Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 2
2 VfOKG V NBLAÐIÖ Lauðspítalmn. Lalidspítalinn tók til starfa skömmu fyrir síðnstu áramót. Lengi h^fa landsmenn þráð þann dag, er spítalinn væri full- Lúinn. Þar er bætt úr bráðri þörf Jjeirra meðlima þjóðfjelagsins, sem ■einna bágast eiga, sjúklinganna. iSárþjáðir menn hafa oft orðið að t)íða vikum saman eftir sjúkrahús- ~vist, er þeir hafa verið fluttir hing stt utan af landi. Það er kannske fulldjúpt í ár- ijmi tekið að segja, að Landsspít- úlinn hafi tekið til starfa með ieynd, en ekki er það þó allfjarri -.sanni. Það hefði mátt ætla, að sama stjórnin, sem sló upp 300 boðsgesta stórveislu þegar síldar- bræðslustöð á Siglufirði var tekin til notkunar, hefði á einhvern hátt gert hátíðlegan þann dag, er slík þjóðnytjastofnun, sem Landsspít- -alinn tók til starfa. Það hefir vak- ið. undrnn landsmaima, að lands- ■stjórnin skuli hafa farið þannig að. Því er ekki neitað, að allmikils *je vert um síldarlýsi og síldar- n’íjöl, en að stofnun tif fram- leiðslu þeirra vörutegunda sje meira verð en stofnún handa veik- «m mönnum, munu fáir játa. Það er varla efamál, að ástæðan til þess, að landsstjómin hefir gert þennan mun á dauðri síld og veik- um mönnum er bæði hið illa sam- komulag milli læknanna og dóms- málaráðherrans og að það hefir ekki hentað stjóminni að fá rifj- að upp hverjir hafa verið aðal- forgöngumenn að reisn Landsspít- álans. En þögn um hið síðara at- riði er óviðeigandi og enda ósæmi- leg. Það er skylt að minnast þess, að konum þessa lands ber að þakka það öllum fremur, að þetta veglega sjúkrahús er reist. Þær gengust fyrir fjársöfnútí um land alt í þessu skyni og hafa gefið það f je sem inn kom — mörg hundruð þúsunda króha — til byggingar Landsspítalans. Fyrir þetta stend- ur alþjóð í mikilli þakkarskuld við konur landsins og þær gátu •ekki fundið fegurra og sjer sam- boðnara verkefni en það að hrinda í framkvæmd fyrirtæki, sem miðar nð því að lina og bæta þjáningar sjúkra manna. Landsstjórninni bar nú spurs- málslaust skylda til að sýna þá kúrteisi að þakka konum lands- ins þetta afrek þeirra, en það hefir liún ekki gert, og með því lítils- virt þann mikla fjölda kvenna um !and alt, sem eflaust margar hverj ar lmfa af veikum mætti, lagt fram skerf í þessu skyni. Enginn heimtar stórveislu. En stjórnin hcfði, án ejrris kostnaðar, getað boðið þeim konum, sem mest iiafa að málinu starfað, að skoða spítalann áður hann var opnaður til almenningsnota, svo að þær að minsta kosti sæju, hvernig pen- ingum þeirra hefir verið varið. Skýringin á ]>essu liggur vafa- lítið í því, að þær konur, sem ' fremst hafa staðið um framkvæmd þessa tnáls, eru lítt sinnandi nú- verandi stjórn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að frk. Ingi- björg H. Bjárnason hefir staðið fremst allra kvenna í þessu máli, Á þingi hefir hún, verið óþreyt- andi og ótrauður talsmaður Lands- spítalans. Engin ein kona eða einn maður á landitíu hafa lágt eitís drjúgan skerf til þessa máls og hútí. Fjöldi kvenna úm land alt. hafa veitt mikla aðstoð, en á ó- komnum árum verður þess sjet- staklega minst, sem þessi fyrsti fulltrúi kvenna á Alþingi hefir afrekað þessu máli til sigurs. Þetta er skylt að þakka. Lands- stjórnin átti að gera það, en hún hefir vanrækt, þá skyldu eins og syó margar aðrar. Kurteisi kostar ekki fje. Stjórnin hefir því ekki einu sijini þá afsökun að ríkiskass- inn sje tómur. En þótt landsstjórn- in láti vera að þakka konum lands- ins og hinum fyrsta kvenfulltrúa á Alþingi hin heilladrjúgu störf j)eirra í þessu máli, þá mega þær þó vera þess fultvissar, að lands- lýður yfirleitt kann þeim bestu þakkir og það er enginn efi á, að "sá fjöldi sjúklinga sem eflaust á eftir að fá bót meina sinna á hinú veglega sjúkrahúsi, hugsar með þakklæti til kventía landsins, sem með framtakssemi sinni og fómum íögðu grundvöll að þessari stofnun. Þingkosningar á Spáni- Madrid, 6. febr. United Press. FB. Alfonso konungur hefir undir- skrifað konungsboðskap um kosn- ingar til þings. Fregn þessi • er ekki opinber, en heimildin fyrir henni talin góð. Búist er við, að boðskapurinn verði birtur um helgina. Þakbarávarp. Þegar jeg sá fyrst bókina „Vest- an um haf“, veitti jeg því eftir-: tekt, að það var svartur blettur á nefinu á mjer, sem jeg kannaðist ckki við að ætti að vera þar. Jeg fór að brjóta heilann um hvað hann ætti að tákna, hvort hann gæti haft eitthvert bókmentalegt gildi eða verið settur þar bara tij prýðis, en komst ekki að neinni fastri niðurstöðu. Ef hann hefði verið á tungunni, þá „þurfti ei umtal meira“. i Þá kastaði jeg fram þessari stöku: Ekki er þetta falleg frjett, sem flytur netta stefið: Þeir háfa sett, ef sje jeg rjett, ' svartan blett á nefið. Nýlega var mjer send bókin, og eiga þessar línur að votta þeim, sem það gerðu, þakklæti mitt, þó ófullkomið sje. Jeg er búinn að yfirfara bókina og álít, að hún sje liarla sæmi'leg. Þó hefði mjer líkað betur, að fleiri höfundar hefðu %' «» i ■ • ft komið þar fram á leiksviðið. Jeg hefði unað mjer þar betúr, ef fleira hefði verið þar af kven- fólki og þaðjiefði „ballansað“ bet- ur. Margir hafa látið óánægju sína í ljós yfir því, að vinkona mín (sem jeg hefi aðeins sjeð tvisvar á æfinni), M. J. Benedictson, skyldi ekki vera „representuð“, þar hún hefði átt að .sitja mitt á milli lærifeðranna, og svo eru fleiri, en það dúgar ekkj að' deila við dómarann. ' Þið senduð mjer bókina bundna í skínni, með bjettinn á nefinu — geymdan þar inni. Jeg hafði’ ekki mikil af höfðingj- um kynni, en heiðraði landið með fjarveru minni. Bókina skal jeg í glerhúsi geyma með grallara bókmentum þar á hún heima. Vesturheimsk gullkorn þar gefur að líta, glóandi fögur, sem hart er að „bíta“. Þiggið nú, vinir í þjóðmála ranni, þakklætis stefin frá „vitlausum manni! ‘. Þið, sem að hafið mjer góðfúsir gefið, gullaldar Ijóðin, og blettinn á nefið. K. N. -TúIíús. Útsalan heldnr áfram þessa viku. Mörg hundiuð plötur fyrir hdlfvirði. Katrin Viðar. Hljððfaraverslnn. Lækjargötn 2. Okkar viðurkendi silkicharmeuse-undirfatnaður, seld- ur með 20—50% afslætti. Einnig mikið af bolum, buxum, skyrtum, náttkjólum, náttfötum og svuntum- Prjóna- treyjur og peysur handa börnum og fullorðnum — h á 1 f v i r ð i ! Okkar þektu, góðu sokkar, verða seldir með mjög miklum afslætti t. d. sem kostuðu áður 5.75, verða seldir á 3.75. Áður 3.25 nú 2,65. Áður 2.75 nú 2.00. Áður 1.95 — nú 1.50. Einnig afsláttur af öllum öðrum vörum verslunarinnar. Verslunin „Snót" VESTURGÖTU 17. Dríianda kaffið er drýgst. Skvndisalau hjá Haraldi verðnr 1 fnlinm gangi þessa vlkn. ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.