlæg á S og A-landi e*n víðast austlæg norðan lands. Hiti er 12—18 st. um alt land. Útlitið er ennþá mjög ótryggt — SV og V-átt um allan N-hluta Atlantshafs. Veðunitlit í Rvík í dag: S og SV-kaldi. Smáskúrir en sennilega allgott veður á milli. Drengir og telpur, sem dvelja á Þingvöllum Alþingishátíðardagana geta fengið þar ve'l borgaðan starfa þá daga.Snúið ykkur til af- greiðslu Morgunblaðsins á morgun. „Hiellig 01av“ lagði af stað frá Kaupmaimahöfn á föstudagsmorg- un áleiðis til Reykjavíkur. Með skipinu eru m. a. Stauning forsæt- isráðh. og Borgbjerg kenslumála- ráðh. og konur þeirra beggja, for- setar beggja þingdeildanna, Jensen Kleis og H. P. Hansen. Auk þess þjóðþingsmennirnir Frederik And- ersen, Nie’ls Andersen, Bindslev, Halfdan Hehdriksen, O. B. Kraft, Kammersgaard, Larsen Badse, F. K. Madsen, Hans Nielsen, Laust Noerskov, Thorhauge Vanggaard og Kyed og landsþingsmennimir Hauch, H. P. Johansen, Stegger Nielseh og Jörgen Möller. Auk þess verða með skipinu Jón Krabbe og margir blaðamenn. Fyrir hönd „Morgenbladet“ kemur Fornjótur, Lindetoft fyrir hönd vinstriblað- anna og forstjóri fyrir frjettastofu Ritzau. Hvítbekkingar. f tilefni af 25 ára afmæli Hvítárbakkaskóla ætla gamlir nemeUdur skólans og kenn- arar að hittast á Þingvöllum fýrsta dag Alþingishátíðaiúnnar. Fundnr- inn verður í tjaldi íþróttamanna og hefst kl. 5y2 e. h. Er þess væn$t að hátíða.rge'stir, sem verið haJfe nemendur á Hvítárbakka eða keiin arar, mæti þar. Tjöldin á Þingvöllum. í blacþnu i dag er auglýsing um það, að þejh, sem hafa pantað tjöld á Þingvöll- um verði að vitja þeirra hjá tjalcfe skrifstofunni fyrir þriðjudagskvöld Undirbúningsnefnd Alþingishji- tíðar tilkynnir: Að gefnu tilefni skal te'kið fram, að mönnum ekki heimilt að tjalda á efri brftþ Almannagjár eða upp með ÖxasSi. (FB). Skráning hátíðargesta á ÞingvðB um. — Nefnd Alþingishátíðarinn^ý hefir í hyggju að láta safna nðfft- um allra þeirra gesta, sem koma til Þingvalla á hátíðina. Verður þeirri söfnun að líkindum komið þannig fyrir, að maður verður feng inn til þess að reyna að sjá um, að íbúar í tjaldborg hvers hjeraðs riti nöfn sín á vandaðan skjalapapplp, sem nefndin leggur til. Sjerstakt tjald mun Reykvíkingum ætlað í þessu skyni. Vdrður það einhvers- staðar við aðalbrautina frá tjalcþ borginni yfir hátíðarsvæðið, og svo auðkent, að allir megi þekkja. Að hátíðinni lokinni verða allar ark- imar bundnar í bók, sem geyink skal nöfn og rithendur hátíðargest anna um ókomnar aldir. Getur það orðið fróðlegt safn, er stundir líða. Nefndin væntir þess, að almdnning ur greiði sem best fyrjr þessu máE. Engimf má láta sitt nafn vanta. Minjagripir. Af gripum þeim, sem gefnir hafa verið út til minja um Alþingishátíðina má nefna síríá postulínsgripi: — Drykkjarglös, drykkjarbikara, cigarettubikara, blómglös og kaffibolla (mokka), sem eru til sýnis í skartgripaversl-5 un Árna B. Björnssonar og í fata- geymslunni í Hótel Borg. Eru þeúr mjög snotrir og gerðir í sama stíl og postulínsborðbúnaður Alþingis- hátíðarinnar. Mum sjálfsagt marga gesti fýsa að eignast gripi þessa, eigi síst vegna þess, að ekki hafa verið ge'rð nema tiltölulega fá stykki af hverju, og verða ekki bú in til að nýju. Ef eitt brotnar verð- ur það því óbætanlegt þegar öll eru seld. Þá má og nefna sjerstak- an minjagrip, sem gerður er í sama stíl. Er það skyrskál (en má nota til margs anmars) gerð til minja um 50 ára afmæli Möðru- vallaskólans. Hún er einnig til sýn- is á sömu stöðum og hinir gripimir Alþingishátíðin. — Herskipið Rodney lagði af stað kl. 1 e. h. ' gær frá Skotlandi með fulltrú- ana, sefn koma eiga fram fyrir Bretlands hönd á Alþingishátíð- inni. Frakkneska herskipið „Suffren" er væntanlegt hingað í fyrramálið; með skipinu eru frakknesku ge'st- irnir, er koma á Alþingishátíðina. Heiðursboginn sem verið er að reisa niður við höfnina fyrir ofan steinbrygjuna verður fullger á mánudagskvöld. Hefir Guðjón Sam úelsson gett teikninguna af hon- um. Á gamla fiskplaninu, austan- vert við bogann verður reist all- stórt tjald, sem undirbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar Jiefir til um- ráða. Skrifstofa stúdentamótsins verð- ur opiu í dag frá 2—5 síðdegis. Þeir stödentar, sem taka- ætla þJtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.